Morgunblaðið - 07.01.1954, Síða 8
8
MORGUISBLAÐIÐ
Fimmtudagur 7. janúar 1954
WðutiMðfrifr
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík,
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Takmark Sjálfstæðismanna
í byatjingarntðlunum
FRAM til síðustu aldamóta var i
varla nokkurt íbúðarhús til á ís-
landi, sem byggt væri úr varan-
legu byggingarefni. Um aldir |
höfðu íslendingar búið í torfbæj-
um hlöðnum úr torfi og grjóti.
Sá arfur, sem 20. öldin hlaut frá
liðnum kynslóðum í byggingum
var þess vegna sára fátæklegur.
En síðan viðreisnartímabil þjóð
arinnar hófst í efnahagsmálum
hefur stöðugt verið unnið að því
að byggja híbýli úr varanlegu
byggingarefni. Þótt mikið hafi
orðið ágengt, fer því þó víðsfjarri
að allir landsmenn búi í skap-
legum og heilsusamlegum húsa-
kynnum. í flestum sveitum, sjáv-
arþorpum og kaupstöðum lands-
ins býr margt fólk enn þá í lé-
legu og heilsuspillandi húsnæði.
Er það eitt af mörgum aðkall-
andi verkefnum að bæta úr því
ástandi.
Sjálfstæðismenn hafa jafnan
haft glöggan skilning á þessari
brýnu þörf þjóðarinnar. Sér-
staklega hefur meirihluti bæj-
arstjórnar Reykjavíkur undir
þeirra forystu unnið margvíst
að umbótum á þessu sviði. —
Reykjavíkurbær varð þannig
fyrsta bæjarfélagið á íslandi,
sem hóf framkvæmd laganna
um verkamannabústaði. — Á
meðan Sjálfstæðismenn í Rvík
lögðu ár frá ári fram mikið
fé til byggingar verkamanna-
bústaða, hreyfðu Alþýðu-
flokksmenn, sem stjórnuðu
Hafnarfirði og ísafirði ekki
leg né.lið til framkvæmda á
þessu sviði. Þeir svikust meira
að segja um að leggja fram
það fé, sem lög áskildu til
bygginga verkamannabústaða.
Á Alþingi höfðu Sjálfstæðis-
menn forystu um að aukavinna
einstaklinga við byggingu eigin
íbúða var gerð skattfrjáls. Fluttu
þeir Gunnar Thoroddsen, Jóhann
Hafstein og Sigurður Bjarnason
frumvarp um þá breytingu
skattalaga á þingi árið 1948. —
Vinstri flokkarnir tóku þeirri
tillögu með þverúð og undan-
brögðum. Töldu að réttast væri
að láta allar breytingar skatta-
laga bíða eftir heildarendurskoð-
un löggjafarinnar. Ef þeir hefðu
mátt ráða, væri hið rangláta á-
kvæði um skattalagningu auka-
vinnunnar enn þá í lögum, því
eins og kunnugt er, hefur endur-
skoðun fyrrgreindrar löggjafar
ekki enn verið lokið.
En almenningur krafðist þess
að frumvarp Sjálfstæðismanna
yrði samþykkt. Þá gugnaði
„vinstri“ hersingin á þingi. Málið
gekk fram og hefur átt ríkan þátt
í stórauknum framkvæmdum til
umbóta í húsnæðismálum þús-
unda fjölskyldna í landinu.
Á síðustu árum hafa svo Sjálf-
stæðismenn beitt sér fyrir út-
vegun lánsfjár til byggingar smá
íbúða. Var á s.l. ári varið 16
millj. kr. í því skyni. Þegar ný
rikisstjórn var mynduð á s.l.
sumri höfðu Sjálfstæðismenn for
göngu um að tekið var í stjórn-
arsaminnginn fyrirheit um áfram
íialdandi stuðning við byggingu
smáíbúða og útrýmingu heilsu-
spillandi húsnæðis. Má treysta
því, að á næsta ári fái lánadeild
smáíbúða verulegt fjármagn til
útlána. Með því munu vandræði
margra fjölskyldna, sem nú búa
við ófullkomin húsakynni verða
leyst.
Takmark Sjálfstæðismanna
í byggingarmálum er, að hver
fjölskylda geti búið í eigin í-
búð, öllu heilsuspillandi hús-
næði verði útrýmt og ný og
fullkomin húsakynni leysi
gamlar kjallaraíbúðir, bragga
og skúraíbúðir af hólmi.
