Morgunblaðið - 11.10.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.10.1953, Blaðsíða 11
Si-nnudagur 11. okt. 1953 MORGVN BLABI& 11 - Reyfcjavikurbréf 75 í,rí' á morgun: , Frainh. af bls. 9. I Kommúnistar °g dönsk æska I KOSNINGUNUM, sem fram fóru til danska þings- jns bættust um 200 þús. nýir kjós endur við vegna þeiriar breyt- jngar stjórnarskrárinnar að færa kosningaaldurinn niður úr 25 árum i 23ja ára aldur. Þrátt fyrir þessa fjölgun kjósenda töpuðu kommúnistar 5 þús. atkvæðum. Þeir virðast því ekki eiga mikið fylgi meðal danskrar æsku. Sannleikurinn er sá, að á Norð- Urlöndum er alls ekki lengur lit- ið á kommúnista sem stjórnmála- flokk . í almenningsálitinu eru þeir þröng klíka ofsatrúarmanna sem lifa í trú en ekki í skoðun. í þessari klíku eru aðeíns örfáir Jnenn, sem hafa ofurselt sig sál- arlausri skurðgoðadýrkun og telja það eitt hlutverk sitt að ganga erinda harðstjórnarinnar í JVIoskvu í hvívetna. Æskan á Norðurlöndum telur sig að sjálfsögðu enga samleið eiga með slíkum mönnum. Ungt fólk þar hefur gert sér ljóst að frjálslyndi og kommúnismi eru tvær andstæður, sem mikið djúp er staðest á milli. Þróun í svipaða átt hér ALLT bendir til þess að hér á landi horfi í sömu átt um afstöðu Ungs fólks til kommúnismans. Barátta íslenzkra kommúnista gegn glæsilegustu raforkuverum, sem reist hafa verið á íslandi eru æskunni greinileg vísbending um það, hverra hagsmunum þeir þjóna. Ungum iðnaðarmönnum á Akureyri og í Reykjavík er það ljóst, að fjandskapur kommúnista gagnvart virkjun Sogs og Laxár byggist ekki á trúnaði við þeirra hagsmuni. Iðnaðurinn þarf aff fá næga raforku til þess að auka rekst- ur sinn og gera hann f jölbreytt ari. Þess meiri orka, sem fyrir hendi er til iðnaðar, þess meira verður afkomuöryggi iðnaðarfólksins. Þetta er svo einfalt mál að það hljóta allir að skilja. Þess vegna munu hin nýju orkuver ekki að- eins veita ljósi og yl um hýbýli fólksins og nýrri orku til íslenzks iðnaðar. Þau munu upplýsa hugi fjölda fólks, sem áður hafði reik- að um myrkviði hins kommún- iska ofstækis. Einangraðir á Alþingi Á ALÞINGI eru kommúnistar nú gersamlega einangraðir. Þeir eiga engan fulltrúa í nefndum þing- deildanna. Við þá vill heldur enginn eiga samvinnu, nema hin- jr svokölluðu „Þjóðvarnarmenn", sem ekkert vita hvert þeir stefna eða hvað þeir vilja. Kommúnistaflokkurinn á ís- landi er þannig orðinn algerlega áhrifalaus í íslenzkum stjórnmál- um. Hann hefur dagað uppi í ofsatrú sinni á erlenda kúgunar- stjórn. í „Æskulýðsfylkingu“ hans fækkar stöðugt. Þrátt fyrir ódýrar boðsferðir til Búkarest hefur unga fólkið engan áhuga fyrir sálufélagi við hinn fjar- stýrða flokk. Eina lífsmarkiff meff flokkn- um er nú blað hans, sem að mestu er gefiff út og kostað af Rússum. En> svo f jarlægur er málflutningur þess íslenzku fólki að útgefendur þess verða að gefa það í þúsundum ein- taka. Þetta er heldur dapurleg mynd af ástandinu á hjáleigu Moskvu- stjórnar á Islandi. En það er rök- rétt afleiðing af vaxandi skiln- ingi íslendinga á hlutverki komm únista í landi þeirra. Jósep Björnsson á Svarfhóli ! Á MORGUN, 12. þ. m., verður' héraðshöfðinginn Jósep Björns- ^ son á Svarfhóli 75 ára að aldri.! Hann er fæddur 12. október 1878.1 Foreldrar hans voru þau Björn | Ásmundsson, bóndi á Svarfhóli, og kona hans, Þuríður Jónsdóttir.1 Jósep tók við fcúsforráðum á Svarfhóli 1913 og giftist