Morgunblaðið - 02.09.1954, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.09.1954, Qupperneq 14
MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. sept. 1954 ] f 14 Framhaldssagan 31 „Spilaðu þetta ekki, Richard“, Sagði hún hranalega. „Ekki“. Hann leit á hana og ypti öxl- utn. „Allt í lagi, ef þú vilt ekki hcyra það“. Hann dró fingurna kæruleysislega yfir nóturnar. ,,Ég hélt kannski að þú vildir heyra polonaise". „Nei“. „En mér hefur fundizt sem þér likaði vel við verk eftir Chopin“, sagði hann eins og til afsökun- $r. „Þú leikur mörg þeirra sjálf“. ' „Já“, svaraði hún þurrlega. ,;Mér líkar vel við verk hans — öll nema polonaise". o—O—o Er Nicole og Lloyd kvöddu fólkið í Fenton-Woods var helli- iigning. Það buldi í þaki bílsins Og streymdi í fossum niður rúð- urnar. Þau hefði bæði viljað vera dálítið lengur og litu bæði um öxl er þau sneru af afleiggjaran- úm út á þjóðveginn Húsið bar jþá við gráann himininn og sást óskýrt. „Húsið er skrítið héðan að sjá“, sagði hann. „Já“. Hún sneri sér aftur við óg horfði fram á veginn. „Hvað kemur þú hingað oft, Lloyd?“ Hann hugsaði sig um. „Ég hugsa að ég komi svona sjö eða átta sinnum á ári, aðallega um helgar“. „Þú ferð hingað líka í sumar- leyfum þínum? Ferðu nokkurn tima annað en hingað?“ „Nei“, sagði hann og hló til afsökunar. „Ég held mér hafi t aldrei dottið í hug að fara ann- að“. Hann leit ekki af veginum framundan. „Sjáðu til, þessi Fenton-fjölskylda er ekki svo ó- lík hinni í Georgíu. Dálítið í- haldssamari, kannski, en í aðal- atriðum er Fenton-fólkið mjög líkt. Ég held að ég komi hingað svo oft vegna þess, að þá finnst inér, sem ég sé kominn heim“. „Judy sagði að þú værir eins og prins þar heima og allir litu á þig þar eins og yngsta barnið“. Það virtist svo sem hann hefði gaman af þessari síðustu athuga- semd hennar. „Það má kalla það hvað sem er, ef þér finnst ekki að tuttugu ár sé of hár aldur á manni, til þess að hann sé með- höndlaður sem barn og talinn vera yngsta barn“. Hann glotti og sagði síðan: „Mér finnst nafn- ið þitt vera stirrt. Mér finnst erfitt að segja það Nicky mundi vera mikið betra“. „Já .... já, mér fellur það ekki illa“, sagði hún. „En svo að við höldum áfram að tala um Fen- ton-Woods. Ætlar þú ekki að koma þangað aftur um jólin?“ „Ég geri ráð fyrir því“. „Þá hlýtur Fenton;Woods að líta út eins og mynd á póstkorti“. „Það er yndislegur staður“, sagði hann hægt. „Á þeim tíma árs finnst mér þetta heimili minna mig frekar á heimili mitt lieima í Georgíu en á nokkrum öðrum árstíma. Við héldum allt- af jólin hátíðleg eins og hér er gert. Þú veizt hvað ég á við — fjölskyldan öll heima, jólatré og góður matur“. „Það er erfitt að skilja þig, Lloyd Fenton. Ef þú hugsar svona mikið heim og ert svona heima- kær, hvers vegna....?“ >,Já?“ „Það skiptir ekki máli“. „Þú ætlaðir að fara að spurja mig, hvers vegna ég fór að lieiman, var það ekki?