Morgunblaðið - 22.07.1953, Side 8

Morgunblaðið - 22.07.1953, Side 8
8 MORGUn'BLAÐIÐ Miðvikudagur 22. júlí 1953 HELLO THERE. V r,V\ * CON5TABLE t J FEELINS 7 HOW AP.E ' ) S E5UM, • V YOUS y ( MAEK— ' THI5 CHILD'S IN A CP2I5IS OF ALL T/MES FCXS. ÍACBA!N TO ARR/VEf FOR. HEAVEN'5 SAKEf^ Þ- MARK, GO STALL HlM’ OFF £cg at least a FFW MINUTESf BLAZESf HEEE COMES /A-BA/N? Þú seni tetlar aS byrja að baka BlessuS láttu fyrir þér vaka Bezt er kaka Bezt er kaka œeð LILLU LYITIDIJFTI 1) — Markús lítur út um glugg- 2) — í guðanna bænum. Reyndu ann og verður hverft við, því að að tefja fyrir honum að minnsta hann sér, að hinn nýkomni, er enginn annar en Bragi iögreglu- þjónn. kosti í nokkrar mínútur. 3) — Drengurinn er núna í lífs- 4) — Komdu sæll, Bergur. Hvað hættu. Bragi lögregluþjónn kem-' segirðu til? ur á þeim allra versta tíma. Eg er heldur framlár. — Landnám í Dakofa Framhald af bis. 5 jíeir dr. Richard Beck, prófessor f-rá ríkisháskólanum í Grand Rorks, og Snorri Thorfinnsson, búfræðiráðunautur frá Lisbon, N.D. Kveðjur fluttu þeir Free- hian Einarson frá ríkisstjóra N- Dakótaríkis; Pétur Eggerz, sendiráðsíulltrúi fra ríkisstjórn íslands; séra Valdimar J. Ey- lands, frá lút. kirkjufélaginu -og Þjóðræknisfélagi íslendinga í Vesturheimi. — Persónulegar kveðjur fluttu þeir dr. Guð- mundur Grímsson, hæstaréttar- dómari frá Bismark, N.D.; dr. Jtunólfur Marteinsson frá Win- ^iíþég, og séra K. K. Ólafsson frá Sharon, Wisc. Fjöldi heilla- óskaskeyta voru lesin, þar á Íneðal frá herra Sigurgeir Sig- brðssyni, biskupi íslands; herra Asgeiri Ásgeirssyni, forseta ís- lands og frá Dr. og Mrs. H. Sigmar í Blaine, Wash. i Sameiginlegur 45 radda söng- liór undir stjórn Theod. Thor- lfeifsson’s frá Garðar, skemmti $neð ágætum og vel æfðum söng; ^insöngvari flokksins er Mrs. Mundi Goodman frá Milton. Auk þess sungu einsöngva við mikla hrifningu áheyrenda þau Larry Thomasson frá Drayton, N. D., ymgfrú Emily Sigurðsson frá (k^rðar, N.D., og séra S.T. Gutt- ^rmsson frá Cavalier, N. D. — Áljstór hljómsveit frá Walhalla dk Edinborg jók mjög á hátíð- ]Jeik allrar athafnarinnar með list ginni. Að lokinni skemmtiskrá fór fram viðhafnarmikil skrúðganga frá samkomustaðnum inn í kirkjugarð bæjarins; voru þar lagðir blómsveigar á minnis- varða landnemanna og á legstað séra Páls Thorlákssonar „byggð- arföðurs", eins og hann er oft réttilega nefndur. Lagði frú Lovísa Gíslason frá Brovvn sveiginn á leiði frænda síns. Lauk svo þessum aðalþætti há- tíðahaldsins með bæn, sem sókn- arpresturinn flutti . Kvenfélög sóknarinnar stóðu í miklu annríki allan daginn við veitingar. Var þar ekkert til .s'parað Um kvöldið fór svo fram loka- þáttur hátíðahaldsins, en það var söguleg sýning (pageant), sem ungfrú Lauga Geir undirbjó og stjórnaði. Voru þar sýndir {ættir úr lífi frumherjanna, er lertu margháttaða baráttu éirra, venjur og trúarlíf, og svo •amþróun byggðarinnar fram á ennan dag. Samfara þessari aýningu, sem var bæði fögur og lærdómsrík, var mikill og góður aöngur. | íjAllt virtist bera þess glögg merki, að þessi gamla höfuð- byggð íslendinga í N. Dakóta ar á blómaskeiði. Hinir fjöl- nTörgu gestir, sem komu víðs- vegar að, munu hafa horfið þáðan með myndir af glæsilegri og blómlegri byggð, og góðu fólki, og margir munu vafalaust hafa hugsað, um leið og þeir ríðu úr hlaði: —„Drjúpi hana blessun Drottins á, um daga h'eimsins alla. V.J.E. Þorbjöm Pétursson — Sjötugur — SJOTUGSAFMÆLI á í dag mik- ilsmetinn og vinsæll borgfirðing- ur, Þorbjörn Pétursson trésmið- ur á Draghálsi í Svínadal. Er hann einn af mörgum börnum hins mikla og atorkusanria bú- höldar, Péturs Georgs Jónssonar bónda á Draghálsi og konu hans Halldóru Jónsdóttur Símonar- sonar frá Efstabæ. Bjuggu þau hjón um