Morgunblaðið - 23.04.1953, Blaðsíða 12
12
MORGZJNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 23. apríl 1953
Akureyrarbréi
Framhald af bls. 9.
net og nokkru minni afla. Ólaís- 1
íirðingar kvarta líka yfir beitu-
leysi, en þeir telja litla þýðingu
hafa að róa með annað en loðnu,
en frosna beitu eiga þeir til. Sem
dæmi um aflabrögðin þar er að •
einn bátur fékk 6000 pund á 25
stokka. Allt er þetta vænn íisk-
ur og í honum mikið af gotufiski.
Annars hefir sjósókn ekki verið
sem skyldi frá Ólafsfirði vegna
þess að ailar stærri trillurnar eru
á iandi en eigendur þeirra i at-
vinnu fyrir sunnan. Togbáturn
hefir verið haldið út frá Ólafs-
firði nú í rúman mánuð. Einnig
þeir hafa mokaflað síðustu daga.
Lagði einn þeirra á land jafnmik-
inn afla eftir örskamma útivist,
eins og hann hafði fengið í heiian
mánuð frá því hann byrjaði. Tölu
vert hefir einnig fiskast hér í
firðinum á handfæri og er nú mik
ið farið að nota norsk færi, sem
nýlega komu á markaðinn og
dregur nú hver maður á „norska
pilkinn með nælonlínunni“. Telja
menn færi þessi stórum beti i en
þau gömlu.
DORGAÐ UPP UM ÍS
Hér á dögunum lagði Pollinn
og gerði mannheldan út undir
Oddeyrartanga. Mátti þá sjá mik
inn fjölda Akureyringa á dorgi
við ísskörina og dróg-u þeir þann
gráa liðugt. Stóðu aflabrögð þessi
í nokkra daga, eða þar til sunn-
anáttin hreinsaði ísinn af Poll-
inum. Hafði margur af þessu bæði
gagn og gaman.
„ANDRÍKIR MOÐHAUSAR"
Fyrir nokkru gat ég framboða
þeirra Magnúsar Jónssonar frá
Mel og .Jónasar G. Rafnar hér í
Akureyrarbréfi. Hefir þetta gefið
blaðinu Degi hér í bæ tilefni til
margra og merkraG) skrifa í
hverju blaði, sem út hefir komið
síðan. Til fróðleiks fyrir lesend-
ur Morgunblaðsins langar mig til
þess að birta hér svolítið af hinni
„geislandi frjósemi“ Dags með
fáeinum innskotssetningum. Orri
skrifar greinarkorn, er hann
nefnir „Andríkir andstæðingar“,
sem hljóðar svo:
Sami moðhausinn, (nafngiftin
ber vott um skáldlegt innsæi
Orra) sem fyrir nokkru birti Ak-
ureyrarbréf í Mbl., skýtur upp
kollinn (ekki vottur af þágufalls-
sýki) í Daggardropum íslendings.
Ræðir hann um málefnasnauða
andstæðinga (hvílik forherðing!)
og lítur helzt út fyrir að þessi
tvö orð eigi að verða það hald-
reipi, sem bjargar þeim Magnúsi
og Jónasi í hinni erfiðu og tor-
sóttu göngu, sem þeiiTa bíður
(yfir andans fjöll Framsóknar!!).
Ekki skal neinu spáð um styrk-
leika spottans, en reipi má nota
á ýmsa vegu (t. d. til þess að
tylla með taglhnýtingum Fram-
sóknar). Annars er undarlegt að
þessi andríku mikilmenni skuli
telja nauðsynlegt að eyða svo
andríki (!) sínu á algerlega mál-
efnasnauða andstæðinga, í stað
þess að ausa henni yfir háttvirta
kjósendur. (Þetta er víst bara
ætlað þeim, sem ekki hafa kosn-
ingarétt). En íslendingur ber þess
heldur lítil merki að málefna-
gnægðin eða andríkið fljóti þar
yfir alla barma. Vísnabálkur
blaðsins skýrir þetrta þó eðlilega,
þar sem hann segir réttilega:
Þegar grunns ei þekkjast skil
(þú hefir vonandi dýptarmæli í
Iagi, Orri) þrotin sóknar rök og
varna, harla mörgum hættir til,
hismið velja fyrir kjarna (þeir
í Náttúrulækningafélaginu telja
hýðishveiti hollt magasjúkling-
um. Hefirðu prófað það, Orri??).