“ Hún svaraði ekki. „Ég skal segja þér það, ef þú villt“. Hann varð dálítið undar- legur á svipinn — og henni fannst í nokkurt óefni vera kom- ið. „Ég átti ekki um margt að ' velja", sagði hann. „Sjáðu til. Við áttum ekrur í Georgíu — ræktuðum bómull. Það var stór- bú fyrir nokkrum árum, en smám saman tók það að minnka. Pabbi héit stöðugt áfram að selja skika og skika af jörðinni til smábændanna; nú er eiginlega ekkert eftir nema húsið eitt. — Honum fannst kaup og sala með i verðbréf gefa meira í aðra hönd en bómullarræktun. — Hann græddi fé á olíu, svo að hann þurfti ekki framar að hafa á- hyggjur af ræktuninni. Hann hefði selt það allt saman — ef honum hefði bara ekki þótt svona vænt um húsið. Það hafði verið í eigu móðurættar minnar og . hann vildi ekki selja það“. Hann sneri sér að henni. „Þú þarft ] ekki að hlusta á þetta, ef þú ekki j vilt. Ef þér finnst það leiðinlegt, þá skal ég fúslega ræða um eitt- hvað annað“. „Nei, hættu ekki; mér finnst gaman að heyra þetta". „En vandræðin hófust þegar hann lézt“, hélt hann áfram. „Við fengum hvort okkar jafnan hlut í jarðeigninni. Það var allt í lagi; og öllum fannst það vera réttlátt og sanngjarnt. Tom var trúlofaður þá, og Rosmary líka; Jill starfaði við hjúkrun í Atl- anta og ég var nýbyrjaður í há- skólanum. Við Jill komum heim þegar í stað og vorum þar um kyrrt, þar til við höfðum áttað okkur á því að pabbi var fallinn frá. Tom áleit að hann gæti ekk- ert annað betra gert en að kvæn- ast þegar í stað. Rosmary fékk sömu hugmynd. Það var haldið systkinabrúðkaup — síðan fór hún til Louisiana þar sem mað- ur hennar átti bú. Þér finnst kannski undarlegt að þau skildu ganga í hjónaband svona- stuttu eftir að pabbi dó — en það var ekk: um annað að gera — þau höfðu þegar staðfest ráð sitt og eðlilegast var þá að stíga sporið til fulls, þegar aðstæðurnar breyttust heima. Jill fór þá aftur til starfa í sjúkrahúsinu og ég i skólann. Þremur mánuðum síðar skrifaði hún mér, og sagðist ætla að giftast manni þar í Atlanta og búa þar. Hann var læknir og ætlaði að taka við af föður sín- um. Það var dálítið óvænt áfall fyrir mig og ég var nokkurn tíma að átta mig á því sem skeð var. Ég hafði aldrei trúað, að andlát eins manns gæti svo ger- samlega sundrað einni fjölskyldu, eins og raunin varð með okkar f jölskyldu. Ég hélt náminu áfram þann vetur og fór síðan heim í sumarfrí". Hann hélt um stýrið annarri hendi á meðan hann náði sér í vindling með hinni. Hún horfði á hreyfingar hans, og fannst ein- kennilegt að hún skyldi ekki hafa veitt þeim eftirtekt fyrr. Hendur hans voru breiðar .og sterklegar og vel til hafðar. I þeim var mjúk leiki og næmleiki; hann mundi áreiðanlega verða góður skurð- læknir, hugsaði hún. j,Þegar ég kom heim“, hélt hann áfram, „sá ég að ég hafði gert skyssu. Þetta var ekki heim- ili mitt lengur, þangað sem ég gat komið og farið eftir vild; það tilheyrði Tom og Beth. Þetta sumar var ég gestur á hinu gamla heimili mínu. Tom vissi ekki hvernig mér va rinnanbrjósts. — Hann talaði um þá tíma, er ég hefði lokið næknanámi og mundi setjast þar að og starfa