Morgunblaðið - 31.10.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1954, Blaðsíða 2
s MORGUTSBLAÐIÐ Sunnudagur 31. okt. 1954 1 ítalska stfórnin býður lerisir- landaþjóðnm til sameiginiegrar listsýningar í Któm v@rl FYFIR nokkru barst Norræna listsambantíinu bcð frá ítölsk- um yfirvöltíum, um að það geng- ist fyrir, að haida samnorræna listsýningu í Rómaborg. Sýning þessi er fyrivhuguð í aprílmán- uði næstkomandi og verður hald- in í mestu sýningarhöll borgar- innar. Eru öll skilyrði þar hin beztu og ákjósanlegustu. Er boðinu hafði verið tekið, var haldinn undirbúningsfiyidur í Róm til að semja við ítali og gunga frá öllum nauðsynlegum aíriðum varðantíi undirbúning sýningarinnar. Fulltrúar frá öllum Norður- löndunum sátu þennan fund, sem lraldinn var seinnihluta septem- bermánaðar, og var þar endan- lega gengið frá samningum um sýninguna og öðrum undirbún- ingi. Valtýr Pétursson listmálari sat fundinn af íslands hálfu, er hann nýkominn til landsins og skýrir þannig frá í aðalatriðum: Þetta er í fyrsta skipti í sög- unni, sem Norðurlöndum hefur verið boðið að halda sameigin- lega listsýningu í ítaliu, en þang- að hafa margir listamenn á Norð- urlöndum sótt menntun sína og dvalið þar langdvölum, eins og t.d. Thorvaldsen. Það er því vel til fallið, að listamenn á Norður- löndum fái tækifæri til að sýna list sína í því landi, sem miðlað hefur þeim svo miklu af þeim ijársjóðum, sem myndlistin hefur að bjóða í ítaliu. Norraéna listbandalagið. sem er félagsskapur listamanna á Norð- urlöndum, var sá aðili, sem ítölsk yfgirvöld sneru sér til, og aendu boð sitt. Engu að síður ber auðvitað að skilja hið góða boð þannig, að fyrst og fremst er hverri þjóð fyrir sig og öllum Norðurlandaþjóðunum í heild, sýnd sú virðing og vinsemd, sem í þessu boði felst. Þessi fyrirhugaða samnorræna listsýning verður, að öllu forfalla- lausu, opnuð í PALAZZ DELLE .ESPOSIlýlONE í Róm, í byrjun aprílmánaðar næstkomandi. Sýn- ingarhöll þessi er sú veigamesta, sem ítalir ráða yfir í höfuðborg- inni og stendur við eina aðalgötu Rómaborgar. Vart er hægt að liugsa sér öllu ákjósanlegra sýn- ingarhús. Á undirbúningsfundi þeim, er ég sat í Róm, var deilt uiður sýningarsöium milli Norð- urlandanna og gengið frá öllum nauðsynlegum undirbúningi að sýningunni. Sýningin mun standa yíir tæpa tvo mánuði, og er búizt við, að ekki færri en 300,000 gestir sjái hana, ef dæma má eftir venju- legri aðsókn að sýningum, sem haldnar hafa verið undanfarið í sömu sýningarsölum. Sýningin vei ður nefnd „Sýning á norrænni nútímalist“, en list hvers lands fyrir sig verður í sérstökum sýn- ingarsölum, sem verða greini- lega merktir með nafni hvers lands og fána. Einnig verður sýn- ingarhöllin skreytt fánum Norð- urlandanna að utan, og allt mun i verða gert til að vekja, sem mesta athygli á viðkomandi löndum, meðan sýningin stendur yfir. For- • seti Ítaiíu mun opna sýninguna og verður verndari hennar. Sýningin, verður mjög umfangs j mikil, og er lauslega áætiað að um 500 listaverk verði þar til sj^nis. Er ætlazt til, að sýnd verði ! þarna verk, sem sköpuð hafa ver- ið á Norðurlöndum, frá því um > seinustu aldamót fram á þennan dag, þannig að þau gefi sem gleggsta hugmynd um, hvað hef- , ur skeð í myndlist í hverju landi f fyrir sig og hver þróunin hefur orðið. ísiandi hefur verið úthlutað j