Mbl. er þarna sýnu revnslu-
meira. Að vísu er ekki verið að
eyða rúmi Undir málefnagnægð-
ina! (það er munur á gleðisögum
Tímans, Surtlu-málum og brenni-
vínshugleiðingum sálmaskálds-
ins). Nei, ónei, en myndir eru af
þeim andríku(!) og sjá, ásjónur
þeirra blátt áfram geisla af frjó-
seminni. (Lækning gegn miklum
geislaverkunum mun því miður
enn skammt á veg komin).
Myndir eru fljótlesnar og les
þar hver eftir sínu höfði (sbr.
syngur hver með sínu nefi).
Þetta hefir Mbl. skilið, enda á
Ali Baba drjúgum fleiri aðdá-
endur en hinar andríku sjálfstæð
ishetjur! (Heyrst hefir og að
Snoddas nyti talsverðra vinsælda
hjá Framsókn).
Orri“.
Finnst mönnum ekki töluvert
til um málefnaauðlegðina í þess-
um greinarstúf Orra. Þeir kunna
að beita pennanum þessir arftak-
ar Jónasar frá Hriflu. Það „blátt
áfram geislar af frjósemi" rit-
snilldarinnar!!! — Vignir.
Séra Sígurður Einarsson:
„VESALINGARNIR“
ÉG naut þeirrar ánægju að sjá
leik þenna í Iðnó í gærkveldi og
ástæðan til þess að ég skrifa þess-
ar línur er blátt áfram sú, að ég
er ekki viss um að unnendur leik-
listar í Reykjavík og nágrenni
hafi gert sér ljóst, hve stórfeng-
legt og fagurt leikhúsverk er
hér á ferðinni. Húsið var ekki
nærri fullt, því miður, en það
væri hrapalegt ef svo illa tækist
til að sjónleikur þessi færi að
verulegu leyti fyrir ofan garð og
neðan hjá þeim, sem annars
sækja að jafnaði leikhús. Það er
hætt við að slíkar viðtökur
myndu verða mjög til þess að
draga úr áræði leikhúsa vorra til
þess að sýna verulega stórbrotin
verk, og það væri þessari dafn-
andi list í landi voru óbætanlegt
tjón.
Gunnar R. Hansen, hinn gáfaði
og kunnáttusami leikstjóri hefur
samið leikrit þetta, upp úr sam-
neíndri skáldsögu franska snill-
ingsins Victor Hugos, en Tómas
Guðmundsson þýtt leikinn á ís-
lenzku. Það þarf óhemju kunn-
áttusemi til þess að komast klakk
laust frá því að snúa risavaxinni
skáldsögu eins og Vesalingunum
í viðráðanlegan sjónleik, en þetta
hefur Gunnari R. Hansen tekizt
svo vel að furðu gegnir. Eink-
um gat ég ekki annað en dáðst að
því hve fimleka og áhrifaríkt
grímsdóttur í hlutverki Cosette,
barnsins sem galeiðuþrællinn
helgar sitt frjóa, starfsama líf. —
Ragnhildur er þarna í afar vanda-
sömu hlutverki, og hæfið að fólk
átti sig á því í fyrstu lotu, hvað
franskt klausturuppeldi á vegum
leyndardómsfulls föður setur
henni þröng takmörk um fram-
komu. í tilþrifalausu úrræðaleysi
hennar í fyrstu gagnvart ástinni
og áhættu lífsins er mikið af
trúrri listtúlkun, sem leikstjór-
inn, Gunnar R. Hansen, á efalaust
sinn þátt í. En í lokin sýnir Ragn-
hildur Steingrímsdóttir fagran,
sannan leik frjálsrar konu, sem
smá andstreymi hamingjusams
hjónalífs hefir gert þroskaða og
skyggna á dýpri verðmæti. Það
var mjög vel gert'.
