Morgunblaðið - 29.01.1954, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 29. jan. 1954
SE€E FORSYTENNE
- RÍKI MAÐURINN -
Eítir Joh.n Galsworthy — Magnus Magnusson íslenzkaði
Framhaldssagan 39
því að það gátu þau naumast
farið á henni. Hún virti svo kon-
una betur fyrir sér, bak við sýn-
isskáp með aldinum, og sá þá
að konan var engin önnur en frú
Soames. Og í sömu andránni sá
hún herra Bosinney koma út úr
lyfjadeildinni, hraða sér til frú
Soames og taka mjög djúpt ofan
íyrir henni. Hvorugt þeirra hafði
veitt henni eftirtekt sem betur
fór, því að henni væri mjög lítið
gefið um það að láta sjá sig með
böggla í hendinni.
Frú Irena, sem venjulega var
rnjög föl, hafði að þessu sinni
verið svo rjóð og blómleg, og
herra Bosinney (sem henni þótti
fremur virðulegur maður, og
áuknefnið sem Georg hafði gefið
fionum alveg fyrirtak) hagaði
sér mjög einkennilega. Helzt var
svo að sjá, sem hann hefði verið
áð biðja hana um eitthvað. Þau
töluðu mjög alvarlega saman, eða
öllu fremur, hann talaði mjög
alvarlega, því að hún sagði fátt,
óg þau stöðvuðu alla umferð, svo
niðursokkin voru þau. Gamall og
velbúinn herforingi sem ætlaði
að ganga ganga inn í vindladeild-
ina, varð að víkja til hliðar, en
þegar hann af tilviljun leit upp
og varð litið framan í frú
Soames, tók hann samt sem áður
ofan fyrir henni, eins og það væri
hann, sem ætti að biðja afsökun-
ar! Þvílíkir kjánar þessir karl-
hienn gátu verið!
En það voru augun hennar frú
Soames, sem Euphemiu mundi
verða minnisstæðust. Hún leit
?sldrei á Bosinney fyrr en hann
ór. þá horfði hún á eftir honum
með því augnaráði — það segi ég
ykkur — sem ég mun aldrei
-gleyma.
! Og þetta augnaráð hafði valdið
Euphemíu mörgum óþægilegum
hugsunum. Það hafði bæði sært
hana og móðgað vegna þess,
hversu það var innilegt og áfjálgt.
Það var helzt svo að sjá sem hún
vildi heimta hann aftur til sín
með augunum.
Og einmitt í þessu hafði Eu-
phemía kinkað til hennar kolli til
að sýna að hún hefði orðið þeirra
vör, og þegar hún ræddi um
þetta seinna við hina góðu vin-
konu sína Francíu (dóttur Rog-
ers), þá sagði hún sigri hrósandi:
,,Já, þú mátt trúa því, að Irena
varð meira en lítið vandræðaleg.“
James, sem alltaf andmælti
þeim, sem voru svo skarpskyggn-
Ir að gruna það sama og hann,
jlét nú ekki standa á sér.
í „Auðvitað hafa þau verið að
líta á veggfóður í nýja húsið“.
Euphemía brosti: ,,í sælgætis-
deildinni", sagði hún lunga-
mjúkt. Svo tók hún „Þjáning og
hugsvölun“, þakkaði innilega fyr
ir lánið og gekk út.
James fór andartaki seinni;
kvaðst vera orðinn of seinn fyrir.
Er hann kom til skrifstofu
„Forsyte, Bustard og Forsyte",
sat Soames í bríkarstól og var að
semja vörn í máli. Hann bauð
föður sínum góðan daginn frem-
ur þurrlega, tók umslag upp úr
vasa sínum, rétti honum og sagði:
„Þú munt hafa gaman af því að
lesa þetta.“
James las eftirfarandi:
„309 D. Sloame Street
hinn 15. maí.
Kæri Forsyte!
I starfi mínu sem byggingar-
meistari er nú í raun og veru
lokið, þar sem húsið er fullbyggt.
En ef þér óskið þess enn, að ég
sjái um skreytingu. hússins, þá
evxI ég nú þegar vékja athygli
yðar á þvi að þá verð ég að hafa
frjálsar hendur.
