Morgunblaðið - 31.10.1954, Blaðsíða 9
Sunnudagur 31. okt. 1954
MORGVNBLAOItí
1
Reykjavíkurbréf:
Laugardagur 30.* október
AndrúmsKoffið mildara og léttara i alþfóðamáBum — Einangrunarstefnan hefði
orðið Islandi dýr — Heimsókn dr. Adenauers — TiBlaga um frfálsan bifreiða-
innflutning — Frumhlaup kommúnista — Ef IHalenkov kæmi til Reykfavíkur
Þessir þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa flutt tillögu um að innflutningur bifreiða verði gefinn
frjáls. Eru það þeir (talið frá vinstri): Jónas G. Rafnar, þm. Akureyringa, Jón Kjartansson, þm.
Vestur-Skaftfellinga og Jóhann Hafstein 5. þm. Reykvíkinga. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. tók myndina
í flokksherbergi Sjálfstæðisflokksins í Alþingishúsinu í gær.
Mikið hlutverk
DR. KONRAD ADENAUER hef-
ur sinnt miklu hlutverki meðal
þjóðar sinnar þann tíma, sem
hann hefur verið valdamesti íor-
vígismaður hennar. Það hefur
komið í hans hlut, að taka vlð
forystu þjóðar, sem skefjalaust
ofbeldi og einraeðisstjórnarfar
hafði leitt yfir ægilega ógæfu,
hrun og niðurlægingu. Hið nýja
vestur-þýzka lýðveldi hefur verið
að byggja sig upp á grundvelli
lýðræðis og mannréttinda. Víst
Andrúmsloftið mildara
og léttara
S.L. SUNNUDAG var dagur
Sameinuðu þjóðanna hátíðlegur
haldinn um heim allan. Fjöldi
þjóðarleiðtoga fluttu við það
tækifæri ræður og ræddu ástand
og horfur í alþjóðamálum, um
leið og þeir gerðu starf og stefnu
Samtakanna að umtalsefni. Yfir-
leitt kom sú skoðun fram í þess-
um ræðum, að friðarhorfur væru
nú betri en áður. Nokkuð hefði
dregið úr tortryggninni og vilj-
inn til þess að ná samkomulagi
um hin þýðingarmestu mál auk-
izt.
Thor Thors, sendiherra, for-
maður íslenzku sendinefndarinn-
ar á þingi Sameinuðu þjóðanna,
komst þannig að orði í stuttu
ávarpi, sem hann flutti af tilefni
dagsins, að andrúmsloftið á Alls-
herjarþinginu hefði í haust verið
léttara og mildara en oft áður.
Menn gerðu sér nú vonir um að
nokkuð væri tekið að rofa til í
alþjóðamálum. Hann ræddi einn-
ig hið mikilvæga hlutverk sam-
takanna og minntist á þá gagn-
rýni, sem að þeim hefði verið
beint. En meðan hér er vegist
með orðum á þingum, en ekki
með vígvélum úti um löndin, er
ógnun styrjaldanna þó bægt frá
þjóðunum, sagði sendiherrann.
Er það vissulega vel mælt og
réttilega.
21 þjóð sækir um
upptöku
FYRIR Allsherjarþinginu liggja
nú upptökubeiðnir frá hvorki
meira né minna en 21 þjóð. Und-
anfarin ár hefur inntaka nýrra
ríkja strandað á stórveldunum,
sem hafa á víxl hindrað aðild
þeirra að samtökunum. Er það
mjög illa farið. Sameinuðu þjóð-
irnar eiga helzt að ná til allra
þjóða heims. Innan vébanda
þeirra eiga fulltrúar alheimsins
að mætast. Þar á skilningur að
skapast á viðhorfum og hagsmun-
um hinna ýmsu kynþátta allra
heimsálfa. Þetta mikla þjóðanna
þing á að leggja grundvöll að
hagnýtingu snilligáfu mannsand-
ans til sköpunar friði og farsæld
í veröldinni.
Framkvæmd friðar- og mann-
úðarhugsjóna Sameinuðu þjóð-
anna er ókomna tímans von. 1
Ef því Allsherjarþingi, sem
nú stendur yfir, tekst að kom-
ast að samkomulagi um til-
lögur Bandaríkjanna um frið-
samlega notkun kjarnorkunn-
ar og afvopnunartillögur Sov-
étríkjanna hefur það unnið
mikið og gifturíkt starf. En
tillögum beggja þessara aðilja
hefur enn sem komið er verið
tekið skaplega. Engum dyr-
um hefur ennþá verið lokað í
þessum efnum. Þvert á móti
virðast þessi tvö stórveldi nú
gera sér nokkurt far um að
nálgast sjónarmið hvors ann-
ars í þessum mikilvægu mál-
um.
