Morgunblaðið - 21.05.1954, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.05.1954, Qupperneq 1
16 síður 41. árgangnr. 114. tbl. — Föstudagur 21. maí 1954. Prentsmiðja Morgunblaðsim Borgarstjórinn Keggur fram hæjarreikmngmn 1953: * Fjáihagur Reykjavikur blómgast — iáriitu um 38 Eignir jukust á Hikið lið uppreisiarmanna slefnir til Rauðárslétlunnar ; Þar er fyrir 100 þús. manna lið þeirra Vígi stjórr.arhersins 150 km sunnan Hanoi fallið Saigon, 20. mai. — Reuter-NTB. ÞÆR hersveitir uppreistarmanna, sem tóku þátt í orrustunuin um Dien Bien Phu eru á leið til Rauðérsléttunnar eftir vegi 41, en Frakkar gera nú í sífellu loftárásir á þessa samgönguleið ef.tir að uppreistarmenn rufu samkomulagið um þrottflutning fanga með því að nota veg þenna til herflutninga. Talið er, að kommún- istar eigi að auki á að skipa 100 þús. hermanna á Rauðársléttu UNNU VÍGI STJÓRNARHERSINS Uppreistarmenn hafa tekið eitt af virkjum stjórnarherjannu, sem voru til varnar Rauðárslétí- unni. Virki þetta er skammt frá ströndinni um 150 km suður af Hanoi. í varnarliði virkisins voru hermenn Vietnams, og biðu þeir mikið tjón. Kommúnistar hafa gert harða hríð að öðrum varnarstöðvum stjórnarherjanna, sem verja Rauð ársléttuna. FALLBYSSUDRUNUR HEYRAST TIL HANOI Frakkar vinna að því að upp- ræta skæruliðasveitir, sem kom- izt hafa að baki varnarlínu þeirra. Má heyra fallbyssudrunur til borgarinnar af þessari viður- eign. RÆÐIR VIÐ NAVARRE Yfirmaður herafla Frakka, sem nú er í eftirlitsferð í Indó-Kína, hefur setið á fundum með Nav- arre hershöfðingja, sem er yfir- maður herjanna í Indó-Kína. — Þykir óvænlega horfa fyrir Frökkum um þessar mundir. Finnska stjóiruirj völt í sessi HELSINKI, 20. maí — Þó að finnska stjórnin sé ekki nema hálfs mánaðar gömul, bólar þeg- ar á allmikilli sundrung í henni. Þingflokkur Bændaflokksins hefir afráðið að setja jafnaðar- mönnum úrslitakosti. Hefir flokk urinn samþykkt að tilkynna jafnáðarmönnum, að hann muni hverfa úr ríkisstjórninni, ef til- lögur um landbúnaðarmál, sem nú eru fvrir þinginu, verði ekki afgreiddar viðhlítandi. Við atkvæðagreiðslu um frum- varpið í dág tóku 23 þingmenn jaínaðarmanná sig út úr og greiddu atkvæði gegn frumvarp- inu, sem var fellt. Bændaflokkurinn hafði gert ráð fyrir, að frumvarpið yrði samþykkt, enda gert það að skil- yrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn Törngrens. —NTB. Hættuiegt að heita Natan I.UNDÚNUM, 19. maí. — í gær- kvöldi elti Lundúnalogreglan geð veikan mann, sem hafði skamm- byssu í fórum sínum og hafði skotið á tvo menn í gærdag. Er að honum kreppti, svipti hann sjálfan sig lífi. Það þykir einkum í frásögur færandi um þennan mann, að hann hafði uppi ráðagerðir um ag ráða bana 28 manns, sem hann þekkti ekki nokkurn skapaðan hlut. Fannst skrá yfir þessa menn í vasa hans. Voru það allt karlar. Báru 13 þeirra nafnið Natan, en hinir áttu sama far.gamark og hann sjálfur, Goldberg. Nöfnin hafði hann tekið saman upp úr símaskrá. Þeir, sem Gold- berg tókst að koma skotum á í gær, særðust illa, og liggur ann- ar fyrir dauðanum. — Reuter-NTB. Rekstrarafgangur meiri en á undan- förnum árum og varið til framkvæmda r Utgjöld standast vel áætlun Úr ræðu borgarsf jóra á fundi bæjarsf jórnar í gær REIKNINGAR Reykjavíkurbæjar og fyrirtækja hans íyrir árið 1953 voru lagðir fyrir bæjarstjórnarfund í gær. Borgarstjóri gerði grein fyrir afkomu bæjarins og fyrirtækj- anna, eins og hún kemur fram í reikningunum. Rekstrar- kostnaður bæjarins hefur orðið minni en áætlað var og rekstrarafgangur nam rösklega 20 milljónum króna, sem varið verður til framkvæmda bæjarins. Hrein eign bæjar- ins hækkaði um 38 milljónir króna á árinu og greiðslujöfn- uður varð hagstæður og áætlanir, sem gerðar voru um út- gjöld bæjarins hafa staðizt vel. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. Kosið í Suður-Kóreu í gær SEOUL, 20. maí. — Kosningar fóru fram í Suður-Kóreu í dag, þær fyrstu síðan Kóreustríðið hófst. Talið er, að um 80% kjós- enda hafi neytt atkvæðisréttar. Lögreglan var viðbúin að skakka leikinn, ef til óeirða kæmi, en að sögn leið kosningadágurinn í friði og ró. — Reuter-NTB. Vínandi i blóði KAUPMANN AHÖFN — Vísinda- menn þykjast nú geta sannað, að í blóði sumra sé jafnan fyrir hendi nokkurt magn vínanda, enda þótt viðkomandi hafi einskis áfengis neytt. Hokkur ágreininpr V'esfur- veldanna um fndó-ina Bretom ekki tHkyamt fyrir fram uim viðræðurnar i París Lundúnum, 20. maí. — Reutsr-NTB. STJÓRNMÁLAMENN í Lundúnum segja, að verulegur ágrein- ingur sé risinn milli Breta og Bandaríkjamanna um málefni Indó-Kína. Þingmaður Verkamannaflokksins spurði Churchill að því í þinginu í dag, hvenær Bretum hefði verið tilkynnt um við- ræður Frakka og Bandaríkjanna um skilyrði fyrir beinni íhlutun Bandaríkjamanna í Indó-Kína striðinu. Svaraði ráðherra því til, að Bretar hefðu ekki fengið vitneskju um viðræður þessar fyrr en eftir á. UPPLYSINGAR EFTIR A Churchill sagði, að Eden, ut- anríkisráðherra, hefði tekið mál þetta upp við sendinefnd Banda- ríkjanna í Genf. Seinna fékk líka sendiherra Breta í Washing- ton nákvæma skýrslu um við- ræðurnar. Ráðherra tók fram, að viðræð- urnar milli Frakka og Banda- ríkjamanna virtust hafa verið óformlegar og ekki skuldbindandi enda hefir hvorugur aðili tekið sér nýjar skyldur á herðar með þeim. EKKI I VESTRÆNUM ANDA Fyrirspyrjandi Verkamanna- flokksins hélt því fram, að bandamenn skorti siðferðilegan rétt til að fara á bak við hver annan, geti slíkt aðeins orffið til að aln á ágreiningi, enda ekki í anda vestrænnar samvinnu. „Okkur sézt ekki yfir það“ svar- aði Churchill. ÁGREININGUR BRETA OG FRAKKA UM INDÓ-KÍNA Sagt er, að Bretar hafi und- Fi-amh. á bls. 2 ÍJR RÆBU BORGARSTJÓRA Reikningur Reykjavíkurkaup- staðar fyrir árið 1953 er hér lagð- ur fram fyrir bæjarstjórn til úr- skurðar. Reikningurinn er nú fyrr til- búinn en nokkru sinni áður og vil ég við þetta tækifæri þakka aðalbókara, aðalendurskoðanda og borgarritara fyrir þeirra ötula starf við að hafa reikninginn fullbúinn svo snemma. Að því er stefnt nú, eins og undanfarin ár, að reikningur bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja sé sem allra ýtarlegastur og mest sundurliðaður. Að vísu gefur það þeim, sem hafa hug á smásálar- legum aðfinningum, tækifæri til að taka einstök smáatriði út úr og reyna að gera þau tortryggileg. Hitt tel ég þó miklu meira varða, að hinn almenni, skynsami borg- ari, eigi þess færi í bæjarreikn- ingunum að fylgjast sem allra bezt og mest sundurliðað með því, hvernig það fé er notað, sem bæjarbúar greiða til opinberra þarfa höfuðborgarinnar. Eg vil nú gefa nokkurt vfirlit um meginatriði bæjarreiknings- ins fyrir 1953: ÚTGJÖLD STÓÐUST VEL ÁÆTLUN Fyrst er yfirlit um rekstrar- reikning bæjarsjóðs, samanborið við fjárhagsáætlun. Með sérstök- um ákvörðunum bæjarráðs og bæjarstjórnar voru nokkrar við- bætur gerðar til hækkunar á áætluninni á árinu (Þetta yfirlit er á bls. 2 í blaðinu). Tekjurnar voru áætlaðar 103,3 millj., en urðu samkv. reikningi 113,8 milljónir, eða lOVá millj. umfram áætlun. REKSTURSGJÖLD URÐU LÆGRI EN ÁÆTLAÐ VAR Reksturs.gjöldin voru áætluð upphaflega á 90,8 millj., með við bótum 91,4 millj., en urðu 90,4 í reikningi. Rekstursgjöldin urðu því nokkru lægri en áætlað hafði verið, eða 431 þús. sé miðað viff upphaflega áætlun, en 951 þús. sé miðað við hækkanir, sem gerð- ar voru við áætlunina á árinu. í janúarmánuði s.l. var gert bráðabirgðayfirlit um reksturs- reikning bæjarsjóðs, og skýrði ég frá því yfirliti á bæjarstjórnar- fundi í janúar. Samkvæmt því var talið, að rekstrargjöldin mundu verða um 90,6 millj., eða mjög nærri því, sem þau raun- verulega urðu. REKSTRARAFGANGUR VARÐ MEIRI EN Á SÍÐUSTU ÁRUM Rekstrarafgangur til yfirfærslu á eignarbreytingareikning varð að þessu sinni 21.4 millj. króna. Til samanburðar má geta þess, að árið 1952 var rekstrarafgang- urinn 15,8 millj., árið 1951 13,7 millj. og árig 1950 6,6 millj. kr. Þéssi rekstrarafgangur á rekst- ursreikningi er nú sem endranær notaður, ásamt öðrum tekjum bæjarsjóðs, sem ekki teljast rekstrartekjur, til verklegra fram kvæmda og afborgana. Þegar eignabreytingareikningur er gerð ur upp, verður greiðslujöfnuður bæjarsjóðsins hagstæður um 3V2 milljón króna. SKULDLAUS EIGN HÆKKAÐI Skuldlaus eign kaupstaðarins hækkaði um 38 miilj. króna á ár- Framh. á bls. 2 AUGLYSIIMGAR sem birtast eiga í Sunnudagsblaðinu þurfa að hafa- borizt fyrir kl. 6 á föstudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.