Morgunblaðið - 21.05.1954, Síða 8

Morgunblaðið - 21.05.1954, Síða 8
8 MURfrii» KLAÐlÐ Föstudagur 21. maí 1954 Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu 1 krónu eintakið. 'ÚR DAGLEGA LÍFINU Þepr koiíMiinistar átir ofan í sf „ Ia. m. k. tvö ár var það eitt megin atriði í áróðri komm- únista í sambandi við Kóreu- styrjöldina, að Bandaríkjamenn hefðu beitt þar „sýklahernaði'1 gegn andstæðingum sínum. Á þessu hömruðu blöð kommún- ista um allan heim sínkt og heil- agt. Töldu þeir „sýklahernað- inn“ vera talandi tákn þeirrar grimmdar og siðleysis, sem mót- aði hernaðaraðgerðir Bandaríkja- manna og Sameinuðu þjóðanna yfirleitt. Svo langt gekk þessi áróður að kommúnistablöð víðs- vegar um heim birtu myndir af fólki, serp orðið hafði fyrir barði „sýklahernaðarins.“ ★ Bandaríkjamenn harðneituðu því að nokkuð væri til í þessum ásökunum. Buðust þeir til þess að láta fram fara rannsókn af hálfu hlutlausra aðila á því, hvað hæft væri í hinum margendur- teknu ásökunum kommúnista um „sýklahernað“ í Kóreu. En þessu tilboði neituðu kommúnistar jafnan. Þeir vildu ómögulega að nein rannsókn færi fram, þar sem reynt væri að grafast fyrir um sannleiksgildi staðhæfinga þeirra. Þeir létu við það sitja að herða áróður sinn og brígslyrði í garð Bandaríkjamanna, vegna þess siðleysis þeirra að nota sýkla til þess að eyðileggja viðnámsþrek andstæðinga sinna. ★ Á síðasta Alþingi bar örygg- . ismál og kjarnorkusprengju eitt sinn á góma. í þeim um- ræðum lýsti Einar Olgeirsson því skýrt og skorinort yfir að sýklar hefðu ennþá aldrei verið notaðir í hemaði. Þar með hafði kommúnistaflokk- urinn á íslandi etið ofan í sig í einu vetfangi allan áróður blaðs síns um „sýklahernað“ Bandaríkjamanna í Kóreu. Formaður kommúnista- flokksins hafði með öðrum orðum látið „Þjóðviljann“ stritast við að halda því fram í marga mánuði að Banda- ríkjamenn hefðu beitt ,sýkl- um“ í Kóreustríðinu, enda þótt það væri skoðun hans sjálfs, að slíkt væri f jarstæða, sem enga stoð ætti í raun- veruleikanum. ★ Þetta lýsir ákaflega vel vinnu- brögðum kommúnista. Þeir hika ekki við að ljúga hreinlega upp svívirðilegum glæpum á andstæð- inga sína. Síðan halda þeir áfram að staglast á blekkingunni í von um að einhver glepjist til þess að trúa henni. Þegar hún svo er orðin gatslitin er ný ósanninda- herferð hafin. Þannig eru þá baráttuaðferðir kommúnista. Því fer víðs fjarri að þeir séu alltaf jafn hreinskiln- ir og Einar Olgeirsson var þegar hann lýsti því yfir á Alþingi, að þrátt fyrir allt, hefðu Banda- ríkjamenn engum „sýklahernaði" beitt. Þvert á móti viðurkenna þeir aldrei að hafa gripið til rót- lausrar lýgi í málflutningi sín- um. Allt bendir þess vegna til þess, ,að yfirlýsipg formanns kommún- istaflokksins, þar sem hann sýkn- aði Bandaríkjamenn af öllum „sýklahernaði", hafi aðeins glopr azt út úr honum óvart. Hann hafi aldrei ætlað sér að viðurkenna j afglöp „Þjóðviljans“ í málinu. Það er rétt að menn hafi þetta bak við eyrað, þegar blað komm- | únista þessa dagana flytur hverja slefsöguna á fætur annarri um 1 utanríkis- og öryggismál þjóðar- ^innar. Umræður „Þjóðviljans“ | um slík mál byggjast nær undan- tekningarlaust á rakalausum upp- j spuna og tilhneigingunni til þess I að torvelda þann varnarundir- búning, sem hér hefur verið unn- ' ið