Morgunblaðið - 23.04.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1953, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. april 1953 ^(T'OC. J(T'—X_ SYSTIRIIM SKÁLDSAGA EFTIR MAYSIE GRIEG SiT^Ðí Fiamhaldssagan 51 „Já, þú hlýtur að hafa verið mjög ung fyrir sex mánuðum", sagði hann þurrlega. „Vertu ekki óvingjarnlegur“, s&gði hún. „Þú hefur ekki verið það lengi. Auk þess var ég ekki gift þá. Þá þekkti ég ekki lífið'*. „Sakláus skólastúlka“, sagði tiann stríðnislega. „Ó, Derek, vertu ekki vondui- við mig“, sagði hún. „Ekki í dag. Ég er svo taugaóstyrk11. Hann brosti. „Ég var bara að rtríða þér. Hvernig ætlar þú að J tealda daginn hátíðlegan eftir sýn- * inguna í kvöld. Janice?“ „Mér .... mér datt í hug að við gætum skemmt okkur sam- an“. „Einhvern tíman seinna. Við verðum allt of þreytt til að geta skemmt okkur í kvöld“. „Gerðu það“, sagði hún. „Get- um við ekki borðað saman heima hjá þér“. ■ „Það held ég ekki“, sagði hann. „Ég held að það sé ekki ráðlegt“. „Þú ert ómögulegyr?/ sagði hún. „Eigum við aldrei að eiga saman ánægjulegar stundir, Der- ek. Það er bara vinna og aftur vinna hjá þér. Mig langar til að skemmta mér, Derek“. „Kemur maðurinn þinn ekki héim eftir nokkra daga?“ „Þess vegna vil ég skemmta mér núna. Jack er svo þunglama- legui. Hann vildi ekki einu sinni lofa mér að stunda leiklistina aft- ur“. Honum varð bilt við. Hann leit undrandi á hana og hnyklaði brúnir. „Mig minnir að þú hafir sagt að hann viti allt um þetta“. Snöggvast kom óttasvipur á hana. „Ég sagði honum ekki frá því, Derek, ég sagði þér ósatt um það. En auðvitað verð ég að segja hon um allt að létta þegar hann kem- ur“. „Auðvitað“, sagði hann og bætti svo við: „Ðettur þér í hug, að hann sé ekki þegar búinn að frétta það?“ „Hann hefur verið inni í frum- skógum á Haiti. Og svo varð hann fyrir slysi. Ég veit ekki nákvæm- lega um það, en Alice skrifaði mér og sagði að hann hefði hálf- partinn misst minnið. Það .. það er dálítið óhugnanlegt“. „Já“. „Þess vegna vil ég skemmta mér í kvöld, Derek. Ó, gerðu það“. „Ég skal fara með þig á Savoy efjþú vilt“, sagði hann. „Nei“, sagði hún. „Ég vil að við séum saman. en einhvers staðar tvö ein .. í næði“. Hann hristi höfuðið. „Það dug- ar, ekki, Janice. Eins og ég sagði þér, fer ég beint, heim að sofa“. Það var eins og hún ætlaði að koma með frekari mótbárur, en syo hætti hún við það og stóð á fa^tur. „Jæja, þú verður að ráða því. Ég þarf víst líka að hvíla mig“. Hún gekk burt, en snéri brátt aftur. „Heyrðu, Derek, getur þú ekki lánað mér nokkra smápen- inga. Ég gleymdi veskinu mínu og bílstjórinn kemur ekki að sækja mig“. „Það eru einhverjir smápen- ingar í jakkavasanum mínum. Hann hangir inni á skrifstofunni“ sagði hann. „Ég ætla að sitja hérna dálítið lengur. Ég þarf að athuga, hvort nokkuð þarf enn að; lagfæra“. Hún fór fram í skrifstofuna. Blái jakkinn hans hékk á snaga á bak við dyrnar. Hún stakk hend fff¥¥% ffe Wfi fffft i peninga. En hún tók líka nokkuð þar að auki. Það var lykill. Hún horfði á hann góða stund. svo brosti hún íbyggin, og stakk hon- um síðan í vasann ásamt nokkrum smápeningum. Augnabliki síðar var hún komin út á götuna. 