Þér komið aldrei án þess að
stinga upp á ýmsu, sem fer ger-
samlega í bága við fyrirætlanir
mínar. Hjá mér liggja þrjú bréf
frá yður, og í þeim öllum mælið
þér fram með hinu og þessu, sem
mér mundi aldrei koma til hug-
ar að hafa svo. Faðir yðar var
hér í gær og hann kom líka með
ýmiskonar tillögur.
Vegna þessa bið ég yður nú
að taka það til nánari yfirvegun-
ar, hvort þér viljið að ég haldi
áfram eða hætti. Það síðara væri
mér geðfelldara.
En festið yður það í minni, að
ef ég á að skreyta húsið, þá vil
ég engin afskifti hafa af þvi.
Ef mér verður falið það, mun
ég gera það vandvirknislega, en
ég vil hafa frjálsar hendur.
Yðar einlægur
Philip Bosinney.“
James las bréfið vandlega og
leit svo á Soames.
„Hverju ætlar þú að svara hon-
umV‘, spurði hann.
Soames leit ekki einusinni upp.
„Eg er ekki búinn að afráða
það“. Svo hélt hann áfram að
skrifa vörnina.
Málið, sem hann var að verja,
var mjög vandasamt, og hann var
mjög ánægður yfir því að hafa
fundið lausn, sem myndi leysa
skjólstæðing hans undan tilfinn-
anlegum kostnaði og óþægindum.
Soames naut mikils álits sem
málaflutningsmaður. „Farið þið
til Forsyte unga, hann kann ráð
við flestu“, var vana viðkvæðið,
og hann var mjög upp með sér
af þessu.
Stilling hans og fámælgi var
honum mjög gagnleg í starfi
hans. Efnamenn — og allir skjól-
stæðingar Soames voru efnaðir
— möttu það mjög mikils að
hafa málflutningsmann, sem var
ekki lausmáll. Við þetta bættust
svo aðrir góðir kostir: Gætni,
ráðvendni, hagsýni og fundvísi
á þær leiðir, sem færar voru.
I reyndinni var hann stjórn-
andi fyrirtækisins, enda þótt
James kæmi þar daglega til að
líta eftir, því að hann gerði sjald-
an annað en sitja í stól með kross
lagðar fætur, og setja út á það,
sem búið var að afgreiða. Bust-
ard, þriðji meðeigandinn, var
heldur lítið gefinn vinnuþjarkur
sem sjaldan var spurður ráða.
Soames hélt áfram að skrifa
vörnina rólegur á ytra borðinu,
en þó órótt innanbrjósts, því að
lengi hafði hann haft hugboð um
að einhver ógæfa vaeri yfirvof-
andi. Hann reyndi að telja sér
trú um að þéssi geigur bans staf-
aði frá líkamlegri vandlíðan —
lifrinni — en vissi þó vel, að svo
var ekki.
Hann leit á úrið. Eftír stundar-
fjórðung átti hann að vera mætt-
ur á aðalfundi „New Colliery
Company“, sem var eitt af hin-
um mörgu félögum Jolyons föð-
urbróður hans. Hann mundi hitta
hann þar og ætlaði þá að minn-
ast á Bosinney en var samt ekki
búinn að afráða það við sig, hvort
hann ætlaði að segja, en bréfi
Bosinneys ætlaði hann ekki að
svara fyrr en hann hefði talað
við gamla manninn.
Soames mætti stundvíslega að
vanda á skrifstofum félagsins í
Ivonmunger Lane, þar sem átti
að halda aðalfundinn. Hann tók
sér sæti hjá stjórnendunum, sem
sátu í langri röð, andspænis hlut-
höfunum.
Fyrir miðju borði sat Jolyon
gamli virðulegur í svörtum, að-
hnepptum lafafrakka, með mikla
hvíta yfirskeggið, og blaðaði í
reikningum og skýrslum félags-
ins. Til hægri handar við hann
sat skrifarinn Hemmings að
nafni, sem kallaður var Stjórn-
borðs-Hemmings, talsvert meira
upp með sér en ástæður leyfðu.
