Morgunblaðið - 22.07.1953, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 22. júlí 1953 1
I
JULIA GREER
SKALDSAGA EFTIR DOROTHEU CORNWELL
Nýtt
Nýtt
Elizabeifth Post
Snyrftivörtir
Framhaldssagan 60
Loks tók hún tækifæriskjól-
ana niður af herðatrjánum. Þeir
voru gamaldags og leiðinlegir.
Hún tók annan kjól fram úr
mjúku gulu efni með djúpum
hliðarsaumum. Hún var viss um
að hann mundi klæða hana vel.
Hún tók naglaskæri upp úr
skúffunni og fór að spretta upp
saumunum. Fingur hennar tif-
yðu ótt og títt eins og lífið lagi
t>ið og Mike væri þegar á leið-
ínni.
Næsta dag tíu mínútum eftir
að hann var kominn, vissi hún
að öll. hennar fyrirhöfn var unn-
in fyrir gíg. Þó að hún reyndi
að vera glaðleg, gleymdi stolti
sínu og hvatti hann til að tala um
starf sitt, þá urðu orð hennar
íneiningarlaus. Hann var horfinn
frá henni. Dagurinn leið og þau
Settust við kvöldverðarborðið
íneð móður Júlíu. Hún var þögul
eins og venjulega, en þá fannst
Júlíu eins og hún skildi að Mike
horfði á hana með öðrum aug-
um, rannsakaði hana eins og
hún væri honum ókunnug.
Honum virtist líða vel í ná-
vist þeirra. Hann var meira að
segja svo skrafhreifinn að hún
undraðist mælsku hans. Fyrir
honum var enginn greinarmunur
á stríði og friði. Yfirmaður hans
hafði sent hann til Jersey þar
sem hann átti að standa fyrir
þurrkun á mýrlendi. Að því
loknu átti hann að skipuleggja
flughöfn fyrir sjóflugvélar. —
Hann vann tólf tíma á sólarhring
og gerði teikningar í lélegum
skúr. Á kvöldin var honum ekið
í jeppa til hermannabúðanna,
sem nefndust B. O. Q.
,,Hvað þýðir það?“ spurði
Júlía.
„Það eru búðir fyrir ógifta
liðsforingja", sagði hann. ,En
auðvitað eru ekki allir þar ógift-
ir“.
,Nei, auðvitað ekki“, sagði
Júlía. Hún bjóst við að hann
mundi halda áfram. Hann gæti
að minnsta kosti sagt henni hve
mjög hann hefði saknað hennar
og hann gæti beðið hana að
koma með sér, þó ekki væri
nema til þess að veita henni þá
ánægju að neita bóninni.
En hánn hélt bara áfram að
tala um lífið í New Jersey. Her-
mannabúðirnar, sem hann var í
voru skammt frá litlu verk-
smiðjuþorpi við sjóinn. Þar
hafði hernaðaryfirvöldunum tek
izt að útvega nokkur hús til í-
búðar fyrir liðsíoringjana og
konur þeirra. Hann hafði heim-
sótt þar nokkra og borðað mið-
degisverð með félögum sínum.
Á laugardögum voru haldnir
dansleikir í skemmtiklúbb liðs-
foringjanna. Hann sagði að til
New York væri aðeins klukku-
stundar ferð með járnbraut.
Ég hef misst hann, hugsaði
hún. Hún heyrði rödd hans eins
;og úr fjarska og svaraði aðeins
-með eins atkvæðis orðum. Hann
mundi ekki tala svona, ef hann
,:óskaði þess innilega að ég kæmi
•með honum. Hann er bara kur-
'teis til að breiða yfir hinar eig-
inlegu hugsanir sínar. Hann
"ber mig saman við allar skemmti
legar og fallegar konur, sem
• hann hefur kynnzt. Hann ber
mig saman við Trudu, sem allt-
af var stórhuga og djörf. Truda
var í New York. Það vissi hún
af „Record“-blöðunum, sem hún
hafði séð. Utanríkismálaráðu-
neytið hafði neitað henni um
•vegabréf svo að Avery varð að
að fara einn til Englands. Kven-
fólki var ekki hleypt svo nálægt
vígstöðvunum. Henni datt í hug
að spyrja hann hvort hann hitti
Trudu oft. Henni fannst eins og
ein hreinskilnisleg spurning
gæti orðið nóg til þess að hreinsa
andrúmsloftið.
