Morgunblaðið - 31.12.1953, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 31. des. 1953
MORGUNBLAÐIÐ
9
Óla/ur Thors:
A R A M 0 T
ÁRAMÓTAHUGLEIÐING-
AR stjórnmálamanna eru
orðnar meinlega langar.
Ég ætla að freista þess að
bæta úr þessu að mínu leyti,.
en verð þá að láta nægja að
rekja stjórnmálaannál ársins.
★
Eins og menn rekur minni
til logaði hér allt í kaupdeil-
um og verkföllum fyrir síð-
ustu áramót og allt þar til
þeim var til lykta ráðið fyrir
Etbeina ríkisstjórnarinnar
skömmu fyrir jólin 1952. Var
sætt sú, er þá var gerð, dýru
verði keypt, og miklu við-
sjárverðari en menn enn hafa
gert sér grein fyrir þó ef til
yill megi með sanni segja, að
ekki hafi þá annarra betri
kosta verið völ.
Þegar Alþingi tók til starfa
eftir áramótin var að því
undið að ganga frá afgreiðslu
fjárlaga, en sáttagerðin lagði
um 20 millj. kr. nýjar kvaðir
á ríkissjóð. Voru ýmsir ugg-
andi um, að sú hækkun
myndi valda greiðsluhalla á
fjárlögum. Úr þessu hefir nú
ræzt vonum fremur, enda
góðæri til lands og sjávar.
Veit ég þó enn ekki hvort
um teljandi greiðsluafgang
verður að ræða þegar frá eru
taldir tollar af ínnflutningi
véla til stórvirkjananna og
áburðarverksmiðjunnar. En á
slíkum sérstæðum tekjustofn-
um er ekki fært að byggja út-
gjöld fjárlaganna, enda ýms-
ar eyður að fylla með því
fé.
Alþingi lauk 6. febrúar og
hafði þá afgreitt ýms þörf
mál.
★
Kosningar voru nú fram-
undan. Bar og málflutningur
á vorþinginu þess nokkurn
vott. Og nú fóru menn að víg-
búast. Verður að viðurkenna
að þess kenndi innan vébanda
ríkisstjórnarinnar. Þó ekki
svo að samstarfið rofnaði
vegna misklíðar eða úlfúðar,
heldur voru menn nú úr hófi
önnum kafnir við undirbún-
ing kosninganna. Stjórnar-
fundir urðu því miklu færri
en venja er til og æskilegt
var. Veigruðu menn sér einn-
ig meir en áður við að taka
á sig óþægindi og örðugleika
ábyrgðarinnar af öðrum mál-
um en þeim, sem beint heyrðu
undir hvern og einn og töldu
rétt að margt biði hinna nýju
valdhafa. Kom það sér eink-
um illa um utanríkismálin,
þar sem beint var um það
samið að engu mætti ráða til
lykta nema með samráði
allra.
★
í byrjun maímánaðar efndu
Sjálf'stæðismenn til lands-
fundar hér í Reykjavík. Var
hann fjölsóttarí og svipmeiri
um. Þeir vita ekki að yfir
stundarágreining rís hin æv-
arandi og stóra hugsjón Sjálf-
stæðismanna: Trúin á sem
víðtækast athafnafrelsi, fram-
farahugur og þráin til að
verða þjóðinni að liði.
Vonbrigðin urðu þá líka
hlutskipti þessara manna.
Eikin riðaði ekki til falls,
hvað þá að hún félli. Hún
teygði krónuna hærra og
breiddi lim sitt víðar en
nokkru sinni fyrr. Sjálfstæð-
isflokkurinn beið ekki þann
ósigur, sem andstæðingar
hans höfðu vonað, heldur
sigraði hann. Sá sigur er, þeg-
ar á allt er litið hinn stærsti
sem Sjálfstæðisílokkurinn
nokkru sinni heí’ir unnið og
stendur flokkurinn nú öflugri
en áður. Um þennan sigur
vitnar margt, en þetta þó
mest:
1. Hver einasti hinna fyrri
kjördæmakosnu þing-
manna ílokksins hélt velli
og náði kosningu.