ísland og’ alþjóðleg
samvinna
VIÐ ÍSLENDINGAR tökum nú
þátt í fjölþættu alþjóðlegu sam-
starfi. Þessi litla þjóð hefur talið
sér það lífsnauðsynlegt, að
freista þess, í senn að leita sér
stuðnings í fjölmörgum alþjóð-
legum samtökum, og leggja jafn-
framt sinn skerf til sameigin-
legra átaka í þágu friðsamlegrar
þróunar og uppbyggingar í heim-
inum. Víst hlýtur okkar skerfur
að véra smár á þeim vettvangi.
En við skulum þó vera þess
minnugir, að þjóðir verða ekki
fyrst og fremst metnar eftir
höfðatölu þeirra eða veraldleg-
um auði. Andlegt atgerfi, menn-
ing þeirra og þroski ráða þar
meiru um.
Hvað hefur íslenzka þjóðin
lagt af mörkum til heimsmenn-
ingarinnar?
Hvernig starfar og berst þessi
fámenna þjóð fyrir lífi sínu?
Hvaða fordæmi gefur hún?
Það er á svörunum við þess-
um spurningum, sem matið á
gildi smáþjóðanna hlýtur að
byggjast.
Ef við hefðum valið
einangrunarstefnuna
ÞEGAR síðustu heimsstyrjöld
lauk heyrðust þær raddir, að ís-
land ætti að snúa sér til veggjar,
freista þess að halda við aldaga-
malli einangran sinni, halda sér
utan við alþjóðleg samtök. Við
værum svo fáir og smáir að við
Dr. Konrad Adenauer hlustar á frásögn um Þingvelli á barmi
Almannagjár s.l. þriðjudag. Til hægri á myndinni eru dr. Walther
Hallstein aðstoðarutanríkisráðherra, Ólafur Thors forsætisráðherra
og Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi.
hefðum ekkert að gera með þátt-
töku í þeim. Við hefðum heldur
ekki efni á slíkif.
En hefðum við haft efni á
því að standa utan við samtök
þjóðanna, sneiða hjá þátttöku
í viðleitni þeirra til þess að
byggja veröldina sameiginlega
upp úr þeim ægilegu rústum,
sem við blöstu eftir heims-
styrjöldina?
Nei, áreiðanlega ekki. —
Reynslan hefur sannað, að
einmitt með þátttöku í alþjóð-
legu samstarfi á meira og
minna breiðum grundvelli
hefur íslenzka þjóðin treyst
grundvöll frelsis síns, eflt
bjargræðisvegi sína í stórum
stíl og aflað sér vina og
stuðningsmanna meðal fjar-
lægra þjóða.
Hin aukna þekking á íslandi
og vaxandi skilningur á hags-
munum þjóðar þess mun hafa
stórkostlega þýðingu til hagsbóta
fyrir íslendinga á komandi ár-
um. Þátttaka okkar í alþjóðlegu
samstarfi er þess vegna enginn
„luxus“, sem þjóðin veitir sér.
Hún er einn snarasti þátturinn í
baráttu hennar fyrir efnalegu og
pólitísku sjálfstæði.
Engin þjóð, ekki heldur ís-
lenzka þjóðin, getur í dag staðið
einangruð og utan gátta. Við lif-
um í einum heimi, þar sem ein-
staklingarnir og þjóðirnar eiga
sameiginlegra hagsmuna að gæta.
Friður og lífshamingja mann-
kynsins byggist á því, að leiðtog-
ar þess og fólkið sjálft skilji
þessa örlagaríku staðreynd.
Heimsókn Adenauers
kanslara
EINN merkasti viðburður síðustu
viku hér á landi var án efa heim-
sókn dr. Konrads Adenauers, for-
sætisráðherra V-Þýzkalands. —
Þessi mikilhæfi 78 ára gamli
stjórnmálamaður, sem nú er tví-
mælalaust meðal fremstu stjórn-
málaleiðtoga heimsins, óskaði
þess sérstaklega áður en hann
kom hingað, að heimsækja hinn
forna þingstað íslendinga á Þing-
velli við Öxará. Þegar hingað
kom kvaðst hann vera kominn í
„pílagrímsför til fæðingarstaðar
þingræðisins í heiminum“.
