Morgunblaðið - 29.05.1954, Side 14
14
MORGUHBLABIt*
Laugardagur 29. maí 1954
Skugginn og tindnrinn
SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASON
F ramhaldssagan 48
] setið og drukkið romm úti á svöl-
nnum hjá verksmiðjustjóranum.
Douglas gekk við hliðina á
•Tohn og Rosemary, en þau vildu
sýna að sem nemendur hans ættu
þau meira í honum en hin. Þau
böfðu ekki farið nema hálfa mílu,
þegar John sagði yfir öxlina við
Silvíu: (
„Hættu að sparka steinum í
mig‘‘. |
„Ég var ekkert að sparka
steinum í þig“, sagði Silvía. |
„Víst“. |
Sennilega hafði Silvía ekki
gert það viljandi, en nú fannst
henni hún verða að gera það úr
því henni hafði verið kennt um
það. Augnabliki síðar lenti steinn
í kálfinum á John.
„Ég var búinn að biðja þig að
hætta þessu“, sagði John. Hann
var óvenju áræðinn, af því að
Douglas gekk við hliðina á hon-
um. ,
„Gakktu þá einhvers staðar
anats staðar, ef það er vont að
ganga þarna“, sagði Silvía.
„Þú getur gengið einhvers stað-
ar annars staðar sjálf‘0. j
„Ég geng þar sem mér sýnistí1.
Dougias sagði þeim að hætta
að þrátta og þau héldu áfram. En
John hlaut að hafa fengið annan
stein í sig því hann heltist aftur
úr. Douglas hélt áfram að tala
við Rosemary, en brátt heyrði
hann ltávaða og leit við. John og
Silvía voru farin að fljúgast á og
veltust hvort um annað á stígn-
um. Hvortugt þeirra hætti þegar
hann kallaði til þeirra, svo hann
sneri við, skildi þau að og sagði
þeim að hætta þessu tafarlaust
eða hann sendi þau ‘bæði heim.
Þá fóru þau að rífast um það
hvort þeirra hefði byrjað. Hann
sagði þeim að þegja. Þau litu
leiðilega hvort á annað. Svo
sagði Silvía með viðbjóði. |
„Eg skil ekki hvernig mér datt
i hug að snerta á þér skítugum
og holdsveikum. Nú smitast ég
auðvitað“. I
Þessi orð höfðu kannski ekki :
mikil áhrif á John, hann var j
vanur allskonar svívirðingum
frá Silvíu, en þau höfðu þeim
mun meiri áhrif á Douglas. Hann
sagði John og hinm börnunum að
Jialda áfram. Svo skipaði hann
Silvíu að snúa heim aftur.
„Þetta var mjög illa sagt —
þú ert ekki hæf til að umgangast j
önnur börn“. Hann var afar reið- '
ur. Hann missti sjaldan stjórn á
skapi sínu í starí'i sínu við skól-
ann. En nú hlaut það að vera
mjög auðséð. „Þú getur sagt frú
Morgan að ég hafi sent þig til
baka. Biddu hana að gefa þér
eit.thvað að borða“.
„Ég vil ekki hafa heim“, sagði '
Silvía. Hún reigðí sig og hélt af J
stað niður brekkuna,
Dougias náði henni og stöðvaði
hana.
„Þú ferð ekki með okkur“,
sagði hann. „Ef nauðsyn krefur
iæt ég fara með þig heim“.
Augu hennar skutu neistum af
hatri, eh um leið var -hún sigri
'hrósandi. Hann hélt að hún
mundi neita að fara, og hann
mundi þurfa að haía íyrir því að
framfylgja hótuninni. En þá
brosti hún háðslega og sagði:
„Jæja, mér e rsvo sem sama. —
Ekki lagar mig til að fara í þetta
kjánalega ferðalag“. Hún sneri
við og gekk upp eftir aftur.
Þegar hann náði hinum börn-
unum, kom John til hans.
„Þetta var líka mér að kenna,
herra Lock#ood“, sagði hann
auðmjúkur. „Ég þóttist ætla að
íútta hana og hún hélt að ég
mundi gera það og þess vegna
réðist hún á mig“.
„Þetta var kjánalegt af ykkur
báðum“.
„Hvers vegna senduð þér hana
heim? Var það vegna þess að
hún sagði að ég væri holdsveik-
ur?“
„Það er ljótt að segja slíkt við
aðra“.
„Haldið þér að hún hafi í
alvöru haldið. .. .“
„Láttu eyd eins og kjáni,
John“, sagði Douglas. „Þú ættir
að vera farinn að þekkja Silvíu“.
o—O—o
Kaffiverksmiðjan var byggð
yfir á og hluti af ánni rann í gegn
um húsið þar sem baunirnar
voru þvegnar. Síðan var dreift
úr baununum á steypt gólf og
þær látnar þorna í sólinni. —
Rigningarský færðist yfir him-
ininn. Verkstjórinn blés i flautu
sína og um leið spruttu fram 6-—7
svertingjar, sem sópuðu öllum
baununum saman undir skýli. —
Skýið fór fram hjá án þess að
nokkur dropi kæmi úr því og um
leið var breitt úr baununum á
nýjan leik.