2. Flokkurinn vann 4 ný kjör-
dæmi.
3. Allmargir aðrir frambjóð-
endur flokksins voru alveg
á hælum þeirra, sem kosn-
ingu náðu.
Ólafur Thors forsætisráðherra.
en nokkru sinni fyrr. Fjallaði
fundurinn um öll helztu þjóð-
málin, gerði um þau sam-
þykktir, gaf út ávarp til þjóð-
arinna og markaði þar með
kosningastefnu Sjálfstæðis-
flokksins, og lagði starfs-
grundvöll þingflokksins á
þessu kjörtímabili.
Að sjálfsögðu höfðu fram-
bjóðendur flokksins þessi
mál á oddinum í kosninga-
baráttunni. Fyrsti áfanginn á
framfarabarutinni var sá að
auka athafnafrelsi borgar-
anna og að hrinda í fram-
kvæmd ýmsu því helzta, er
þjóðina vanhagaði um. Eru
þar í fremstu röð þau mál,
sem eru eru komin áleiðis
með málefnasamningi núver-
andi ríkisstjórnar, og þá
einkum raforkumálin, bygg-
ingarmálin, aukið verzlunar-
og athafnafrelsi og skatta-
lækkun.
Önnur sitja að sjálfsögðu á
hakanum, því hvortttveggja
er að ekki verður. allt gert
í einu, sem hitt, að ekki ræð-
ur Sjálfstæðisflokkurinn einn
þegar ríkisstjórnin styðst við
tvo flokka.
Mikill hiti varð í kosning-
unum og sætir ekki tíðind-
um. Hins kann að yerða
minnzt með hverjuin hætti
nýr þingflokkur náði tveim
þingsætUm. Flokkur þessi
valdi sér heitið „Þjóðvarnar-
flokkur.“ Helzta stefnumál
hans var, að ísland skyldi ó-
varið. Með því samfylkti
hann hugsanlegum árásarað-
ila, sem auðvitað kýs að ís-
land sé tiltækt sem óvarin
bráð, ef til heimsátaka skyldi
koma. En aðal kosningavopn-
ið var þó réttmæt árás á
kommúnista fyrir þessa sömu
þjónkan við erlenda heims-
veldissteínu.
Um aðra andstæðinga skal
ekki íjölyrt, en aðeins á það
bent að Alþýðuflokkurinn
segist sérstaklega ánægður
með kosningaúrslitin. Hann
fékk einn þingmann kjör-
dæmakosinn.
Varðandi Sjálfstæðisflokk-
inn er þetta að segja.
Það er án efa ekki ofmælt,
að margir af andsfæðingum
Sjálfstæðisflokksins litu von-
glöðum augum fram á veg-
inn fyrir síðustu kosningar.
Þeir töldu að níðhöggur nag-
aði nú ræturnar, nú hefði
Sjálfstæðisflokkurinn lifað
sitt fegursta, nú væri því hin
stóra örlagaríka gleðistund
upp runnin. Nú skyldi hin
mikla eik að velli lögð.
Án efa voru þessar vonir
mest tengdar við það, að sú
misklíð, sem risið hafði út af
íorsetakosningunum myndi
seint gróa, og alla vegana
endast flokknum til ófarnaðar
við koshingarnar.
En þessir menn þekkja ekki
andann í Sjálfstæðisflokkn-
Að vonum fögnuðu Sjálf-
stæðismenn þessum sigri.
En nú var eftir að ákveða
hvernig hann yrði bezt hag-
nýttur.
Margir ágætir flokksmenn,
og þá einkum þeir, sem lang-
leiðastir eru á þeim afslætti
frá stefnumálunum, sem óhjá-
kvæmilega fylgir samsteypu-
stjórnum, kröfðust nýrra
kosninga. Þeir sögðu sem var,
að nú hefði þjóðin í fyrsta
skipti viðurkennt sannleikann
í boðskap Sjálfstæðismanna
um nauðsyn meirihlutavalda
á íslandi. Yrði sigrinum fylgt
eftir myndi Sjálfstæðisflokk-
urinn nú fá þetta vald.
