Morgunblaðið - 15.07.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.07.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. júlí 1953 MORGUNBLAÐIÐ 7 Hdmsókn í fEóttantannabúföir í Vestur-Reaiin Þar skiljum við hversvegna júnibyðtingin hlaut að brjótast út i riki kommúnismans Berlín 8. júlí. FYRIR fáum árum var Berlín | höfuðborg aRs hins þýzka ríkis. Nú er hún hins vegar einungis lítil eyja í miðju rússneska her- ' námssvæðinu, lítil, en þó harla mikilvæg eyja, því að héðan get- ur hinn frjálsi heimur skyggnzt lítillega inn fyrir Jámtjaldið og virt fyrir sér „paradís" kommún- ismans. Meira að segja er það svo, að Berlín er ekki einungis útvörður hins frjálsa heims, held ur má segja með sanni, að hún sé spegilmynd þess ástands, sem nú ríkir í alþjóðamálum. Borg- inni er nefnilega skipt í tvennt, sem kunnugt er. | Mill* rússneska hernámssvæðis ins og hernámssvæðis Vestur- veldanna er járntjald, sem öllum er nú lokað nema þeim verka- j mönnum, er þurfa atvinnu sinn- ar vegna að komast milli her- j námssvæðanna. Hefur þetta ástand ríkt frá 17. júní s. 1., er kommúnistar lokuðu Austur- Berlín og settu þar á herlög, sem enn eru í gildi. FLÓTTAMANNA AÐSTREYMIÐ Lokun Berlínar hefur einna helzt bitnað á þeim mönn- um, sem hafa ætlað sér að flýja yfir í Vestur-Berlín. Hafa þeir Eftir Mattliías Jóhannessen flóttamannabúðum víðsvegar um borgina. Til samanburðar má geta þess, að í febr.-mánuði 1952 voru 47 flóttamannabúðir í Vest- ur-Berlín með um 6000 flótta- mönnum. Af því má vel sjá, hve gífurlega flóttamannastraumur- inn hefur aukizt síðan, enda hafa komið um 330 þús. flóttamenn til borgarinnar á þessu tímabili. — Flestir þessara flóttamanna hafa haldið áfram til Vestur-Þýzka- lands, þar sem þeir hyggjast setj- ast að, stofna ný heimili og reyna eftir megni að gleyma hörmung- um hins kommúníska þjóðfélags. MIKILL KOSTNAÐBR Eins og gefur að skilja hafa þessir ílóttamannaflutningar geypilegan kostnað í för með sér bæði fyrir Berlín og vestur-þýzka sambandslýðveldið. En með góð- um stuðningi vinveittra þjóða og prýðilegu skipulagi þeirra manna sem .um þessa flutninga sjá. (Má þar einkum nefna Otto Bach, sem er fulltrúi borgarstjórnarinn ar í flóttamannamálum), hafa þeir tekizt svo vel, að undrun sætir. Menn verða að gæta þess, Á ljósmyndum, sem gefnar eru út af yfirstjórn flóttamannahjálp- arinnar, af hinu austur-þýzka flóttafólki, eru allar andlitsmyndir gerðar óþekkjanlegar á þann hátt sem sýnt er á þessari mynd. Hér er um nauðsynlega öryggisráðstöfun að ræða vegna ættfólks flótta- mannanna heima fyrir, sem hin kommúnisku yfirvöld myndu beita hefndarráðstöfunum. flúið þangað tugþúsundum sam- ’ an á undanförnum mánuðum og var ekkert lát á þessum flótta- mannastraumi, þegar júní-bylt- ingin hófst. Síðan hefur hann minnkað til muna, en undanfarna daga hafa þó nokkur hundruð manns hætt lífi sínu daglega til, þess að komast undan okinu. — Flestir þeir flóttamenn, sem kom- ið hafa til Berlínar undanfarna mánuði hafa flúið af pólitískum ástæðum. — Frá 1. janúar 1949 til miðs árs 1952 komu að meðal- tali um 5000 austur-þýzkir flótta menn til Vestur-Berlínar á mán- uði hverjum. Síðari hluta árs 1952 hækkaði þessi tala til mikilla muna og á þessu ári hef- ur flóttamannastraumurinn ver- ið, eins og hér segir: í janúar flýðu 25,500 flóttamenn til Vestur Berlínar, í febrúar 40.000, í marz 49.000, í apríl 35.500, í maí 42.000 og 15 fyrstu daga júní-mánaðar komu 26.000 austur-þýzkir flóttamenn til Vestur-Berlínar. Álitið er að um 160 þúsund flóttamenn búi í Vestur-Berlín að staðaldri. Auk þeirra dveljast þar einnig þeir flóttamenn, sem bíða eftir flugferð til Vestur- Þýzkalands. Eru þeir nú um 45 þús. talsins. Flóttafólkið býr í 85 að hér er hvorki um meira né minna en hundruð þúsunda manna