Morgunblaðið - 22.07.1953, Side 6

Morgunblaðið - 22.07.1953, Side 6
6 MO RGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. júlí 1953 imlMðfri Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábjrrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Uppbygging Evrópu AF MÖRGUM áróðursblekking- um kommúnista er sú einna stærst, að efnahagssamvinna hinna vestrænu þjóða á grund- velli Marshalllaganna hafi stuðl- að að því að gera þjóðir Evrópu ófrjálsari og hneppa þær í banda ríska ánauð. Þegar heimsstyrjöldinni lauk var efnahagslíf meginlands Ev- rópu og Stóra Bretlands í rúst- um. Atvinnutæki þjóðanna voru úr sér gengin, iðnaðurinn lam- aður, skipin eyðilögð og fram- leiðsla landbúnaðarins hafði víða dregizt stórkostlega saman. Mat- vælaskortur, eldsneytisskortur og klæðleysi, húsnæðisleysi og almenn eymd settu svip sinn á líf fólksins í Evrópu. í Bandaríkjunum blasti allt önnur mynd við. Þar hafði ekki svo mikið sem eitt hús verið lagt í rústir með sprengjuárásum. — Matvælaframleiðslan stóð með blóma og afköst hins tröllaukna iðnaðar voru á hápunkti. Al- menn velmegun var í landinu þrátt fyrir gífurleg fjárframlög, sem Bandaríkin höfðu lagt fram til hernaðarþarfa og til þess að styðja með bandamenn sína í styrjöldinni. Ástandið var í stuttu máli sagt þannig, að Evrópa var í rústum, hungruð, klæðlaus og blóðug. Bandaríkin voru ó- snert af villidýrsæði flug- hernaðarins, bjuggu við álls- nægtir og höfðu betri tæki til framleiðslu hvers konar gæða en nokkru sinni fyrr. Þá var það, að Marshall, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hélt hina frægu ræðu sína og bauð hinum styrjald- arþreytta heimi hjálp til við- reisnar. Því boði var um allar jarðir tekið af miklum fögn- uði hinna bágstöddu þjóða. — Öll Evrópa tók boðinu fegins hendi. Jafnvel Tékkóslóvakía, þar sem kommúnistar voru í stjórn, en höfðu þó ekki náð að undiroka gjörsamlega, þekktist það. En mennirnir í Moskva voru á annarri skoðun. Þeir vildu ekki að fjármagni og framleiðslu- mætti hins nýja heims yrði veitt til viðreisnar Evrópu. Stalin sá sitt gullna tækifæri til þess að ryðja kommúnismanum braut í hungri og örvinglan Evrópuþjóð- anna. Hann vildi þess vegna alls ekki að þeim yrði hjálpað til þess að rísa upp úr þeirri eymd og því volæði, sem styrjöldin hafði leitt yfir þær. Þetta var ástæðan til þess að Moskva bannaði þeim þjóðum, sem áhrifavald hennar náði til, að þiggja Marshallaðstoðina. — Jafnvel Tékkar urðu að taka hið jákvæða svar sitt til baka. Þeir urðu að dingla eftir skipun herr- j anna í Moskvu. I Síðan hafa kommúnistar um allan heim, einnig hér á íslandi, hamazt gegn hverri þeirri við- reisnarráðstöfun, sem gerð hefur verið með stuðningi frá Marshall stofnuninni. Þeir hafa reynt að telja íslendingum trú um, að raf- orkuverin, Áburðarverksmiðjan, fiskimjölsverksmiðjurnar og Sementsverksmiðjan, muni verða mylnusteinn um háls þessarar þjóðar vegna þess að þessi mann- virki eru reist fyrir gjafa- og lánsfé vinveittrar stórþjóðar. — Vegna þess að lánleysingjar og ofsatrúarmenn eins og Brynjólf- ur Bjarnason, Einar Olgeirsson og Gunnar skinnið Magnúss hafa selt Rússum sál sína og sannfær- ingu, reyna þeir að telja íslenzku fólki trú um, að sjálfstæði þess og lands þess hafi verið selt með virkjun