Morgunblaðið - 30.09.1954, Síða 14

Morgunblaðið - 30.09.1954, Síða 14
M MORGVNBIABIB Fimmtudagur 30. sept. 1954 j N I C O L E Skáldsaga eftir Katherine Gasm 5 : I Unglingar : óskast til að Bera blaðið til kaupenda ■ víðsvegar um bæinn. — Talið strax j við afgreiðsluna. — Sími 1600. !’ ðMMr'? VY 4*4 Framhaldssagan 54 Roger sneri sér að Nicole. „David er mjög hændur að ömmu sinni“, sagði hann lágt. „Já, ég hef veitt því eftirtekt". „Hún hefur gengið honum í móðurstað. Móðir hans dó er hann var barn að aldri“. „Já, hann hefur sagt mér það“, sagði Nicole. „Hefur hann sýnt yður mál- verkið af henni?“ „Nei“. „Það verður hann að gera. Hún var ljóshærð — konurnar í Ash- leigh-fjölskyldunni hafa allar verið ljóshærðar. Þér verðið hin fyrsta, sem er dökkhærð, og hin fyrsta af erlendum ættum". Hún leit snöggt á hann. Augna- ráð hans var kalt. Henni fannst allur virðingarsvipur af honum hverfa. Hann vissi það, hugsaði hún með sjáifri sér, — hann hafði tekið eftir því! Hún brosti blíðlega. „Þér talið liannig, að mér finnst ég vera svarti sauðurinn á meðal hinna hvítu“. Fyrsti kvöldverður hennar á Lynmara var þannig, að Nicole mundi aldrei gleyma honum. — Alla tíð myndi hún í anda geta séð þau umhverfis borðið í föl- leitri birtu kertaljósanna. Borðið var svo vel skreytt, borðbúnaður <tg glös svo skrautleg. Og spurn- ingarnar, sem hún hafði búizt við komu smátt og smátt. „Þér hafið ekki sagt mér hve -langt er síðan þér fóruð frá I Ameríku“, sagði greifynjan. „Það eru nær þrjú ár síðan, * .T,ady Manstone". I Greifynjan varð undrandi. „Að eins þrjú ár! Ég hélt að það væri miklu lengra síðan en það. Það heyrist enginn amerískur hreim- ! ur á máli yðar“. „Ég held að ég hafi aldrei talað j með amerískum hreim“, svaraði Nicole bliðlega. „Faðir yðar“, byrjaði greifynj- an, „hann var enskur, var það ökki? “ „Jú“. „Er hann á lífi?“ spurði hún dáiítið hikandi. „Faðir minn er dáinn, Lady Manstone. Hann barðist með Landaríkjamönnum í styrjöld- ifmi. Hann féll í Frakklandi“. Greifynjan hristi höfuð sitt í samúðarskyni. „Ó, mín kæra. Ég tamhryggist“. Hargreaves bar inn eftirrétt- inn og hvarf síðan strax. Nicole veitti því þegar eftirtekt að skeiðarblöðin voru orðin mjög slitin, en skeiðarnar sýnilega adtargripír með fögru mynztri. Þær hljóta að véra mjög gamlar, hugsaði hún. Hún leit upp. David brosti. Hún leit á Roger. Hann hafði verið að horfa á hana. Skyndilega hnyklaði hann brýrnar. „En móðir yðar....“ sagði hann. „Er hún á lífi?“ „Nei“, svaraði Nicole. „Móðir mín drukknaði í höfninni í New York“. 3. kafli.* David blístraði lágt er hann teymdi hrossin á eftir sér út úr hestagarðinum. Hann teymdi þau að trjánum skammt frá íbúðar- húsinu. Þetta var fagur morgun, angan sumars og gróðurs í lofti og blómaangan lagði með gol- unni frá blómagarðinum. Hann staðnæmdist við yzta tréð og horfði upp eftir stígnum heim að húsinu. Nicole, hugsaði hann með sjálfum sér, kemur út um aðaldyrnar og hérna fyrir hornið •— og þess vegna horfði hann í áttina að horninu. Skyndilega hætti hann að blístra. Það var ekki Nicole, heldur faðir hans, sem kom í áttina til hans. Pabbi hans sá hann ekki, því hann var niðurlútur. Hann staðnæmdist og kveikti sér í vindlingi. David horfði á hann með stolti — eins og hann hafði alltaf gert, því í hans augum var pabbi hans búinn góðum kostum. Hann var skot- maður góður og veiðimaður. — Þannig vildi David hafa pabba sinn. Hann kallaði til hans um leið og hann stakk kveikjaran- um í vasann. Roger leit til hans, kinkaði kolli til hans, gekk niður tröppurnar og eftir stígnum til hans. „Halló“, sagði David. „Þú ert snemma úti í dag“. „Já“, sagði hann. „Ég vaknaði snemma. Þessir eirðarlausu fugl- ar gefa engum frið til þess að sofa eftir klukkan fjögur“. David glotti. „Þeir eru dálítið truflandi stundum. En samt held ég nú, að þú mundir sakna þeirra, ef þeir væru ekki hér“. „Já, ég býst við því“, sagði Roger hálfbrosandi. -— Hestur Davids núði snoppunni við öxl hans. Roger strauk um háls hans. „David“, byrjaðí hann hægt, „það er dálítið, sem ég þarf að tala um við þig“. David leit til hans. „Já, hvað er það?