Aðrir töldu, að án undan-
genginna mikilla átaka, sem
þjóðinni yrðu dýr, myndi
Sjálfstæðisflokkurinn, sem nú
hafði unnið 4 ný kjördæmi,
ekki fá bætt við sig þegar í
stað 6 til viðbótar. En þess
þurfti með til þess að flokk-
urinn hefði hreinan þing-
meirihluta. Þessir menn, en
meðal þeirra voru allir þing-
menn flokksins, töldu því rétt
að nota hið aukna vald til
þess að ná sem hagkvæm-
ustum samningum við Fram-
sóknarflokkinn, og var að því
ráði horfið.
Sjálfstæðismenn töldu Al-
þýðuflokkinn ekki samstarfs-
hæfan fyrr en hann hefði lýst
yt'ir fráhvarfi frá fyrri villu-
trú á höft og bönn, enda hafði
flokkurinn barizt hatramlega
gegn stefnu tveggja fyrrver-
andi ríkisstjórna, en Sjálf-
stæðisflokkurinn var einráð-
inn í því að henni skyldi
fylgt áfram.
Samningaumleitanir dróg'-
ust lengur en góðu hóíi
gengdi. Liggja til þess ýms
rök og m. a. þau, að Fram-
sóknarmenn urðu fyrir nokkr
um vonbrigðum af kosninga-
úrslitunum. Af þessu leiddi,
að stjórninni vannzt skemmri
tími til undirbúnings mála
áður Alþingi kæmi saman.
Samningum lauk sem
kunnugt er snemma í septem-
ber og tók hin nýja sam-
steypustjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknar-
flokksins við völdum hinn 11.
þess mánaðar.
Vegna úrslita kosninganna
þótti rétt, að Sjálfstæðismenn
hefðu forystu í stjórninni.
Voru þó margir hikandi að
sleppa utanríkismálunum og
treystu engum til jafns við
Bjarna -Benediktsson ráð-
herra að fara með þau vanda-
mál, en sjálfsagt var talið að
skipta forsætinu og utanríkis-
málunum milli flokkanna.
Rek ég þá sögu ekki, en segi
aðeins frá því, að við mat
Sjálfstæðisflokksins á að-
stöðunni vó það hvað
þyngst, að a. m. k. síðustu
3—4 missirin hafði Bjami
Benediktsson oft talfært það
í innsta hring Sjálfstæðis-
flokksins, að utanríkismálum
íslands gæti stafað nokkur
hætta af því, að sami flokk-
ur færi of lengi með þau. En
þessi mál höfðu sem kunnugt
er verið í höndum Sjálfstæð-
ismanna allt frá endurreisn
lýðveldisins. Gæti svo farið,
að menn réðust gegn réttu
máli eingöngu vegna þess, að
þeir teldu stefnuna með þess-
um hætti fá flokksblæ í þjóð-
armeðvitundinni. En fyrir
Bjarna Benediktssyni vaktiað
skapa hina íslenzku utanríkis-
stefnu, sem lýðræðisflokkarn-
ir gætu fylgt alveg jafnt
hver, sem með þennan mála-
flokk færi að hverju sinni.
Þótti því Sjálfstæðismönn-
um viðhlítandi að fá Fram-
sóknarmönnum yfirráð utan-
ríkismálanna og munum
við sem fyrr ljá lið okkar til
að þau fari sem bezt úr hendi.
Varðandi sjálfan kjarnann,
málefnasamning þann, sem
stjórnarflokkarnir gerðu með
sér og það, sem þegar hefir
skeð og framtíðarhorfurnar
um efnd heitanna, sem þá
voru gefin, læt ég nægja að
vísa til yfirlitsræðu þeirrar,
er ég flutti um það mál við
útvarpsumræðu frá Alþingi
hinn 14. þ. m. og þess er aðrfr
Sjálfstæðismenn um það
sögðu við þær umræður. Hafa
allar þær ræður verið prent-
aðar í víðlesnustu blöðum
landsins. Get ég enn engu við
Frh. á bls. 10.