Morgunblaðið - 27.08.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.1954, Blaðsíða 14
1 14 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 27. ágúst 1954 f N I C O L E Skáldsaga eftii Kattíerine Gasin Wmr* rc i zraaccx Framtíaldssagan 26 „Jæja, hvernig lízt þér á bræð- ur mína?“ spurði Judy er þær jgengu upp stigann. „Eg veit, að þér finnst mamma vera elskuleg — það finnst ölium. Hún er dá- samleg. En strákarnir — hvað finnst þér um þá?“ „Þú hefur varla gefið mér tíma til ....“ Judy hló. „Reyndu ekki að bera j>ví fyrir þig'. Ég þekki þig nógu ryel til þess að vita, að þú hefur þegar þitt ákveðna álit á drengj- f tinum. Alan er líkur pabba, finnst J>að ekki? Þeir eru á sama máli ' um alla hluti .Rick er á öndverð- , um meið við þá. Það sem þeir vilja gera, er einmitt það sem hann vill ekki gera. Hann segist vilja gera eitthvað, er hafi ein- hvern tilgang.“ „Rannsóknarstörfin ..“ byrjaði Nicole. „Er það eitthvað þess hátt ar, -sem hann vill fást við?“ Judy kinkaði kolli. „Ég held að hann sé duglegur við starfið. Ég þ>ekki að vísu ekkert til starfans. Og get því aðeins dæmt eftir J>ví, sem aðrir segja mér. Hann stundar jafnframt tónlistarnám. í>ú verður að leika fyrir hann. 'Ég sagði honum frá öllum við- skiptum þínum við rússneska píanóleikarann." Þær voru komn ar upp stigann og gengu nú inn eftir breiðum gangi. „Eftir jólin fer Ross til Harrow. Hann átti að vera komínn þangað fyrir löngu, en hann er svo latur, að hann hefur ekki nennt að lesa nógu vel fyrir inntökuprófið. Hann hefur heimakennara, ein- hvern Mr. Kendall frá Cam- bridge. Ég hef ekki séð hann, því hann kom ekki hingað fyrr en eftir að ég var farin í skólann. En Rick hefur skrifað mér og sagt að það væri viðfelldinn mað- ur.“ Hún opnaði nú einar dyrnar er vissu fram í gangin, gekk svo til hliðar og sagði: „Þetta er her- bergið mitt.“ Nicole leit í kringum sig. Her- bergið var stórt, en lágt var und- ir loft; þar voru húsgögn úr ljós- um rósviði og bláleit gluggatjöld. Judy gekk að glugganum. „Sjáðu!“ sagði hún um leið og hún opnaði hann. „Hefur þú nokkurn tíma haft svo dásamlegt útsýni.“ Það gjóstaði inn um gluggann. „Ó, hvað það er yndislegt að vera komin heim aftur“, sagði Judy. „Ég veit að það er enginn staður í allri veröldinni, sem er eins fallegur og dásamlegur og þessi.“ Daglegt líf í Fenton-Woods var kyrrlátt. Ekkert truflaði hina , föstu og ákveðnu röð í búshald- inu. Nicole naut rólegheitanna í ríkum mæli. Það var gott að geta látið tímann líða án þess að hafa | áhyggjur af. Þegar hún hafði 1 verið þarna í tvo daga fannst f henni London vera í órafjarlægð. og Elgintorg enn fjarlægara. Það var óvenju kaþ þetta | kvöld. Eldur logaði í arni við- hafnarstofunnar. Andrew sat í hægindastól og yngsti sonur hans á stólarminum. Judy sat í öðrum og þau voru að ræða um áætlun : er gerð hafði verið um að þurrka mýrlendi vestur af búinu. Alan lá makindalega í stól og teygði sín- ar löngu fætur út á gólfið Hann lagði fátt til málanna — því hug- ur hans var hjá Joan Brewster. Hann gaut augunum til móður sinnar. Hún fann augnaráð hans hvíla á sér og leit til hans og brosti. Hún vissi hvað hann hugs- aði um; það var alltaf sami svip- twinn á Alan þegar hann hugsaði um unnustu sína. Margaret þekkti fjölskyldu Joan. Hún vissi um drauma Alans og hennar, og skildi þessi ungu hjónaefni. Andrew sagði að hún gæti alltaf lesið hugsanir barna sinna og eig- inmanns. Hún samþykkti það — og auðveldast af öllu var þó að lesa hugsanir Alans. Richard stóð á fætur og gekk yfir herbergið. Móðir hans horfði á hann. Hún var áhyggjufull út af hnéi hans. Hann hafði hlotið j slæm meiðsli. Kannske væri rétt- • ast að hann leitaði ráða annars ; læknis, hugsaði hún með sjálfri sér. Á morgun ætlaði hún að stinga upp á því. Richard hallaði sér upp að píanóinu, en við það sat Nicole og renndi fingrum sínum létti- lega yfir nóturnar. „Fyrirgefðu þetta lag“, sagði Nicole. „Ég hef sjálf búið það til.“ Hann brosti. „Mér finnst það skemmtilegt". „Ekki fannst rússneska kenn- aranum mínum það“, svaraði hún. „Hann hefur verið orðinn of gamall og hefur bara hugsað um tónlistina eingöngu." „En ef að þú gerðir það líka“, sagði hún og brosti. „Viltu ekki leika fyrir mig eitt lag?“ | „Mademoiselle“, svaraði Ric- hard og bugtaði sig og beygði. „Ég skal verða við óskum yðar. Stóllinn er nógu breiður fyrir 1 okkur bæði. En ég afsaka mig ^ fyrirfram — ég hef ekki æft mig mánuðum saman.“ „Hann æfir sig ekki nærir nógu oft“, sagði Margaret. „Ég held að hann gæti orðið mjög góður, I ef hann vildi það og legði sig j fram. En hann fæst ekki við neitt af alvöru. Það er gallinn við hann Sama gildir um rannsóknarstörf- in. Hann fæst við þau einungis i vegna þess að honum finnst æfin- . týralegt og gaman að fást við | þau. Ef hann . .. .“ hún þagnaði [ vegna þess að úti fyrir heyrðu þau að bíll var stöðvaður og síð- an var horn bílsins þeytt í ákafa. Ross stökk á fætur. „Það er Lloyd!“ hrópaði hann. Hann þaut í loftköstum út úr stofunni yfir anddyrið og opnaði útidyrnar. Þau heyrðu að hann renndi sér fótskriðu á gljáfægðu gólfinu síð- asta spölinn að dyrunum. „Hvílíkur hamagangur" muldr- aði Richard. Judy og Alan hlupu út á eftir Ross. Andrew leit á konu sína og var óþolinmóður á svip. „Já, farðu líka“, sagði hún, Þau stóðu bæði upp og gengu fram. Richarl sneri sér að Nicole. „Minnir þetta þig ekki á söguna um afturkomu glataða sonarins? Þegar Lloyd kemur heim, grípur pabbi til feita kálfsins og gleymir öllu og öllum nema Lloyd.“ „Hvers, vegna ferð þú ekki út að heilsa honum?“ spurði hún. „En hvað um þig? Vilt þú koma út?“ var svarið sem hún fékk. „Nei, þakka þér fyrir. Okkur fellur ekki svo vel hvoru við annað — eða að minnsta kosti hefur svo verið.“ Richard blístraði lágt. „Þá hef- ur Lloyd breytzt. Hann hefur aldrei verið erfiður í kynningu." „Það var ekki hans sök“, sagði hún lágum rómi. „Ég var ókurteis við hann.“ Hann brosti. „Nú, það lítur þá út fyrir að hann hafi hugsað sig um betur og ákveðið að þerra tár sín og reyna á nýjan leik.