Morgunblaðið - 25.08.1953, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 25. ágúst 1953
Afgrelbslustúlka
Vefnaðarvöruverzlun í miðbænum óskar eftir stúlku,
sem vön er afgeiðslu í vefnaðarvöruverzlun. — Umsókn-
ir með upplýsingum um fyrri störf og annað er máli
skiptir ásamt mynd ef til er (sem endursendist), iegg-
ist inn á afgr. blaðsins fyrir föstudagskvöld, merkt:
„Vefnaðarvöruverzlun — 745“.
NÚI
Getið þér
einnig notað
SHAMPOO
Hollywood
stjamanna
Justie-föme §lumpoo
EFTIRSÓTTASTA LANOLIN-KREM SIIAMPOO
AMERÍKU, FÆST í NÆSTU BÚÐ!
Hve dásamleg breyting verður ekki á
hári yðar við notkun Lustre-Creme
Shampoo! Það er vegna Lanolin-froð-
unnar, sem endurnærir hársvörð-
inn um leið og hún hreinsar hár-
ið. Gefur hárinu heillandi gljá-
fegurð, gerir það mjúkt og við-
ráðanlegt, strax eftir þvottinn.
Freyðir vel, skolast auðveldlega.
Calgate-Palmolive
framleiðsla
★ Fegrunar krem-shampoo með LANOLIN
í túbum og krukkum.
HURÐASKRÁR - HIDFIG:
Nýkomið:
WILKA-inniskrár
DANZIGER-skrár
STANLEY-innilamir
STANLEY-koparlamir
SÆNSKAR-gluggakrækjui
DANSKAR-gluggalamir
WILKA-smekklásskrár,
skothurðajárn
o. fl. o. fl.
LUDVIG 8TORR & €0.
Laugavegi 15 — Sími 3333.
Kaupstefnan í Leipzig
30. ágúst til 9. septembar
FlugfarselMar
Orioí
Sími82265
Árni G. Eylonds:
Voltorð og sannlei
í TÍMANUM 1. ágúst birtir dr.
Björn Jóhannesson grein er hann
nefnir: Vinguldeilan til lykta
leidd.
Kjarni greinarinnar á að vera
2 vottorð um gróður á „Rangár-
val!asöndum“, en um þau er vaf-
ið siðferðisprédikun til búdrýg-
inda. Um hana þarf ekki að ræða,
eigi heldur um annað vottorðið,
sem er frá Skúla Thorarensen
bónda að Geldingalæk. Ég hefi
aldrei í blaðagreinum eða á ann-
an hátt vikið að búskap hans, og
vottorð um ræktun á Geldinga-
læk sannar ekkert um deilumál
okkar dr. B. J.
Hitt vottorðið er þá eftir. Það
er frá Klemenzi Kr. Kristjáns-
syni tilraunastjóra og Ingólfi
Davíðssyni grasafræðingi. Þeir
votta að þeir hafi skoðað sáðtún
í Gunnarsholti — „þar sem sáð
var í grasfræi vorið 1051“. —
Og að túnvingull (Festuca rubra)
sé þar allsstaðar ríkjandi, en að
hávingul hafi þeir hvergi fundið
„í þessari sléttu“. Ég undirstrika
síðustu orðin og vil um leið
benda á að þeir félagar skoða
ekkert nema sáðslétturnar frá
1951.
Með þessu vottorði hefir dr.
B. J. „sannað“, á sinn hátt, fyrri
fullyrðingu sína svohljóðandi:
„Hin síðustu ár munu Gunnars-
holtsbræður hafa sáð nokkru af
túnvingli með fóðurfaxfræi, og
hefur Páll tjáð mér að hið (sic)
fyrrnefnda reynist betur“. (Morg
unbl. 17. jan.)
Túnvingull í sáðsléttu frá 1951
„sannar", að hin síðustu ár hafi
verið sáð túnvingli með fóður-
faxi í Gunnarsholti!
Allt upplýsist þetta með eftir-
farandi yfirlýsingu er sand-
græðslustjóri hefir góðfúslega
látið mér í té:
AFIRLÝSING
Vegna blaðaskrifa og vottorðs,
sem fram hefir komið, varðandi
ræktunartilraunir í Gunnars-
holti á Rangárvöllum vil ég und-
irritaður gefa eftirfarandi upp-
lýsingar:
1. Á undanförnum árum hefi
ég bæði í ræðu og riti, meðal
annars í Vasahandbók bænda
1953 og í fjölrituðum upplýsing-
um um grasfræblöndu, til til-
rauna við sáningu í sand- og
melajörð, notað nafnið Túnving-
ull um grastegund þá, sem á
latínu er nefnd ýmist Festuca
elatior eða Festuca pratensis og
í Flóru íslands Hávingull.
Túnvingulsnafnið tel ég, að sé
heppilegt og í góðu samræmi
bæði við nöfn og málvenju á
Norðurlöndum og í Ameríku
(Engsvingel — Meadow Fescue),
svo og latínunafnið Festuca
pratensis sem í Flóru íslands er
notað um Hávingul. Þar við bæt-
ist, að grastegundin Festuca
rubra, sem í Flóru íslands er
nefnd Túnvingull, hefir af merk-
um tilraunamönnum hér á landi
verið nefnd öðrum þræði Rauð-
vingull — sbr. Ólafur Jónsson:
Árangur gróðurtilrauna, Akr.