24. kafli. Um leið og tjaldið var dregið frá fyrir síðasta atriðið í „Feg- urðin fyrir karlmennina“, komu Alice og Jack á Waterloo stöðina. Skipið sem þau höfðu komið með hafði ekki komizt lengra en til Southampton. Það hafði verið þreytandi að þurfa að fara í gegn um tollinn svo síðla kvölds og ennþá erfiðara fyrir Alice, því Jack var svo undarlegur. Hann spurði í sífellu, hvers vegna Janice hefði ekki komið til að taka á móti þeim. Og þegar hún sagði honura að Janice mundi vera heima, þá sagði hann: „Já, auðvitað .. barnið“. En hann lét sér ekki nægja skýringuna lengi í senn. Eftir nokkrar mínútur var hann aftur farinn að spyrja hvers vegna Janice hefði ekki komið til að taka á móti þeim. Það jók ennþá á áhyggjur hennar, vegna þess að hann hafði virtzt hressari á leiðinni. Eínu sinni eða tvisvar hafði hann stutt höndum um höf- uð sér og sagt: „En var ekki eitt- hvað á milli okkar, Alice?“ En hann gat aldrei rekið fyllilega brott skýið sem ennþá skyggði á huga hans, svo að hann mundi ekkert eftir dögunum á Haiti. Þau fóru upp í leigubifreið á Waterloostöðinni með allan far- angurinn. Alice bað bílstjórann að aka heim til Jack. Rétt áður en þangað kom, varð bíllinn að stöðva í umferðinni. Stórt götu- ljósker skein á gríðarstóra aug- lýsingu, þar sem á stóð: ARCADIA LEIKHÚSIÐ JANICE WINTERS í FEGURÐIN FYRIR KARLMENNINA Leikstjóri: Derek Warman. Alice kom strax auga á þetta. Hún reyndi eins og hún gat að beina athygli Jacks að einhverju öðru, en hann hafði þegar séð aug lýsinguna. Hann hallaði sér fram í sætinu og starði. „Drottinn minn, Alice“, sagði hann. „Nú man ég það. Ég hef verið að reyna að muna það í margar vikur. Janice ætlar að leika í leikriti. Þess vegna vildi hún ekki koma með mér. Og þorp arinn hann Warman ætlaði að vera leikstjóri. Það er allt hon- um að kenna. Hann hefur fengið Janice til að svíkja mig. Ég skal sannarlega hafa hendur í hári hans“. „Ó, Jack, þetta er ábyggilega einhver misskilningur“, sagði hún og tók um handlegg hans. Hannsnéri sér æstur að henni. „Vogaðu ekki að taka hans mál- : stað. Ég veit hvernig það hefur verið. Hvar er þessi sýning. Get- um við ekki farið beint þangað?" „En því hlýtur að vera lokið núna“, sagði hún. „Það er miklu betra að fara beint heim. Janice hlýtur að vera komin heim á undan okkur“. Þegar þau óku fram hjá öðru götuljóskeri, sá hún að undarleg- ur svipur var kominn á andlit hans. Einhverjir drættir fóru um munn hans og hann snéri hend- urnar í sífellu. Skelfilegur ótti greip hana, en hún vissi ekki hvers vegna. Bíllinn komst seint leiðar sinn- ar, eða ef til vill var hún aðeins svo óþolinmóð. Henni fannst heil eilífð líða áður en þau komust heim. Celia var svo undrandi þeg ar hún sá þau að hún rak upp óp. „Hvar er konan mín?“ spurði Jack strax. „Hún .. hún er í leikhúsinu“, stamaði stúlkan. „Það er frum- sýning í kvöld....“. „Frumsýning .. einmitt", sagði Jack og ruddist fram hjá henni inn í stofuna. „Ég .. ég skal hringja til henn- ar“, sagði Alice. Hún hljóp inn ganginn og inn í svefnherbergi Janice þar sem var sími. Langur tími leið áður VETRARGARÐURINN VETRARGARÐURINN sig úti í horni í myllunni, og síðan gaf hún honum brauð- bita og ost að borða. Fátæki bóndinn hámaði í sig matinn, því að hann var orð- inn nijög svangur. Siðan hallaði hann sér út af og bjóst til að fara að sofa. — Af hrafninum er það að segja, að bóndinn hafði hann með sér inn og lét hann liggja hjá sér. Húðina af kúnni hafði hann líka fyrir ofan sig. Með því að konan hélt, að böndinn myndi sofna strax, skipti hún sér ekki frekar af honum. — Nokkru seinna kom presturinn í sókninni, og þótti fátæka bóndanum