Morgunblaðið - 10.12.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1953, Blaðsíða 2
2 Fimmtudágur 10. des. 1953 j N efndark05n.in.gar Framh. af bls. 1. J>eir 5 menn er voru á lista lýð- ræðisflokkanna. Þeir eru: Jón Asbjörnsson, hæstar.dóm., Einar B. Guðmundsson, hrl., Sigtryggur Klemensson, skrif- stofustjóri, Vilhjálmur Jónsson, lögfr , Vilmundur Jónsson landlæknir Jafnmargir varamenn voru kjörnir. Kom aðeins einn listi fram, listi lýðræðisflokkanna. Varamenn voru því réttkjörnir: Björgvin Sigurðsson, Gunnar Möller, Hannes Guðmundsson, lögfr., Benedikt Sigurjónsson og Einar Arnalds. Listi kommúnista fékk 7 atkv. Auðir voru 4 seðlar, þeir sömu og fyrr. FISKIMÁLASJÓÐLR í stjórn fiskimálasjóðs hlutu kosningu þeir 5 menn er voru á lista lýðræðisflokkanna, þeir: Sverrir Júlíusson, útgm., Davíð Ólafsson, fiskim.stj., Lúðvík Kristjánsson, Sigurvin Einarsson, framkv.stj. Jón A. Pétursson, framkv.stj. Hlaut listi iýðræðisflokkanna 40 atkv. Listi kommúnista hlaut 7 atkv. Auðir voru 4 seðlar, þeir áömu og fyrr. Aðeins l listi kom fram er kjósa átti jafnmarga varamenn. Var það listi lýðræðisflokkanna. Voru varamenn því réttkjörnir. Þeir eru: Jakob Hafstein, framkv.stj., Sigurður Egilsson, framkv.stj., Hallgrímur Oddsson, ‘ Jón Sigurðsson, útgm., Sigfús Bjarnason. VERÐLAUNANEFND GJAFAR JÓNS SIGURÐSSONAR Næst átti að fara fram kosn- ing í verðlaunanefnd gjafar Jóns Sigurðssonar. Kom aðeins fram einn listi,. listi lýðræðisflokkanna og voru þeir þrír menn er á þeim lista voru réttkjörnir án atkvæðagreiðslu. Nefndina skipa því Matthías Þórðarson, fyrv. fornm.v., Þorkell Jóhannesson, próf., Þórður Eyjólfsson hæstar.dóm., STJÓRN BYGGINGARSJÓÐS í stjórn byggingarsjóðs voru kjörnir allir mennirnir er voru á lista lýðræðisflokkanna, fimm talsins. Þeir eru: Jón G. Maríasson, bankastjóri, Sveinbjörn Hannesson verkam. Eysteinn Jónsson, ráðherra, Björn Guðmundsson skrifst.stj. Stefán Jóh. Stefánsson forstj. Listi lýðræðisflokkanna hlaut 40 atkv. Listi kommúnista hlaut 7 atkv. Auðir voru seðlar sömu xnanna og áður. Einn listi kom fram er kjóst átti endurskoðendur byggingar- sjóðs. Var það listi lýðræðisflokk anna. Réttkjörnir endurskoðend- ur voru því Björn Björnsson hagfr. og Gísli Guðmundsson, alþm. ÓTVARPSRÁÐ Tveir listar komu fram við kosningu til útvarpsráðs. A-listi listi lýðræðisflokkanna hlaut 40 atkvæði og fjóra menn kjörna, þá Magnús Jónsson, dr. theol., Sigurð Bjarnason, ritstjóra, Þórarinn Þórarinnsson, ritstj., Rannveigu Þorsteinsdóttir,, I fyrv. alþm. ! Listi kommúnista hlaut 9 atkv. því „Þjóðvarnarmenn" komu þeim nú til hjálpar. Hlutu komm- , únistar því einn mann kjörinn, Björn Th. Björnsson. — Auðir seðlar voru nú 2 (Gylfi og Hanni- I bal). ) Tveir listar komu fram er kjósa átti varamenn í útvarpsráð. Af, A-lista, lista lýðræðisflokkanna voru kjörnir: Magnús Jónsson alþm. frá Mel, Kristján Gunnars- j son, yfirkennari, Andrés Kristj-j ánsson blaðamaður, Hannes Jóns son félagsfr. — Aí lista komm- únista var kjörinn Sverrir Kristj- ánsson, sagnfr. TRYGGINGARRÁÐ í Tryggingarráð hlutu kosn- ingu 5 menn af A-lista, lista lýð- ræðisflokkanna, þeir: Gunnar Möller, hrl., Kjartcin J. Jóhannsson, alþm., Helgi Jónasson, alþm., Bjarni Bjarnason, skólastjóri, Kjartan Ólafsson. Aðeins 1 listi kom fram er kjörnir voru varamenn og voru réttkjörnir án atkvæðagreiðslu allir menn af lista lýðræðisflokk- anna þeii: Þorvaldur G. Kristjáns son, Ágúst