árið 1923 Jóhönnu Salvöru Magnúsdóttur frá Svefneyjum á Breiðafirði. — Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en eina fósturdóttur ólu þau upp. Jósep sat í hreppsnefnd Stafholtstungnahrepps í 33 ár og oddviti var hann í 24 ár. Hann var einn af aðalhvatamönnum Hví*árbakkaskólans og í skóla- nefna hans árum saman. að deila við hann þar, því að ■ maðurinn er rökvís og hefur víða ; skyggnzt um í völundarhúsi • stjórnmálanna. ; Þó að heilsu Jóseps hafi heldur • hrakað síðustu árin, má þó segja, ; að hann eldist vel og skemmti- ; lega. Hefur hann heigzt til meiri I og meiri mildi á því tímabili, sem ; venjulega er nefnt „elli“, og er *, því í raun og veru alltaf að yngj- ast, því að harðlyndi allt er andleg kölkun. Og alltaf er Jósep einnig að safna í sarp hugsunar sinnar og skilnings. — Hann er enn þá vaxandi maður, og hvað er í raun og veru hægt að segja betra um mann á hans aldri? Ég vil að lokum óska þessum aldna héraðshöfðingja og heim- spekingi í bændastétt allra heilla á þessu merkisafmæli hans og þakka honum fyrir ánægjulega viðkynningu og viðskipti, sem engan skugga hefur borið á um margra ára skeið. Gretar Fells. Bandaríkjamenn ánægffír WASHINGTON, 9. okt. — Banda ríkjastjórn hefur látið í ljósi ánægju yfir ráðstöfunum brezku stjórnarinnar í Guina. —NTB. Jósep Björnsson hefur alla jafna búið rausnarbúi á Svarf- hóli og mun hafa verið með efn- uðustu bændum Borgarfjarðar. Fyrir fjórum árum hætti hann búskap og er nú seztur í „helgan stein“, eins og komizt er að orði. Ekki situr hann þó auðum hönd- um, því að mörgu er að sinna á stórri bújörð og ennþá mun hinn snyrtilega búhöldur kunna því betur, að ekki sé allt í óreiðu á býli sínu. — Jósep var alltaf mjög gestrisinn og góður heim að sækja, og ekki hefur sá mann- kostur minnkað með aldrinum. Fer orð af því, að Jósep sitji næstum því fyrir mönnum til þess að bjóða þeim til sín og leiða þá að nægtaborði íslenzkr- ar gestrisni. Sá, er þetta ritar, mun lengi minnast ánægjulegra stunda á heimili Jóseps og rausn- arlegra veitinga. En þó að Jósep kynni vel að búa, hefur hann þó alltaf verið meira en bóndi. Hann hefur átt sér ýmiss áhugamál, sem tekið hafa hug hans og lyft honum frá búmannsraunum og brauð- striti. í prentun mu nú vera bók frá hans hendi, þar sem hann reku rendurminningar sínar, og sennilega mun hann láta þar í ljós eitthvað af lífsskoðunum sínum. Mun marga fýsa að eignast þá bók, þegar hún kemur á mark- aðinn. Jósep Björnsson er um ma?gt merkilegur maður og sérkenni- legur. Hann er andlega sinnaður, en frjólslyndur og aðhyllist kenn- ingar Guðspekinnar, því að þær fullnægja bezt hinni ríku skiln- ingsþörf hans. Er hann maður íhugull, í raun og veru heim- spekingur að eðlisfari, hugkvæm- ur og frumlegur. Þeir, sem þekkja hann vel og eru að einhverju leyti á sömu eða svipuðum andlegum „bylgjulengdnum“, munu minn- ast margra ánægjulegra samveru stunda með honum, þegar hann lét skilningsljós sitt skína yfir umræðuefnin. Kryfur hann jafn- an hvert mál til mergjar og leit- ar að kjarna þess, — ! í stjórnmálum er Jósep og hef- ur alltaf verið geymistefnumaður („konservativ"), en víðsýnn þó og sanngjarn. Hefur hann mynd- að sér sínar eigin skoðanir á því sviði, og er ekki heiglum hent Fjölbreyll hefli af Helpfelfi kontið út ( f TILEFNI af afmæli dr. Páls ísólfssonar kemur tímaritið Helgafell út á morgun. —- Fyrri