Morgunblaðið - 15.07.1953, Blaðsíða 12
Veðurúflit í dag:
NV-gola eða kaldi. Víðast létt-
skýjað.
Heimsókn
í flóttamannabúðir i Vestur
Berlín.
13 ára drengur hrapaði og
fieið bana í Vesfmannaeyjum
VESTMANNAEYJUM, 14. júlí: — Þ?ð sviplega slys vildi til hér
.seint í gærkveldi, að ungur drengur, Oddur að nafni, sonur Guð-
mundar H. Oddssonar, skipstjóra, hrapaði í Smáeyjum og beið
bana.
VORU Á HANDFÆRA-
OG LUNDAVEIÐUM
Aðdragandi þessa sviplega slyss
var með þeim hætti, er hér segir:
í gærkveldi fóru skipverjar af
m.s. Oddi, sem er hér staddur,
skipstjóri, vélstjóri og háseti og
Oddur heitinn, á léttbátnum og ætl
uðu á handfæraveiðar. Jafnframt
btifðu þeir með sér lundaháf og ætl
uðu til lundaveiða í Smáeyjum,
sem eru örskammt vestan Heima-
eyjar.
Ein eyjan af Smáeyjum nefn-
iet Hani og upp í hana fóru vél-
sljórinn og Oddur litli. Hugðust
þeir veiða lunda, en Guðmundur
skipstjóri, faðir Odds og hásetinn
urðu eftir í léttbátnum og æthiðu
Jeir að reyna fyrir sér með hahd
fe.'ri. —
ÆTLAÐI AÐ SKOÐA
SIG UM
Er upp í Hana kom, og mun
klukkan þá hafa verið um 10 e.h.,
settist vélstjórinn við háíinn og
var Oddur þar hjá hðnum. Eftir
btla stund sagðist Oddur ætla að
ói'.oða sig um í eynni, sem er lítil
urnmáls. Bað vélstjórinn bann um
að fara ekki langt og umfram allt
að fara gætilega.
LEIT HAFIN
Eftir litla stund fór vélscjórinn
að líta eftir Oddi, en sá hann þá
hvergi. Kallaði hann þá úl hans,
en fékk ekkert svar.. Fór hann þá
þegar að leita, en varð drengsins
hvefgi var. Sá hann þá hvar trillu
bátur fór’ framhjá eynni, og kall-
aði til mannanna í bátnum, og
komu þeir upp í eyna til hans.
Eeituðu þeir drengsins ásamt vél-
iXjóranum, en árangurslaust.
FANNSTHVERGI
Þegar hér var komið, sendi vél-
stjórinn trillubátinn að leita að
léttbátnum og kom hann eftir
skamma stund. Var þá haldið á-
fram leitinni um alla eyna, en allt
kom fyrir ekki. Trillubáturinn var
nú sendur til lands eftir frekari
hjálp. Er hún barst, var sigið í
eyna og leitað allt í kringum hana
fram til morguns, en án nokkurs
árangurs. Hvergi sáust vegsum-
merki, hvar Oddur hefir hrapað,
en eyjan er sums staðar þver-
knýpt í sjó fram, og anna-s stað-
ar flugir og stórir steinar.
Oddur heitinn var aðeins 13
ára að aldri, hinn mesti efnis-
og myndardrengur. — Bj. Guðm.
Mokafli hjá trill-
uni á Vestf jörðum
ÍSAFIRÐI, 14. júlí: — Ágætis
afli hefur verið undanfarið á
trillubáta sem handfæraveiðar
stunda hér á Vestfjörðunum. Al-
gengt er að menn dragi allt að
1000 kg. í róðri. I
Hér er um þorsk að ræða, j
sprotafisk, 18—20 tommu lang-
an. Fiskurinn er saltaður. Afla-
hlutur trillubátamanna hefur
orðið um og yfir 1000 krónur í
róðri. — J.
Hvalveiðar stundaðnr
í Fuxuilóu í sumar
KEFLAVÍK, 14. júlí: — Síðastliðið sumar var m.b. Andvari send-
ur á hvalveiðar héðan í tilraunaskyni. Var báturinn þá í þrjár j
vikur á veiðum. Þessi tilraun þótti takast með ágætum, og hefir nú
verið ákveðið að senda bátinn aftur á samskonar veiðar.
