Morgunblaðið - 08.10.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1954, Blaðsíða 16
VeMlli! í dag: Sunnan «g suð-austan. Allhvass. Skúrir. 230. tbl. — Föstudagur 8. okt. 1954 I fyrsta óveðri haustsins urðu ekki telj. skemmdir Stór vinnupallur hrundi á Vífilstöðum hraut rúður í hœlinu engan sakaði OFSAVEÐUR af aust-suðaustri, hið fyrsta á haustinu, gekk yfir landið í gærdag. Brast það á hér í Reykjavík, er komið var íramundir morgun. — Komst veðurhæðin hér upp í 12 vindstig, *?n hvassast var á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, en þar mældust 13 vindstig. — Ekki höfðu fregnir borizt í gærkvöldi af neinum meiriháttar skemmdum af völdum veðurofsans. Á VÍFILSTÖÐUM Suður á Vífilsstöðum hrundu . háir vinnupallar, sem reistir höfðu verið við suðurhlið hælis- ■ iris. — Þegar pallarnir hrundu, brotnuðu í sjúkrastofum n«g í eldhúsi hælisins, sem er í kjallaranum, um 30 rúður. — S^jíert slys varð á mönnum. Þó i'igndi glerbrotum inn í nokkrar sjúkrastofur. Nokkrum mín. áður höfðu tveir menn komið niður, sem verið höfðu á efsta palli, er nam við þakskegg. — Fyrir um J>að bil viku voru pallamir reist- ir. Verið er að setja nýtt járn á þak hælisins. MRUNDU A SVIPSTUNDU Sjónarvottar að því er vinnu- pallarnir hrundu, sögðust „hafa séð á eftir pöllunum" fyrir aust- urgafl hælisins. Er komið var fram fyrir hælið, lá spítnabrakið í einni hrúgu. Pallamir höfðu hrunið á svipstundu eins og spila- horg. Ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd af smiðunum við vinnu í plankahrúgunni undir suðurhlið hælisins. — Strax og veður leyfir á að byggja nýja vinnupalla, því ekki er búið að setja nýja járnið á hælið og í veðurofsanum fuku nokkrar gamlar plötur. LAUSLEGT FÝKUR í gærmorgun voru lögreglu- menn beðnir að koma til aðstoð- <*r vegna þess að járnplötur voru að fjúka og timbur við hús í smíð um og annað lauslegt. FLUGVELAR SNUA VÍÐ Vegna veðurofsans sneru nokkr ar millilandaflugvélar, ýmist á leið austur eða vestur um haf, frá. Ekki þykir öruggt að lenda í fárviðri. Var ein þessara flug- véla frá Pan American félaginu. iMeð henni var utanríkisráðherra Kristinn Guðmundsson, sem var að koma frá New York. Fór sú flugvél til Prestvíkur og beið þar þess að veðrið lægði. Var hún væntanleg í gærkvöldi. Fóstbræður halda hljómleika KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐ- UR hélt hljómleika í Austurbæj-I arbíó í gærkvöldi undir stjórn' Jóns Þórarinssonar. Einsöngvari með kórnum var Kristinn Halls-1 son og undirleik annaðist Carl, Billich. Eru þetta fyrstu hljóm- leikar kórsins síðan hann kom úr Evrópuförinni. Á söngskránni voru íslenzk, ensk og sænsk þjóð-1 lög, lög eftir Paul Hindemith og Bounod Grieg, Arna Thorsteins- son og Pál ísólfsson. Húsið var þéttskipað áheyrendum og söng- j mönnunum ákaft íagnað. Urðu þeir að syngja fjölda aukalaga.1 Söngstóranum, einsöngvaranum og undirleikaranum bárust blóm. Kórinn mun einnig halda hljóm- leika í kvöld og á sunnudags- kvöldið. Síðastliðið ár voru töluð í Kaup- mannahöfn ekki færri en 1141 milljón símtöl. Samanborið við önnur lönd, er Danmörk nr. 6 hvað símtalafjölda yiðvíkur. Hópur unglinga og barna safnaðist saman í Aðalstræti í gær, til að missa ekki af þeirri sjón, er elztu bifreið Reykjavíkur, yrði ekið af stað. Eigandi hennar, Guðni Magnússon, situr undir stýri, og er að setja í gang. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Emkennilegri bifreið hleypt af stokkunum ÞEIM, sem leið áttu um Aðalstræti seinnipartinn í gærdag, varð starsýnt á farartæki, sem verið var að hleypa af stokkunum við gatnamót Fichersunds. Farartækið var reyndar bifreið, en talsvert með öðrum hætti en þær íburðamiklu bifreiðar, sem ú þessum tímum renna dúnmjúkt og hljóðlaust um götur borgarinnar, gljáfægðar með straumlínulagi. Aðstoð bæjurins við húsnæðis- lonst fdlk Ástandið eftir I. okf. FYRIRSPURN kom fram á bæj- arstjórnarfundi í gær um hús- næðislaust fólk í bænum nú eftin 1. október. Borgarstjóri las upp skvrslu húsnæðisfulltrúa bæjarins, Ólafs Sveinbjömssonar, skrifstofustj.D um þetta. Skv. skýrslunni lcituðu alls 204 fjölskyldur til bæjarins 3 sambandi við húsnæðisvandræðí eftir 1. okt. s.l. Þar af fengu 98 fjölskyldur aðstoð, aðallega ura lán til fyrirframgreiðslu á húsa- leigu eða til að fullgera húsnæði, Mjög margir hafa leyst vand- ræði sín sjálfir og eru aðeins inn- an við 20 fjölskyldur af þcim, sem til bæjarins hafa leitað enö í húsnæðisvandræðum. Fimm út- burðarbeiðnir hafa komið fram og er unnið að lausn þeirra. MODEL 1923 Eigandi þessarar merku bif- reiðar, er ungur piltur, Guðni Magnússon. Hefur hann sjálfur gert bifreiðina ganghæfa og hina fegurstu ásýndum, en hún er gamli Ford, model 1923. Bifreið- in á merka sögu að baki sér, en hún var upphaflega slökkviliðs- bifreið, opin með körfusætum og meðan hún var ung þjónaði hún sínu hlutverki, bæði norðanlands og sunnan. FARÞEGA- OG VÖRUBIFREIÐ Nú hefur hinn nýi eigandi hennar, puntað upp á „gamal- mennið" og gert á henni ýmissar breytingar. Byggt yfir hana hús, mjög skrautlegt, og einnig komið fyrir litlum og þokkalegum vöru- ] palli. Innvortis í bifreiðinni hafa j einnig verið gerðar nokkrar „að- | gerðir" og sem sagt, bifreiðin ók ! af stað í gærdag, „háfætt“ og J reisuleg. ELZTA BIFREIÐ REYKJAVÍKUR Þessi bifreið, sem hlotið hefur númerið 8003, mun tvímælalaust vera sú elzta, sem í gangi er hér í Reykjavík og e.t.v. á landinu. Ef til vill á eftir að sannast á henni gamla máltækið að „gaml- ir ljáir bíti bezt“. Kommúnislar lapa f Blikksmiðafélaginu FÉLAG blikksmiða kaus full- trúa á Alþýðusambandsþing 3 gærkvöldi. Kosinn var Helg'3 j Hannesson, með hlutkesti millj hans og formanns félagsins, Finn- boga Júlíussonar. — Kommún- istar hafa alltaf hingað til átí fulltrúa þessa félags. i Á Alþýðusambands þing I VERKALÝÐSFÉLAG Vatns- leysustrandarhrepps kaus nýleggj j fulltrúa á Alþýðusambandsþing^ Kosningu hlaut Guðmunduu Ólafsson, sem aðalfulltrúi og Kristján Jakobsson varafulltrúLj TÍÐINDALAUST Á HAFINU Ekkert mun hafa orðið að hjá þeim bátum, sem á sjó voru, því ■ekki var leitað aðstoðar Slysa- varnafélagsins eða Strandgæzl- unnar vegna skipa eða báta. Hér á ytri höfninni lá danskt skip, sem kom til að taka olíu. — Það lá við legufærin, en varð að andæfa upp í veðrið, því legu- iærin héldu því ekki. Á að dýpka Hafnar- Oddur blekungsins hvílir á' hnútnum, sem bundinn hafði verið utan um löpp dúfunnar. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. DREIMGIR VIIMNA ILL- ViRKI VIÐ TJÖRIMIIMA JIAFNARFIRÐI, 6. okt. — í gær, kom dýpkunarskipið Grettir. hingað til Hafnarfjarðar, og á það að dýpka höfnina, einkum við trébryggjuna, sem er áföst við hafnargarðinn syðri. Ekki .hefir xeynst nógu djúpt við bryggj- una fyrir hin stóru olíuflutninga- skip, sem lagzt hafa þar. Einnig rr í ráði, að Grettir grafi á fleiri ♦iiöðum í höfninni. —G. E. IFYRRAKVÖLD komu þrír kafrjóðir, hraustlegir strákar inn á ritstjórn Mbl. Hélt sá þeirra sem elztu var á böggli undir hendinni. — Okkur var sagt, að við skyldum fara með þetta nið- ur á Morgunblað og láta segja frá því, sagði hann. — Svo tók drengurinn umbúðirnar frá og í ljós kom dauð dúfa. — Strákarn- ir, sem allir eiga heima við Skóla vörðustíginn, sögðu svo frá: ^ Tveir okkar voru að veiða hornsíli í Tjörn- inni, skammt frá Tjarnarbrúnni. Komum við þá auga á hvar dúfa maraði í vatnsskorpunni. Okkur datt strax í hug, að ef til vill gætum við bjargað henni. — En svo veittum við því athygli, að hana bar ekki undan vindinum. Okkur tókst svo að ná henni. — Kom þá í Ijós, að allstór steinn hafði .verið bundinn við fót dúf- unnar og hún sýnilega drukknað. — Einhverjir strákar hafa gert I þetta og drekkt dúfunni. 'W 'W 'W Frásögn drengjanna j var ekki lengri. Svo grimmileg örlög hafði dúfan hlot- ið í höndum illvirkjanna. Er j hörmulegt til þess að hugsa, að . börn í þessum bæ geti látið sér til hugar koma að fremja slíkt J ódæðisverk. Tvímælalaust hafa hér verið að verki stálpaðir strákar. Væri þetta atvik ekki vel til þess fallið, einmitt í dag, að kennarar í skólum bæjar- ins segi nemendum sínum frá illvirkinu við Tjörnina og brýni fyrir þeim að vera góð við dýrin? Hið sama ættu for- eldrarnir að gera---Slík villi- mennska sem þessi býður hættunni hcim. Fór þar yfir, sem skip var að sökkva SEINT í fyrrakvöld er Gullfaxi var yfir Norðursjónum, yfir svo- nefndum Esjerbanka, heyrði loft- skeytamaðurinn, Gunnar Skafta- son, að fiskiskip var í nauðum statt skammt frá. Þá var norðan ofsaveður á Esbjergbanka. Hér var um ítalskt fiskiskip að ræða, og var það að sökkva. — Bað skipið nærstödd skip, sem munu hafa verið allmörg, að koma skipshöfninni til bjargar. Gull- faxi var skýjum ofar, í 8000 feta hæð, og gat enga aðstoð veitt. Ekki vissi loftskeytamaðurinn hvernig hinum ítölsku sjómönn- um reiddi af. Parakeppni Bridge- félags Inrenna Parakeppni Bridgefél. kvenna .. BRIDGEFÉLAG kvenna heldur nú mjög fjölmenna parakeppni og eru þátttakendur 84 konur, eða 42 „pör“. Spila fimm um- ferðir. Staða efstu paranna er þannig eftir þriðju umferð: 1. Ásgerður Einarsd., I.aufey ■ Arnalds 248 stig; 2. Guðríður Guðmundsd., Júlíana fsebarn 244; 3. Guðrún Sveinsd, Mar- grét Ásgeirsd. 242,5; 4. Soffía Theódórsd., Viktoría Jónsd. 238,5; 5.—6. Ásta Möller, Eyþóra Thor- arensen 237; 5.—6. Anna Arad., Laufey Þorgeirsd. 237; 7. Eggrún Arnórsd., Kristjana Steingrímsd. 236,5; 8.—9. Ingibjörg Oddsd., Margrét Jensd. 234,5; og 8.—9. Ásta Flygenring, Ásta Ingvarsd. 234,5 stig. Næst verður spilað í Skáta- heimilinu við Snorrabraut föstu- daginn 8. þ.m. kl. 8 e.h. Minnkandi síldarafli hjá Akranesbáfum AKRANESI, 7. okt. — Tíu rek- netjabátar komu hingað í dag með 5—600 tunnur síldar alls. Er því síldveiðin mikið að rýrna frá því sem verið hefur. Aflahæstur var Sveinn Guðmundsson með 85 tunnur. — Bátarnir fengu slæmt veður á sjónum. Hingað kom í gærmorgun Arnarfellið og lestaði saltfisk •—Oddur. , RF.YKJAVÍK I 3. leikur Reykvíkinga: 62—g3. M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.