að ræða, börn og gamal- menni, einstaklinga og heilar fjölskyldur, sem ekkcrt eiga ver- aldlegra gæða nema fötin sem þau eru í og nokkra muni sína aðra. Hins vegar hafa þessir flóttamenn ekki þurft að hafa neinar áhyggjur út af uppihaldi sínu og ferðakostnaði, því að Berlín og Sambandslýðveldið sjá um allt slíkt. Borgar Vestur- Berlín 15% af öllum kostnaði flóttamannaflutninganna og Sam bandslýðveldið 85%. FÓRNARDÝR MANN- VONZKUNNAR Eins og fyrr er sagt, eru flótta- mannabúðirnar hér í Berlín víðs vegar um borgina, nokkrar í henni miðri, en flestar í jaðri hennar. Heimsótti ég slíkar búðir, er voru við Wannsee við Hauel, sem eru geysistórir skemmti- og bað- staðir í útjaðri Vestur-Berlínar. Strangur vörður var við þessar flóttamannabúðir, því að hinir pólitísku flóttamenn eru ekki úr allri hættu, fyrr en til Vestur- Þýzkalands er komið. Búðir þess- ar voru hinar vistlegustu, mat- Otto Bach fulltrúi borgarstjórn- ar V-Berlínar í málefnum flótta fólksins. ur var þar all-sæmilegur og var ekki annað að sjá en flóttamenn- irnir kynnu vel við sig eftir að- stæðum. Voru þeir allvel klædó- ir og glaðlegri en svo, að útlend-1 ingi gæti til hugar komið, að þeir væru fórnardýr takmarkalausr- i ar mannvonzku, hefðu verið börn illra örlaga — og á þeim hefði stærsti glæpur mannkyns-] ins lent með öllum sínum þunga og hörmungum. Flóttamennirn- ir voru á öllum aldri, en flestir þó ungir menn og bjuggu 8—15 í sama herbergi. — Þeir biðu þess allir að komast til Vestur-Þýzka- lands og hefja starf að nýju. FLESTIR FLÖTTAMENNIRNIR UNGIR AÐ ALDRI f flóttamannabúðum þessum voru milli 900—1000 manns, en auðvitað eru hér stærri búðir, sem teknar hafa verið til afnota um stundarsakir. Frá 1949 hefur um 350 þúsund pólitískra flóttamanna komið til Berlínar. Af þeim eru 50% und- ir 25 ára aldri, en hinir eru flest- ir á aldrinum 25—55 ára. Mikill meirihluti þessara flóttamanna er því á bezta skeiði og kemur Varla til mála, að Rússar hafi skipulagt þennan flóttamanna- straum í þvi skyni að skapa glundroða og ringulreið í Vestur- Þýzkalandi, eins og sumir hafa viljað halda fram. Ef sá væri til- gangur þeirra, er sennilegt, að hinir austur-þýzku flóttamenn væru á öðrum aldri en raun ber vitni, því að hæpið er, að Austur- Þýzkaland þoli þessa ferlegu blóðtöku, enda eru þar aðeins um 18 milljónir manna. Nei, það er annað og meira, sem orsakað hef- ur þennan flóttamannastraum. Flest okkar hafa vitað, hverjar þessar orsakir eru, en vegna fjar- lægðar og lítilla tengsla við fórn- ardýr hins austur-þýzka komm- únisma, höfum við einnig ímynd- að okkur hvernig ástandið er í landinu, þar höfum við ekki verið þátttakendur. Við höfum t. d. aðeins heyrt getið um j átningarréttarhöldin, ofsóknirn- ar gegn kirkjunni og gyðingum, algera þjóðnýtingu kommúnism- ans og afnám alls eignarréttar. Við höfum einnig lesið um dýrs- lega grimmd leynilögreglunnar — en höfum við skilið sálar- ástand þess fólks, sem hefur orð- ið fyrir barðinu á henni, — höf- ufn við sett okkur í spor fórn- ardýra hennar- IIVERS VEGNA BYLTINGIN KRAUZT ÚT Eg varpa þessum spurningum einungis fram um leið og ég segi: Komið í flóttamannabúðir Vestur-Berlínar með opin augu og fróðleiksþyrst hjörtu. Þá er mögulegt að komast í snertingu við eymdina, hörmungarnar, bókstaflega virða fyrir sér mesta glæp 20. aldar. Þar er rótlaust fólk, yfirgefið, einmana, fátækt — en vongott; þar er að finna ráðningu gátunnar miklu: Hve- nær hrynur heimsveldi kommún- ismans, hvers vegna? Þar skiljum við einnig, að júní-byltingin hlaut að brjótast út, — ekki einu sinni heldur oft, margoft. TRÚA EKKI Á LOFORÐ KOMMÚNISTA Eftir 17. júní minnkaði flótta- mannastraumurinn til Berlínar til mikilla muna og eru ástæð- urnar einkum tvær. I fyrsta lagi hefur rússneska hernámssvæðinu verið