áratugi stórbúi á Draghálsi. Var dugnað- ur þeirra og atorkusemi við bú- skapinn frábær. Voru þau braut- ryðjendur í nýjum og bættum búskaparháttum. — Um síðustu aldamót var svo komið umbót- um á Draghálsi, sem er falleg og kostarík jörð fyrir botni Svína- dals, að búið var að slétta allt túnið og stækka það drjúgum og reisa öll hús frá grunni úr timbri járnvarin. Var það harla nýstár- leg sjón á þeim tíma að sjá jarð- ir þannig setnar að íbúðarhús, gripahús öll og heygeymslur væru undir járnþaki. Þær vöktu því á þeim tíma mikla athygli vegfarenda hinar reisulegu bygg- ingar á Draghálsi og hið stóra og rennislétta tún í halla á móti suðri. Það ræður að líkum að Þor- björn smiður hefur á unga aldri orðið fyrir ríkum áhrifum þeirra miklu umbóta og framfara, sem hann var sjónarvottur að og þátt- ! takandi í á heimili foreldra sinna. ■ , Enda var honum umbótaþráin í! brjóst borin og sú löngun varð | brátt snar þáttur í lífi hans að gegna kalli hins nýja tíma að reisa úr rústum og hefja varan- legar umbætur í sveitum lands- ins. Þessi hugsun tók brátt hug hins unga manns allan, og þrátt fyrir það þótt búskaparhneigðin væri rík í honum og hann hefði yndi af skepnuhirðingu, varð smiðalöngunin öllu öðru yfir- sterkari. í móðurætt Þorbjarnar hafa verið margir frábærir hagleiks- menn. Móðurbróðir hans, sem hann var heitinn eftir, var mik- i ill hagleiksmaður, en hann drukknaði á unga aldri i sjóróðri suður á Vatnsleysuströnd. Þor- björn iagði ungur út á smíða- brautina. Lærði hann smíðar hjá frænda sínum Jóni Sigurðssyni á| Vindhæli á Akranesi, sem er j hinn mesti völundur á smíð og þjóðhagi. Stundar Jón enn smíð- ar á verkstæði sinu frá morgni til kvölds nú 83 ára gamall. Þorbjörn varð að loknu námi brátt mjög eftirsóttur smiður. — Olli því dugnaður hans og ár- vekni í starfinu, verklægni og | verkhyggindi. Fór þar saman í öllu, er hann lagði höndur að, I snoturt handbragð, góður og traustur frágangur og haganleg \ tilhögun. Hefur hann við smíð-1 arnar, sem hann hefur stundað óslitið um áratugi allan ársins hring, helgað Borgarfjarðarhér- { aði krafta sína. Skipta þær nú orðið tugum jarðirnar, sem hann hefur byggt upp á, og sum- um hvert einasta hús. Einu gildir hvort um er að ræða steinhús! Sigurbjörg Jónsdóttir 110 ára eða timburhús, hvorttveggja fer honum jafn vel úr hendi; hefur hann gengið frá byggingum að öllu leyti, málað úti og inni, því jafnvígur er hann á allt sem að smíði og byggingu lýtur. Þorbjörn hefur reynzt hinn mesti nytjamaður í héraði. Eng- inn einn maður hefur á þessu árabili í syðri byggðum Borgar- fjarðar innt af hendi jafnmikið og gott starf við húsabyggingar og Þorbjörn hefur gert. Fyrir- greiðsla hans og umlíðunarsemi hefur greitt götu margra efnalít- illa manna við byggingar á jörð- um sínum, auk þess sem hagsýni hans og frábær atorkusemi við störfin hefur dregið mjög úr, kostnaðinum. Þorbjörn er sveitamaður í húð og hár. Eins og fyrr greinir hefur hann eingöngu, að heita má, unn- ið við byggingar í sveitum. Þá hefur hann og ávallt jafnframt átt nokkurn skepnustofn, sauð- fé og hross, sem hann hefur átt á fóðrum hjá bændum í heima- sveit sinni. Hefur honum verið þetta ánægjuauki, þótt eigi hafi hann þar að unnið nema við rún- ing að vorinu og í réttum á haustin. Eigi er að efa að Þorbjörn hefði orðið gildur bóndi, ef hann hefði valið sér það hlutskipti. En svo þýðingarmikið og giftudrjúgt starf hefur hann af hendi innt í byggingariðnaðinum að þau skipti eru engan veginn óhag- stæð jafn margir og þar hafa notið góðs af. Þorbjörn var ljúfur maður og skemmtilegur í umgengni. Sí- glaður með spaugsyrði á vörum. Var hann hið mesta tryggðatröll og í hvívetna aufúsu gestur, og hafa jafnan færri fengið að njóta verka hans