Sogsfossa, Laxár og stór- framkvæmdunum, sem verða munu upphaf að stóriðju og fjöl- breyttara atvinnulífi á íslandi. Áður en heimstyrjöldin hófst kröfðust þessir menn þess, að ís- I lendingar fengju amerísk stór- j lán til framkvæmda í landi sínu. Þá kröfðust þeir þess einnig að I íslendingar leituðu verndar 1 Bandaríkjanna til tryggingar sjálfstæði sínu og öryggi. I Þannig hafa þessir öfgaseggir snúizt eins og vindhanar á bæjar- ! burst. Kjarni málsins er sá, að efnahagssamvinna hinna vest- rænu þjóða hefur lyft Grettis- tökum. Atvinnulíf þjóðanna hefur verið byggt upp, hung- urvofunni bægt frá dyrum þeirra og grundvöllur lagður að framtíðar farsæld þeirra og velgengni. Margir erfiðleik ar eru að vísu ennþá á vegin- um. Marshallaðstoðinni er nú lokið. Þjóðirnar standa nú á eigin fótum og berjast fyrir framtíð sinni, bjartsýnar á möguleika sína til að taka framförum og mæta nýjum og betri tímum. Á elleftu sfimdu. LEIÐTOGUM kommúnista er nú að verða ljóst að hin ellefta stund í lífi og starfi flokks þeirra hér á landi er runnin upp. Flokkur ofsatrúarinnar á Rússland og þá kúgun, sem þar er framkvæmd, er að gliðna í sundur. Brynjólfur Bjarnason heldur ræðu á fundi í „Sósíalistaf élagi Reykj avikur“. Henni er fálega tekið og fundar- sókn er dræm. Uppdráttarsýkin er greinileg. Brynjólfur biður lið sitt að herða upp hugann. Fyrr hafi á móti blásið, en úr rætzt. En það vantar allan sannfæring- arkraft í orð hans. Hann finnur að óðum fellur að. Hann og línu- vörð númer eitt er að flæða á skeri ofsatrúarinnar á ofbeldið fyrir austan járntjald. Fólkið í Reykjavík, sem um skeið hefur kosið kommúnista skilur ekki, hvernig á því getur staðið að skriðdrekar Rauða hers ins skuli þurfa að æða fram og skjóta á berhenta verkamenn í Berlín. Það skilur heldur ekki, hvernig á því stendur, að eftir allt skuli sú „auðvaldslygi" nú vera játuð af sjálfum Malenkov,1 að réttarfar sovétríkjanna hafi j byggzt á pyntingum og ofbeldi.' Það skilur ekki, hvernig það má \ vera, að menn eins og Rakosi og Bería hafi verið þjónar „auð- valdsins"!! AUt þetta veldur mörgu fólki í „Sameiningarflokki alþýðu, sós- íalistaflokknum" miklum heila- brotum og skapar vantrú hjá því á það, sem þeir Brynjólfur og línuvörður hans hafa sagt um „alþýðulýðræðið" í Rússlandi og leppríkjum þess. Sá efi laumast nú að þessu fólki, að ekki sé víst að fólk- inu í sovétríkjunum líði eins vel og sagt hefur verið hér norður á íslandi, Og hvers vegna er fólkið í Austur- Þýzkalandi, PóIIandi og fleiri leppríkjum austan járntjalds alltaf að flýja vestur á bóg- inn? Hvers vegna er það allt af að reyna að komast undan „alþýðulýðræði" Brynjólfs og línuvarðar hans? | UR DAGLEGA LIFINU | SÚ VAR tíðin að spor íslend- inga á erlendri grund voru fá og enn færri voru þó spor erlendra manna hér á landi. Leiðir íslenzkra náms- manna lágu víða — en utan- ferðir þeirra eiga ekkert sam- eiginlegt með utanferðum ís- lendinga á síðustu árum nema nafnið eitt. Þeirra leiðir lágu ekki við dyr dýrðlegra gisti- húsa né glæstra dans- og skemmtistaða. Oft varð það þeirra hlutskipti að setjast á trébekk undir laufkrónu and- spænis dyrum bjórstofunnar, horfa á hinn innfædda smjatta á freiðandi bjórnum — og drepa tímann við það að geta gátur eða eithvað því um líkt. OG ÞÓ að fjallstindar