Morgunblaðið - 29.05.1954, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. maí 1954
MORGUNBLABID
9
- NITOUCHE -
ÞJÓÐLEIKHUSEÐ frumsýndi s.l.
miðvikudagskvöld óperettuna
„Nitouche“ eftir Florimond
Hervé. Höfundurinn var franskur
tónlistarmaður, fæddur í París
1825, en dáinn 1892. Samdi hann
margar óperettur, er nutu mikilla
vinsælda í Frakklandi og reyndar
víða um lönd. — Mestum vin-
sældum hefur þó óperett.an
Nitouche átt að fagna, en hana
samdi Hervé 1883. Hefur hún síð-
an verið leikin oft og mörgum
sinnum víðsvegar um heim allt til
þessa dags og hvarvetna við
mikla aðsókn og góðar viðtökur.
„Nitouche" er heldur ekki
óþekkt hér á landi, bvi að hún
var sýnd hér á vegum Leikfélags
Reykjavíkur í samstarfi við
Hljómsveit Reykjavíkur á leik-
árinu 1940—41 og aftur 1941—42
og sýndi þá leikflokkurinn óper-
ettuna einnig á nokkrum stöðum
norðanlands, þar á meðal á Ak-
ureyri. Hinar miklu vínsældir
óperettunnar hér má marka af
því að hún var sýnd hér vfir 70
sinnum og jafnan við góða að-
SÓkn.
Enda þótt „Nitouche" hafi
jafnan átt mikilli hylli að fagna,
verður hún ekki talin með merk-
ari óperettum, hvorki að
efni né tónlist. — Stendur
hún að baki fjölmörgum
óperettum í þeim efnum og er því
næsta furðulegt að Þjóðleikhúsið
skyldi velja hana til sýningar. —
Þegar Nitouche var sýnd hér áð-
ur, voru söngleikir að heita mátti
algert nýmæli hér og þeim því
tekið tveim höndum hvernig sem
þeir voru. En nú horfir öðruvísi
við í leiklistarheimi vorum. Vér
erum, meðal annars fyrir lofsam-
legt starf Þjóðleikhússins, orðin
ýmsu góðu vön, höfum átt þess
kost að sjá glæsilegar óperur og
ágæta óperettu (Leðurblökuna)
og gerum því meiri kröfur nú en
fyrir fjórum árum. — Það leyndi
sér heldur ekki á frumsýning-
unni nú, að margir, sem höfðu
hugsað til þess með gleði að sjá
nú aftur Nitouche, urðu fyrir
verulegum vonbrigðum. — Hið
ágæta svið Þjóðleikhússins, tæhni
þeess og íburður, gat hér engu
við bjargað og það var eins og
leikstjórinn og leikendurnir hefðu
ekki trú á fyrirtækinu, fyndust
þeir vera að rifja upp eitthvað,
sem verið hefði gott og gilt á sín-
um tíma, en væri ekki tímabært
nú. — Það var þetta hugarfar,
ópereftta í þremur þáftftum
eftir Flcrimond Hervé
iir tsierRsson.
íiaísíióri: Dr. VicSar
Lárus Pálsson og Sigrún Magnúsdóttir.
Lárus Ingólfsson.
er setti svip sinn á sýninguna í
heild. Hina fersku, léttu leikgleði
vantaði.
Leikstjórinn, Haraldur Björns-
son, virðist ekki hafa unnið að
leikstjórn og sviðsetningu af
sömu sannfæringu og eldmóði nú 1
sem fyrr og því hefur honum ekki
tekizt að blása nægilegu lífi í
leikinn til þess að hann hrifi
áhorfendur. —T Jafnvel leikur
hans sjálfs í hlutverki leikhús-
stjórans í Pont d’ Arcy bar á sér
þreytumerki og var aðeins svipur
hjá sjón við það sem áður var,
en hann lék hlutverk þetta 1941,
som kunnugt er. Leikstjóranum
til málsbóta má þó færa það,
að hann hefur í þsssum leik haft
mjög sundurleitum leikkröítum
á að skipa. — Guðmundi Jóns-
syni eru enn mjög mislagðar
hendur að því er leik snertir,
sem eðlilegt er, og hann veldur
ekki hlutverki majorsins. Hann
gerir þennan hégómlega og upp-
stökka hermann að hálfgerðum
fáráðlingi, sem ekki mun þó ætl-
azt til, enda þótt hann stigi ekki
í vitið. Og hermannlegur er hann
ekki, hvorki í fasi né göngulagi.
Hins vegar er söngur Guðmund-
ar frábær og nær hæst í fyrri j
hluta þriðja þáttar, í herskála-
garðinum. Er söngur hans þar
eitt glæsilegasta atriði leiksins. I
Magnús Jónsson fer með hlut-
verk hins ástfangna unga liðs-
foringja og greifa, Fernand de
Champlatreux. Er hann alger ný-
liði á leiksviði, enda vantaði hann
flest j hlutverk þetta nema rödd-
ina, sem naut sín þó ekki til fulls.