og umgengni en æskt hafa. — Þorbjörn hefur jafnan haft staðfestu sína á Draghálsi, æskuheimili sínu, þótt lítið hafi hafi hann dvalizt þar að stað- aldri, svo sem starfi hans hefur verið háttað. Hinir mörgu vinir og velunn- arar þessa þarfa manns og góða drengs munu minnast hans í dag með hlýhug og þakklæti og árna honum allra heilla og blessunar. P. O. UKZT AÐ AVGl.TSA J, / MORGTJNBLAÐINU FYRIR réttum 80 árum fæddist í Glaumbæ í Langadal norður Sigurbjörg Jónsdóttir, eða nánar tiltekið 22. júlí 1873. — Á upp- | vaxtarárum sínum dvaldist Sig- ; urbjörg þó að mestu á Þóreyjar- ■ núpi í Vestur-Húnavatnssýslu. Ung varð hún að fara til vinnu eins og títt var um unglinga í þá daga. Vinnan varð henni þó • hjartfólgnari en almennt gerist, a. m. k. nú til dags, og munu fáir er til þekkja hafa séð Sigur- björgu sitja auðum höndum nokkra stund. Enn þann dag í dag, vinnur hún sleitulaust þrátt fyrir háan aldur, veikindi og slit, sem nú gera vart við sig og verða oft laun þeirra, sem aldrei hafa hlíft sér við hvers konar erfiði. — Ung giftist Sigurbjörg manni sínum Guðna Jónssyni frá Grímsstöðum í Landeyjum. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau á Miðnesi í Gullbringusýslu, og eignuðust þar þrjú elztu börn sín. Síðan fluttust þau til Kefla- iiíkur og bjuggu þar allan sinn búskap eða til ársins 1937 að Guðni lézt. í Keflavík eignuðust þau önnur þrjú börn. Öll kom- ust þessi börn þeirra upp og eru enn lifandi. Eftir lát manns síns fluttist Sigurbjðrg til dóttur sinnar Ólafíu, sem búsett er í Reykja- vík og hefur búið hjá henni síð- an. Sigurbjörgu hefur nú hlotn- azt sú ánægja að vera samtíða álitlegum hóp barnabarna sinna og óðum stækkar hópurinn, sem kallar „langamma“ þegar Sigur- björg birtist. — Ekki leynir sér heldur ánægja hinnar lífsreyndu konu þegar hún mitt í barna- hópnum skemmtir sér bezt. Þrátt fyrir hinn háa aldur, og ýmiss konar mótlæti, sem mætt hefur Sigurbjörgu á lífsleiðinni, er hún sem fyrr segir, hin ern- asta og fylgist vel með í hinni hverfulu samtíð. Eins og aldur Sigurbjargar gefur til kynna hefur hún lifað tímana tvenna í orðanna fyllsta skilningi. Séð og reynt hina breyttu lifnaðarhætti fólksins, — séð vélarnar taka við stritinu og unir hinum ungu þess vel að geta lifað lífinu léttara, væri það ætíð metið að verðleik- um. * • Hjálpsemi og alúð Sigurbjarg- ar við alla þá, sem hún um- gengst, eru þeir mannkostir auk þrotlausrar vinnuelju, sem hæst bera í fari hennar. Þess vegna verða þær margar hlýjar hugsan- irnar, sem ti-1 hennar berast í dag á þessum merku tímamótum, því margir eru vinirnir og kunningj- arnir, auk hins fjölmenna hóps ættmenna, sem allir eiga henni gott upp að unna. Væri hægt að fella allar þær óskir undir eina, yrði það vafalítið sú óskin, að hennar mætti sem lengst njóta við, samferðafólki og ættmenn- um til heilla og sjálfri til ánægju. í dag dvelst Sigurbjörg á heimili dóttur sinnar Faxabraut 6 í Keflavík. Guð blessi þér ókomin æviár, elsku mamma, amma, langamma og góða kona. E. G. Þ. Gengisskráning (Kaupgengi): ^ bandarískur dollar kr. 16.26 1 kanadiskur dollar .. kr. 16.40 1 enskt pund ...... kr. 45.55 100 norskar kr kr. 227.75 100 sænskar kr kr. 314.45 100 belgiskir fr kr. 32.56 100 svissn. fr kr. 372.50 1000 franskir fr kr. 46.48 100 gyllini kr. 428.50 100 danskar kr kr. 235.50 Oss vantar útvarpsvirkfa eða loitskeytamama til að vinna að viðgerðum loftskeytatækja á radioverk- stæði voru Nauðsynlegt að umsækjandi hafi haldgóða reynslu í slíkum viðgerðum. Laun eftir samkomulagi. Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu vorri, Reykja- víkurflugvelli, fyrir 1. ágúst n. k. ^Jfucfpélacý fandó M A R K U S Eftir Ed Dodd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.