íslands hafi alltaf verið jafn bláir og þeir eru nú, gos Geysis jafn tign- arlegt og söm kyrrðin og friður- inn í hinum íslenzka afdal, höfðu augu erlendra gesta ekki opnast fyrir þeirri dýrð. En nú er öldin önnur. Glæst faratæki flytja eirðarlausan ferðamanninn landa á milli á svo til engum tíma. Menn drekka morgunkaffið í Reykjavík, síð- degiskaffið í Kaupmannahöfn og 33 f)jóh amenn a / emum kvöldkaffið í Róm. Slíkur er hraðinn — slík er nútímatæknin. NÚ ER SVO komið að eng- inn mánuður ársins líður svo að ekki fari fleiri eða færri íslendingar utan ein- hverra erinda og fjöldi er- lendra ferðamanna sækir hing að allan ársins hring. Á s. 1. ári fóru alls 9875 íslendingar og útlendingar héðan frá ís- landi og á sama ári komu til landsins 9766 Islendingar og útlendingar. Tæplega 58% þessa fjölda ferðuuðst með skipum en um 42% með flug- vélum. í þessum tölum er átt við þá ferðamenn, sem hafa farið héðan eða komið og haft einhverja viðdvöl. Ferðamenn sem staldra hér aðeins við eru ekki taldir. SKÝRSLUR útlendingaeftir- litsins fyrir síðasta ár sýna að flugvélar eru vinsælli farkostur að vetri til, þannig að helmingi fleiri ferðast með flug- VeU andi ihrifar: Skilvísi. VELVAKANDI minn. Ég heyri stundum undir væng, að fólk sé ekki orðið eins áreiðan- legt í viðskiptum og það áður var. Fyrrum hafi jafnvel hand- söl verið traustari en vottfestir samningar nú. Ég ætla ekki að leggja hér orð í belg, enda ekki á mínu færi. Býrðu svo vel að eiga kaffikorn? Ég ætla að segja þér aðra sögu svipaða. Ég á margar ágætar grannkonur og gengur yfirleitt vel að lynda við þær. Einn ljóð finn ég þó á ráði þeirra, sem reglukonur eins og ég eiga bágt með að sætta sig við. Þegar þær fá eitthvað lánað, eins og mjöl í bolla eða sykurlús, sem oft ber / við, má allt eins gera ráð fyrir,' að þær „gleymi“ að skila því aft, ur. Ég veit, að svona er þetta | víðar, skilvísinni er herfilega á- I bótavant. Viltu nú ekki vera svo ! vænn að vekja athygli á þessum lesti. Freyja. Bændur í skemmtiför. VELVAKANDI góður. Ég hlustaði á búnaðarþátt- inn í útvarpinu mánudagskvöld- ið 13. þ. m. Hann var fluttur af búnaðarmálastjóra og vakti efni hans bæði undrun mína og gremju. Eggjaði hann bændur lögeggjan að slá ekki slöku við á slættinum og sagði frá tveimur bændum, sem hefðu komið hing- að til Reykjavíkur í skemmti- ferðalag á miðjum slætti í.fyrra- sumar og hefði svo annar þeirra orðið heylaus í vor. Ég er vel kunnug í sveitar- héraði norðan lands þar sem ég hefi dvalizt mestan hluta ævi minnar. Þar er unnið myrkranna á milli yfir heyskapartímann og lagt ofurkapp á að afla sem mestra heyja. Ekki þekkist þar að bændur fari í skemmtiferða- lög, meðan á slætti stendur, og hygg ég, að það muni vera hrein ar undantekningar hvar á land- inu, sem er. Hitt mun vera al- gengt, að bændur, sem búið hafa árum og jafnvel áratugum sam- an, hafi aldrei farið í skemmti- ferðalag né tekið sér frí frá störfum. Engir slæpingjar. ISLENZKIR bændur búa við erfið skilyrði og eiga við margt að stríða, meðal annars vofir ætíð yfir þeim uppskeru- brestur, óþurrkasumur og vetr- arhörkur. Stundum fylgist þetta allt að, en þrátt fyrir það halda bændurnir velli sökum dugnað- ar og þrautseigju. Vinnudagur þeirra er erfiður og langur. Mér þótti því mjög gremjulegt