Með aðalhlutverkin tvö, Celes-
tin og Nitouehe fóru sömu leik-
endur og áður, þau Lárus Pálsson
og Sigrún Magnúsdóttir. Leikur
Lárusar í hlutverki Celestin er
afbragðsgóður nú sem fyrr, en
hefur þó ekki til að bera þann
„sjarma" og þá léttu glettni og
áður. Hygg ég að það stafi af því
að Lárus hefur á undanförnum
árum tamið sér nokkuð tilbrigða-
Iitla framsögn, sem oft getur ver-
ið ágæt, en á þó ekki alls staðar
jafn vel við. Sérstaklega athyglis-
vert var hversu prýðilega hann
fór með það, sem hann söng, þó
röddin sé ekki mikil. Sýnir það
nýja og skemmtilegai.fflið á hæfi-
leikum hans.
Sigrún Magnúsdóttir er hin
sama, skerhmtilega Nitouche og
áður, ef til-vill ékki álveg eir.s
fislétt og leikandi og hún var,
en gáskinn og glettnin eru ekki
minni nú, hláturinn dillandi ogl
söngur hennar einkar góður. —
Heldur hún enn óskertum þeim
heiðri að vera bezta óp'erettu-
leikkona vor.
Um leik Önnu Guðmundsdótt-
ur er leikur abbadísina er allt
gott að segja. Hún er virðuleg á
svip og í öllu látbragði sem vera
ber. Einnig fer Þóra Borg lag-
lega með hlutverk systur Emmu,
og ungu stúlkurnar í klaustrinu
eru glaðværar og gáskafullar
eins og hæfir aldri þeirra og
söngur þeirra er ágætur.
Lárus Ingólfsson leikur nú sem
fyrr Loriot liðþjálfa, kostulegan
karlskrjóð og drykkfeldan í bezta
lagi. Er leikur Lárusar bráð-
skemmtilegur, gerfið ágætt og
persónan öll hin skringilegasta,
ekki sízt baksvipurinn þegar
hann gengur út af sviðinu. Hann
var að vísu líkur nokkuð fanga-
verðinum í Leðurblökunni, sem
hann lék með miklum ágætum á
sínum tíma, en þessar skemmti-
legu manngerðir eru náskyldar
og vissulega þess virði að sjá þær
tvisvar sinnum. Var Lárusi ákaft
fagnað af leikhúsgestum og var
hann vel að því kominn.
Inga Þórðardóttir virtist ekki
b'eita sér í hlutverki Corinnu,
óperettusöngkonunnar, en hins
vegar tókst Róbert Arnfinnssyni
að gera töluvert úr hlutverki
Pegion leiksviðsstjóra. Leikkon-
nrnar ungu að tjaldabaki í leik-
húsinu í Pont d’ Arcy voru glæsi-
legar og iiðsforingjarnir í her-
skálagarðinum sómdu sér vel og
söngur þeirra, afbragð.
Dansana í öðrum þætti hefur
hinn ágæti balletmeistari . Erik
Bidsted samið, cn aðra dansa
SigríðUr Ármann og hefur hún
einnig æft dansana. Hefur mjög
verið til þeirra vandað og dans-
fólkið leysti sitt hlutverk vel af
Framh. á bls. 11
ilálf sjötugur lipllenzkur
hjólagarpur til Guli-
íoss, Geysis og Þingvalla
Hann hefur hjólað m Noróurlöndin og lönd
Vesfur-Evrcpu, fér fii Tyrkfands í fyrra
HOLLAND — ísland — Nord-
kap. — Þessi álertun stendur
á spjaldi framan á svörtu reið-
hjóli, og ýmsir vegfarendur ráku
augun í þetta og spurðu sjálfa sig:
Hvað er nú þetta? Fullorðinn
maður leiddi hjólið víð hlið sér,
á bögglabera þess var værðarvoð,
vafin í plastdúk.
— Þeir hafa kallað mig „Hol-
lendinginn fljúgandi“ í Rretiandi
og FrakklandJ, sagði maðurinn,
er tíðindamaður Mbl. gaf sig á tal
við hann í Austursti'æti í gær-
morgun.
BARNAKENNAKl
Hollendingurinn fljúgandi, er
Adríann Roetman, barnakennari
í litlu þorpí skammt frá Rotter-
dam. Hann er nú 66 ára. Hann er
hingað kominn tíl þess að sjá
Þingvelli, Gullfoss og Geysi og
ætlar þessa leíð á reiðhjólinu
sínu, sem er af gömlu gerðinni,
engir gírar eða þess háttar. Hann
lét setja það saman úr þrem öðr-
um reiðhjólum, sem hann átti og
segist með bví hafa fengið gott
reiðhjól.