að. Það vakir aldrei fyrir | kommúnistum að neitt verði fært til betri vegar. Þeir vilja skapa öngþveiti og upplausn, hvar sem þeir fá því viðkomið. Þeir hika ekki frekar við að ljúga upp staðlausum gróusögum um varn- armál íslendinga, en að halda því fram, að Bandaríkjamenn hafi reynt að drepa þúsundir manna með „sýklahernaði" í Kóreu. Kommúnistar hafa haslað sér völl utangarðs í íslenzku þjóðlífi. Þar munu þeir verða um aldur og ævi. Þeim getur enginn treyst og þeim má heldur enginn treysta. Ástæða þess er einfaldlega sú, að hags munir íslands eru þeim einsk- is virði, en hagsmunir Rússa og alheimskommúnismans eru þeim allt. Það er kjarni máls- ins. Alþjóðleg hælta FRANSKI HERINN í Indó-Kína j beið verulegan hnekki við fall virkisbæjarins Dien Bien Phu. I Að vísu var sá staður ekki mjög þýðingarmikiH hvað landslegu snerti. En aðaltjón Frakka ligg- ur í því að þar misstu þeir mikið herlið, áætlað milli 12 og 14 þúsund rnanns, og mest af því var úrvalslið, sem og kom í Ijós í hetjulegri vörn þess gegn marg- földu ofurefli. Maðan þessi herstyrkur er tap- aður Frökkum er því gagnstætt farið með lið kommúnista. Um- sáturslið þeirra við borgina Dien er nú til ráðstöfunar, hvar sem þeim þóknast að beita því. Þetta er bardagaæft og sigurreift her- lið og þegar það kemur niður á Rauðársléttuna er vörnum Frakka þar hætta búin. Það er ljóst af öllum fregnum að borgin Dien Bien Phu féll fyrst og fremst vegna þess, að siðustu vikurnar fengu umsáturs menn í hendur þungt stórskota- lið. Líkur eru fyrir því að kín- verskir hermenn hafi verið í stórskotaliðinu en hvort sem svo er eða ekki er það engum vafa undirorpið að hin þungu vopn koma beint frá Rússlandi gegn- um Kína. Það er fyrst og fremst þetta sem gerir málíð alvarlegt. Þetta sýnir að styrjöldin í Indó- Kína er ekki einvörðungu upp- reisn þjóðernissinna, heldur er hún útþensla kommúnistastór- veldanna, sem virða engin landa- mæri, en fara með eldi og brandi yfir öll þjóðlönd. Gegn slíkri árás geta fáliðaðar franskr sveit- ir ekki snúizt, héldur er nauð- synlegt að stófna til alþjóðasam- taka til að tryggja þessum heims- hluta frið og öryggi. ★ UNDANFARIN ár hafa verzl- unarmenn i Kalkútta og bændur víðs vegar um Indland haft drjúgar tekjur af útflutn- ingi apa, en nú hafa þessi við- skipti stöðvazt í bili vegna af- skipta stjórnvalda landsins. Frá engri borg eru fluttir út jafnmargir apar og Kalkútta eða j um 20 þúsundir á ári. Flestir j þessir apar eru fluttir til Banda- j ríkjanna, þar sem þeir þjóna læknavísindunum með því að á þeim eru gerðar tilraunir. Sala Kalkútta nemur um 300 þús. döl- um árlega. En á þessu ári hefur ríkisstjórnin bannað útflutning 5 mánuði ársins til ágústloka. ★ EKKI þarf mönnum að koma á óvart, að þessi stjórnarráð- stöfun hefur sætt mikilli and- spyrnu ekki aðeins af hálfu ein- staklinga, sem hagsmuna hafa að gæta, heldur hafa líka einstakar fylkisstjórnir rekið upp rama- kvein. Ríkisstjórnin segir nauðsyn bera tíl að vernda dýralíf lands- ins. Það hljóti að teljast mann- úðarmál að vernda apafjölskyld- urnar, meðan ungviðið sé að komast á legg. Með því að veiða fyrirvinnu heimilisins og selja úr landi, sé því stofnað í bráðan voða. ★ HUNDRUÐ apategunda lifa í Asíu, Afríku og hitabeltis- löndum Ameríku. Sú var tíð, að apar voru líka