hluti ritsins, en það er 3. hefti þessa árgangs, er tileinkað Páli. — Fyrst er löng ritgerð um Pál ísólfsson eftir Jón Þórarinsson. Þá er ritgerð eftir próf. Alex- ander Jóhannesson Háskóla- rektor, sem hann nefnir Ljóð og lag. Afmæliskveðju sendir Jónas Þorbergsson fyrrum útvarpsstj. og ljóð eftir Andrés Björnsson, sem hann kallar Að lifa. Þá er lag fyrir píanó, sem dr. Páll nefnir tileinkun. í ritinu eru ennfremur þessar greinar: Enn viljóst sveinar eftir séra Eirík J. Eiríksson. Ritgerðir um Stephan G. Stephansson eft- ir Þorkel Jóhannesson próf. og Kristján Albertson sendifulltrúa, ennfremur er í Helgafelli ritgerð- ir eftir Lárus Sigurbjörnsson: Bæjarleikhús, og eftir Björn Th. Björnsson: Hvað um Skálholt? Þá eru birt tvö bréf, annað um styttu Stephans G. í Skagafirði, en hitt um starfsemi góðtempl- arareglunnar. í Bókmenntadálki eru 2 ritgerðir, önnur um V. S. Vilhjálmsson og hin sem heitir: Löng er leiðin frá Benedikt á Auðnum til Benna í leyniþjón- ustunni. í kaflanum Á fornum vegi eru eftirtaldar greinar, all- ar skreyttar myndum karikatúr- um: Verk gjalda höfunda sinna. Reimleikum aflétt. — Kvartett Björns Ólafssonar. Heimsókn er- lendra listamanna. La Traviata. Bachkynning í útvarpinu. Víð- frægt ballettfólk í Þjóðleikhús- inu. Stjörnurnar úr austri. Pal- acco Medici eignast afkvæmi í ! Flóanum. Hljómleikar í septem- ber. Sovét listamenn á vegum MÍR. Gúmmímálning flæðir yfir landið. Óþrifnaður á opinberum stöðum „Ég einn“. Fold og sjó- inn tóku dans. Saga góðtemplara reglunnar. Æd®ssasa&r íorsæiis- rá&herres BONN, 9. okt. — Vestur-þýzka • þingið endurkaus í dag hinn sigursæla öldung Konrad Adenauer forsætisráð- herra nýrrar stjórnar. — Hlaut hann 304 atkvæði, en andvígir honum voru 148 þingmcnn. Adenauer varð fyrsti forsætis- ráðherra vestur-þýzku stjórnar- innar i september 1949 og hefur verið það síðan. — Reuter. Fegrunarfélag Reykjavíkur: Habarettsýninef ogr dans í Sjálfstæðishúsinu í kvöld k! 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2. — Sími 2339. — Borð tekin frá um leið og aðgöngumiðar eru afhentir. HAFNARFJÖRÐUR HL JÓMLEIKAR í Bæiarbíói í kvöld kl. 11,15. Guðný Jensdóttir Islenzk söngkona, sem kemur fram í fyrsta sinn hérlendis. Justo Barreto Ameríski Boogie Woogie-píanóleikarinn. Haukur Morthens syngur með tríói Evbórs Þorlákssonar Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar Aðgöngumiðasala hefst í dag í Bæiarbíó. Kvenfélag Háteigssóknar Kcsf iisala í Sjálfstæðishúsinu í dag. síðdegis, til ágóða fyrir kirkjubyggingu safnaðarins. Hefst kl. 2,30. FUNDUR Slysavarnadeildin Hraunprýði, Hafnarfirði, heldur fund n.k. þriðjudag 13. okt. kl. 8,30 e. h. í Sjálfstæðishúsinu. Sagt verður frá sumarstarfinu. Sýndar kvikmyndir • frá síðasta sjómannadegi. Sameiginleg kaffidrykkja. ;., Mætið vel og stundvíslega á fyrsta fundinn. ; , ■ ' r,‘ STJÓRNIN VerkakvefMttafél. FramsÖkn heldur f u n d mánudaginn 12. þ. m. kl. 8,30 í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: 1. Félagsmál. 2. Rætt um vetrarstarfið. 3. Sýnd kvikmyndin „Dagrenning", sem sýnir fyrsta verkfall er konur háðu í Noregi. Fjölmennið! Mæti-5 stundvíslega. STJÓRNIN S t ó r t nefzlanarfyrirtæki vantar gjaldkera. Æskilegt, að hann hafi einhverja bókhaldsþekkingu. Tilboð, ásamt meðmælum ,ef til eru, sendist Mbl. merkt: „Góð staða —546“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.