Hinn öri vöxtur Reykjavíkur
hefur gert framkvæmdir í hús-
næðismálunum sérstaklega að-
kallandi. Vegna hans hefur alltof
margt fólk þurft að búa um sig
í herskálum og öðru ófullnægj-
andi húsnæði. En allir sanngjarn-
ir menn skilja, að ráðamenn bæj-
arins hafa ekki haft tök á því,
að bjóða hverjum þeim, sem vilj-
að hefur flytja til Reykjavíkur
þegar inn í nýtt og fullkomið hús-
næði. Til þess hefur bæjarfélagið
ekki haft fjárhagslegt bolmagn.
Sjálfstæðismenn telja, að væn-
legast sé til umbóla í húsnæðis-
málunum að einstaklingsfram-
takið og hið opinbera, bæjarfé-
lög, og ríki, leggist á eitt um fram
kvæmdir í þessum þýðingarmiklu
málum. Einstaklingarnir leggi
fram vinnu sína og framtak, en
hið opinbera útvegi lánsfjármagn
Að framkvæmd þessarar
stefnu vinna Sjálfstæðismenn
nú af alefli, bæði á Alþingi, í
ríkisstjórn og í bæjarstjórn
Reykjavíkur. Þess meiri sem
áhrif Sjálfstæðisflokksins
verða á næstunni, þess meiri
framkvæmdir munu verða til
umbóta í húsnæðismálunum.
Þá staðreynd ætti hver ein-
asti hugsandi Reykvíkingur að
hugleiða við kjörborðið hinn
31. janúar næstkomandi, er
hann velur bæjarfélagi sínu
stjórn til næstu fjögra ára.
Vanlar
slefnuskrána!
EINN flokkur, sem biður Reyk-
víkinga um atkvæði þeirra til
þess að fá fulltrúa í bæjarstjórn
þeirra hefur enga bæjarmála-
stefnuskrá lagt fram. Hann hef-
ur til þessa látið nægja að lýsa
yfir andstöðu sinni við varnir
landsins og samvinnu íslendinga
við hinar vestrænu lýðræðis-
þjóðir. Með þá yfirlýsingu geng
ur hann til bæjarstjórnarkosn-
inga.
Síðustu daga hefur það kvisast
út að þessi flokkur, sem kennir
sig við „þjóðvarnir“, auðvitað af
því hann berst á móti öllum land-
vörnum, hafi skyndilega hafið
undirbúning að bæjarmálastefnu
skrá. Sumir innan flokksins töldu
það þó óþarft að hafa fyrir því.
Nægilegt væri að skírskota til
stefnuskrár kommúnista, ef ein-
hver væri. Úr þeirra herbúðum
væru flestir félagar í hinum nýja
flokki komnir.
Ekki er fullvíst hvað ofan á
verður í þessu máli. En enn sem
komið er vita Reykvíkingar lítið
um hinn nýja flokk annað en það,
sem að ofan greinir, og að flestir
leiðtogar hans eru fyrrverandi
hirðmenn Brynjóifs Bjarnasonar.
^ UR DAGLEGA LIFINU ]
★ VARLA er'hægt að segja, að
bókmenntagagnrýni hérlend-
is sé upp á marga fiska. Að vísu
fer heldur lítið fyrir henni mest-
an hluta árs, en skyndilega fyrir
jólin er sem stíflugarður bresti
og allt ætlar af göflunum að
ganga. Það er reyndar ekki
nema eðlilegt, þar eð mestur
hluti bóka sem hérlendis er gef-
inn út flæðir á markað dagana
fyrir jólin. — Og síðan hefst
gagnrýnin, ef gagnrýni skyldi
kallast. Flestu er hrósað meira
eða minna, hvaða bölvað rusl
sem það er, höfundar komast í
tízku og eftir það finna gagnrýn-
endur ekki eitt einasta lýti á bók-
um þeirra, — enginn þorir að
segja þeim sannleikinn.
Þá er því stundum á hinn veg
farið, að höfundar séu bókstaf-
lega lagðir í einelti af „gagnrýn-
endum“ vegna persónulegrar ó-
vildar o. þ. h.
X—□—X
Á í ÖLLÚM menningarlönd-
'>óhmennta-
^a^nri^ni ocj óuic^ar
um þykir heilbrigð bóka-
gágnrýni jafnnauðsynleg og bók-
menntirnar sjálfar. Svo mun
einnig hér. En sá er ljóðurinn á,
að í okkar litla landi kunnings-
skapar, fræiídsemi, vináttu ■— og
óvináttu ræður oft ýmislegt ann-
að mati „gagnrýnenda“ á þeim
bókum sem út koma en listgildi
þeirra og efnismeðferð. Slíkt er
algerlega óviðunandi, einkum og
sér í lagi þegar það bætist svo
ofan á, að kommúnistar hafa um
margra ára ske-ið rekið (undir
íorystu Kristins Andréssonar og
Bjarna frá Hofteigi) hinn lákúru-
iegasta flokksáróður í sinni bók-
menntagagnrýni allri. Þeir hafa
oft á tíðum metið og vegið bæk-
ur, einungis eftir því hvernig
Hæringur fer á kreik.