Bjarnason, Jóhann Elíasson, Eiríkur Pálsson og Stefán Jóh. Stefánsson. Listi kommúnista hlaut 7 atkv. Auðir voru 4 seðlar. RAFORKURAÐ I Raforkuráð voru kjörnir all- ir mennirnir á lista lýðræðis- flokkanna, þeir: Ingólfur Jónsson, ráðherra, ( Magnús Jónsson, alþm., j Daníel Ágústínusson, ' Skúli Guðmundsson, alþm,, Axel Kristjánsson. ! Listinn hlaut 40 atkvæði Listi j kommúnista 7 atkv., auðir seðlar voru 4. I STJORN LANDSHAFNAR KEFLAVÍKUR I stjórn landshafnar í Kefla- víkur- og Njarðvíkurhreppum voru kjörnir allir mennirnir af lista lýðræðisflokkanna, þeir: Alfreð Gíslason, bæjarfógeti, Danival Danivalsson, Þórhallur Vilhjálmsson. Listinn hlaut 39 atkvæði. Listi kommúnista 7, fjórir voru auðir. Aðeins 1 listi kom fram er kjósa átti endurskoðendur reikn- inga hafnarinnar, listi lýðræðis- ! flokkanna. Voru því réttkjörnir I án atkvæðagreiðslu þeir Guð- mundur Guðmundsson og Valtýr Guðjónsson. LANDSBANKANEFND í Landsbankanefnd hlutu kosn ingu þeir 5 menn er stungið var upp á á A-lista, lista lýðræðis- flokkanna. Þeir voru: Sigurður Kristjánsson fyrv. alþm., Hallgrímur Benediktsson stórkaupm., Skúli Guðmundsson, alþm, Þórður Björnsson, fulltrúi, Eggert G. Þorsteinsson, alþm., Varamenn voru réttkjörnir af lista lýðræðisflokkanna, þar sem enginn annar listi kom fram þeir: Jón Pálmason, alþm., Sigurður Bjarnason, alþm., Einar Jónsson, Guðm. Kr. Guðmundsson og Jón Sigurðsson. Listi kommúnista með aðal- mönnum hlaut aðeins 7 atkvæði. Fjórir seðlar voru auðir. Skáldsagan Anna Jónlan í íslenzkri þýðingu NÝLEGA er komin út í íslenzkri þýðingu skáldsagan Anna Jórdan eftir Mary Brinkerpost. Sagan gerist á vesturströnd Bandaríkjanna um aldamótin síðustu í borginni Seattle. Segir þar frá uppvaxtar árum Önnu Jórdan og er fléttað inn í sögu hennar ýmsum sannsögulegum atburðum frá þessum tímum. Nóvemberútgáfan gefur bók- ina út. En útgáfan hefur fram- vegis í hyggju að gefa út eina bók árlega sem komi út í nóvem- ber ár hvert, segir í eftirmála bókarinnar. Bókina þýddi Indriði G. Þorsteinsson blaðamaður og er frágangur bókarinnar allur hinn bezti. MORGVNBLAÐID AÐALRÆÐISMAÐUR íslands í Barceloná, Ole Lökvik, er sextug ur í dag. Hann er fæddur í Kristianssund, N., í Noregi, en fluttist rösklega tvítugur til Spánar. Um skeið var hann starfsmaður norska utanríkis- ráðuneytisins, vann um hrið í sendiráðinu í Madrid og var sett- ur ræðismaður í Barcelona 1918 og 1919, áður en hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki árið 1920. Hann varð snemma umboðs- maður fyrir íslenzka saltfiskút- flytjendur og umboðsmaður Sölu sambands íslenzkra fiskframleið- enda, þegar það var stofnað. Áð- ur en borgarastyrjöldin skall á á Spáni sumarið 1936, höfðu fs- lendingar unnið sér slíka aðstöðu þar, að helmingurinn af öllum saltfiski, sem etinn var í landinu, kom frá íslandi. Ole Lökvik átti sinn fulla skerf í því, að svo vel varð ágengt. Árið 1950 var Ole Lökvik skip- aður aðalræðismaður íslands í Barcelona. Við höfum síðan átt margt saman að sælda, m. a. oft verið saman í Madrid við samn- ingaumleitanir. Hefur þekking hans á spönskum staðháttum komið íslandi að góðu gagni, bæði við samningagerðir við stjórnarvöldin og í viðleitninni að auka viðskipti íslands og Spánar. Þakka ég honum ekki sízt, hve vel þeim málum er nú komið, þrátt fyrir alla þá örðug- leika, sem við er að etja. Ole Lökvik er hinn kempuleg- asti maður að vallarsýn, hár og Ijós