lokað og alþýðulögreglan stendur strangan vörð á mörk- unum. Hafa engir mátt fara milli hernámssvæðanna nema þeir menn, sem heima eiga í Austur- Berlín, en verða vinnu sinnar vegna að fara vestur yfir landa- mærin. Eru þeir um 45,000, en um 27 þús. verkamenn sem heima eiga í Vestur-Berlín, vinna á’ rússneska hernámssvæðinu. Þess- ir menn fá leyfi til að fara á milli hernámssvæðanna, en aðr- ir ekki. Hin ástæðan til þess, að flóttamannastraumurinn til Vest ur-Berlín hefur stórum minnkað, ' er sú, að fólkið vonast til þess, að kommúnistastjórnin standi við loforð sín frá 17. júní s. 1. 1 og bíður því átekta. Er vafa- ] laust að flóttamannastraumurinn í framtíðinni fer mikið eftir því, hvernig úr þeim loforðum rætist, en þó heyrist mér á öllu að Þjóð- verjar, og þá allra sízt Austur- Þjóðverjar, taki loforð kommún- ista ekki of hátíðlega. Má geta þess því viðvíkjandi, að til átaka kom í Austur-Berlín í gær mitli verkamanna og alþýðulögregl- unnar og samkvæmt fréttum, sem borist hafa hingað til Vestur Berlínar urðu rússneskir skrið- drekar að skerast í leikinn. Kröf?> ust verkamenn þess, að leiðtogar þeirra og hetjur frú júní-bylt- ingunni yrðu látnir lausir þeg- ar í stað og heimtaði að komm- únistastjórnin stæði við loforð sín frá 17. júní. Má af því sjá, að það hefur hún ekki gert enn og er því vafalaust, að flótta- mannastraumurinn haldi áfram, þegar Rússar leyfa aftur umferð milli hernámssvæðanna. ★ Ég hef einkum rætt um flótta- mennina hér í Vestur-Berlín, enda ekki undarlegt, að vanda- mál þeirra, fortíð og örlög seiði að sér blaðamenn, sem til þess- arar stóru og tvískiptu borgar koma. Hef ég að vísu farið fljótt yfir sögu, enda annað ekki hægt í stuttri blaðagrein. Að hinu leyt- inu þykir mér einnig rétt að minnast á flóttamannavandamál Vestur-Þýzkalands örfáum orð- 10 MILLJ. FLOTTAMENN í V.-ÞÝZKALANDI Árið 1939 bjuggu á því land- svæði, sem nú nefnist Vestur- Þýzkaland um 39 millj. manna. Nú búa þar hins vegar um 48 miilj. Af þeim eru 10 millj. flótta- menn, þar af tæpl. 2 millj. pólitískra flóttamanna. Hinar 8 milljónirnar hafa flúið (eða verið reknir) frá ýmsum landsvæðum, er áður heyrðu til hinu þýzka ríki, svo sem landsvæðum fyrir austan Oder-Nesse línuna, Prúss- landi o. s. frv. — Varla er hægt að komast hjá þeirri hugsun, að ! í kjölfar þessa gífurlega flótta- mannastraums, skapist vandamál, ] sem ilimögulégt er að leysa. Og vitanlega er það svo, að hér hef- ! ir vestur-þýzka stjórnin þurft við að etja eitt mesta vandamál veraldarsögunnar. Hins vegar hefur henni tekizt að leysa það með þeim ágætum, að af þessum 10 milljónum flóttamanna eru aðeins 1 % atvinnulausir. Segir það út af fyrir sig betur en alR annað, hvernig stjórnin hefur , brugðizt við þessu vandamáli og’ er það talandi tákn um þann dugnað og framtak, sem þessari kjarnmiklu þjóð er í blóð borin. Flóttamannastraumurinn úr dauðaheimi kommúnismans til frelsis og mannréttinda er vanda- mál, sem snertir allan hinn frjálsa heim. Hér er ekki um að ræða neitt einkamál Þjóðverja, hér eiga allar frjálsar þjóðir heims hlut að máli og er það skylda þeirra allra að leggja eitt- hvað að mörkum til þess að sem flest fórnardýr kommúnismans geti flúið okið án þess að bera kvíðboga fyrir örlögum sínum 'um alla framtíð. Flóttamannavandamálið á því ekki síður erindi til okkar ís- lendinga en annarra þjóða. M.JÓh. Við guðsþjónustu í flóttamannabúðum í Berlín. Fljúgandi diskár enn OSLÓBORG: — Við heræfingar, sem nýlega voru háðar í Norður- Noregi, urðu menn varir við hlut hátt í lofti. Haldið var fyrst, að þetta væri vélfluga, en er svo reyndist ekki, var vélfluga send til að athuga nánar hlut þennan, sem þá hvarf út i buskann með leifturhraða og skildi eftir sig ljós rák. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.