ÞAÐ er sannarlega engin furða
þótt Hæringi gamla væri
farin að leiðast vistin við Ægis-
garð. Þar heíur hann orðið að
bggja lon og don lengstum síðan
hann kom hingað til lands. En í
fyrrinótt sleit hann sig lausan og
seig hægt og rólega frá legustað
sínum. Var það hin mesta mildi,
að ekki skyldi hljótast stórtjón
af því ferðalagi hans. Það hefði
ekki verið notalegt að fá þetta
stóra skip þversum fyrir hafnar-
mynnið. En Hæringur er gæflynd
ur og fór sér að öllu gætilega.
Fagnað sem konungi.
EN NÚ er ekki aðeins farið að
skamma Hæring heldur og þá
menn, sem haft hafa ærna fyrir-
höfn og erfiði af honum og síldar-
leysinu síðan hann kom til lands-
ins. Mikið er mannlífið skrýtið.
Þegar Hæringur kom til landsins
var honum af öllum fagnað sem
konungi. Það vantaði síidarverk-
smiðjur við Faxaflóa. Milljóna-
verðmæti höfðu farið forgörðum
þegar síldin var í Hvalfirði vegna
þessa verksmiðjuskorts. Þá var
brugðið við og síldarverksmiðju-
skip keypt og hafin verksmiðju-
bygging í Örfirisey. Öllum fannst
þetta skynsamlegt og gert af
skilningi á þörfum sjávarútvegs-
ins við Faxaflóa.
. Nú þegar síldin hefur gert.okk
ur þá glennu að koma ekki í
Hvalfjörð í nokkur ár og verk-
smiðjurnar fá ekki hráefni þá
reyna sumir, sem mest lofuðu
þær áður, að slá sig til riddara
á skömmum og skætingi um þær
og þá menn, sem forystuna höfðu
um kaup þeirra og byggingu.
Hvað um Skagaströnd?
HVERSVEGNA skammast þess-
ir menn ekki líka yfir bygg-
ingu hinnar nýju og glæsilegu
síldarverksmiðju á Skagaströnd?
Aldrei hefur hún fengið bröndu
til bræðslu.
Nei, það er gott að vera vitur
eftir á. Meðan síldin var í Hval-
firði og menn bjuggust við henni
þangað fljótlega aftur á næstu ár-
um vildu allir Lilju kveðið hafa,
þ. e. þá lofuðu allir Hærings-
kaupin. Nú þegar síldin hefur
brugðist byrja menn að skamm-
ast yfir því framtaki, sem lá til
grundvallar komu hans hingað.
Sannleikurinn er sá, að ef síld
hefði gengið í Faxaílóa og Hval-
fjörð þessi ár síðan Hæringur
kom og verksmiðjan var byggð í
Örfirisey, hefði orðið stórkostlegt
gagn að þessum atvinnufyrirtækj
um. Verksmiðjan í Örfirisey hef-
ur raunar töluvert verið notuð.
Og meira að segja Hæringur
lagði eitt sinn úr höfn og fór til
Norðurlandsins. Reyndist 'skipið
þá ágætlega. En síldin brást fyrir
norðan líka.
Það var hálf spaugileg sjón
þegar hundruð manna horfðu á
Hæring leggja úr höfn héðan.
Margir héldu að honum myndi
hvolfa eða einhver ósköp henda.
En ekkert slíkt gerðist. Fyrsta
síldarbræðsluskip íslendinga
sveif hægt og rólega út um hafn-
armynnið og kom hingað aftur
án þess að nokkurt slys hefði
hent það.
En síldin brást. Það er sorgar-
saga Hærings og margra fleiri
síldarverksmiðja hér á landi. Það
er líka sorgarsaga þúsunda sjó-
manna og útgerðarmanna um
allt ísland.
Fyrirspurn frá
skattgreiðanda.
SKATTGREIÐANDI" sendir
mér svohljóðandi fyrirspurn:
„Mér þætti vænt um að fá upp-
lýst, hvort fyrirhuguð skattalækk
un, sem ríkisstjórnin hefur boð-
að, muni koma til framkvæmda
við útreikning skatta á tekjur
ársins 1953. Menn eru orðnir
nokkuð langeygir eftir endur-
skoðun skattalaganna, sem lofað
hefur verið fyrir alllöngu“.
