Morgunblaðið - 29.01.1954, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 29.01.1954, Qupperneq 5
r Föstudagur 29. jan. 1954 MORGUNBLADÍÐ ÖRVAMÆLIR B ® G\_5C^^> <t EFTIR ÚTVARPS- j UMRÆÐURNAR I Útvarpsumræðurnar voru á margan hátt lærdómsríkar. Sér- Staklega gat eðli Framsóknar og í'jóðvarnarmanna ekki dulist. Ræðumenn þessara flokka kíttu um það hvor væri heiðarlegri en öllum, sem á hlýddu hlaut að verða ljóst að báðir eru óheiðar- legir. Báðir voru með allskonar til- burði framan í kjósendur. Þórar- jnn Tímaritstjóri bauðst til að leggjast á „skurðarborð“, eins og hann orðaði það, og láta rann- Baka hvort hann væri ekki heið- arlegri en Þjóðvarnarmaðurinn Jón Helgason fyrv. ritstjóri við ! Tímann og Jón svaraði álíka ó- smekklega. Allt þetta tal hafði leiðinleg áhrif á hlustendur. Hvorugur virtist gera sér ljóst, að raunverulega settu þeir sig með þessu hjali undir smásjá hlustenda, sem sáu hvað þarna Var um að vera og þurfti ekkert Bkurðarborð til. Gils Guðmunds- Bon vildi halda uppi heiðarleika sinna manna og dró ekki af þeirri málþembu, sem hann grípur til og á að veta einskonar hempa sakleysisins. M. a. hélt Gils því fram að verkfræðingar beri ekki ébyrgð á tjóni, sem þeir valda öðrum með því að gera ranga rútreikninga!! Þeir Þjóðvarnar- menn sýnast hafa undarlegar hugmyndir um bæði heiðarleika pg ábyrgð manna og er þá líka |Von að þeim verði hált. Þessi iflokkur er, bæði pólitískt og sið- ferðilega, falsflokkur, sem út- ,Varpshlustendur hlutu að fá því meiri óbeit á, sem þeir hlustuðu lengur. i AFKVÆMI FRAMSÓKN- AR OG KOMMÚNISTA I Það er sagt að eplið falli sjald-; fen langt frá eikinni og gefur Þppruni Þjóðvarnarmanna skýrt til kynna hvert eðli þeirra raun- jverulega er. Stefnuskrá flokks- jns er ýmist uppsuða úr hug- ínyndum mjög róttækra jafnað- sarmanna og hreinna kommún- Ssta. ) Kjarni flokksins er fyrst og fremst kominn frá kommúnist- tim og í öðru lagi frá Framsókn ög geta allir, sem nokkuð hugsa jgert sér í hugarlund hvernig Blíkt afkvæmi muni gefast. ) Reykvíkingar geta með sanni óskað þess, að „tröll hirði þá alla“, enda mun þessi nýja upp- fcuða kommúnista og Framsókn- Br ekki blekkja einn einasta mann, sem hneygist til fylgis við Jista Sjálfstæðismanna. í GLUNDROÐASPÁ „FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR“ i í „Frjálsri þjóð“ frá því í gær 'er játað, að svo kunni að fara Bð glundroði verði í bæjarstjórn- Snni ef Sjálfstæðismenn tapi meirihlutanum. En svo segir folaðið: „En það skyldu menn tiafa í huga að slíkt getur vart IBtaðið lengur en 1 til 2 mánuði. f>á mundi verða efnt til nýrra kosninga". ! Þarna liggur álit þeirra Þjóð- 'yarnarmanna ljóst fyrir og er ©thyglisvert fyrir bæjarbúa að Bjá þennan vitnisburð. Fyrst eiga ; Reykvíkingar, skv. því sem „Frjáls þjóð“ segir, að búa við ©tjórnleysi í svo sem 1—2 mán- , uði og svo á að kjósa upp aftur!! | Ætli flestum Reykjavíkurbú- þm þyki ekki fýsilegra að tryggja Bér örugga stjórn í 4 ár strax I staðinn fyrir nokkurra mánaða ióstjórn hrossakaupaflokkanna með eftirfarandi nýjum kosning- ©m, eins og Þjóðvarnarmenn jgera ráð fyrir. !!ll Fegrun Reykjavíkur FJÓSIÐ D-LISTANN Framh. af bls. 1. unar bæjarins, t. d. með því að vekja áhuga bæjarbúa á því að prýða hús sín og umhverfi þeirra, og ennfremur vinna að því, að komið verði upp skrúðgörðum og lisíaverkum á almannafæri. Fegrunarfélagið hefur á þessu 5)4 ári, sem það hefur starfað, haft verulega þýðingu. Aðaláhrif þess eru þau að auka áhuga almennings á fegr un bæjarins. Á hverju ári hefur félagið veitt sérstök verðlaun fyrir fegursta garða. Hefur það reynzt mönnum mikil hvatnign. Einnig hefur félagið komið mörgum umbótum áleiðis í samstarfi við