Morgunblaðið - 16.05.1953, Side 14
14
MORGVNBLABIB
Laugardagur 16. maí 1953
fct.
í
JULIA GREER
SKALDSAGA EFTIR DOROTHEU CORNWELL ^
Framhaldssagan 8
Tólið var lagt á. Júlía gerði
fiiíkt hið sama. Svo tók hún lítmn
fjpegil upp úr tösku sinni, strauk
jrfir augabrúnirnar og fór út úr
símaklefanum. Svo dró hún nýja
hatinn örlítið lenga niður yfxr
vinstra augað. Þegar hún gekk
fram að dyrunum, heyrði hún
stúlkurnar flissa. En þegar hún
J.eit við, sá hún að þær voru ekki
að hlæja að henni.
3. kafli.
Júlía hugsaði með sjálfri sér,
að ennþá væri frú Scott falleg,
enda þótt gullna hárið og litar-
hátturinn væri farinn að fölna
lítið eitt. Myndhöggvarinn, sem
hafði gert andlitsmyndina af Luc-
iUu Scott hafði ekki látið sitt eft-
ir liggja til að gera hana fallega.
Augun voru dýpri og vangarnir
ávalari. Dagstofan var ágætur
rammi utan um myndina, þar var
allt í Ijósum litum, ljósrauðum
og gráum, og undir öðrum stóra
glugganum var flygill á mjóum
fótum.
Frú Scott hafði boðið gest sinn
velkominn og látið hana setjast
í hægindastól í stofunni. Júlía
tók eftir því að bökin- á öllum
atólunum voru útskorin, svo að
þau urðu eins og fegrandí bak-
grunnur fyrir þann, sem sat í
stólnum. Þegar frúin settist í sinn
íitól. rann ermin upp á öðrum
handleggnum. Handleggurinn var
visinn og fingurnir beinaberir og
krepptir. Júlía leit undan en þeg-
ar hún leit aftur, hafði frú Scott
lagfært ermarnar svo aðeins rauð
Maálaðax neglurnar sáust fram
undan ermunum.
„Þú ert svo falieg, Júlía", sagði
hún. „Ég hef ekki séð þig svo
lengi. Ég var búin að gievma þvi,
hvernig þú varst“.
Þetta voru útreiknuð fagur-
ýrði, en í munni frú Scott var
eins og hún meinti það sem hún
cagði. Júlía hugsaði með sjálfri
rér: Henni hefur þegar tekizt að
láta mig finnast ég vera eftir-
sóknarverð og fuli af yndisþokká.
Hún hefur meira að segja látið
naig gleyma því, að ég er í ljótum
og gamaldags kjól. Hún reyndi
að svara í sama tón:
„Það er fallegt af yður að segja
þetta, frú Seott. En þér eruð þó
ennþá fegurðardrottningin í
■Sherryville. Enginn okkar getur
nokkru sinni vonast til að slá
yður út“,
Kona læknisins kunni að taka
á móti slíkum gullhömrum. „Það
er nú ekki hægt að telja mér trú
um að sú saga sé ennþá við lýði.
Bærinn hlyti þá að sjá mig í gegn
um rósalitað gler. Og mundu að
faðir minn var eini bankastjór-
inn í þá daga“.
Svo hélt hún áfram: „En það
ler dásamlegt að vera faUegur. Ég
^tala ekki fyrir mína hönd heldur
jíyrir mína kynslóð, Ef til vill
'höfðum við á röngu að standa
i....“ Hún þagnaði og hugsaði
sig um. ,,í þá daga fannst konum
ekki eftirsóknarvert að vera lærð
;;ar eða gáfaðar .. ekki eins og
jykkur finnst núna. Við lifðum
láðeins fyrir kvenlega sigra okk-
‘Sar, að minnsta kosti á meðan við
ívorum ungar. Það extt að ganga
Jinn í stúkuna í leikhúsinu og vita
‘'að allra augu fylgdust með manni
.. eða svífa inn í danssalinn á
hinu hárétta augnabliki, og allir
fylgdu manni eftir með augunum
um dansgólfið“.