BÚINN FULLKOMNUM
TÆKJUM
Er báturinn búinn fullkomn-
um tækjum, sem þarf við slíkar
veiðar. Fengin hefir verið
byssa af nýjustu gerð frá Noregi
og eru skutlar hennar þannig
gerðir, að í hverjum þeirra er
tímasprengja, er springur eftir
9 sek. eftir að skutullinn lendir
í hvalnum. Drepst dýrið þá sam-
stundis.
í fyrra urðu skipverjar að
skjóta á hvalinn með sérstökum
rifflum, eftir að búið var að
skutla hann. Er því mikill tíma-
sparnaður að þessum nýju tækj-
VEIÐIR I FAXAFLOA
Báturinn, sem er 56 smál. að
Frá Ferðanefnd
Heimdallar
ÞEIR, sem hafa pantað far í ferð
Heimdallar til Akureyrar eru
minntir á, að farseðlar verða af-
hentir í skrifstofu Ileimdallar í
Sjálfstæðishúsinu, í dag til kl. 7.
Nokkrir nýir þátttakendur geta
enn bætzt við. Eins og áður er
getið, verður lagt af stað n.k.
föstudag kl. 7 Vi síðdegisr
Litli salurinn í Sjálfstæöis-
húsinu verður opinn í kvöld fyr-
ir félaga ferðadeildar og aðra,
sem áhuga hafa á ferðum félags-
ins.
stærð er búinn tveim byssum,
framá og afturá-byssu. Á bátn-
um verða alls 5 manns og mun
hann stunda veiðar í Faxaflóa.
Er þar aðallega smáhvalur, mest-
megnis háhyrningur.
TVEIR EYJABÁTAR
Á HVALVEIÐAR
Skipstjórinn, Benóný Friðriks-
son, hefir undanfarið verið í
Vestmannaeyjum að kenna Vest-
manneyingum veiðar þessar, en
hann segir, að tveir bátar muni
verða gerðir út þaðan á hval-
veiðar.
Aflinn verður lagður upp í
Keflavík og er nú verið að koma
fyrir tækjum í Fiskiðjunni, svo
hún geti unnið " úr af lanum að
öllu leyti. Eigandi Andvara er
Björn Pétursson, útgm. — Ingv-
ar.
Hreinasfa mildi að ekki varð
slys afr er jarðýfu hvolfdi
AKUREYRI, 14. júlí: — Um kl. 5 í dag valt jarðýta út af veginum
við húsið nr. 8 við Spítalaveg hér í bæ. Nam ýtan staðar á hvolfi,
en stjórnandann, Pálma Karlsson, sakaði ekki.
TíU METRA HÁR VEGK ANTUR
Þar sem ýtan valt út af vegin-
utn, er um 10 m. hár vegkantur,
ett húsið Spítalavegur 8, þar fyrir
ncðan í brekkunni. Vestan við
húsið er skúrbyggð forstofa, um
það bil þrír rnetrar á breidd. Á
milli forstofunnar og og vegkants
ins, er aðeins rúmur metri neðst.
KLEMMDIST Á MILLI
Pálmi Karlsson ók jarðýtunni
niður Spítalaveginn og hugðist
sveigja lítið eitt til hægri rétt
ofan við húsið nr. 8, en iiann er
óvanur að fara með jarðýtu og
íataðist stjórnin. Ytan sveigðist
til vinstri, lenti á grindverki, sem
er á vegarbrúninni, braut það og
valt síðan fram af veginum. Kom
hún niður á hvolfi, klemmd milli
hússins og vegkantsins.
EINSTAKT LÁN
Tréyfirbygging er á jarðýtunni.
Brotnaði hún ekki, né heldur rúð-
ur í henni. Stafaði þetta af því,
að þrengsli eru þarna svo mikil,
að enginn þungi hvíldi því á yf-
irbyggingunni sjálfri. Komst
Pálmi alls ómeiddur undan ýt-
unni. Er hér um að ræða einstakt
lán, að ekki skyldi hljótast verra
af, því fullvíst má telja, að yfir-
bygging ýtunnar hefði molast, ef
hún hefði lent aðeins sunnar eða
norðar út af veginum. — Vignir.
Verkakvennafélag *
sfofnað í Keflavík
og Njarðvikum
KEFLAVfK, 14. júlí: — Fyrir
og Njarðvíkum að stofna hér
verkakvennafélag. Mynduðu þær
samtök með sér og var stofnfund-
ur félagsins haldinn 10. júlí s.l.
Stofnendur félagsins voru 44.