Hún hafði ekki búizt við því
að hann mundi koma í rúmið
til hennar um nóttina. En hún
andmælti ekki, þegar hann kom
þegjandi og tók hana í faðm sér.
Honum finnst hann eiga heimt-
ingu á mér, hugsaði hún bitur.
Hún reyndi af öllum mætti að
endurgjalda kossa hans og skapa
aftur hin gömlu góðu tengsl á
milli þeirra. Þegar því var lokið,
skammaðist hún sín fyrir undir-
gefni sína. Allt hafði verið ó-
breytt og eins og áður, og þó
ekki. Hún sneri sér frá honum
og reyndi að koma ró á huga
sinn. Alla nóttina lá hún and-
vaka og starði sljóum augum út
í næturmyrkrið. Hún fann af
hreyfingum hans að hann var
líka vakandi enda þótt hann
reyndi að láta ekki á því bera.
Næsta dag klukkan 6 var fríi
hans lokið. Þegar þau komu úr
heimsókninni til læknisins og
voru komin heim og kveðju-
stundin var að renna upp, fannst
henni sér næstum létta. Mike
hélt á ferðatöskunum niður að
bílnum sem beið við hliðið. Hún
stóð í dyrunum og beið eftir því
að hann kæmi aftur heim að
húsinu. Hann tók af sér her-
mannahúfuna. í fyrsta sinn varð
vandræðaleg þögn á milli þeirra.
'Hann andaði djúpt að sér og
gufustrókurinn stóð fram úr vit-
um hans í kuldanum.
„Það er engu líkara en ég sé
burðarmaður", sagði hann. Orðin
urðu kjánaleg af vörum hans.
Það fór hrollur um Júlíu og hann
dró bláu treyjuna upp um háls-
inn á henni. „Þú mátt ekki láta
þér verða kalt“, sagði hann.
„Mundu eftir þeim litla.“
Nú þegar stundin var komin og
hann átti að fara, var eins og
hann hikaði og eirðarleysið var
horfið.
Loks sagði hann:
„Það er eitthvað að. Og það
veiztu líka sjálf.“
„Ég hef ekki breytzt" sagði
hún. „En það hefur þú“.
Hann talaði hægt eins og hann
væri að hugsa upphátt. „Eigin-
lega hefi ég ekki breytzt. Ég
hef bara snúið aftur“.
„Snúið aftur“.
„Já, snúið aftur til lífsins og
umheimsins og alls sem er að ger
ast. Hvenær ætlar þú að koma
með mér“.
„Var það þess vegna sem þú
talaðir eins og þú gerðir“.
„Já, ég vildi að þú fengir að
kynnast því lífi, sem ég lifi og
sem ég mun lifa í hinni nánustu
framtíð. Það er miklu meira en
þolanlegt Júlía. Og það er raun-
verulegt. Þú þarft ekki að hafa
neinar áhyggjur af þeim litla.
Þar mundir þú vera nær sjúkra
húsi en hér.“
Hann brosti en var þó alvar-
legur á svipinn. „Það er ekki
nema tuttugu mínútna akstur til
Newark með sjúkrabifreiðinni".
„Heldur þú að þú getir breytt
afstöðu minni á þennan hátt“,
sagði hún.
„Ég mun aldrei geta breytt af-
stöðu þinni“, sagði hann. „Henni
verður þú sjálf að breyta, ann-
ars ....“. Hann þagnaði og
brosið hvarf af vörum hans. „Ég
get ekki talað við þig um til-
finningar, Júlía. Ég get aðeins
boðið þér það sem ég hef, og
það sem ég er.....Þú mátt ekki
biðja mig .... um að snúa við
aftur eftir Pearl Harbor-sunnu-
daginn. Það er ekki hægt“.