“ Nicole leit til hliðar. Lloyd var að koma inn í anddyrið og er hann gekk inn sá hún að hann hélt handlegg sínum yfir herðar Margaret. Richard stóð á fætur og rétti út hendina. „Halló“, sagði hann. „Það er gaman að sjá þig. Mér skilst að þú hafir áður heilsað upp á þessa vinkonu Judy?“ Lloyd kinkaði kolli til Nicole. „Já við höfum hitzt“. Hann leit síðan aftur til Richard. „Ég bjóst ekki við að hitta þig heima, Rick. Hvað er að; þreyttur á starfinu?" Jóhann handfasti ENSK SAGA 12. Ég kom inn í rjóður og fann þar kofa kolagerðarmanna, aumlegt hreysi, samt hefði ég ekki getað flýtt mér þangað með þakklátara hjarta, þó að það hefði verið konungshöll. Þar inni voru tveir sofandi kolamenn, stórvaxnir, rusta- legir náungar, sem hin daglega vinna þeirra hafði gert kolsvarta í framan. Þeir spruttu upp og gripu barefli sín, þegar ég kom þjót- andi inn, því að þeir héldu vafalaust að ég væri skógarmað- ur. — Þegar þeir sáu, að ég var aðeins stálpaður drengur, létu þeir vopnin síga, og einblíndu á mig með mikilli undrun. Ég heilsaði þeim hæversklega, og sagði þeim frá ævin- týri mínu í skóginum. Svo bað ég þá að lofa mér að vera um nóttina. j Þeir góndu forvitnislega á fallegu fötin mín, skældu sig hvor framan í annan og buðu mér brauðskorpu. Ég var ofðinn svo sárasvangur, að ég tók við henni og borðaði hana með ánægju. Ég var yfirkominn af þreytu og svefni, svo að ég lagiðst hjá þeim á bert gólfið og sofnaði. Morguninn eftir vöktu þeir mig í dögun. Þeir sögðust ætla áleiðis til hallarinnar og buðust til að fylgja mér heim. í fyrstu neitaði ég að aka í kerru þeirra, því að ég vissi að það var talin óvirðing fyrir riddara eða riddaraþjóna að aka í kerru eins og glæpamaður. Og ég bjóst við að sama regla ætti við um tiginn þjónustusvein. En þegar ég var búinn að ganga eina eða tvær mílur, ákvað ég að brjóta odd af oflæti mínu og hvíla fætur mína, og fór ég því upp í vagninn. i Hvoi tvíburinn notar TONI og hvor notar dýra Wrliðun?* Þér tíaíið ávallt efni á að kaupa Toni Engirm er fær um að sjá mismuninn á dýrri hárlið- un og Toni. Með Tor>; getið þér sjálfar liðað hár yðar heima hjá yður og Toni er svo ódýrt að þér getið ávalt veitt yður það þegar þér þarfnist hát liðunar. — Toni gefur hárir.u fallegan blæ og gerir hárið sem sjálf- liðað To.u má nota viö hvaða hár sem er og ej mjög auð'/t-lf í notkun. — Þess vegn» nota fleiri Tonl en nokkurt annað perma- nent * Josephine Milton, sú til vinstri not«r Toni. HárliSunarrökvi kr. 23, M Spólnr ........... — 32,2ö Gerið tíárið sem sjálfliðað HEKLA H. F., Austurstræti 14 — Sími 1687 Verzlianarhúsnæði Húsnæði fyrir kjöt- og nýlenduvöruverzlun ó«kt,o+ -t«. | ■ leigu eða kaups. — Tilboð auðkennt: „Kjöt og nýlendu- 3 I vöruverzlun“ —94, sendist afgr. blaðsins fyrir næstk. 3 j mánudagskvöld. .......................................... Drekkið appelsínusafa Fæst í næstu búð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.