Morgunblaðið - 12.06.1953, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 12. júní 1953
UITTLE BRITCHESf OH,
UTTLE BR/TCHES /
And paces back toward
FRANKIE, HOPINGúN HI5
ANI/IAAL WAV, l-PR PROTEGTION
Lirri E BRITCHE5, BLOCKED
IN !-!!3 PANICKV DASH BY THE
IIATED WOLVES,
SUODENLV WHEELS...
fóru i róður í einu
AKRANESÍ, 11. júní. — í gær
j fór allur trillubátaflotinn í róð-
ur og var raflinn eitt tonn til hálft
annað, og var það mestmegnis
þorskur. Fer þorskur yfirleitt í
frystihúsin, ýsan, sem bátarnir
komu með, fór í fiskbúðirnar og
það af upsa sem veiddist, er hert.
—Oddur.
Fíá drættinum í happdrætti Sjálfstæðisflokksins. Talið frá vinstri:
Hannes Hávarðsson, Regína Gísladóttir, Hafliði Andrésson, Hall-
gpímur Fr. Hailgrímsson og Jónas Thoroddsen, fulltrui borgar-
dúmara. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
Vinningar í Happdræfti
Sjáifstæðisflokksins
DREGIÐ var í happdrætti Sjálf-
stæðisflokksins s. 1. miðviku-
dggskvöld. Upp komu þessi
númer:
59951 og 8659 Far fyrir hjón
rríeð Eimskip til Kaupmanna-
hafnar eða annara áætlunarhafna
félagsins í N.-Evrópu og aftur
til baka á 1. farvými.
33798 Farseðill fyrir hjón með
Ei'mskip til New York og aftur
til baka á I. farrými.
20790 — 33581 — 97112 —
27111 — 36964 og 95000 Farseð-
ill fyrir einstakling með Eim-
skip til Kaupmsnnahafnar eða
annara áætlunarhafna í N.-Ev-
rópu og aftur til baka á 1. far-
rými.
55690 og 53850 Farseðill fyrir
hjón með flugvél til Kaupmanna-
hafnar eða London og aftur til
— Þjóðviljinn m fiskverð
Framfiaid af bls. 2
ennfremur bent á þann mikla
rriismun, sem væri á kaupgjaldi
við fiskverkun hér á landi og í
Noregi enda hefði það óhjá-
k'væmilega mikii áhrif á það
hvaða verð væri unt að greiða
fyrir fiskinn.
í fyrstu reyndi Þjóðviljinh að
snúa út úr þessu með því að segja
að í Noregi væri eingöngu greitt
ákvæðisvinnukaup við fiskvinnu.
Þegar honum var sýnt fram á það
í tilkynningu ráðuneytisins, að
það skifti ekki máli í hvaða formi
kaup væri greitt en samanburð-
ur á tímakaupi í báðum löndun-
urn við samskonar vinnu sýndi
Ijóslega að kaup .hér á landi væri
71—95% hærra cn í Noregi, þá
heldur hann því bara fram að
Ólafur Thors hafi sjálfur búið til
kauptaxtann í Noregi.
Enda þótt kommúnistar hafi
oft dáðst mikið ; -5 dugnaði Ólafs
Thors og það méð réttu þá er
það þó að ætla honum nokkuð
mikið að hann geti ákveðið kaup-
greiðslur í Noregi.
Hið sanna er, að upplýsingar
um kauptaxta við fiskvinnu í
Noregi er að finna í samningum,
sem gerðir voru milli norska
Vinnuveitendasanbandsins og
norska Alþýðusé.mbandsins 17.
nóv. 1952.
Þessi fullyrðir ■% kommablaðs-
ins er því jafn haldlaus eins og
allt annað, sem þ:.ð hefir sagt um
þessi mál.
I baka með flugvél Flugfélags ís-
lands.
75137 — 1633 — 15721 — 16765
og 91299 Farseðill fyrir ein-
stakling með flugvél til Kaup-
mannahafnar og til baka með
flugvél Loftleiða.
| 31815 Farseðill fyrir einstakl-
I ing með flugvél til Kaupmanna-
hafnar eða London og aftur til
baka með flugvél Flugfélags ís-
lands.
18784 Farseðill fyrir hjón með
Kötlu til Miðjarðarhafsins og aft-
ur til baka.
18296 og 97022 Farseðill fyrir
einstakling með Vatnajökli til
New York eða Miðjarðarhafs-
landa og aftur til baka.
58066 Bendix sjálfvirk upp-
þvottavél.
14602 Kelvinator kæliskápur.
44198 James sjálfvirk upp-
þvottavél.
53898 Rafha eldavél.
58496 og 33285 General Eletric
hrærivél.
32917 þvottavélin Mjöll.
80612 og 11809 Cheetro hræri-
vél.
87007 — 90428 og 1142 Bónvél,
34789 — 88599 og 87732 Ryk-
suga.