Og alveg sérstaklega vildi ég
mega vekja athygli á leik Ernu
Sigurleifsddttur í hlutverki
Fantine, veiku verksmiðjustúlk-
unnar. Erna hefur hér enn á ný
sýnt og sannað að hún býr yfir
stórkostlegum hæfileikum, sem
hún er að ná betri og fastari tök-
um á með hverju stóru hlutverki
sem hún fær.
En þessi upptalning tjáir ekki.
Ég þakka Leikfélagi Reykjavík-
ur, leikstjóra, þýðanda og leik-
endum fyrir ógleymanlega stór-
brotna ánægjustund, og vildi
ljúka þessum linum með þeirri
— Á sögusléðum
í'ramnaia af bls. 7
kórin í Páfagarði. Söng hann þrjú
lög í mótttökusal páfa, að honum
sjálfum viðstöddum. Þótti honum
mikið til söngsins koma, enda var
það mál allra þeirra Islendinga,
er viðstaddir voru, að kórnum
hefði tekizt sérlega vel upp. Eft-
ir sönginn ræddi páfi við Sigurð
Þórðarson, söngstjóra, um ísland
og íslenzk málefni. Var Sigurður
sæmdur heiðurspeningi Vatikans-
ins, en aðrir fengu minnispeninga
um komuna til Vatikansins.
í Róm skildu leiðir. Kórinn
hélt til Milanó strax á miðviku-
dagskvöldið 8. apríl, til að syngja
inn á hljómplötur. Einn hópur
hélt með lestinni til Ncpoli til
að fylgjast með skipinu tií
Genúa, og annar varð eftir í Róm,
en ætlaði að halda áfram land-
leiðina norður til Florenz og
Nizza að kvöldi næsta dags.
G. M.
27. létust.
HANOI. 16. apríl: — í dag varð
flugslys í Indó-Kína með þeim
afleiðingum að 27 manns létu líf-
ið. — NTB-Reuter.
hann lætur hverri mynd sýning- j ósk að Vesalingarnir hlytu þær
arinnar vera lokið og af hve viðtökur, að félagið þyrfti ekki
glöggri kunnáttu hann fellir sam- að hopa fyrir stórfenglegum við-
an upphaf og endi leiksins. Og fangsefnum í framtíðinni. Það
milli þessara tveggja skauta ger- býr yfir nægum kröftum til að
LILLU
kryddvörur
eru ekta og
þess vegna
líka þær
bezt. Við á-
byrgjumst
gæðin. —
Eiðjið um LILLU-KRYDD
þegar þér gerið innkaup.
Guðspekisfúkan
Syslkinabandið á
Afcureyri 40 ára
AKUREYRI, 21. apríl. — í gær
voru Iiðin 40 ár síðan guðspeki-
stúkan Systkinabandið var stofn-
að hér á Akureyri; var hún stofn
uð 20. apríl, 1913. — Stofnendur
voru 11 að tölu.
Fyrstu stjórn skipuðu séra
Jónas Jónasson, formaður, Hall-
grímur Kristinsson forstjóri,
gjaldkeri, Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir, ritari, Sigurður Kristins-
son forstjóri, bókavörður.
Guðspekistúkan hefur frá upp-
hafi haft regluleg fundahöld með
félagsmönnum og bókasafn henn-
ar á nú um 300 bindi, en frum-
stofn þess var gjöf 28 bóka frá
Oddi Björnssyni prentmeistara.
Núverandi stjórn stúkunnar
skipa Jón Sigurgeirsson kcnnari,
formaður, Egill Þorláksson kenn-
ari ritari, Bernhard Laxdal kaup-
maður gjaldkeri og meðstjórn-
endur Eiríkur Sigurðsson kennari
og kona hans Jónína Steinþórs-
dóttir. — H. Vald.
ast stórbrotin og átakanleg mann
leg örlög, svo stórbrotin og átak-
anleg að þau snerta okkur inn í
hjartarætur, plægja sálina og
hrista okkur dálítið upp úr hvers
dagsmókinu. Það er þetta erindi,
sem góður skáldskapur og góð
list á við okkur mennina.