bæjarstjórn. — Að tilhlutan félagsins á- kvað bæjarráð 1949 að efna til samkeppni um útlit og umhverfi tjarnarinnar. — All- margar úrlausnir komu, með prýðilegum hugmyndum, sem vafalaust verða notaðar að veru- legu leyti í framtiðinni. Sumir þessara verðlaunauppdrátta fela í sér svo gagngerðar breytingar og kostnaðarsamar, að erfitt verð ur að framkvæma þær á næst- unni. En tjörnin er hjartfólgin öllum bæjarbúum, og lögun hennar verður eitt af aðkallandi verkefnum næstu ára. Fegrunarfélagið átti einnig upptökin að því, að Lækjargötu- brekkan, þ. e. svæðið austan við Lækjargötu milli Bankastrætis og Amtmansstígs, var lagað og fegrað. Vorið 1950 var ráðist í þessar aðgerðir, svæðið gert að grasbletti, og hefur það síðan verið opið svæði, sem almenn- ingur hefur notið á sumrin. Ýmsum fleiri einstökum mál- um hefur félagið beitt sér fyrir og hrundið í framkvæmd. ALMENNINGSGARÐAR OG OPIN SVÆÐI Bærinn hefur allmarga skrúð- garða og opin svæði og fer þeim fjölgandi. — Stærstur þessara skemmtigarða er Hljóm- skálagarðurinn. Helztu svæði önnur eru: Arnarhóll, Austur- völlur, „Bringan" við Snorra- braut og Þorfinnsgötu, Landa- kotstún, garðurinn fyrir sunnan Gróðrarstöðina, svæðið sunnan við kirkujgarðinn við Suðurgötu, garðar við listasafn Einars Jóns- sonar og við nokkra af skólum bæjarins. FLEIRI OPIN SVÆBI OG SKEMMTIGARÐA Fjölga þarf þessum opnu svæð um og skemmtigörðum. Helztu verkefni næstu ára eru þessi: 1. Klambratún, þ. e. svæðið milli Miklubrautar og Flóka- götu, Rauðarárstígs og Löngu- hlíðar, þarf að skipuleggja sem skrúðgarð og hefja þar trjárækt og aðra ræktun, en framræsla og forrækt hefur þegar farið fvam þar í nokkur ár. Þetta svæði er víðáttumikið og getur orðið mjög skemmti- legur og glæsilegur garður. 2. Hljómskálagarðinn þarf að stækka suður fyrir Hring- braut, og er vel hugsanlegt að tengja þann garð við gamla Hijómskálagarðinn með ein- hverjum hætti, t. d. göngu- brú yfir Hringbrautina. 3. Elliðaárhólma á að friða og gróðursetja þar tré. 4. Meðfram sjónum þarf að gera skemmtilega göngustígi, til þess að bæjarbúar geti á góðviðrisdögum gengið sér til skemmtunar og notið hins undurfagra útsýnis. HEIDMÖRK 2. júní .1950 var Heiðmörk vígð og opnu.8 til afnota almenn- ingi. Ilaíði landið þá verið girt og friðað Heiðmörk er að stærð Á kjörtímabilinu var Heiðmörk opnuð almenningi. Við þá athöfn gróðursetti borgarstjóri grenitré. stærri en Reykjavík öll innan gert ýtarlegar tillögur um rækt- un Öskjuhlíðar, sem bæjarráð hefur samþykkt, og verður á næsta vori hafizt handa um fram Hringbrautar. Mikið gróðurstarf hefur síðan verið unnið í Heiðmörk. Mörg félög hafa fengið þar sérstaka kvæmd þeirrar áætlunar. reiti til gróðursetningar og fjöldi sjálfboðaliða unnið þar á hverju vori. GIRÐINGUM FÆKKAR í bænum er enn alltof mikið af girðingum, stein- og járngirð- ingum, umhverfis lóðir og lend- ur. Ber að stefna að því að fækka slíkum girðingum, eftir því sem unnt er. Oft má í stað- inn koma upp limgirðingum, einkurn milli ióða. HASKOLALOÐIN Ein hin mesta bæjarprýði er Háskólalóðin. Hefur verið unnið undanfarin 3 ár við lagfæringu þeirrar lóðar. Háskólinn hefur sjálfur kostað þessar lagfæring- ar af happdrættisfé. Bærinn hef ur aðstoðað með blómarækt og malbikun bogagötunnar. MENNTASKOLALOÐIN Þegar Lækjargata var breikk- Bærinn iét fyrir allmörgum uð, þurfti að taka nokkra sneið árum taka niður járngirðing- af Menntaskólalóðinni. Bæjar- una umhverfis Austurvöll. stjórnin bauð þá fram í staðinn sögðu er aukin lýsing einnig til prýði. Háskólinn, Þþóðleikhúsið o. fl. hafa sett upp svoxallaða flóðlýs- ingu. A s.l. hausti var gerð tilraun með kvöldlýsingu á blómum á Austurvelli. Þarf að halda