konan taka honum nokkuð blíðlega. „Nú er maðurinn minn ekki heima,“ mælti konan við prestinn. „Og nú skulum við bví nota tækifærið og fá okkur eitthvað gott að borða. — Konan hélt, að fátæki bóndinn væri sofnaður og heyrði því ekki það, sem fór á milli hennar og prestsins. En það var nú öðru nær. Hann var glaðvakandi. og sá og heyrði allt, sem gerðist. — Eins og fyrr segir, fékk bóndinn ekkert annað hjá konunni að borða en brauðbita. Presturinn fékk hins vegar mikinn og góðan mat. Þótti hon- um konan gera sér allmikinn mannamun. Þegar konan og presturinn höfðu setið nokkra stund yfir matnum, var allt í einu barið á dyrnar. „Ó, þetta er víst maðurinn minn- Feldu þig fljótt inni í klæðaskápnum,“ sagði konan við prestinn. Síðan tók hún kræsingarnar; steikina inn í ofninn, vínflöskuna undir koddann í rúminu, kálið undir yfirsængina og kökurnar undir rúmið. Þessu næst fór hún til dyra og opnaði. Eins og hún hafði getið til, var þetta bóndi hennar, sem var kominn. „Eg þakka guði, að þú skulir vera kominn aftur. Ég hef verið svo hrædd í þessu slagviðri, sem geisar.“ Malarinn gekk nú inn í mylluna og kom þá óðara auga á fátæka bóndann, þar sem hann lá úti í horni. f r 5 J $ * 1511111 í»?|> ♦ M11 • SUIH ARFAGIMAÐIJR Almennur dansleikur í Vetrargarðinum í kvöld og annað kvöld kl. 9. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar. Aðgöngumiðasala frá kl. 3—4 og eftir kl. 8. Sími 6710. Árshótíð K.R. verður haldin sunnudaginn 26. aprii kl. 8,30 e. h. í Sjálfstæðishúsinu. Skemmtiatriði: 1. Minni K. R. og afhending heiðursviðurkenninga. 2. Svavar Jóhannesson: Kylfukast. kúluvarp o. m. fl. 3. Flokkur úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýnir þjóð- dansa undir stjórn Sigríðar Vaigeirsdóttur. 4. Gestur Þorgrímsson hermir eftir þekktum söngvurum. 5. Allt fyrir K. R. Gamanþáttur um félagsmál. Leikendur: Kristjana Breiðfjörð Erlendui' Ó. Pétursson Haraldur Á. Sigurðsson. 6. Dans. Kynnir kvöldsins verður Haraldur A. Stgurðsson. Aðgöngumiðar verða seldir föstudag og laugardag í skrifstofu Sameinaða. Tryggvagötu (simi 3025). Félags- menn mega taka með sér gesti. Tryggið yður miða í tíma. Stjórn K. R. AFTEIMUNDERHOLDiMllMG afholdcs i aften I. Sommerdag Kl. 20,30 i „Tjarnarcafé“s store Sal for Foreningens Medlemmer med Gæster. 1. Der forevises Filmen „Det nye Persien“. 2. Oplæsning af Skuespiller Brynjólfur Jóhannesson. 3. Dans til Kl. 1. Billetsalg ved indgangen. DET DANSKE SELSKAB Spilak vöid Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík hefir almenna félagsvist í Tjarnarcafé annað kvöld. Vigfús Guðmundsson stjórnar. Verðlaun veitt. — Dans á eftir. Áríðandi að allir, sem óska að spila mæti kl. 8,30. Aðgöngumiðar seldir í Tjarnarcafé frá kl. 6 sama dag. Skcmmtinefndin. .......3............................... Byggingafélag Alþýðu Reykjavík AÐALFUIMÐUR félagsins verður haldinn í Góðtemplarahúsinu (uppi), miðvikudaginn 29. þ. m. kl. 9 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórn Byggingafélags Alþýðu. Aðalfufidur Húsmæðraskólafélags Hafnarf jarðar verður haldinn mánu daginn 27. apríl kl. 8,30 í Sjálístæðishúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Á eftir kvikmynd og kaffi. Fjöimennið. STJÓRNIN 80 ferm. salisr til leigu yfir sumarmánuðina, Lysthafendur leggi nöfn sín á afgr. MbL fyrir 26. þ. m. merkt: 80 ferm. —796.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.