“ „Það er um trúlofunina". „Nú“, sagði David dálítið hast- arlega. Roger hikaði; hann vissi varla hvernig hann átti að koma orð- um að því, er hann hugðist segja. „Ég held. ... ég held að þú ættir að láta líða nokkurn tíma áður en þú ferð að hugsa til giftingar. Þú ert ungur; þið eruð bæði of ung til þess að fara að hugsa um giftingu". Það var eins og David létti, og bros færðist yfir andlit hans. „Þú gerðir mig áhyggjufullann, pabbi“, sagði hann glaðlega. „Ég hélt, að þú ætlaðir að hafa ein- hverjar mótbárur í frammi gegn því að ég gengi að eiga Nicole. En fyrst þér finnst einungis að ég sé of ungur, þá er þetta allt I í lagi“. I „Ég er ekki á sama máli og þú“, sagði Roger. „Þetta er ekki allt í lagi“. David varð dálítið vandræða- legur og þögn varð nokkra stund. Þá leit hann á föður sinn og sagði stillilega. „Þú hefur alltaf sýnt mér velvilja, pabbi. Það er ólíkt þér, ef þú ætlar að reyna að koma í veg fyrir, að ég geri það, sem þú eitt sinn gerðir sjálfur". „Hvað áttu við?“ „Þú varst jafngamall og ég er núna, þegar þú kvæntist". „Það var allt öðru vísi“. svarið var mjög ákveðið. „Nei, pabbi. Þín mál þá voru lík því sem mín eru nú. Þú elsk- aðir mömmu, og þú vildir kvæn- ast henni. Þú hefur aldrei, svo ég viti, iðrast þess að þú gekkst ungur í hjónaband?" Roger svaraði ekki. Hann kast- aði vindlingnum í grasið og kramdi hann með skóhælnum. David hélt áfram: „Nicole er búin öllum þeim kostum, sem ég tel nauðsynlegt að prýði konur; hún er gáfuð, hún er fögur og t hún er aðlaðandi. Ég get ekki krafizt neins frekar, finnst þér það?“ Enn svaraði Roger engu — hann strauk höfuð hestsins í sí- fellu. „Amma segir, að hún sé yndis- leg stúlka", hélt David áfram. „Henni fannst það strax er hún sá hana í fyrsta sinn. Ég er sann- færður um að þetta gengur allt vel fyrir okkur. Ég hef aldrei verið eins sannfærður um neitt“. Ákafinn í rödd Davids virtist hafa einhver áhrif á Roger. „David, hlustaðu á mig“, sagði hann. „Gætir þú ekki beðið dá- lítinn tíma? Tólf mánuði? Ef þú verður þá enn á sömu skoðun og ! þú ert nú, þá skal ég láta undan. 1 Guð minn góður; þú hefur ekki þekkt stúlkuna nema í nokkrar | vikur, samt þykist þú vera ákveð inn í því að vilja vera með henni ' alla þína æfi“. ISIÝKOMIÐ: Ullarkjólar Tweedkjólar Jerseykjólar Verð frá kr. 495.00 Hentugasti vetrarklæðnaðurinn GULLFOSS Aðalstræti. Hinar margeftirspurðu mokkasínyr koma í dag ijid UMJUI.IUB BYGGIIMGAVORUR Vér höfum fyrirliggjandi Þurleskjað kalk. — Trétex Vz tommu 4x9 fet. Jötunn h.fByggingavörur Vöruskemmur við Grandaveg. ^J^eiílur íi.i. Austurstræti 10 STÚLKA getur fengið atvinnu á Bifreiðastöð Keflavíkur. * * I Þarf að hafa góða rithönd. — Enskukunnátta áskilin. — i , • Allai upplýsingar gefur Þórður Asgeirsson, Bifreiða- ; stöð Keflavíkur, sími 36. , ; Fólkshíll til sölu í Keflavík er fólksbíll til sölu í góðu lagi, með eða án stöðvarpláss. Góðir skilmálar, ef samið er strax. — Allar upplýsingar á Bifreiðastöð Keflavíkur, sími 36. y Sendisveinar óskast H.f. Eimskipafélag Islands * a m ■afMPAÓ*_®M»R*J IMokkrir verkamenn óskast í byggingavinnu. Benedikf og Gissur h.f. Aðalstræti 7B — Sími 5778 Hrærivél 30—40 lítra hræri- og þeytivél óskast. — Uppl. í síma 3444 og 4325. 9 ■JIM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.