áfrant með slíkar tilraunir, bæði þar og víðar í bænum. SKREYTING MEÐ LISTAVERKUM I skemmtigörðum og opnum svæðum þarf að vinna að þvi að koma upp fleiri höggmynd- um eftir listamenn okkar. —- Einnig þarf að geía meira aff því en verið hefur að skreyta. bygginga.r, einkum stórbygg- ingar, að utan. Rétt væri aS- fela sérstakri listaverkanefnd. þetta verkefni DÓMAR ANNARRA Ýmsir ferðamenn, sem ^hingað' hafa komið, og íslendingar, sem verið hafa fjarvistum um nokk- urra ára skeið, hafa lýst því í ræðu og riti, að Reykjavík hafi tekið miklum stakkaskiffum, að því er fegurð og hreinlæti snertir. En einnig hafa slík ummæli komið úr öðrum landshlutum. Fyrir fáeinum árum skrifaði blaðið Dagur á Akureyri á þessa leið: „Það er engin tilviljun, afF fyrsta fegrunarfélagið svonefnda hér á landi var stofnað í Reykja- vík. . . Skal með þessum ummæl- um fúslega, játað og viðurkennt það, sem satt er og rétt, að á síð- ustu árum hafa Reykvíkingar sýnt meiri skilning og áhuga á því, að prýða og fegra bæ sinn, en aðrir bæjarbúar á landi hér. Ekki aðeins hlutfallslega miðað við fjármagn, fjölmenni og aðr- ar aðstæður, heldur og almennt og yfirleitt. Því verður naumast neitað framar með nokkrum. rétti eða sanngirni, að við Akur- eyringar, sem um langt skeið stóðum þó í fylkingarbrjósti allra landsmanna að þessu leyti, erum nú óðum að dragast aftur úr £ samkeppninni við höfuðstaðar- búa, einnig í þessum efnum“. STEFNAN Á næstu árum þarf að stefna að eftirfarandi: 1. Fjölgun og fegrun skníð og skemmtigarða fynr almenning. 2. Áframhaldandi og auk- inni ræktun Heiðmerk- ur. 3. Ræktun Öskjuhlíðar. 4. Stuðningi við borgar- ana til að fegra garðtk sína. 5. Skreytingu bæjarins með listaverkum. Sunnan við Tjörnina hafa gróðurreitirnir verið stækkaðir og trjáplöntun aukin. Einnig var tekin niður girð- að fegra Menntaskólalóðina og ingin um Hljómskálagarðinn. hefur það verið gert. Sumir óttuðust spjöll á gróðrt, j en reynslan hefur sýnt, aS MALB1KUN GATNA bæjarbuar kunna að meta skemmtigarða sína og ganga! Malbikun aðalumferðargatna vel um há. ,bæjarins hefur ekki aðeins þýð- Síðast.liðið sumar var að bæj- 'n®u ^yru’ umferðina, heldur er arins tilhlutun tekin burt stein- einn'g t'l fegúrðarauka. girðing meðfram Fríkirkjuvegi Lækjargata. Hringbraut og Mikla frá „Herðubreið“ suður að Skot- braut- með Sras- gróðurbelt- húsvegi og ennfremur hinir um °§ hringtorgum, hafa sett rammgerðu steinveggi milli lóð- ^ nýían SV'P a bæinn. anna. Þessar lóðir verða opnað ar almenningi til afnota í vor. LYSING Víða í bænum þarf að bæta ' gotulýsingu, og hefur bæjarráð RÆKTUN ÖSKJliHf.ÍDAR þegar gert ýmsar ákvarðanir í Gerð heíur verið tilraun því efni. Er þetta fyrst og fremst að rækta kollinn á Öskjuhlíð umferðarmál, til þess að greiða og tekizt vel. Valtýr Stefáns- fyrir umferðinni og koma í veg yfir 2000 ha., eða um 10 sinnumson og Einar Sæmundsen hafa fyrir umferðarslys, en að sjálf- Tveir togarar komast ekki á veiðar NÚ eru hér tveir togarar utan af landi, sem hvorugur kemst á veiðar, vegna þess að menn vant- ar. Annan togaranna, Vilborgu, vantar milli 5 og 10 háseta. Hinn. togarinn er Egill rauði. Á hana vantar matsvein og nokkra há- seta. Hafa togararnir legið hér undanfarna daga og árangurs- laust verið auglýst eftir mönnum í skiprúm. Hingað kom í gær stórt salt- skip, en það komst ekki upp hafnargarðinum vegna þess hve« hvasst var af sunnan. — Mikil skipaþröng var í höfninni í gær, m. a. tvö stór birgðaskip til varii- arliðsins, en ráðgert var að ann- að þeirra færi í nótt er leið, cf veðrið lægði. lllllllllillillllllllUIIIIIIIHMIIIIIIIIIIWIIIIIIIIIMNIIIIIIIIt KJÓSIÐ D-LISTANN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.