Morgunblaðið - 10.07.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.1954, Blaðsíða 10
10 MORGVHBLABIB Laugardagur 10. júlí 1954 i Þýiku hermanna- :j grafimar PAÐ var á árunum 1942—44 að ég leyfði að þýzkir hermenn sem fórust hér á landi, væru grafnir í reit út frá kirkjugarðinum í Brautarholti. Síðan hefur kirkju garðurinn verið færður út og er reitur hermannanna nú inni í garðinum. Aðeins lítillega hefur verið um það rætt, að flytja jarð- nerskar leifar þriggja hermanna austan af landi í kirkjugarðinn í Brautarholti. Engir samningar eru um það byrjaðir. Nú er það sóknarnefndin og söfnuðurinn, ' sem verður að samþykkja slíka málaleitan. Vegna umræðna í blöðum um þetta mál, vil ég að þetta sjónarmið komi fram. neskar leyfar þriggja hermanna IVfinning Hvert helzt sem lífsins bára ber er bátnum hingað rennt, í sínum stafni situr hver, og sjá! þeir hafa lent. Einn út í lengstu legur fór, | leitaði annar skammt. Hvers hlutur er lítill, hvers er stór þeir hvíla báðir jafnt. G'r. Th. í dag hylur jörðin í skauti sínu likama Ingimundar Ögmunds- sonar, Hverfisgötu 23 í Hafnar- firði. Það er, hún tekur á móti því, sem henni ber. Ingimundur var fæddur 5. des. Davíð Jensson PATREKSFIRÐI Fæddur 16. júní 1943. Dáinn 26. apríl 1954. HINZTA KVEJÐA TIL MÖMMU OG SYSTRA í nafni Guðs föður á friðsælu lönd ég fer héðan lífsins á morgni. — , Mér blasir við eilífðar alsælu strönd og englar í gullskrúða rétta mér hönd. Því hryggðar- og harma-tár þorni. Þau heilla, þau seiða, hin ljósfögru lönd sem ljómandi stjarnblik um nætur. — Ég kallaður er — og þá bresta öll bönd — er beðinn að mæta, hvar þekkjast ei grönd. En, mamma mín góða, þú grætur. — Æ, gráttu’ ekki, mamma, þótt gangi ég braut — eg geng inn í dýrðlegri heima. Æ, gráttu’ ekki, mamma, því gleði ég hlaut. Æ, gráttu’ ekki, mamma. — Við Frelsarans skaut ég minningu mömmu skal geyma. Og ég verð hjá Honum, sem börnin öll blíð æ blessar og verndar og styður, í al-sælu dýrð og um eilífa tíð^ — í örmum Hans vafinn ég fagnandi bíð. Hann heyrir hvers barnið Hans biður. Ég þakka nú Guði að gaf Hann mér þig að gleðja mig, verma og hugga, að hugsa um mig, leiða mig lífsins á stig, að léztu þér annt um mig, uppfræddir mig og hraktir burt hörmungar skugga. Og alla stund varstu mér ástrík og góð, þú unnir mér, hlúðir og skýldir. — þá ómálga barn ég nær einmana stóð, þín ástúð mig leiddi, svo helveg ei tróð. — Við brjóstin þín barst mig og hvíldir. Þú kenndir mér blessaða, barnslega trú að biðja og treysta á Drottin. — Þú sagðir: „Það ljær öllum ljósgeislabrú til lífsins — frá dauðanum". — Fullvissan sú um hug þinn og hjarta ber vottinn. Og nú flyzt ég glaður á lífsherrans lönd af ljósvængjum himneskum borinn. Hjá pabba ég bíð þín á blíðfagri strönd, þar burtfluttir ástvinir rétta þér hönd. — Og þá verða éi þunggengin sporin. — L. , LL Og systurnar ástkæru, saknið ei mín — því sælunnar stund er ei búin. — Við finnumst hjá Guði, hvar farsældin skín og fögnuður dýrlegur aldrei-i dvín. Og þar hvílist þreyttur og lúinn. Svo algóðum Drottni nú ykkur ég fel — og alla, sem mér voru góðir. — Ilann blessi’ ykkur lífið, Hann biessi’ ykkur hel, Hann blessi’ ykkur, styrki’ ykkur, gæti’ ykkar vel. — Þess biður nú elskandi bróðir. Sig. Fr. Einarsson. w w Ogmundsson i Í880 að Öxnalæk í Ölfusi og óíst þar upp. Bjuggu þar foreidrar hans, Guðrún Ingimundardóttir frá Króki í Grafningi, (af Reykja kotsætt), og Ögmundur Ögmunds son, ættaður frá Bíldsfelli. Áttu þau stóran hóp barna, mun nú aðeins eitt þeirra á lífi, Jón Ög- mundsson, lengi bóndi á Vorsabæ í Ölfusi, nú í Hveragerði. í Ölfusinu voru því lífsrætur Ingimundar, bar hann og jafnan hlýjan hug til þeirrar sveitar. Er Ingimundur fór úr foreldra- húsum gerðist hann lausamaður og vinnumaður um nokkur ár. Því næst gerðist hann bóndi og hóf búskap á Breiðabólstöðum í