að hlusta á áðurnefnt erindi, sem gaf til kynna, að bændur væru slæpingjar, sem þyrfti að hvetja til dáða af þeim sökum. Bóndadóttir." Bezta landið. IFYRRADAG, þegar jnælirinn hjá Lárusi Blöndal sýndi 21 stigs hita um eittleytið, datt mér í hug það, sem gamall Niður- lendingur sagði eitt sinn við mig. Hann hefir víða farið og veit jafn langt nefi sínu svo að ekki sé dýpra tekið í árinni. „ísland er bezta land Norður- álfunnar, en íslendingar vita það ekki sjálfir." Stærstu sannindin og veiga- mestu láta minnst yfir sér. Já, ísland er gott land, en sem bet- ur fer vita það margir íslending- ar. Margt er smátt það, er til ber á síðkvöldum. (Grcttis- saga). vélum til landsins og frá í októ- ( ber—marz en með skipum, en | um sumartímann, þegar ferða- mannastraumurinn er mestur ferðast mun fleiri sjóleiðis. Út- j lendingar ferðast mun meira með flugvélum en skipum. Á s. 1. ári var ferðamannastraum- urinn til landsins minnstur í janúar eða 174. Mestur var straumurinn til landsins i júlí eða 2031. Minnstur var ferða- mannastraumurinn til útlanda í febrúar eða 261, en mestur var hann í júlí 1885. Annar hver maður sem fer frá landinu eða kemur hingað er ís- lendingur. Fóru 5162 íslendingar frá landinu árið 1952, en til lands ins komu á sama ári 4943 íslend- ingar. IOLLUM mánuðum s. 1. árs komu hingað fleiri eða færri Danir, Norðmenn, Svíar, Bretar, Bandaríkjamenn, Þjóð verjar og Rússar. Leiðir manna af öðrum þjóðernum liggja sjaldnar hingað til lands, en þó koma hingað menn frá allra ólíkustu stöð- um eins og t. d. Ástralíu, Suð- ur-Afríku, Salvador, Egypta- landi, Cubu og Pakistan. Alls komu hingað og fóru í fyrra menn af 33 þjóðernum. En einkennilegastar eru ferðir þeirra marina, sem í engu landi eiga heimilisfang. í skýrslum útlendingaeftirlits- ins má sjá að einn slíkur mað- ur hefur komið hingað á s.l. ári — en þrír farið héðan. OG HVERT liggja leiðir ferða- mannsins? Það er eitt af því, sem ómögulegt er að gera sér hugmynd um. Nánast mætti ætla, að leiðir ferðamannsins lægju alls staðar. Hann flækist á ólíkustu staði og víst er, að hann sér það, sem einhver hefði viljað að hann sæi ekki. Jafnvel á Hvannadalshnjúk yrðir þú ekki óhultur fyrir erlendum ferða- mönnum. OG NÆRRI má geta að 4823 útlendingar, sem hingað komu á s.l. ári, hafa eytt hér einhverjum peningum. Ferða- lög og dvalarkostnaður er dýr og svo margir íslendingar hafa siglt á síðustu árum, að hver og einn getur glímt við af nokkurri reynslu að áætla hve útlendingar eyða hér miklu fé, — og þá um leið að gera sér grein fyrir, hve langt við stöndum að baki öðrum þjóð- um'í því að taka á móti er- lendum ferðamönnum, t. d. með því að setja sig í spor ferðamannsins, sem kemur með unnustu sinni eða konu hingað til lands. Hvernig get- ur hann drepið tímann, eftir að hann hefur ferðast um landið og kynnst hrikalegri náttúrufegurð þess? SfjórRmálasamband Isracls og Rússlands áný LUNDÚNUM, 20. júlí: Sovét- ríkin hafa að nýju tekið upp stjórnmálasamband við ísrael, en því sambandi slitu þeir skyndilega fyrir fimm mánuðum síðan, eftir sprengjutilræði við rússneska sendiráðið í Tel Aviv. Hafa ríkisstjórnir landanna nú sætzt, ísraelsmenn lofað að láta ekki koma til fleiri sprengjutil- ræða. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.