Slík ummæli gáfaðs og þaul
reynds forystumanns ágætrar
menningarþjóðar hljóta að
vera íslendingum mikið fagn-
aðarefni, fyrst og fremst vegna
þess, að þau bera vott glöggri
þekkingu á íslenzkri sögu. En
saga íslands og sú menning,
er hér kviknaði og dafnaði er
og mun ævinlega verða þjóð
þess hjartfólgnara en allt
annað.
hafa öfgastefnur kommúnista og
nazista skotið þar upp kollinum.
En enn sem komið er eru þær
fylgislausar og fyrirlitnar. Hin
viturlega forysta dr. Adenauers
hefur átt ríkan þátt í þeim geysi-
lega árangri, sem orðið hefur af
uppbyggingarstaríinu innan-
lands. Og út á við hefur Vestur-
Þýzkaland nú tengst traustum
tengslum við önnur lýðræðislönd
Evrópu og Vesturheims. Jafnvel
hin aldagamla tortryggni og ó-
vild milli Frakka og Þjóðverja
hefur rénað við það samkomulag,
sem gert var fyrir skömmu í
London og síðan í París. Vestur-
Þýzkaland er nú frjálst og full-
valda. Það hefur jafnframt gerzt
hlutgengur aðili í varnarsamtök-
um hinna vestrænu lýðræðis-
þjóða.
íslendingum er sómi að heim-
sókn hins aldna forsætisráðherra.
Það er ósk okkar og von, að þjóð
hans megi jafnan bera gæfu til
þess að feta þá braut lýðræðis og
uppbyggingar, sem hann hefur
rutt.
Frjáls innflutningur
bifreiða
ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðisflokks
ins, þeir Jóhann Hafstein, Jónas
G. Rafnar og Jón Kjartansson,
hafa nú flutt þingsályktunartil-
lögu á Alþingi um, að fela ríkis-
stjórninni að gefa innflutning
bifreiða frjálsan. Benda þeir á,
að úthlutun innflutnings- og
gjaldeyrisleyfa fyrir þessum eft-
irsóttu samgöngutækjum hafi á
undanförnum árum valdið við-
sjám og deilum. í þessum efnum
hafi rikt meira misrétti og óheil-
brigðari viðskiptahættir en á
flestum öðrum sviðum. Sé þetta
þeim mun óheppilégra og hvim-
leiðara þar sem bifreiðar séu
eina samgöngutæki þjóðarinnar
á landi og nauðsynlegar atvinnu-
rekstri hennar.
Þessi ummæli eiga vissulega
við fyllstu rök að styðjast. Er ó-
þarft að rekja sögu bifreiðainn-
flutningsins frekar til þess að
færa þeim stað. Það hefur verið
ómögulegt, og það verður alltaf
ómögulegt, að tryggja réttlæti í
úthlutun leyfa fyrir þessum
tækjum með því fyrirkomulagj,
sem gilt hefur.
Það -var alltaf ætlan Sjálf-
stæðismanna, enda í fullu sam-
ræmi við stefnu þeirra í við-
skiptamálum, að bifreiðainnflutn
ingurinn yrði gefinn frjáls eftir
að hinn nýi skattur hefði verið
á hann lagður. En um það gat
ekki tekizt samkomulag innan
ríkisstjórnarinnar á s.l. sumri.
Þeir Jóhann Hafstein, Jónas
Rafnar og Jón Kjartansson
hafa fengið Alþingi mál þetta
til úrskuröar. Verður að vænta
þess, að þing og stjórn velji
nú þann kost, að létta af hinu
rangláta og óvinsæla hafta-
kerfi, sem haft hefur í för
með sér ýmiskonar brask og
spillingu á undanförnum ár-
um.
Ef Malenkov kæmi
til íslands?
KOMMÚNISTAR gátu ekki stillt
sig um að freista þess að verða
íslandi til skammar við komu
hins þýzka forsætisráðherra. Þeir
létu blað sitt bera hann hvers-
konar brigslum og svívirðingum
daginn sem hann kom til lands-
ins. Þeir hófu grjótkast að hin-
um erlendu gestum áður en þeir
stigu hér á land. Sýnir það enn
hið soralega innræti utangarðs-
lýðsins.
Til hvers myndu kommún-
Framh. á bls. 12