23549 — 38663 — 91923 —
60889 — 1952 — 54384 — 61987
— 77694 — 71067 og 94015 Hrað-
suðuketill.
74339 — 8772 — 89774 — 13562
og 67247 Hraðsuðupottur.
Vinninganna. má vitja í skrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins.
(Birt án ábyrgðar).
Frh. af bls. 1.
ekki hljóta nema 16 þingsæta
meiri hluta í fulltrúadeildinni.
(Þeir hafa hins vegar 30 þing-
sæta meiri hluta í öldungaðeild-
inni). — Því er óttast, að
Öfgaflokkarnir til hægri og
vinstri, kommúnistar, fasistar,
konungssinnar og vinstri-jafnað-
armenn, sem unnu á í kosning-
unum, reyni að grafa undan lýð-
ræðinu í skjóli hins nauma
meiri hluta miðflokkanna í full-
trúadeildinni.
- SundhöH cpnuð
Framhald af bls. 2
byggingu — Þessu næst
var það ráð tekið að stefna bæri
að steinsteyptri yfirbyggingu.
Árið 1951 var svo hafizt handa
um byggingarframkvæmdir.
Var það byggingarfél. Þór, er
tók að sér að gera bygginguna
fokhelda, og var því verki lok-
ið 1952. Yfirsmiður var Sigur-
bjartur Vilhjálmsson, en Gestur
Gamalíelsson trésmíðam. hefur
séð um allt tréverk innanhúss.
Um múrhúðunina sá Sigurjón
Jónsson múraram.
MIKLAR ENDURBÆTUR
í sambandi við yfirbyggingu
laugarinnar fóru fram miklar
endurbætur á byggingunni. •—
Sundhöllin er nú upphituð með
rafmagni og olíu. Böðin, búnings-
klefar og miðasalan hefir Verið
endurbætt og málað. Málara-
meistarar voru þeir Aðalsteinn
Egilsson og Þórður Sigurðsson.
Þá hefir verið komið fyrir mið-
stöðvarofnum í laugarhúsinu,
sem Vélsm. Klettur og Jón Páls-
son hafa séð um. Sömuleiðis hef-
ur verið sett upp loftræsting fyr-
ir alla bygginguna. Heitavatns-
kerfið fyrir böðin var og endur-
nýjað. Sigurjón GuðmundssOn
rafvirkjam. sá um alla raflögn.
— f sundlaugarbyggingunni eru
veggirnir einangraðir með 3
tommu korklagi og hljóðeinangr-
unarplötur voru settar í loftið óg
það einangrað með steinull. Yfir-
umsjón með byggingarfram-
kvæmdum öllum hafði sundhall-
arforstjórinn Ingvi R. Baldvins-
son.
STÆRÐ LAUGARINNAR
Stærð laugarsalarins er að inn-
anmáli 12.60 m. x 30 m. Grunn-
mál allrar byggingarinnar er 655
ferm., en stærð sjálfrar sund-
laugarinnar er 25 m x 8,40 m. —
Laugin er rúmlega þriggja m.
djúp, þar sem hún er dýpst. Hæð
laugarsalarins er 6.50 m.
Búningsklefar eru fyrir 85 bað-
gesti, þar af eru 20 einmennings-
klefar. ■—G.
Ferðaiélctgið ler usn
helgina í Brúarárskörð
—tllgerðarfél. Akureyrar
Framhald af bls. 9.
voru vinnulaun á árinu kr. 8.840
miilj.
Fráfarandi stjórn var öll end-
urkjörin, en hana skipa Helgí
Pálsson, Jakob Frímansson,
Steinn Steinsen, Albert Sölvason
og Óskar Gíslason.
Samþykkti fundurinn að senda
skipstjórum og skipshöfnum bát-
anna skeyti með þakklæti fyrir
vel unnin störf á s.l. ári. — Vignir
UM næstu helgi efnir Ferðafélag
íslands til tveggja ferða. Önnur
hefst á laugardaginn kl. 2 og
verður farið austur að Úthlíð í
Biskupstungum og gist þar í
tjöldum. Hin ferðin hefst á sunnu
dagsmorgun, og er það gönguför
á Botnssúlur. Verður lagt upp á
fjallið frá Svartagili í Þingvalla-
sveit. — Súlur eru um 1053 m. á
hæð. Er þaðan einna fégurst og
mest útsýni á Suð-Vesturlandi.
Verður lagt af stað í þessa för
frá Austurvelli kl. 9 árdegis.