til í Norðurálfu, Á rpar eptiróótt tilralinadýr en þeir lifa þar nú ekki framar villtir nema í Gíbraltar. Þjóðtrú- in segir, að völdum Breta í Gí- braltar ljúki um leið og seinasti apinn verði á burt þaðan. Engan skyldi undra, þó að Bretinn reyndi að halda líftórunni í þess- um kvikindum. ♦—★—♦ ★ FRÁ Indlandi allt austur til Japans lifa svo kallaðir apa- kettir, ákaflega frjósöm dýr. — í Kalkútta hefur almenningur mik ið yndi af þeim. Fólk fer í Casu- arina-garðinn, þar sem úir og grúir af þeim, til að gefa þeim líkt og Lundúnabúar gefa dúfun- um við Trafalgar-torg og Rómar- búar gefa dúfunum í grennd við St. Péturs-kirkjuna. Ekki verður því neitað að þessi apasægur í Kalkútta er til talsverðra óþæginda. Sú var tíð, að Bretum þótti sér varla við vært í borginni fyrir öpum; skáru þeir upp herör gegn þeim og veiddu fjölda þeirra, en aðrir nú komið í skarðið. ★ í NÝJUM skýrslum frá Ind- landi er talið, að 20 milljónir VJU andi áhripar: Með bursta í hönd. ÞEGAR vorar taka hendurnar kipp og knýja menn til að leita að málningarburstanum, sem hefir legið í bleyti síðan í fyrra. Vorinu fylgir undarleg sköpunargleði og framtakssemi, sem birtist í ótal myndum. Ein er þessi — að mála. Allir eru listamenn undir eins og þeir hafa náð sér i bursta og málningu. Það er ótrúlega heill- andi að sjá hluti gerbreyta um svip í einu vetfangi undir hönd- um sínum. Fyrst að velja litinn — fá sjálfur að ráða blæ lista- verksins og svo að gera gamla muni nýja útlits — og það með svo skjótum hætti. Gaman. ÞAÐ er rétt sama, hvort málað er hús eða bifreið, grindverk eða bátur — alls staðar laðar þessi sköpunargeta fram gleði og ánægju. Og menn kinka kolli til samsinnis sínum eigin hugrenn- ingum. En svo eru líka aðrir listamenn, eins og sá sem stóð með trönu sína og léreffc uppi á Laugarás um síðustu helgi og horfði hvössum sjónum út á sundin blá. Vor og sumar rumskar líka við þeim, listamönnunum. Þeir mála á sína vísu það, sem hinir eru búnir að mála eða það, sem ekki verður málað. En það er önnur saga. Góður söngur. KÆRI Velvakandi. Eins og marga aðra langar mig að senda þér línu og fyrirspurn. Mánudaginn annan en var söng hr. Einar Sturluson í útvarpið, og gerði það með ágætum svo sem hans er venja. Röddin er falleg, þýð og ágætlega þjálfuð, og er beitt af hinni mestu kunn- áttu og smekkvísi. Þar við bæt- ist, að framburður málsins er miklu betri en almennt gerist, og mega margir söngvarar mikið læra hér af. Undirleikurinn var mjög vel fágaður og benti á æskuþrótt, háttvísi og næmleik. 15 ára tónsmiður. OG nú kemur spurningin: Hver er höfundur að þessum fallegu lögum, sem sungin voru? Atli Heimir Sveinsson 15 ára — ég er alveg jafnnær. Er þetta dulnefni, listamannsnáfn? Er þess dreng- ur héðan úr bænum eða búsettur utan Reykjavikur? (Mig rámar í að hafa heyrt nafnið áður). Er kannski von á meiru af svo góðu? Og væri hægt að fá eitthvað af þessum lögum aftur í útvarpinu á næstunni? — Að endingu: Hafi báðir þökk fyrir skemmtunina. Forvitinn söngvinur." Byrjaði níu ára. EFTIR því sem ég hefi frétt er þetta unga tónskáld Reykvík- ingur í húð og hár og heitir Atli Heimir Sveinsson í kirkjubók- um. Níu ára gamall lærði hann fyrst að leika á hljóðfæri, en sett- ist seinna í Tónlistarskólann. Hann kvað eiga allmörg fullsmið- uð lög