Andlit Lucillu Scott Ijómaði
við þessar endurminningar. „Feg
urðin“, sagði hún. „Það var upp-
•hafið og endirinn fyrir okkur. Þú
þarft ekki að segja mér að slíkt
hafi verið tepruskapur .. gagns-
laus tepruskapur. Ég veit það. Eg
hef líka reynt að fylgjast með
nýja tímanum, þó að ég sé nú
farin að dragast aftur úr og
þreytast“, Hún hallaði sér aftur
á bak eins og þessi ræða hennar
hefði verið henni mikil áreynsla.
Júlia minntist þess að hún
hafði heyrt um veikindi frú Scott.
Læknírinn minntist aldrei á það,
en fólk hvíslaðist á um þau. Hún
leit upp þegar hún heyrði að bill-
inn nam staðar fyrir utan. Bíl-
hljóðið átti illa heima inni í þess-
um heimi, sem stofan var. Hún
var viss um að hinn jarðbundni
jScott læknir mundi líka rjúfa
töfrana.
„Fólk segir, að þér hafið vexið
veikar, frú Scott“, sagði Júlía.
„Ég vona að þér séuð friskari
núna?“
Birtan hvarf úr andliti rosknu
konunr.ar. „Frískari? Jú, ég er
frískari. Og ég hef heldur ekki
verið verulega veik. En Harold
vildi endilega láta mig ganga
undir þessar aðgerðir“.
Læknirinn kom inn og neri
saman höndunum. Júlía gat sér
þess til að hann hefði lagað sig
til áður en hann kom frá bílskúrn
um. Hann var hreinn og strokinn
frá toppi til táar. Hjúkrunarkon-
an ýtti te-borði á undan sér inn.
Scott kvssti konu sína og brosti
til Júlíu. „Vilt þú ekki hella í
bollana?“ sagði hann við hana.
Júlía gaut augunum til frúar-
innar. Frú Scott fékk glas með
einhverju hjá hjúkrunarkonunni.
Hún drakk úr því án þess að lita
á hir.,
„Já, viltu hella í bollana vina
mín“, sagði hún. „Það er athöfn,
sem ég er löngu hætt að fram-
kvæma. Og ‘ lofaðu mér svo að
máta þennan fallega hatt. — Mig
hefur langað til þess allt frá því
þú komst ínn“.
Hjúkrunarkonan stóð í dyrun-
um á meðan frú Scott gekk til
Júlíu og lyfti græna hattinum af
höfði hennar. Svo hvarf hjúkr-
unarkonan þegar læknirinn hafði
gefið henni bendingu. Læknisfrú-
HVOR TVÍBURINN NOTAR TONI?
HVOR NOTAR DÝRA HÁRLIÐUN ?
(Sjá svar að neðan)
in stóð við spegfiinn og dró hatt-
inn niður yfir arasað augað.
„Dásamiegur‘% tautaði hún.
„Mér hefur alltaf þótt garnan að
svolítið áberandi höttum“.
Það var furða hvað henná tókst
að bera hattinn og húrx var þann-
ig sjálf, að manni fannst ekkert
óeðlilegt eða tilgerðarlegt við það
þegar hún hringsnerist fyrir
framan spegilinn. Júlia settist á
legubekkinn og bjóst til að hella
teinu í bollana. Henni fannst eins
og hún tæki þáít í leiksýningu,
þar sem frú Scott lék aðalhlut-
verkið.
„Segðu mér nú hreinskilms-
lega, Júlía, hefur þú nokknrn
tíma séð fallegri konu en kon-
juna mína?“ spurði læknirinn.
„Þú slærð mér óverðskuldaða
gullhamra, Harold“, sagði kona
hans. „En þú ert hins vegar ekki
sérlega kurteis við gestinn okk-
ar“. Hún setti hattinn aftur á
höfuð Júlíu. „En Júlía er ung.
Það skiptir meira máli en nokkur
hattur“, og brosti blíðlega til
manns síns um leið. Þannig á
hjónabandið að vera, hugsaði
I Júlía. Þau hafa bæði mannlegan
breiskleika, en reyna að látast
vera fullkoomnar mannverur
gagnvart hvort öðru. Þau skapa
töfrahring í kringum sig með
ást sinni.
„Spilaðu fyrir okkur, Lucille“,
sagði læknirinn. „Júlía hefur
aldrei heyrt þig spila“.
Frú Scott lyfti brúnum. „Það
dugar víst ekki annað en fara að
boðum læknisins“, sagði hún og
gekk að flyglinum.
