Morgunblaðið - 07.01.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.01.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. janúar 1954 U SÆfZM FOBSYTÆNNÆ - RÍKI MAÐURINN - Eftir John Galsworthy — Magnús Magnússon íslenzkaði Z3E þín, en máske að það sé til ó-] leitaði svo útrásar í umhyggj Framhaldssagan 20 fár, og það mat James mikils, tók hann regnhlífina sína og gekk yfrum til Titothys. Þar hitti hann frú Septimus og frú Hester, sem báðar voru meira en fúsar til þess að spjalla um þessa nýlundu, sem þær fylgdust með af miklum áhuga. Það var sannarlega fallegt af honum So- ames að láta Bosinneý hafa þetta verk, en það var í mesta máta á- hættusamt. Hvað var það nú aft- ur uppnefnið, sem Georg hafði gefið honum? „Ræninginn11! Það var einkennilegt nafn. En Georg fór nú ekki troðnar götur. Jæja, en peningarnir héldust þó innan ættarinnar, því að nú varð að líta á Bosinney sem einn af fjölskyldunni, þótt það væri nú dálítið einkennilegt. Þegar hér var komið, tók James fram í. „Það veit enginn neitt um hann. Ég skil ekki hvað Soames er að hafa saman við þennan mann að sælda, sem enginn þekk ir hið minnsta til. Það kæmi mér ekki á óvart, þótt Irena hefði verið hér að verki. Ég ætla að tala við —“ ,,Soames“, tók Juley frænka fram í fyrir honum, „sagði herra Bosinney, að hann óskaði eftir því að þetta kæmist ekki í há- rnæli, svo að honum mun ekkert gefið um að verið sé að ræða um það. Og ef Timothy kæmist á snoðir um það, þá mundi það valda honum áhyggjum, það er ég —“ James brá hendinni aftur fyrir cyrað. » „Hvað ertu að segja?“ hrópaði hann. „Ég er að verða svo heyrn- arsljófur. Ég held að ég heyri það ekki rétt, sem fólk er að segja. Emily er illt í tánni. Við getum ekki farið til Wales fyrr en í lok mánaðarins. Það er allt- af eítthvað til trafala“. Hann tók hatt sinn og fór, er hann hafði fengíð vitneskju um það er hann girntist. Veðrið var fagurt þetta kvöld og hann fór styztu leið yfir garð-' inn að húsi Soames, en þar ætl- aði hann að neyta miðdegisverð- arins, því að Emily var rúmföst vegna lasleikans, og Rakel og Cisely voru í kynnisför úti í sveit. Leið hans lá yfir stóra sléttu, þar sem flækingar lágu á víð og dreif. Þeir lágu þar eins og lík á vígvelli, að endaðri or- ustu. Hann gekk hratf og álútur og leit hvorki til hægri né vinstri. Hvað kom honum það við þessi úrhrök stórborgarinnar, sem höfðu orðið undir í lífsbarátt- unni, og leituðu nú hér skamm- vinnar, draumlausrar hvíldar? Og ekkert komu honum heldúr við elskendurnir, sem hjúfruðu sig hver að öðrum á bekkjunum, og dreymdu fagra drauma um framtíðina. Barátta James var að baki, og hann hafði sigrast á öllum erfiðleikum. Hann hélt um skaftið á regn- hlíf sinni og hugsaði um eignir sínar og viðskipti. Hann hélt um skaftið fyrir neðan handfangið til þess að hann kæmi ekki við silkið. Þegar hann gekk þarna latlegur, borastæður og háfætt- ur, líktist hann einna helzt storki. Eitthvað snerti handlegg hans, þegar hann kom út í Alberts- götu. Það var Soames, sem skaut þarna allt í einu upp. Hann var á heimleið frá skrifstofunni. . „Móðir þín er veik“, sagði James. „Ég var á leið heim til þæginda?“ Á ytra borðinu var heldur þurrt á milli feðganna, en það var einkennandi fyrir alla For- sytanna. En frændsemin var góð þótt þeir væru ekki að flíka því. Ástin hjá James á börnunum hans snerist um það eitt að safna fé handa þeim. Það bæði full- nægði hans eigin hégómagirnd og gladdi hann þeirra vegna að skilja þeim eftir álitlegan arf. Þótt hann væri dálítið sér- kennilegur, sem einkum kom fram í nöldri og barlómi, þá fannst samt naumast hagsýnni og skynsamari maður í London en hann. Af þessum fimm bræðrum var James samnefnarinn sem hafði sótt nokkuð frá þeim öllum til að þroska skapgerð sína. Frá Joly- on, sem var hinn þrekmikli og skapfasti maður, en þó um leið viðkvæmur, nærgætinn og ástúð- arríkur. Frá Swithin, sem var orðinn þræll sérvizku sinnar og duttlunga. Frá Roger, sem hafði ekki eyrð í sínum beinum vegna ákafans og framtaksseminnar og Nicholas, sem hafði fórnað sér á altari vinnunnar og atorkunnar. En öll þessi séreinkenni bræðr- anna voru í réttum hlutföllum og í fullu jafnvægi hjá James. Hann var miðlunarinnar mað- ur, ekki eins sérkennilegur og neinn hinna, en einmitt þess vegna var hann líklegastur til þess að verða langlífastur sem tákn og mynd allra Forsætanna. Fjölskyldan var honum meira virði en nokkurra hinna bræðr- anna — hann elskaði hána. Það var eitthvað