Stjórnin er þannig skipuð: Vil-
borg Auðunsdóttir, formaður;
Guðmunda Friðriksdóttir,. ritari;
Soffia Þorkelsdóttir, gjaldkeri;
Hulda Brynjólfsdóttir, fjármála-
ritari; Þuríður Halldórsdóttir,
varaformaður. f varastjórn eru:
Vilborg Guðnadóttir og Elín Þórð
ardóttir. Endurskoðendur Mar-
grét Guðleifsdóttir og Dagbjört
Ólafsdóttir.
Nauðsynlegt var að sofna hér
verkakvennafélag, m. a. vegna
þess að nokkurt ósamræmi hefir
verið um kaup kvenna, en sérstak
lega þeirra, er að síldarsöltun
hafa unnið. Er því slíkt félag til
bóta, bæði fyrir verkakonurnar og
vinnuveitendur.
Samþykkt var einróma á stofn-
fundinum að biðja um npptöku í
Alþýðusamband íslands. —Ingvar
Færanleg sfállungu
LÚBECK, 14. júlí — Þjóðverjar
eru að hefja framleiðslu á fær-
anlegum stállungum. Eru þau
innbyggð í sjúkrabíla og koma
að góðu haldi, þegar lömunar-
veikissjúklingar eru færðir staða
á milli. —dpa.___________
VÍNARBORG: — Ungverska
stjórnin hefir fellt úr gildi lög,
sem leggja refsingu við að koma
of seint til vinnu eða fara úr vinnu
í leyfisleysi. —
Síldarsöltun liafin á Baufarhöfn
24 þí». tunnur sallaðar á Siglufirði
RAUFARHÖFN, 14. júlí — Flest-
ir skipstjórar veiðiskipa eru orðn
ir vongóðir um sæmilega síldar-
vertíð.
Síðastliðna nótt hafa um 100
skip fengiö síld á Þistilfirði,
frá 50 til 800 mál. Söltun er
hafin hér á öllum plönum. —
Heimafóik vinnur nær ein-
göngu að henni ennþá, þar
sem aðkomufólk er fátt, en
það er væntanlegt bæði að
sunnan og vestan. 1350 málum
hefir verið landað hér í
bræðslu. — Einar.
24 ÞÚS. TUNNUR
Á SIGLUFIRÐI
SIGLUFIRÐI, 14. júlí — Söltun
hér á Siglufirði fram til mánu-
dagskvölds var sem hér segir:
Islenzkur fiskur (V. Friðjóns-
son) 2409 tunnur, Nöf 2255, Pól-
stjarnan 2225, Hafliði h.f. 2092,
Óli Hinriksen 1820, Njörður h.f.
1788, Dröfn 1545, Óli Ragnars
1503, Sigfús Baldvinsson 1414,
Sunna 1377, Óskar Halldórsson
1314, Síldin h.f. 1189, Hrímir
1084, ísafold 1079, KFS 548, Frið-
rik Guðjónsson 391, Þóroddur
Gðmundsson 84. Hefir þá verið
saltað hér í rúmlega 24 þús.
tunnur.
Nokkur skip hafa komið hér í
dag og fengu sum þeirra síldina
hér úti stutt undan. Sjöfn var
með 200 tunnur, ísleifur 200,
Reykjarcst 100, Vörður 200. —•
Fleiri skip hafa komið og eru
sum með mikinn afla.
Annars er allur flotinn kom
inn austur og eru sum skipin
þegar á vcsturleið með síld til
söltunar hér. Þessi eru vænt-
anleg í kvöld: Víðir SU með
500 tunnur, Sigurður 400 og
Ingvar Guðjónsson með 200—•
300. — Guðjón.
RKI berst stórgjöf til
heimilisins í Laugarási
Frá aðalfundi Rauða krossins
AÐALFUNDUR Rauða kross ís-
lands fyrir árið 1953 var haldinn
á barnaheimili hans að Laugar-
ási, Biskupstungum, fimmtudag-
inn 2. júlí.
Formaður framkvæmdaráðs,
Kristinn Stefánsson, læknir,
stjórnaði fundinum í fjarveru
formanns. Fundarmenn voru um
50, þar af 24 fulltrúar frá hinum
ýmru deildum Rauða krossins.