Það var ótrúlegt að hinir
grönnu fingur gætu átt yfir slík-
um krafti að ráða. Hún byrjaði á
að improvisera og lék síðan létt-
an vals. Júlía hallaði sér aftur á
bak í stólnum og lokaði augun-
um. Hún hrökk við og leit upp,
þegar allt í einu heyrðust falskir
tónar....
Scott flýtti sér til konu sinnar,
kveikti ljósið og leit á hana.
„Ertu þreytt, elskan mín? Ég
hélt að meðalið verkaði ekki
svona fljótt“.
1 . Ul
|
'u'
fW'
‘ ' 1 (y ’
-:.vk / r,1 j.
A" ,''■****
. :'/í -. *** “ *,
öc
oni
yenr
liáriÉ mjvíLt o<£ e&lileqt
er
EINU SINNI var karl og kerling í koti sínu. Þau höfðu ný-
|lega eignast dreng, og töluðu nú mikið um að láta skíra
hann. Þau gerðu því boð fyrir prestinn í sókninni og báðu
hann um að koma og skíra snáðann.
| „En nú erum við stödd í hinum mesta vanda,“ sagði
kerlingin við karlinn. „Við höfum enga steik til að bera
fyrir prestinn þegar hann kemur. Það er þó venja að bjóða
höfðingjunum upp á kræsingar."
„Við hljótum að geta fundið eitthvert ráð til þess,“ sagði
hin hyggna bóndakona. „Við getum drepið köttinn og steikt
hann. Svo getum við sagt prestinum, að það sé hérasteik,
sem við berum fyrir hann. Presturinn mun áreiðanlega
ekki veita því neina athygli.“
„Já, það skulum við gera,“ sagði bóndinn, ánægður á
svipinn.
Kötturinn, sem lá undir rúmi, heyrði allt, sem fram fór,
og varð ákaflega hræddur. Hann læddist út úr bænum svo
að lítið bar á. Á hlaðvarpanum hitti hann hanann.
„Af hverju liggur þér svona mikið á?“ spurði haninn.
„Ég verð að fela mig, annars verð ég steiktur. Presturinn
á nefnilega að fá steik þegar hann kemur,“ svaraði köttur-
inn.
„Þá er bezt að ég sláist í för með þér,“ sagði haninn.
„Það er mjög hætt við því, að það verði búin til steik úr 1
mér, ef ég verð hérna áfram. — Síðan þrammaði kötturinn1
íog haninn í burtu frá bænum.
I Allt í einu rákust þeir á gæsahóp, sem spurði þá hvert
ferðinni væri heitið.
I „Við verðum að flýta okkur í burtu frá bænum. Ef við
gerum það ekki, verður okkur slátrað, til þess að prestur-
inn geti fengið steik, en hann kemur í dag,“ sagði köttur-
inn.
„Er það svo,“ sögðu gæsirhar hræddar. „Það er bezt að
Fleiri nota TONI en nokkurt
annað permanent.
Þér munið sannfærast um, að
TONI gerir hár yðar silkimjúkt.
Hárliðunin verður falleg og end-
ist eins lengi og notað væri dýr-
asta permanent, en verður mörg-
um sinnum ódýrara.
Engin sérstök þekkmg nauð-
synleg. Fylgið aðeins myndaleið-
beiningunum.
Permanent án spóla kr. 23,00.
Spólur............kr. 24,30.
Munið að biðja um
Með hinum einu réttu TONI
spólum er bæði auöveldara og
fljótlegra að vinda upp hárið.
Komið lokknum á spóluna, vind-
ið og smellið siðan. Þetta er allt
og sumt.
Þér getið notað spólurnar aft-
ur og aftur, og næsta hárliðun
verður ennþá ódýrari. Þá þarf
aðeins að kaupa háriiðunarvökv*
ann.
Jafnvel fagmenn geta ekki séð
mismuninn. Pamela Smith, sú til
vinstri, notar Toni.
Heima permanent
með hinum einu réttu spólum og
geríð hárið sem sjálfliðað.
jj g JJ p Skólavörðustíg 3 — Sími 4748
........................................
Rafvirkjanáin
■
# »
Velvirkur og reglusamur piltur getur komist að við
rafvirkjanám nú þegar. — Umsókn merkt: „Rafvirkja- ;
nám“, sendist í pósthólf 892 í Revkjavík.
Vel klædd kona gengur í
nælonsokkum