í BÚARÁRSKÖRÐ
Eins og fyrr segir verður gist
í tjöldum í Úthlíð aðfaranótt
sunnudagsins, en um morgun-
inn verður gengið upp í Brúarár
skörð, og jafnvel upp á Rótar-
sand. Á þessum slóðum er lands-
lagið mjög stórfenglegt. Brúarár-
skörð sjálf eru hreinasta nátt-
úruundur. Hefur Guðmundur
Kjartansson jarðfræðingur, sagt
þetta um þau, í Árnesingasögu:
„.. Þá tekur við gljúfur fram úr
þrengslunum á milli Högnhöfða
og Rauðafells og nefnist Brúar-
árskörð. — Gljúfrið er aðeins
3—4 km. á lengd en stórhrika-
legt, dýpkar þegar neðar dregur
og opnast í víðum kjafti fram á
láglendið. — Brúarárskörðin eru
vafalítið það dýpsta og tröllsleg-
asta gljúfur í sýslunni.“
FARFUGLAR
Farfuglar ráðgera gönguferð á
Trölladyngju og Keili. — Á laug-
ardag verður ekið að Kleifar-
vatni og gengið þaðan yfir
Sveifluháls að Trölladyngju og
tjaldað þar. — Á sunnudag verð-
úr gengið á Keili og þaðan yfir
Afstapahraun að Vatnsleysu og
ekið í bæinn þaðan.
FERÐIR PÁLS ARASONAR
Páll Arason efnir til tveggja og
hálfs dags ferðar í Landmanna-
Andre Marie
reynir næst
LUNDÚNUM, 11. júni — Lík-
legt þykir, að Auríól, forseti,
snúi sér nú til foringja sósíal-
radíkala, Andre Maries, og biðji
hann að reyna stjórnarmyndun
í Frakklandi. — Eins og kunn-
ugt er, féll Bidault í gær með
eins atkvæðis minni hluta. —
Hlaut 313 atkv. gegn 314 og
greiddu kommúnistar og jafnað-
armenn atkvæði gegn honum.
— Marie var menntamálaráð-
herra í stjórn Rene Mayers.
NTB-Reuter.
Allláf er það
IJLLU-súkkulaCi,
sei líkar bezt.
MARKÚS Fftir Ed Dodd ---
laugar. Lagt verður af stað á
föstudagskvöld kl. 7 og ekið að
Galtalæk. — Á laugardag verður
ekið að Landmannahelli og Laug-
um og sunnudag haldið til
Reykjavíkur.
FERÐIR ORLOFS
FERÐASKRIFSTOFAN Orlof
efnir m. a. til Hekluferðar um
helgina. Verður lagt af stað kl.
4 e. h. á laugardag frá skrifstof-
unni, gengið á Heklu á sunnu-
daginn og komið í bæinn um
kvöldið.
Þá efnir Orlof til ferðar í Land
mannalaugar snemma á laugar-
dagsmorgun, og verður komið úr
þeirri för á sunnudagskvöld. Er
þetta fyrsta förin á þessu ári í
Landmannalaugar, en þær og
Landmannaafréttir eru nú orðn-
ar ein af vinsælustu ferðamanna
stöðum landsins, enda er lands-
lag þar forkunnarfagurt, og skil-
yrði hin allra beztu, t. d. ér þar
úti-sundlaug._
Frá aðalftmdi
AÐALFUNDUR Almennra Trygg
inga h.f. var haldinn hinn 5. þ.m.
— Carl Olsen, konsúll, setti fund-
inn, en hann hefur verið for-
maður félagsins frá stofnun þess.
Formaður gat þess í yfirlits-
ræðu sinni um starfsemi félags-
ins, að það hefði greitt 35 millj.
króna í tjónabætur á síðast liðn-
um 10 árum. Voru iðgjöld félags-
ins á s.l. ári 1214 milljón krónur
í öllum deildum. og höfðu þau
aukizt um tæplega 1 milljón kr.
frá árinu áður.
Stjórn félagsins skipa nú þeir
Carl Olsen, konsúll, formaður,
Gunnar Einarsson, prentsm.stjóri
varaformaður, Jónas Hvannberg
kaupmaður, Kristján Siggeirsson
kaupmaður og Gunnar Hall kaup
maður. — Forstjóri félagsins er
Baldvin Einarsson og hefur hann
verið það frá stofnun þess.
Allra foragða
neytt til að Ijúka
kaldfa straðinu
LUNDÚNUM, 9. júní. — f dag
lauk fundum forsætisráðherra
samveldislandanna brezku, sem
haldnir hafa verið í Lundúnum
undan farna viku. í yíirlýsingu,
sem gefin var út eftir fundinn,
var lögð áherzla á nauðsyn þess,
að draga úr úlfúðinni milli aust-
urs og vesturs, svo að unnt
reyndist að minnka kalda stríð-
ið í framtíðinni. NTB-Reuter.
1) — Litli-Þytur! Hæ, Litli- umkringdur af hinum grimrnu — Allt í einu þýtur hann af til Franks, því að hann heldur
Þytur! úlfum. Og hann er afar hræddur. stað. í einfeldni sinni, að þá sé hunn
2) — Litli-Þytur er algerlegal 1 2 3) — Hann hleypur í áttina öruggur.