Ölfusi. Bjó hann þar fá ár með systur sinni, Sigurlínu. En sökum þess að hún missti heilsu, hættu þau búskap í sveit og fluttu til Hafnarfjarðar. Það mun hafa ver- ið 1919. Keypti Ingimundur þá bráð- lega húsið Hverfisgötu 23 og bjó þar æ síðan til dauðadags. „Lífs- báran“ hafði því ekki borið hann víða vegu. — Sigurlína lézt 1927, hafði Ingimundur reynst henni sannur og góður bróðir og syrgði hana mjög. Árið 1935 kvongaðist Ingimund ur Margréti Jónsdóttur, ættaðri úr Mýrasýslu, var það lífsgæfa hans hin efri árin, því Margrét reyndist honum traustur og ást- ríkur förunautur. Voru þau mjög samhent og samhuga í öllum gréinum. Var sambúð þeirra mjög hlý og innileg, enda var Ingimundur stakur geðprýðis- maður. Síðustu árin þurfti Ingimund- ur á hlýrri hönd og umönnun að halda. Var heilsa hans þá biluð. Fyrir þrem árum mun hann hafa fengið væga heilablæðingu og var eftir það mjög miður sín, og siðasta misserið barn í annað sinn. í þessum aðstæðum sýndi Mar- grét fyrst verulega hver einstak- ur förunautur hún var. Þegar þess er og gætt að á þessum ár- um varð hún að annast móður sína háaldraða og búa henni síð- ustu hvíluna. Hún dó 16. jan. 1953. Fáir, sem ekki þekkja því bet- ur slíkar aðstæður, munu gera sér grein fyrir hvílík þrekraun slíkt starf er. Þetta afrek vann Margrét með þvílíkri prýði að til fyrirmyndar er. Nú, að unnum sigri, blessar hún minningu þessa horfnu ástvina sinna, en fagn- ar jafnframt lausn þeirra. Ég ætla ekki að þylja langan lestur um manninn Ingimund Ögmundsson. Mærð eða mælgi var ekki að hans skapi. Orðvar- ari og gætnari mann hef ég ekki þekkt. Hnýsni og hlutsemi um annarra hag var fjarri geði hans, mun og hafa kosið að vera laus við það af annarra hendi. Hann var sérlega grandvar maður, umtalsfróður og óhlut- deilinn. Þrætur og þras eða létt- uðugt hjal mátti hann ekki heyra. Jafnvel blaðadeilur og stjórn- málaerjur geðjuðust honum ekki. Þó gat hann verið skemmtinn og gamansamur í viðræðu. Trygg- lyndur var hann og vinfastur. Að upplagi og eðlisfari var Ingi- Björgvin Hermannsson frésmíðameistari 70 ára í DAG er einn af merkustu iðn- aðarmönnum í Reykjavík 70 ára að aldri. Þetta er Björgvin Her- mannsson trésmiður á Óðinsgötu 5. — Björgvin er fæddur í Fremra Seli í Hróarstungu í Norður- Múlasýslu 10. júlí 1884. Foreldrar hnns voru Hermann Stefánsson og Guðný Sigfúsdóttir. Hermann var sonur Stefáns í Hallfreðar- staðahjáleigu Einarssonar frá Syðrivík í Vopnafirði Ólafssonar. Eru það Vopnfirskar bændaættir langt í liðu fram, sem að Her- manni stóðu. Móðir Einars í Syðri vík var Guðrún, kölluð góða, dóttir Jóns Ingimundarsonar á Vakursstöðum, en áður hef ég greint frá þessum ættum í greinum um Valdemar i Teigi og Björn á Svínabökkum. Guðný móðir Björgvins var laundóttir Sigfúsar í Sunnudal og því hálf- systir Vigfúsar ,,borgara“, hótel- eiganda á Akureyri. En systir Sigfúsar í Sunnudal var Þórey, móðir Sigfúsar Eymundssonar bóksala í Reykjavík. Stóðu að Sigfúsi í Sunnudal hinar_merk- ustu ættir eins og Hoíteigsætt frá séra Sigfúsi Tómassyni, Skjöld- ólfsætt frá Jóni ættfræðingi Gunnlaugssyni, Hafráfellstungu ætt frá Runólfi Einarssyni prests galdrameistara Nikulásarsonar o. fl. Björgvin ólst upp hjá Jósef Sig- fússyni, móðurbróður sínum, en hann drukknaði í Lagarfljóti árið 1894 er Björgvin var 10 ára gamall. Eftir það dvaldi Björg- vin með foreldrum sínum á Völl- um og í Skriðdal unz hann fór 17 ára gamall til Vigfúsar Þórð- arsonar, er þá bjó á Eyjólfsstöð- um og með honum fluttist hann að Hjaltastað er Vigfús gerðist prestur þar. — Tvítugur að aldri árið 1904, réðst Björgvin til tré- smíðanáms til Eyvindar Árna- sonar í Reykjavík og tók sveins- próf 4 árum síðar. Næstu 3 árin vann hann í Reykjavík að smíð- um, en fór þá til ísafjarðar og veitti forstöðu trésmíðaverkstæði Jóns Snorra í þrjú ár. Árið 1914 