ÞAULÆFÐBR FERÐAMAÐUR
Roetman er þaulæfður ferða-
lögum á reiðhjólL Allt frá því
hann náði sextugu, hefur hann
hjólað um öll löndin fyrir vestan
Járntjald, um Norðurlöndin, jafn-
vel austur fyrir Járritjald. í fyrra
sumar fór hann einn sins liðs,
eins og hans er vani, austur til
Júgóslavíu, allt austur til Tvrk-
lands og síðan til Grikklands, —
og í Aþenu svaf hann eina nótt-
ina á Akropolis.
Ekki kvaðst hann hafa tjald
meðferðis á ferðalögum sínuip.
— Mér nægir værðarvoðin, sagði
hann. — Ég svef sjaldnast í gisti-
húsum, heldur læt fyrirberast
undir berum himni. Ég hef ekki
efni á neinum lúxus, en hef
ánægju af ferðalögum á reiðhjóli.
HANDTEKINN FYRIR
SKEMMDARVERK
— Eg hef eiginlega aldrei orðið
fyrir neinum óþægindum á öllum
„Hollendingurinn fljúgandi“.
Adriann Roetman, kennari.
(Ljósm. R, Vignir).
ferðum mínum, nema einu sinni.
suður í Frakklandi. Mig bar þar
að, sem skógareldur hafði geisað.
Allt byggðarlagið var í uppnámi
og talið var fullvíst að brennu-
vargur hefði verið að verki. Lög-
reglan gaf lýðnum leyfi til að
handtaka hvern sem er, að mér
virtist, og ég varð fyrir barðinu
á þeim, sagði hinn þrautseigi
hjólreiðakappi. — Mér var skellt
upp á bíl, maður með skamm-
byssu hélt henni við brjóst mér,
unz komið var á næstu lögreglu-
stöð. Þar tókst að leiðrétta mis-
skilning þennan og lögreglan
flutti mig aftur á þann stað, sem.
ég hafði verið handtekinn, annað
tók ég ekki í mál, sagði Roetman.
— Ég hef einnig lent í höndum
lögreglunnar hér og get ekki
kvartað undan því, sagði Roet-
man.
HANDTEKINN í REYKJAVÍK
Nú skal sagt frá því:
Það var klukkan að ganga 11
á sunnudagskvöldið, að lögregl-
unni var tilkynnt, að maður
svæfi á bekk í biðskýli SVR við
Grensásveg. Talið var fullvíst,
að hér myndi vera um einhvern
dauðadrukkinn náunga að ræða.
Lögreglumenn fóru á vettvang og
vöktu þar eldri mann, sem sagði
til nafns síns: Adrían Roetman.
Hann kvaðst hafa komið með
Gullfossi þá um morguninn og
ætlaði sér að ferðast á reiðhjóli
sínu nokkuð um landið. Hefði
hann ætlað að liggja þarna fram
undir morgun, en leggja þá af
stað á ný austur til Þingvalla.
Lögreglumenn bentu honum á,
að hann gæti ekki gist í biðskýl-
inu, tók hann með sér niður á
lögreglustöð og þar fékk hann að
sofa í herbergi inn af herbergi
varðstjórans.
FERÐIN
Lét Roetman vel yfir viðskipt-
um sínum við lögregluna, en
fannst það út af fyrir sig ein-
kennilegt að banna mönnum að
sofa undir berum himni. Það var
á honum að heyra, að hann hefði
strax á fimmtudaginn ætlað að
leggja upp í Þingvallaferðina, en
villst af leið. En kl. 1.30 í gærdag
lagði hann upp á ný, en
nú ætlaði hann að fara fyrst aust-
ur að Gulifossi og Geysi, en síðan
fara um Þingvelli í bakaleiðinni.
Héðan af landi fer hann 12. júní.
Héðan hyggst hann leggja leið
sína til Danmörku, síðan til Nor-
egs, hjóla norður allan Noreg,
norður fyrir heimskautabaug, til
Nordkap. Þar með er skýringin
fengin á því hvað Nordkap táknar
á spjaldinu. — Hann hefur áður
komið á þær slóðir, en varð frá
að hverfa vegna þess hve mikill
snjór var þar um slóðir. — Nú
vonast hann til að komast á
leiðarenda.
♦—★—♦
Þessi fljúgaridi Hollendingur,
sem er eins og landar hans, hóg-
vær og kurteis í framkomu, talar
ensku, þýzku og frönsku nokkurn
veginn reiprennandi, hefur þegar
ákveðið hvert hann skuli fara
næsta sumar á reiðhjólinu sínu
— til Norður-Afríku.
Á SJÖ KLUKKUSTUNDITM
í SKÍÐASKÁLANN
í gærkvöldi um klukkan 9,3ft
átti Morgunblaðið tal við Roet-
man, sem þá var kominn upp í
Skíðaskála
— Þar sem ég hef aldrei úr
Framh. á bls. 11