yfirlitum, en tekinn að grána í vöngum. Þéttur á velli og þétt- ur í lund, úrræðagóður og úr- ræðaskjótur. Á yngri árum var hann kappakstramaður, en hefur nú hætt þeirri íþrótt. Veiðimað- ur er hann ágætur, og er ein- hver bezta skemmtun hans að koma til laxveiða á íslandi á sumrin. Oft rær hann einnig til fiskjar frá Tamariu, litlu fiski- þorpi á Costa Brava, röskum 100 km fyrir norðan Barcelona, en þar hefur hann lengi átt sumar- bústað og skreppur þangað sér til hressingar, þegar annríki leyf- ir. Kona Ole Lökviks er frá Texas í Bandaríkjunum, og er hún sam- valin manni sínum. Margir ís- lendingar munu minnast gest- risni þeirra frá Barcelona og Tamariu, því að bæði eru þau höfðingjar heim að sækja. Ole Lökvik hefur margsinnis komið til íslands, og nú síðast sumarið 1951 og 1953. Frú Phyllis var með manni sínum í þessi tvö skipti, og fóru þau víða um landið. Forseti fslands sæmdi Ole Lökvik stórriddarakrossi Fálka- orðunnar á þessu ári. Pétur Bencdiktsson. Komast ekki úr höfn LUNDÚNUM,'9. des.: — Allmörg stórskip sem liggja í Southamp- tonhöfn eru kyrrsett þar um hríð vegna víðtæks verkfalls hafnarverkamanna. — Meðal þeirra er stórskipið United States — Reuter. „Þótf þú langförull legðir..." ! „ÍSLAND hefir til þessa staðið í fremsta f lokki um réttindamál og önnur mál frelsis og mannúðar og mun yfirleitt nú standa mörg- um þjóðum framar í þessum efn- um“, segir Jón Leifs m. a. í grein er hann skrifar í tilefni þess, að í dag er mannréttindadagur Sam- einuðu þjóðanna. „Má það því furðulegt heita að svo mikil menningarþjóð sem íslendingar skuli enn vera svo mjög aftur úr í mcðferð höfundaréttar“. Þá minnist hann þess, að Sam- einuðu þjóðirnar og menningar- stofnun þeirra UNESCO, hafi beitt sér fyrir endurbótum og við aukum á alþjóðlegum höfunda- réttarsamtökum, til þess að allar þjóðir heims geti staðið saman um frumskilyrði á vernd höfund- arréttar, en Alþingi íslendinga hafi einmitt nýlega samþykkt að ísland skuli gerast aðili að slík- um viðauka við Bernarsamþykkt ina. í dag er mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuðu þjóðanna minnst víða um lönd. Þar stend- ur m. a.: „Hver maður á rétt á atvinnu að frjálsu vali, á réttlátum og hagkvæmum vinnuskilyrðum Ailir menn, sem vinnu stunda, skulu bera úr býtum réttlátt og hagsætt endurgjald, er tryggi þeim og fjölskyldum þeirra mannsæmandi lífskjör. Þeim ber og önnur félagsleg vernd, ef þörf krefur. Hver maður skal njóta lög- verndar þeirra hagsmuna, í and- legum og efnalegum skilningi, er leiðir af vísindaverki, ritverki eða listaverki, sem hann er höf- undur að, hverju nafni sem nefnist.“ Þess skal getið, að í dag send- ir Stef frá sér þriðju ársúthlutun til íslenzkra höfunda og rétthafa. Kvenfélag Háleigs- sóknar gefur úl jólakort LJÚFT er mér að vekja athygli á jólakortum, sem Kvenfélag Há- teigssóknar hefir gefið út og seld eru til fjáröflunar fyrirhug- aðri kirkju safnaðarins. Kortin eru vönduð og smekkleg með mynd, sem Halldór Pétursson listmálari hefir gert. Þeim, sem styrkja vilja gott málefni vildi ég benda á þessi jólakort. Einkum mælist ég til þess við safnaðarmenn, að þeir kaupi þessi kort og styrki þannig sameiginlegt áhugamál. Kvenfélag Háteigssóknar á sér ekki langa sögu. Það var stofnað í febrúar þ. á. og er því enn ekki ársgamalt. En á þessum stutta tíma hefir það verið mjög at- hafnasamt. Hafa kvenfélagskon- ur starfað af áhuga, dugnaði og fórnfýsi