notalegt og óbrotið við aðstöðu hans til lífsíns. Hann elskaði heimilisarinn, naut slúð- ursins og hafði gaman af nöldri og naggi. Ár éftir ár og viku' eftir viku fór hann til Timothys, þar sem ættingjar hans sátu löng- um, og í dagstofu bróður síns gat hann unað tímunum saman, setið með krosslagða fæturnar og notið þægindanna og slaðursins. Hin innilega þörf hans fyrir, skjól og hlýju fjölskyldunnar J unni fyrir börnunum. James var óvenjulega hraust- ur og heilbrigður maður, enda þótt hann væri fjórum vetrum betri en sjötugur. Sjaldan kenndi hann sér nokkurs meins, en bæri svo við, að eitthvað lítilsháttar amaði að honum, trúði hann því í fyllstu alvöru, að hann ætti skammt eftir ólifað. Ef kona hans eða börn urðu veik, varð hann mjög áhyggjufullur og fór þungum orðum um, að forsjónin skyldi leggja slíkar raunir á sig. En ef hann frétti um veikindi annarra, lét hann sig það litlu skipta og sagði að þeir ættu sjálf- ir sök á þeim. Það gæti hugsað um skrokkinn á sér. Kvöldið, sem hann fór til So- ames, fannst honum lífið í meira lagi þungbært. Emily var illt í tánni og Rakel var einhvers staðar að blístra út í sveit. Eng- inn skipti sér af honum. Anna — hún var veik og hann hafði bitið það í sig, að hún mundi ekki lifa til haustsins. Þrisvar hafði hann komið til hennar og aldrei hafði hún verið svo hress, að hún treystist til að sjá hann. Og svo hljóp þessi firra í Soames að ætla að byggja hús — það varð nú að athugast betur. Loks var það svo Irena. Hvernig það allt færi, vissi hann ekki, en einhvern endi hlaut það að fá. Er hann kom tií hússins í Montpellier Square nr. 62 var hann alveg sannfærður um það, að hann væri mjög óhamingju- samur maður. Klukkan var orðin hálfátta. — Irena sat í dagstofunni, tilbúin til þess að setjast að miðdegis- verði. Hún var í gulllitaða kjóln- um og hafði skreytt brjóstið með skrautlegum reimum, sem drógu þegar að sér athygli James. „Hvaðan færðu kjólana þína?“ spurði hann dálítið gremjulega. „Rakel og Cisely eru aldrei eins vel búnar og þú. Eru þessar reimar ósviknar?“ Irena stóð upp og lofaði hon- um að skoða betur reimarnar. HAFIÐ þið heyrt söguna af litlu stúlkunni, sem hitti blóm- gyðjuna? Þessi stúlka hét Ásta. Henni þótti svo ósköp vænt um blómin, að hún gat aldrei um annað talað né hugsað. Allan veturinn var hún að hlakka til vorsins — hlakka til fyrstu vorblómanna. Og óðara og melkollarnir tóku að gægjast upp úr snjónum, hljóp hún af stað til að skyggnast eftir, hvort elskulega blómið hennar bláa væri ekki sprung- ið út. Hún vissi ekki hvað það hét, en nefndi það alltaf ástina sína. Og þégar Ásta fann blómið útsprungið, þá réði hún sér ekki fyrir kæti. Hún hoppaði kringum blómið, laut niður að því, þrýsti því að brjósti sér og kyssti það mörgum sinn- um. Og hin djúpa og hreina barnsást gagntók hana og gerði hana óumræðilega sæla, Upp frá þeirri stundu leið svo eng- inn dagur, að Ásta litla færi ekki að vitja um ástina sína. Þegar kalt var, vermdi hún blómið við vanga sína og hag- ræddi því á þann veg, sem henni fannst fara bezt um það. Stöku vor kom það fyrir, að blómið lagðist undir snjó nokkra daga, og varð þá Ásta litla óhuggandi af sorg. Þegar jörð var orðin alrauð á vorin, var Ásta litla sífellt á stjái allan guðslangan daginn við að skoða blómin, sem fjölgaði alltaf daglega. Ný og ný blóm báru fyrir augu Ástu. Hún kyssti þau öll og bauð þau velkomin. En hvað þau hétu, það vissi hún ekki. Það harmaði hún Nestlé’s COCOA KOIVIIÐ AFTIJR JJ. JJrynfóffsson _JJV varan FYRIR KVENFÓLKIÐ BOMSUB ■ j GRÁAR OG SVARTAR AÐEIISÍS 68 krónur! ■ ■ I Sendum gegn póstkröfu. ■ ■ LÁHUS G. LÚÐVÍGSSOIM Í SKÓVERZLUN Til sölu ■ ■ : er lítið einbýlishús, steinhús, ásamt rúmgóðri eignarlóð : ■ í miðbænum, ef viðurjpndi tilboð fæst. — Þeir. scm ■ ; hefðu áhuga á þessu, gjöri svo vel að leggja nöfn sín ■ ■ ’ og heimilisfang inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 15. þ. m., 5 ■ merkt: „Milliliðalaust — 465“. >| ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■•■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■. ■•■••4 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«aaaa«<iaaaaa\ S t ú I k u r vanar karlm^nnáfatasaumi vantar okkur strax. Uppl. í verksmiðjunni, Þverholt 17, sími 82130. Föt h.t. Tblley... X 246 Tilley stormlugt. Sterkari Odýrari Betri Spyrjið um þær hjá kaupmanni yðar. 1 > Agenler: " % K0BENHAVN R. 1 Tilley Radiator

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.