1950, bls. 60.
2. Er tilraunir með ræktun
bromustegunda og annarra gras-
tegunda hófust í Gunnarsholti,
taldi ég samkvæmt amerískri
reynslu, vænlegt, að sá meðal
annars, Festuca elatior — sem ég
nefni Túnvingul, með bromus-
fræinu. En Festuca rubra taldi ég
eigi ástæðu til að nota nema í
smáreiti til tilrauna.
Á árunum 1949—’53 hefir Sand
græðslan keypt og notað um 2550
kg af vingulfræi, þar af um 740
kg af Festuca rubra. Af því voru
490 kg notuð í vor sem leið, en
250 kg af Festuca rubra var
keypt og sáð í misgripum fyrir
Festuca elatior vorið 1951. Komu
þau misgrip eigi fram svo að ljóst
væri fyrr en í sumar. Vottorð
þeirra Klemenzar Kristjánsson-,
! ar tilraunastjóra og Ingólfs
Davíðssonar grasafræðings um
Túnvingulsrækt í Gunnarsholti á
við sáðsléttu frá 1951, sem þannig
er til orðin.
3. Það er í fullu samræmi við
ofanritað, er ég tjáði Árna G
Eylands síðastliðinn vetur, að
Festuca rubra hefði aldrei verið
sáð í Gunnarsholti, nema í smá
tilraunareit, og því eðlilegt, er
hann hefir vitnað til þeirra um-
mæla minna, sem fullrar heim-
ildar.
Reykjavík, 11. ágúst 1953
Runólfur Sveinsson ,
sandgræðslustj óri
Sjá nú bændur hvernig er í pott-
inn búið.
Að Festuca rubra er sáð í mis-
gripum í Gunnarsholti vorið
1951 endist dr. B. J. „nægilega
vel“ til þess að sanna, að þessari
tegund hafi verið sáð þar „hin
síðustu ár“, en um leið tekst svo
til, að hvort tveggja, vottorð
þeirra Klemenzar og Ingólfs og
yfirlýsing sandgræðslustjóra
endist mér meira en nægilega vel
til að sanna þá fullyrðingu mína,
sem „deila“ okkar dr. B. J. er
sprottin af, er ég lét í Morgunbl.
31. jan. þessi orð falla í sambandi
við túnvingul og hávingul:
„Það undarlega hefir skeð, að
nöfnum þessara tveggja, töluvert
ólíku tegunda, hefir verið ruglað
saman hin síðustu ár í bæði ræðu
og riti og við ræktunartilraunir".
Vottorðið sem dr. B. J. bjarg-
ast á, og yfirlýsing sandgræðslu-
stjóra sýna ljóslega, að þessi
ruglingur hefir verið ennþá meiri
og alvarlegri en ég gerði ráð fyr-
ir. Þetta verður ekki afmáð með
neinum vísindagorgeir, en það er
drengskapur að skýra misskiln-
ing og mistök svo, sem sand-
græðslustjóri gerir.
I tilraunamálum dugir eigi
hálfur sannleikur.
Það skal loks endurtekið sem
ég sagði í Morgunbl. 5. marz, að
ábending mín um nafnarugling-
inn „sker sennilega á engan hátt
úr um það hverja tegundina há-
vingul eða túnvingul sé hag-
hagkvæmara að nota“.
Ur því verður eigi skorið með
því að loka augunum fyrir þvi,
er nöfnum er ruglað í ræðu og
riti og í tilraunum.
Með hinu nefnda vottorði og
yfiilýsingu tel ég þetta mál til
lykta leitt og mun ekki ræða það
frekar.
21. ágúst 1953.
Árni G. Eylands
Átti 283
kærustur
CHRISTIE gat sannarlega látið
allan heiminn standa á öndinni
um tíma. En þótt hann hafi ver-
ið einn forhertasti glæpamaður,
sem uppi hefur verið, er hann
engan veginn sá alræmdasti.
® Árið 1920 var Frakkinn
Henri Landru handtekinn og sek
ur fundinn um morð á 8 konum.
Hafði hann einnig svívirt fjöl-
margar konur og átti kærustur á
hverju strái, þótt hann hefði í
alla staði verið hinn ófrínilegasti
á að líta. — Kom það í ljós við
réttarhöldin, að hann átti hvorki
meira né minna en 283 kærustur
— og af þeim hafði hann myrt
8, eins og fyrr segir.
Skriistolustúii
Stúlka getur fengið atvinnu við vélritun og síma-
vörzlu hjá verzlunarfyrirtæki. — Umsóknir með
upplýsingum um menntun, fyrri vinnu og aldri,
sendist blaðinu fyrir 28. þ. m. — Tilboð merkist:
„Skrifstofustúlka -—702“.
AUSTIN ’4
Eða samsvarandi bifreið óskast til kaups.
Staðgreiðsla.
Uppl. í Barðinn h.f.. Sími 4131.
Aigreiðslustúlku
getur fengið atvinnu í nýlenduvöruverzlun
frá klukkan 12—6 á daginn. — Þarf að hafa unnið áður
í matvörubúð. — Laun samkvæmt launalögum Verzlunar-
manna. Upplýsingar í síma 82176 í dag kl. 1—3.
V e /’ ð i
i
Veiðileyfi í Ytri-Rangá.
seld á skrifstofu Kaupfélagsins Þór, Hellu.