og staðið einhuga að þeim verkefnum, sem unnið hefir verið að. Jafnframt því, sem þess er getið vil ég einnig þakka þeim, sem af rausn og myndar- skap hafa stutt þær í starfi. Nýlega ákvað Kvenfélagið að verja nokkru fé, til að prýða há- tíðasal Sjómannaskólans, þar sem ákveðið er, að hið kirkjulega starf safnaðarins fari fram á næstunni. Um leið og ég þakka kvenfé- laginu áhuga og prýðilegt starf að undar.förnu, endurtek ég til- mæli mín um kaup á jólakortum félagsins. Kortin eru til sölu í ýmsum bóka- og ritfangaverzlunum bæj- arins og í verzlunum í presta- kallinu. Þau fást ennfremur hjá frú Halldóru Sigfúsdóttur, Flóka götu 27 og frú Laufeyju Eiríks- dóttur, Barmahlíð 9. Jón Þorvar'ðsson. í MBL. 9. þ. mán. er rakinn af- reksferill nokkurra ágætismanna íslenzkra, sem nú eru búsettir I Danmörku. Þar hallar sjállfsagt hvergi réttu máli, svo langt, sem skrifið nær. En þó fannst mér undarlegt, að í slíkri yfirlitsgrein skyldi hvergi getið þess íslendings, serrs meðal kunnáttumanna, er vafa- laust þekktastur allra íslendinga, sem nú búa í Danmörku, en acS vísu er sá hópur ekki ýkja stór, sem vísindin kann. Það er Lárus Einarsson pró- fessor í læknavísindum í Árós- um, sonur frú Ástu og Magnúsan heitins dýralæknis. Hann hefur vissulega unnið hvert afrekið öðru meira í sinní vísindagrein, en unnið í kyrrþey, Eigi að síður kunnu Danir bet- ur að meta hann, en við íslend-* ingar bárum gæfu til, á sínurrt tíma. Tómas Jónsson. Sverrir Hermaims- soíi stud, oecon. kosirui form. \ ökii AÐALFUNDUR VÖKU, félags lýðræðissinnaðra stúdenta var haldinn sl. þriðjudag. Fráfarandi form. félagsins, Magnús Óskars- son stúd. jur. gaf skýrslu um störf félagsins á s.l. ári. Hefur starfsemi félagsins verið . með miklum blóma og fjölþætt. | Kosin var ný stjórn í félarinu og skipa hana eftirtaldir stúd- entar: Sverrir Hermannrron, stud. oecon., ísafirði, form., og aðrir í stjórn þeir Matlhías Mathiesen stud. jur., Hafnarf irði, Björn Þórhallsson, stud. oecon., Kópaskeri, Már Egilsson, stud. med., Reykjavík og Sigmður Helgason, stud. oecon., Reykja- vík. — Til vara voru kosnir: Þor valdur Lú,ðvíksson, stud. jur., 1 Selfossi og Þórir Einarsson, stud. oecon., Reykjavík. I Formaður ritnefndar var kjör- inn Emil Als stud. med, Reykja- vík. — í fráfarandi stjórn áttu sæti auk Magnúsar Óskarssonar stud. jur., Halldór Þ. Jónsson stud. jur., ritari, Þorvaldur Ari Arason stud. jur. gjaldkeri, Þórð- ur H. Jónsson stud. med og Guðjón Valgeirsson stud. jur., meðstjórnendur. Afmælisfundur Hraunprýðis í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI — í fyrrakvöld minntist slysavarnadeildin Ilraun prýði 23ja ára afmælis síns með skemmtifundi í Sjálfstæðishús- inu. — Skemmtunin hófst kl. 20.30 og var fjölsótt. Gestir deildarinnar voru r.okkr ar konur úr slysavarnadeildinni úr Rvík, m. a. Guðrún Jónasson og Sigríður Vigfúsdóttir frá kvennadeildinni á ísafirði. Þær héldu báðar ræðu. Aðrar konur sem töluðu, var Sigríður Sæ- land, sem var fyrsti formaður deildarinnar, og núverandi for- maður, Rannveig Vigfúsdóttii. —- Þá skemmtu með söng hjónin Ólafur Beinteinsson og frú. Einn- ig las Jóhanna Hjaltalín kvæði. Var skemmtikröftunum vel fagn að. — Loks var dansað til kl, 1 e.m. Mikill áhugi er ríkjandi i slysavarnadeildinni Hraunprýði. Hafa konurnar lagt sig mjög fram í að efla og styrkja félagsskap- inn sem bezt. — G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.