Ég get upplýst þennan fyrir-
spyrjanda um það, að fyrir jólin
var því lýst yfir af hálfu ríkis-
stjórnarinnar að , fyrirhuguð
skattalækkun muni ná til skatta
á tekjur s.l. árs. Vona ég að það
verði mörgum skattborgaranum
til nokkurrar fróunar.
Sælla er að
gefa en þiggja.
höfundarnir eru merktir á kjör-
skrám kommúnistaflokksins, og
er Bjarni frá Hofteigi einkum
og sérílagi afkastamikill við þá
iðju (með þeim fyrirvara þó,
að maðurinn þolir illa atóm-
skáld!).
Þannig hafa kommúnistar
reynt að gera fjölda manns að
skáldum og listamönnum, án
þess að þeir hafi unnið til slíkra
nafngifta, — en síðan hafa svo
þessi sömu nöfn skreytt ýmiss
konar kommúnistaávörp og yfir-
lýsingar. Er þá skáldanafnið vita
skuld borgað með undirskrift-
inni. Slíkt hefði ekki þótt stór-
mannleg framkoma af „gömlu
skáldunum“ okkar — og þykir
þjóðinni áreiðanlega slík vinnu-
brögð enn í dag hin forkastan-
legustu í hvívetna.
X—□—X
★ EF gagnrýnin á að vera góð,
verður hún að vera hvort-
tveggja í senn, sanngjörn og ó-
vægin. Hún má aldrei ganga á
mála hjá neinni stjórnmála-
stefnu, hún má aldrei verða til
af frumstæðum hvötum óvildar,
— ng alls ekki fyrir vináttu sak-
ir. Hún á að draga fram hið góða
í ritverkmu, en jafnframt að
benda á veilurnar. Hlutverk
gagnrýnandans er því hvort-
tveggja í senn að vera lærimeist-
ari og aðdáandi, hlutlaus, en
ákveðinn. Eigum við eftir að læra
margt í þessum efnum af ná-
grannaþjóðum okkar, — og má
varla seinna verða úr þessu. —
Gagnrýnandinn verður ætíð að
muna, að hann er einungis leið-
beinandi, valdamikill að vísu, —
en aðeins um stundarsakir. Úr-
skurði hans er áfrýjað til hæsta-
réttar: framtíðarinnar og kom-
andi kynslóða og þau fella end-
anlegan dóm.
X—□—x
tAt EN gagnrýnin hefur sannar-
lega ekki alltaf verið upp á
marga fiska hér í okkar litla
landi. Og langt er síðan menn
höfðu ýmislegt
við hana ?ð at-
huga. Enda er
tilefni þessara
hugleiðinga
grein sem ég
rakst á fyrir
skömmu í júní-.
hefti Sunnan-
fara frá 1894
eftir Þorstein
Gíslason. —
Greinin er á
þessa leið (færð til nútíma staf-
setningar):
„Nú skal ég minnast á „Dauða-
stundina" eftir Bjarna Jónsson
stud. mag. í Khöfn. En við Bjarni
erum góðkunningjar og mun ég
nú fara að dæmi skynsamra
manna og hrósa kvæði hans, svo
sem þeir hrósa verkum kunn-
ingja sinna. En geta skal ég skoð-
ana minna í svigum og geri menn
þá hvort sem þeir heldur vilja
að lesa þær með eða sleppa þeim.
......... Náttúrulýsingarnar í
kvæðinu eru fagrar og íslenzkar,
fallegur dalur með fjallastraumi
og lóukvaki og einstaka birki-
runni. (En þáð brennur hér við
sem oftar að þessar Perludala-
lýsingar verða litlausar, engin
hrein eða ljós mynd af náttúr-
unni. Kemur það af því að skáld-
in líta hvert í annars verk í stað
þess að líta á náttúruna sjálfa,
lýsa svo náttúrumyndum sem
kannske hafa vakið hreina feg-
urðartilfinningu hjá einhverjum
og einhverjum, en eru í þoku í
fyrir augum sjálfra sín).....
Og þótt margur myndi kjósa
að litið væri með meiri von á
stríð og strit mannkindanna hér
í hinum svo kallaða „eymdadal“
þá má ekki áfella höf. fyrir þetta,
því hver verður að líta á það sem
skapárinn hefur gefið honum, og
tel ég kvæðið hið bezta heims-
Frh. á bls. 10.