í Vesalingunum kemur fram
fjöldi leikenda, sem undantekn-
ingarlaust gera hlutverkum sín-
um góð skil og leikstjórnin er
hnitmiðuð og örugg alla leið í
gegnum þenna langa leik. En það
eru nokkrir leikendur þarna, sem
beinlínis vinna stórkostlegan lista
sigur með frammistöðu sinni.
Nefni ég þar fyrstan Þorstein Ö.
Stephensen 1 hlutverki galeiðu-
þrælsins Jean Valjeans. Vera má
að Þorsteinn hafi aldrei fengið
hlutverk, sem svo miskunnarlaust
krafðist allra hæftleika hans, en
hann hefur heldur ekkert þeirra
leyst af hendi jafn stórvel frá
upphafi til enda þeirra, sem ég
hef séð. Leikur hans var allur
markaður djúpri innlifun og bor-
inn uppi af fumlausum tiginmann
legum myndugleik. Sama máli
gegnir um Brynjólf Jóhannesson
í hlutverki Javerts löggæslu-
stjóra. Annars er það engin ný
saga um Brynjólf. Hann getur
ekki framar komið okkur á óvart
nema með því að láta sér mistak-
ast, en það gerir hann bara ekki.
Hér finnst mér ástæða til að
geta um leik Ragnhildar Stein-
valda þeim, ef okkar hlutur ligg-
ur ekki eftir. Leiknum var for-
kunnarvel tekið og leikendur
margkallaðir fram að leikslokum.
Reykjavík 19. apríl 1953.
Sig. Einarsson.
Getreunaspá
Burnley — Charlton x
Cardiff — Aston Villa 1
Liverpool — Chelsea (1) x (2)
Manch. C. — Blackpool 1
Middlesbro — Manch. Utd. 1 (x)
Newcastle — Bolton 1
Preston — Arsenal x (2)
Sheffield — Sunderland I
Stoke — Derby 1 (x)
Tottenham — Wolves 1
WBA — Portsmouth 1
Plymouth — Swansea 1 (2)
Vegna sumardagsins fyrsta
verður skilafresturinn í Reykja-
vík lengdur til hádegis á föstu-
dag.
CHAMPION
Sparið eldsneytið. —
Skiptið reglulega um
kerti í bifreið yðar.
Championkerti ávalll
fyrirliggjandi fyrir
flestar tegundir
bifreiða. —
ECILL VILHjALMSSON H.F.
SUMARGJOF
INGÓLFSCAFÉ
Gömlu- og nýju dansarnlr
í kvöld kl. 10
Aðgöngumiðar seldir í Ingólfskaffé í dag og við innganginn.
Sími 2826
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd G^J>
: glad ra xmovv \ i os vo^mec?
; 5 CXJ, MAS5M rOAL * ..—
OET THAT
pS^MOOSE ?
r,V\ AM ANrMAt’
PHOTOGPAPWEC’I
AND r'D L!*zp
TO Dö A>
FICTUCt
?TO=V
A. a\ >‘t3r
GCEAT'’ VOU
MAV CAMP
HCPE WITH
y thanks, mr. h
A MERRy; r'D /
f\ UkE THAT'
*
L fcT VV,iLRÍ iN 13
A~ ló riT \ I C SA/b IV 3
T STRANCCC,
É BIG
HEAR
TAKE NO
CHANCES,
WABANANGA
< l ■»OrO RAPHEP,
V ) t* " WE MUST
1) Það gleður mig að kynnast
þér, Markús. En af hverju hef-
urðu þennan elgkálf í bátnum?
Ég tók hann að mér eftir að úlfar
höfðu drepið móður hans. Ég
gat ekki skiiið hann eftir.
2) Af hverju lagðir þú leið
þína til Klettavatns? Ég er ljós-
myndari og hafði hugsað mér að
taka hér myndir.
3) Það var ánægjulegt að
heyra. Ég skal meira að segja
verða þér til aðstoðar.
— Þakka þér kærlega fyrir,
Franklín.
4) Seinna: — Hvað um ókunna'
manninn? Hann segist vera ljós-
myndari. Við verðum að gera
okkar ráðstafanir gagnvart þess-
um manni, Wabanang. Við meg-
um ekki hætta á neitt.
•■w