í fórum sínum, sem hann hefir samið frá 12 ára aldri, en hann er nú 15 ára og les undir landspróf í vor. , Einu sinni áður hafa verið«flutt lög eftir hann í útvarpið. Var það þegar barnaleikurinn Þyrnirósa var leikinn þar, en hann samdi lögin við þetta barnaleikrit. Mörður týndi tönnum. MÖRÐUR týndi tönnum, til það kom af því, hann beit í bak á mönnum, svo beini festi í; þó er gemlan eftir ein, það er sú hola höggormstönn, helzt er vinnur mein. (Bjarni Thorarensen) <L^S®CT^_? Ekki er nema hálfsögð sagan, þegar einn seg- ir frá. apa séu að minnsta kosti í Uttar Pradesh-héraði og þeir ónýti þar matvæli fyrir 27 milljónir punda árlega. Önnur héruð, sem verða fyrir barðinu á öpunum, eru Bihar, Orissa og Madhya Pradesh. — í Orissa eru greiddar 2—3 kr. fyrir hverja aparófu. ♦-★-♦ ★ SELJENDUR apanna segja, að ríkisstjórnin sé ekki ein um að torvelda útflutning þeirra. Köldustu mánuði ársins er mikl- um erfiðleikum bundið að fást við apa-útflutning. Skipsstjórn- armenn kváðu alls ekki vilja taka að sér flutning þeirra í desember og janúar. ★ MENN kunna að spyrja, hvers vegna bandarískir lækn ar seilist svo langt eftir tilrauna- dýrum. í Suður-Ameríku er þó urmull apa af öllum tegundum. Þar er m.a. hinrr stóreygði nætur- api, sem liggur fyrir daglangt, en fer á kreik, þegar kvöldar. Eng- inn annar api hefur þvílíka lifn- aðarháttu, svo að menn viti. Þar er líka öskurapinn, sem er svo hávær, að í honum heyrist um margra mílna veg. Þar er enn einn api, sem enginn annar stend ur á sporði um gáfnafar nema mannaparnir, górilla, simpansi og órangútan. Sagt er, að Indlandsaparnir séu miklu auðveiddari en apar Ameríku. Bandaríkjamenn munu nú kaupa nokkrar þúsundir apa frá Manilla á Filipseyjum, þann tíma, sem apar fást ekki frá Ind- landi. Álftirnar byggja sér hreiður ^ ^ ALLT bendir til að álft- irnar, sem Akureyringar gáfu Reýkvíkingum, ætli að auka kyn sitt strax í sumar. Máske er álftamamma þegar búin að verpa einu eða fleiri eggjum í hreiðrið sitt. Ýmislegt bendir til þess, m. a„ að álftapabbi hefur nú nákvæma gát á framferði veg- farenda í Hljómskálagarðinum, meðan álftamamma liggur hin rólegasta og reytir af sér fiðrið, til skjóls fyrir afkvæmi sín. Reykvíkingar eru hjarta góðir, þegar á reynir, og víst þykir þeim vænt um fuglana á tjörninni. Fuglarnir treysta líka Reykvíkingum. Meira að segja þessir langt að komnu fuglar, hafa fengið þær viðtökur, að þeir byggja hreiður sitt strax, undir verndarvæng bæjarbúa. BregÓ- umst þeim ekki. — Tökum öll höndum saman sem einn maður, og verjum álftahjónin. Það ger- um við bezt með því, að láta þaii hafa sem mest næði og umfrara allt, ekki að stríða álftapabba, sem nú heldur vörð um sina elskulegu konu og væntanleg af- kvæmi. — Verum nú samtaka eins og alltaf í góðverkum. Minnumst traustsins, sem blessaðir fuglarnir sýna okkur og bregðust þeim ekki. Friður í kringum álftahjónin. Friður og aftur friður. 20. maí ’54. Kristján Karlsson. Sóð aðsókn að ■ ■ sýnlngu Ortygs AÐSÓKN hefur verið prýðisgóð áð málverkásýningu Örlygs Sig- urðssonar í Listvinasalnum við FreýjúgÖtú, 'þar sem sýning har.s hefuf staðið undanfarið. — Hafa riú úm 900 manns skoðað sýn- inguna og Örlygur er búinn að selja 25 myndir. — Á sunnudag- inn lýkur sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.