Verkstjórinn var Jamaica-mað-
ur með mikið grátt áhr og vin-
gjarnlegt andlit. Hann fylgdi
börnunum um verksmiðjuna og
útskýrði fyrir þeim hvernig hin-
ar ýmsu vélar störfuðu — ein
vélin aðgreindi stórar og litlar
baunir, á öðrum stað voru
skemmdar baunir teknar frá. —
Síðan gengu þau í gegn um stór-
an sal þar sem glaðlegar, feit-
lagnar stúlkur fóru síðustu hönd-
um um baunirnar áður en þeim
var pakkað inn. Síðan borðuðu
þau nestig sitt úti á árbakkan-
um. Verkstjórinn séndi þeim
ávaxtasafa til að svala þorstan-
um. Þau höfðu rétt lokið við að
snæða, þegar kvað við úr flautu
verkstjórans. Ský bar fyrir sólu
og það fór að rigna — Morgan
hafði spáð góðu veðri allan dag-
inn, svo ekkert var eðlilegra en
hann færi að rigna.
Þau leituðu skjóls inni í verk-
smiðjunni. Fyrsti skúrinn varð
að úðarigningu, en himininn var
orðinn kolgrár. Þau biðu í hálf-
tíma, en þá var ákveðið að halda
heimleiðis. Stígurinn upp hæð-
ina var brattur, en börinin voru
kát og þeim miðaði allvel áfram.
Douglas var hins vegar ekki
léttur í skapi. Hann hafði á-
hyggjur af John og sömuleiðis af
Silvíu. Honum datt í hug að Sil-
vía kynni að hafa fundið upp á
því að strjúka. Hann minntist
augnaráðsins, sem hún hafði sent
honum, hatursfullt og sigri hrós-
andi, um leið. Hann hefði átt að
láta einhvern fara með henni og
láta hana fara beint til Pawley
og skella ábyrgðinni á hann. —
Hann óskaði þess innilega að hon-
um hefði dottið það strax í hug,
en það var þýðingarlaust að fást
um það nú. Hann ákvað að hugsa
um eitthvað annað og þá datt
honum Judy í hug Hann velti
því fyrir sér, hvað hún væri að
gera á þessu augnabliki með
Louis. Sennilega var líka rign-
ing í Kingston og þau væru
heima hjá henni. Hann sá fyrir
sér litlu, hlýlegu íbúðina með
eldhúsinu og matarbirgðunum,
sem gætu enzt í mánuði, og svefn
herbergið og granna fótleggina á
Judy.. . .
„Um hvað eruð þér að hugsa,
herra Lockwood?“
„Eg var að óska þess að enginn
fengi lungnabólgu í rigningunni“.
„Ekki fæ ég lungnabólgu. Mér
finnst gaman að vera úti í vætu“.
„Það rennur úr hárinu á þér“,
sagði hann. „Þú ert eins og haf-
meyja“.
„Eg trúi ekki á hafmeyjar".
Afgreiðslustúlka
óskast hálfan daginn í sérvei-zlun við Laugaveginn.
Tilboð ásamt meðmælum og mynd (sem endursendist)
óskast send blaðinu merkt: Afgreiðslustúlka —349.
Stór sumarbústaður
á eínum fegursta stað Suðurlands til rölu nú þegar, ef um
semst. — Uppl. í síma 2343.
U n g I in g s p i 11 u r
óskast til sendiferða og pakkhúsvinnu.
LYFJABÚÐIN IÐUNN
Eitt, tvö eða þrfú
herbergi og etdhús
vantar strax fyrir reglusöm, ung hjón, með eitt barn.
Upplýsingar hjá Árna Guðjónssyni, lögfræðingi,
Garðaslræti 17 (sími 5314)
eða Ragnari Jónssyni, sími 80881.
APPPELSIIMIJRNAR
með HESTMERKIIMU
eru nú aftur fáanlegar í öllum matvöi u-
verzlunum.
Biðjið kaupmann yðar sérsfaklega um
HESTMERKID
þá fáið þér
Ijúffengar og safamikiar appelsínur.
SundnámskeLd
fyrir konur og börn hefst 1. júní í sundlaug Austurbæj-
arskólans. — Kennslan fer fram í smáflokkum alla virka
daga nema laugardaga.
Fyrir börn frá klukkan 10—12 f. h.
Fyrir konur frá klukkan 6—9 e. h.
Uppl. í síma 3140 í dag og á mánudag kl. 3—5 e. h.
Unnur Jónsdóttir,
sundkennari.
Spergil Súpa
Þessi Ijúffenga
{ rjómamjúka
súpa inniheld-
ur beztu tegund
af spergiltopp-
um og er uppáhald
ungra sem gamalla. Það
er einfalt og fljótlegt að
búa hana til — aðeins 5
mínútna suða.
Aðrar tegundir: Sveppir,
, Créme, Duchess, Bl.græn-
! meti Blómkál, Spínat og
Hænsna súpur með hrís-
grjónum og núðlum