kom Björgvin aftur til Reykja- víkur og hefur dvalið þar óslitið síðan, eða nú í 40 ár. Næstu 8 árin vann Björgvin á verkstæði Jóns Halldórssonar, en þá stofn- aði hann sitt eigið verkstæði sem hann hefur rekið síðan og lengst af á Óðinsgötu 2. Vinnur hann þar enn dag hvern og er svo ern maður að öllu fari, að engan ó- kunnugan mann gæti grunað að hér væri um 70. mann að ræða. Hinn 4. nóv. 1911 kvæntist Björgvin Sigurrósu Böðvarsdótt- ur Guðmundssonar frá Skarði í Haukadal, en hún hafði alist upp hjá merkisbóndanum Einari Skúlasyni á Tannstaðabakka í Hrútafirði. Varð þeim 7 barna auðið er öll eru á lífi, en þau eru. Gunnar verkamaður í Reykjavík, kvæntur Kristínu Stefánsdóttur frá Eskifirði, Jósefína Guðný gift Sigurði Gíslasyni kaupmanni á Óðinsgötu 5, Brynhildur gift Snorra Guðlaugssyni, ættuðum úr Húnaþingi, Hermann brunavörð- ur í Reykjavík, kvæntur Fjólu Þorbergsdóttur, Hulda gift Hall- grími Péturssyni í Hafnarfirði, Sigurbjörg ógift í Reykjavík og Marteinn Böðvar húsgagnasmið- ur í Reykjavík kvæntur Ástu Guðlaugsdóttur. I---------------------------------- mundur „sveitamaður“ í beztu | merkingu þess orðs. Átti og lengst nokkrar kindur og kú. Þessar skepnur voru vinir hans og hann þeirra. Blettirnir, sem hann ræktaði báru honum vitni fyrir eljusemi og trúmennsku. Yfir- skrift lífs hans var: trúmennska og grandvarleiki. Ávarpsorðin, sem þeirra biða, er svo hafa lif- að þekkjum við öll. ' ' Guðl. E. Er hér miklu dagsverki skilað, enda er Sigurrós kona Björgvins hin mesta ágætiskona og honum samhent í öllum hlutum. Hefur heimili þeirra í Reykjavík verið opið öllum, einkum Austfirðing- um, enda er vandfundinn maður er betur ræki kynni og minn- ingar, en Björgvin og á hér við það sem. Grímur kvað: „Varla er hægt í neinni borg að finna, þó að bæði lengi og vel sé leitað, lundræknari mann til vina sinna“. Fer Björgvini allt jafnvel, frá- bær artarsemi í frænda og vina garð, þakklátssemi til allra er við hann hafa kynnst, góðvilji í allra garð, enda mun Björgvin hvergi hafa troðið illsakir í nokkurs manns garð. Fer honum eins og fleirum, er til aldurs komast, þvílíks sem hans, að það skín best af sólu frá æskudög- unum og í því skini lifir Björg- vin fagra elli, síungur í anda, glaður, hlýr og góður. Það er svo talið að það styrki andann að ferðast langt í minningum, og það er svo'fyrir að þakka að þessar minningaleiðir eru ekki lagðar á neinu landakorti. Þær verða lengstar inn í söguna og mannlífið, inn í hjarta samtíðar- mannanna í samúð og skilningi. Þessar leiðir á Björgvin langar og þær munu endast honum í ungdæmi enn um sinn. Benedikt Gíslason, frá Hofteigi. - Kveiínasföa Framh. af bls. 6 orðið erfitt að fá góðan fisk, og sá fiskur sem fæst er oft horaður og lítt árennilegur til átu. Þess vegna er ágætt að framreiða hann á einhvern annarlegan liátt, eins og hér að ofan er stungið upp á. — En benda má húsmæðrum á danskt máltæki sem segir að engin ætti að kaupa þorsk í þeim mánuðum, sem ekki hafa bókstafinn „R“ í nafni sinu, eða maí, júní, júlí og ágúst. Þá er þorskurinn lioraður og leiðinlegur hjá þeim, en þetta á einnig við hér hjá okkur á íslandi! Þegar fiskurinn er „bakaður" í ofninum heldur hann einnig bezt næringargildi sínu, eða bet- ur heldur en þegar hann er soð- inn í potti. — Þá má einnig hafa margs konar sósur með honum, bökuðum í ofni, t. d. sítrónusósu, falska hollenzka sósu o. m. fl. — Ef einhverjar húsmæður eiga í fórum sínum uppskriftir af sós- um sem gott er að hafa með fiski, yrði Kvennasíðan þeim þakklát ef þær vildu láta henni þær í té. — Einnig væri fróðlegt að vita hvernig ykkur, húsmæður góðar, tekst með bakaðan fisk í ofni og yfirleitt með öflun matfanga fyr- ir heimili ykkar. — Bréf til kvennasíðunnar má senda til Mbl. — Verði ykkur að góðu! A. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.