Fundarstjóri skýrði í upphafi
fundarins frá stórgjöf, er félag-
inu hafði borizt frá formanni
þess, Scheving Thorsteinsson,
hafði hann gefið RKÍ ábreiður og
kodda í 120 barnarúm. Þakkaði
fundarstjóri formanni þessa höfð
inglegu gjöf og aðrar stórgjafir,
er hann hefur áður fært RKÍ.
Próf. Jóhann Sæmundsson,
minntist Haraldar Árnasonar,
stórkaupmanns, gat hinna miklu
mannkosta hans og hæfileika, er
öfluðu honum vinsælda hvar-
vetna. Sumardvöl barna í sveit
var um langt skeið mikið áhuga-
mál Haraldar heitins og hann
var frumkvöðull að sumardvalar
heimilinu að Laugarási. Að ræð-
unni lokinni var afhjúpuð mynd
af Haraldi Árnasyni, er komið
hafið verið fyrir í salnum og
sýndu fundarmenn minningu
hins látna virðingu með því að
rísa úr sætum.
Þá var rætt um starf RKÍ á ár-
inu. Barnaheimilið að Laugarási
var fullgert og tók til starfa á
árinu. Ríkissjóður og bæjarsjóð-
ur Reykjavíkur, höfðu hver um
sig veitt 125 þús. kr. styrk til
heimilisins, er alls hafði verið
varið á árinu til að Ijúka fram-
kvæmdum að Laugarási, Nú er
svo komið að Laugarás er skuld-
laus eign Rauða kross íslands.
HOLLANDSSÖFNUNIN
Guido Bernhöft gerði grein
fyrir Hollandssöfnuninni. Alls
höfðu safnast kr. 701.134.41. —
Hann gat þess að fyrir fljót við-
brögð og velvilja hefði tekizt að
koma nokkru af nauðsynjavörum
furðu fljótt til hinna nauðstöddu
og þær því komið að miklu liði.
Fundurinn samþykkti að senda
þjóðinni allri þakkir fyrir hina
miklu fórnfýsi og skilning, er
kom fram í hinum glæsilega ár-
angri af söfnuninni.
Gjöld voru samkvæmt rekstr-
arreikningi kr. 71.700.99. Tekjur
kr. 133.399.25. Nettó tekjur kr.
61.698.26. Samkvæmt efnahags-
reikningi var skuldlaus eign kr.
991.793.24.
STJÓRNARKOSNING
í stjórn RKÍ eru nú:
Scheving Thorsteinsson, for-
•maður. Meðstjórnendur: Gísli
Jónasson, fulltrúi, Sigríður Bach
mann, hjúkrunarkona, Guðrún
Bjarnason, hjúkrunarkona, Guð-
mundur Thoroddsen, próf., Guð-
mundur K. Pétursson, yfirlækn-
ir, Hallgrímur Benediktsson,
stórkaupm., Friðrik Ólafsson,
skólastjóri, Jón Matthíesen, kaup
maður, Kristinn Stefánsson,
læknir, Björn E. Árnason, endur-
skoðandi, Sigurður Sigurðss., yf-
irlæknir, Jóhann Sæmundsson,
próf., Sveinn Jónsson, forstjóri,
Bjarni Jónsson, læknir, Jón Sig-
urðsson, slökkviliðsstjóri.
I framkvæmdaráð voru kosnir:
Oddur Ólafsson, form., Árni
Björnsson, gjaldkeri, Gunnlaug-
ur Þórðarson, ritari, Ottó B. Arn-
ar, Sveinn Jónsson, Kristinn Stef
ánsson.
I stjórn Sambands Rauða kross
félaga var kosinn Scheving Thor-
steinsson.
Að lokinni stjórnarkosningu
tók til máls formaður Rauða
kross deildar Reykjavíkur, séra
Jón Auðuns. Þakkaði hann
Kristni Stefánssvni fyrir frábært
starf í þágu RKÍ á undanförnum
árum. Fundarmenn áréttuðu
þakklætið til Kristins með því að
rísa úr sætum.
Mikil atvinna á
ísafirði
ÍSAFIRÐI, 10. júlí — Rækju-
veiðar eru nú að hefjast héðan
frá ísafirði og munu þær verðr
stundaðar i allstórum stíl, þar eð
fjórir bátar vcrða við þær. Afli
bátanna hefur yfirleitt verið í
tregara lagi að undanförnu, en
er nú heldur að glæðast.
Rækjurnar eru frystar til út-
flutnings og þegar aflinn er orð-
inn mikill, munu um 200 manns
vinna við að skelfletta fiskinn.