„Það væri kannske hægt ef þú
elskaðir mig ennþá“, sagði hún.
„Ég mun alltaf elska þig“,
sagði hann.
„Hvers vegna ertu þá ham-
ingjusamur þegar þú ert í burtu
frá mér“.
„Ég er alls ekki hamingjusam
ur, Júlía“, sagði Mike. „En ég j
er lifandi. Komdu með mér,
Júlía“. I
Hann leit niður á götuna þar |
sem bíllinn beið. „Auðvitað
kemur þú ekki núna á stundinni
— en í næstu viku — eða í næsta
mánuði. Við getum fengið góða
íbúð fyrir utan hermannabúðirn-
ar. Þar getur okkur liðið vel“.
Rödd hans þagnaði. Hún losaði
hendurnar úr höndum hans.
Fást aðeins í
Meyjaskemm unni
Laugavegi 12.
Oss vantar stúlku
til að annast símavörzlu um þriggja vikna tíma,
vegna forfalla. — Uppl. í síma 6600.
CJÍu^jéiaj Oóiancíó li.jl.
CITRONUR
Væntanlegar frá SPÁNI
Lífið eitt óselt
d^ert ^JCriótjánóóon (J (Jo. k.j.
ifanóóon
RIO-KAFFI
Ein tegund — sú bezta,
fyrirliggjandi
Cjíóiaóon ÉjT* CCo. L.j.
Sími 81370 — Hafnarstræti 10—12
Til sölu er hálf jörðin 3
Kalastaðir \
m
í Stokkseyrarhreppi i
■j
Jörðin er laus til ábúðar í næstu fardögum.
:
Nánari upplysingar gefur Katrín Kristinsdóttir, áj
Bjarnahúsi, Stokkseyri.
3
„Þú verður þá að bjóða okkur í brúðkaupið þitt. Og þú
verður að segja gestunum, að við séum frænkur þínar. Ef
þú gengur að boði okkar, skulum við ekki vera lengi að
spinna úr ullinni.“
„Ég skal lofa ykkur því,“ sagði stúlkan og varð mjög
fegin. „En þið verðið að koma strax og hefja verkið, því
að ekki veitir af,“ bætti hún við.
Þessar einkennilegu konur komu nú inn til hennar og sett-
ust þær áð í fyrsta herberginu og byrjuðu þegar að spinna.
Ein þeirra teygði lopann og steig rokkinn, önnur vætti lop-
ann, en sú þriðja vatt upp á og sló jafnharðan með fingrin-
um á snælduhausinn, og varð snældan þá á svipstundu full
af svo fínu bandi, að ekki var hægt að spinna bað fínna.
En þegar drottningin kom að heimsækja stúlkuna, faldi
hún spunakonurnar, en sýndi henni bandið, sem búið var
að spinna. Hrósaði drottningin henni þá á hvert reipi.
Og það liðu ekki nema fáir dagar áður en búið var að
spinna úr hverju einasta ullarhári. Spunakonurnar kvöddu
þá stúlkuna og báðu hana að gleyma nú ekki því, sem hún
hefði lofað þeim.
Þegar drottningin kom næst inn til stúlkunnar var búið
að spinna alla ullina. Drottningin hældi þá stúlkunni á hvert
reipi fyri dugnað hennar^og lét síðan þegar hefja undir-
búning að brúðkaupinu.
Kóngssonurinn var ekki síður ánægður yfir að eignast
svona duglega konu. — Dag nokkurn kom stúlkan að máli
við drottninguna og sagði:
„Ég á þrjár frænkur, sem hafa verið mér einkar góðar. Og
fyrir góðmennsku þeirra langar mig nú að bjóða þeim í '
brúðkaupið.“ 1
Gólfdúkur
■
■
: í mörgum litum.
■
■
■
■
■
i Regnhoginn
[ Laugavegi 62. Sími 3858.
Ný sending:
Enskar kápur
þýzkar rifskápur
Regnkápur
MARKAÐURINN
Laugaveg 100.