Hann var mjög sorgmæddur á
svipinn ,enda var tilefni þessa
fundar mjög sorglegt. Sex vikum
áður hafði Scorrier, námusérfræð
ingur félagsins, sem hafði farið
í einkaerindum til námanna, sent
forstjóranum símskeyti þess efni,
að Rippin, eftirlitsmaðurinn,
hefði framið sjálfsmorð. Síðustu
tvö árin hefði hann ekkert látið
til sín heyra, en skrifaði svo
stjórninni bréf skömmu fyrir
dauða sinn. Þetta bréf átti nú að
lesa upp svo að hluthafarnir
HVOR TVIBURINN NOTAR TONI?
HVOR NOTAR DÝRA HÁRLIÐUN ?
(Sjá svar að neðan)
JJovlí
c^enr
hárú vnjúbt ocj ecííiiecit
eP
Fleiri nota TONI en nokkurt
annað permanent.
Þér munuð sannfærast um, að
TONI gerir hár yðar silkimjúkt.
Hárliðunin verður fallig og end-
ist eins lengi og notað væri dýr-
asta permanent, en verður mörg-
um sinnum ódýrara.
Engin sérstök þekking nauð-
synleg. Fylgið aðeins myndaleið-
beiningunum.
Permanent án spólu kr. 23.00.
Spólur............kr. 32,25.
Munið að biðja um
Með hinum einu réttu TONI
spólum er bæði auðveldara Og
fljótlegra að vinda upp hárið.
Komið lokknum á spóluna, vind-
ið og smellið síðan. Þetta er allt
og sumt.
Þér getið notað spólurnar aft-
ur og aftur, og næsta hárliðun
verður ennþá ódýrari. Þá þarí
aðeins að kaupa hárliðunarvökv-
ann.
Jafnvel fagmenn geta ekki séð
mismuninn. Pamela Smith, sú til
vinstri, notar Toni.
Heima permanent
með hinum einu réttu spólum
og gerið hárið sem sjálfiiðað.
HEKL A H.F. Austurstræti 14 — Sími 1687
Sagan af Bauka-Stebba
4.
Þegar gamli karlinn hafði sýnt Bauka-Stebba öll þessi
auðævi, fór hann aftur sömu leið og hann hafði komið. Þeir
voru nú komnir aftur undir bert loft. Karlinn setti hlemm-
inn yfir opið og mokaði síðan mold og þurrum greinum
yfir helmminn, svo að á engu bar.
Síðan gengu þeir félagar heim. Eftir þennan atburð, lifði
karlinn aðeins í nokkra daga, en þá lézt hann skyndilega.
— Stebbi var nú orðinn eigandi að öllum auðævunum, sem
karlinn hafði sýnt honum. En karlinn hafði einmitt mælt
svo fyrir, að hann skyldi eiga öll auðævin eftir hans dag.
Þó tók hann honum vara fyrir því að gefa ekki of mikið
af þeim.
Bauka-Stebbi breytti ekki um húsnæði, þótt honum á-
skotnaðist svo mikill auður. Hann hélt sinni fyrir iðju, að
smíða bauka. Og eins og fyrr var hann jafn gjafmildur, og
gaf nú í stærri stíl en áður.
Bauka-Stebba fannst nú orðið hálfleiðinlegt að vera einn
í kofanum. Hann tók því að sér tvö fósturbörn, pilt og stúlku,
sem hann ætlaði að ala upp.
Konungurinn í ríkinu frétti nú af hinum stóru gjöfum,
sem Bauka-Stebbi gaf á báðar hendur. Þessi konungur var
mjög fégráðugur, og að þeim sökum hugsaði hann með sér,
að hann skyldi komast að því, hvar Stebbi fengi allan þenn-
an auð, sem hann jós út, á báðar hendur.
Matarstell
12 manna, 44 stk. kr. 260.00.
Kaffistell, 12 manna kr. 160.00.
Verzlunarstarf
Sérverzlun í Miðbænum óskar eftir að ráða siðprúða
og vandaða afgreiðslustúlku. — Nokkur tungumála-
kuniiátta nauðsynleg. — Meðmæli og upplýsingar um
fyrri störf fylgi umsókninni, sem óskast merkt: „Af-
greiðslumær — 291“, og sendist afgr. Mbl. hið fyrsta.
Gott og stórt
skrifstofu h ú&næð i
í miðbænum til leigu nú þegar. — Tilboð merkt:
„Skrifstofur-288“, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins j
fyrir kl. 5 e. h. n. k. þriðjúdag.