sem lækn- ir. En ég vissi svo vel að þar mundi ég aldrei setjast að. Mér fannst ekkert lengur vera við þennan stað. Mér fannst sem ræt- ur mínar hefðu verið slitnar upp og ég ætti hvergi heima. Ég varð að fara í burtu. Mér fannst ó- mögulegt að flytjast til nokkurs annars fylkis. Þegar ég kastaði teningnum yrði ég að skipta al- gerlega um, svo að ég ákvað að ■>u ....... Magnús Konráðsson verkfræðingur, cand. polyt. Drápuhlíð 29. — Sími 1287» Tek aS mér alls konar verkfræðistörf. Geri uppdrætti, áætlanir og útboSsiýsingar. Sérgrein: Jámbent steypa og hafnarmannvirki. ■mnrtfaaraw Jóhann handfasti ENSK SAGA 15 Það var frostkaldur góðviðrismorgun í desember, þegar við riðum burt yfir vindubrúna. Kalt loftið beit mig í kinnarnar og alhvít jör^in glitraði eins og gimsteinn. Ég reið hesti, sem hafði tuttugu bjöllur glamrandi á beizlinu. Ég var í nýrri treyju með fyrsta sverðið hangandi við hlið. Og þegar ég reið burt og leit aftur til þess að veifa til Blanchfleur í kveðjuskyni, blístraði ég fjörugt lag. Ekkert iðraðist ég eftir liðna tímann, — ekkert óttaðist ég framtíðina. „En hvað Jóhann de le Lande er laglegur maður,“ hugs- aði ég með sjálfum mér. Um hirð hins volduga Ríkarðar Englandskonungs í Normandí og hvernig Jóhann bjargaði lífi hans. Þegar ég, Jóhann de la Lande, reið um turnhliðið inn í Bures, fannst mér að ég vera ákaflega mikilvægur maður. En ég hafði ekki verið við hirðina nema fáeinar klukku- stundir, þegar ég komst að raun um hið gagnstæða, að ég var algerlega einskis virtur. Hver vissi hér, að ég hafði einu sinni synt í víggröfinni þrisvar sinnum hringinn í kringum kastalann til þess að vinna veðmál, — eða að ég var meðal sveinanna talinn góð- ur bogmaður? Og þó að einhverjir hefðu vitað um það, hefði þeim þá ekki staðið alveg nákvæmlega á sama? í fyrstu var ég dálítið hnugginn og hryggur í skapi. Svo fór ég að sjá hve lánsamur ég var, að ég skyldi þá vera ofurlítill féiagi þessa glæsilega hirðliðs. Þess vegna ásetti ég mér að hafa augu og eyru opin, því að það leyndi sér ekki, að miklir viðburðir voru í aðsígi í kringum mig. 1 Amerískir kjólar NÝ SENDING TEKIN UPP í D A G Eros h.S. Hafnarstræti 4 — Sími 3350. * IJtsalan heSdur áfram Allar skólatöskur, föt, frakkar, kápur, peysur, khaki o. fl. selst mjög ódýrt. — Ennfremur afsláttur af öllum öðrum vörum. Gerið góð kaup og munið: Margt á sama stað. s LAUGAVEG 10 — SlMI 3367 : 3 *» Viljum skipta á 160 ha Groy dieselvél í stað 120 ha. — Höfum einnig til sölu 80 ha. Gray dieselvél. Uppl. hjá j-élacj iviu, (férú L.j^. Defensor — Borgartúni — Sími 6298 IMarhanki Islands h.f. Lækjargötu 2, Reykjavik Afgreiðslutími: Kl. 10—12,30 árdegis og kl. 4—6,30 síðdegis, nema laugar- daga kl. 10—12 árdegis. vsjoofimKiopní ■ > ■ Vefnaðarvöruverzlun ■ ■ á góðum stað í bænum óskast til kaups eða leigu. — ■ Tilboð með uppl. um vörubirgðir, verð og leigumála ósk- ast send undirrituðum. HÖRÐUR ÓLAFSSON, hdl. Laugaveg'10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.