sýningarsölum, sem rúma það mikið af listaverkum, að hægð- arleikur ætti að vera að gefa góða Tækifæri til afleiðinga- ríkrar landkynningar VaStýr Pétursson máiari sækir undir- húningstund fyrir hönd is'cndinga * Attræður á mcrgtiis: Kristján Jónsson Móabúð 1 heildarmynd af íslenzkri list og sýna það markverðasta, sem gerzt hefur hjá okkur í myndlist, en j auðvitað verður að vanda mikið t til vals verka á sýninguna, og j undir því verður að miklu leyti komið, hvernig íslendingar standa sig á sýningunni. Vönduð myndskreytt sýningar- skrá verður gefin út í tilefni sýningarinnar. Verður það fyrsta ritið, sem út er gefið á ítölsku um norræna list í heild. Þar sem sýningin verður að fara langa leið, héðan til Rómar, mun undirbúningur hennar hér- lendis byrja strax eftir áramót, og verður að hraða honum eins og hægt er. Áhugi ítala á þessari sýningu er auðsær og mikill, og get ég íullyrt að þessi menningartengsl verða fyrst og fremst til gagn- kvæms skilnings og fræðslu á jafn fjarlægum löndum og hér eiga hlut að máli. Öllum fulltrúum, sem sátu undirbúningsfundinn, kom ein- róma saman um, hverja þýðingu sýningin hefði fyrir Norðurlanda- þjóðirnar og hve stórt spor væri stigið með því að hefja suður- göngu norrænnar listar á svo veglegan hátt, sem hér gefst tækifæri til. Strax og heyrast fór um það á Norðurlöndunum, að til stæði.að halda norræna listsýningu í Róm, kom mikill áhugi í ljós bæði hjá því opinbera og almenningi. Til gamans má geta þess, að norski fulltrúinn á Rómarfundinum full • yrti, að eitt af útgerðarfélögunum í Osló hefði tilkynnt Norska lista- mannasambandinu, að það byðist til að flytja listaverkin til og frá ítalíu endurgjaldslaust, strax og nefnt hafði verið í einu dagblaði þar, að þessi sýning stæði til. Þeir Norðurlandamenn, sem mest hafa lagt til þessa máls, eru þeir sendiherra Svía í Róm, hr. Beck-Friis, og norskl málarinn, prófessor Axel Revold, en þeir vöktu fyrstir manna máls á hug- ! myndinni við ítalska aðila og hafa unnið ósíngjarnt og merki- legt starf í þágu þessa málefnis. Að endingu vil ég óska af heil- um hug, að íslenzkum listamönn- ; um auðnist að gera landi og þjóð j hinn mesta sóma með þátttöku ' sinni í þessari merkilegu sýningu, og að öll þjóðin skilji, hve merki- legur atburður er að gerast hér í menningarlífi voru. Fé slátrað í varúðarskyni BÆ, Höfðaströnd, 28. okt. — Sauð fjársjúkdómanefnd hefur ákveðið að allt féð frá bæjunum Kjarvals stöðum og Kálfsstöðum, alls um 200 fjár, skuli slátrað. — Er hér um varúðarráðstafanir að ræða frá hendi nefndarinnar, en fé þetta liefur gengið saman við féð frá Hlíð, en því fé var öllu slátr- að fyrir nokkrum vikum vegná þurramæðistilfellis í einni kind þaðan. Oákveðið er nær fénu verður slátrað. — Að Kjarvalsstöðum býr Hallgrímur Pétursson og að Kálfsstöðum Árni Sveinsson. — Björn. gistivini sína í Kína SAIGON, 30. okt.: — Nehru for- sætisráðherra Indlands fór í morgun flugleiðis frá Kanton í Kína áleiðis til Suður Viet-nam, en þangað kom hann til flugvall- arins í Saigon síðla dags. Nehru átti samtöl við Mao Tse-tung og Chu En-lai í Kína. í kvöld situr hann veizlu mikla, sem forsætis- ráðherra Suður Viet-nam hefur honum til heiðurs — Reuter. KRISTJAN JONSSON, formaður og bóndi í Móabúð, verður átt- ræður á morgun. Hann er fæddur að Hallbjarn- areyri í Eyrarsveit hinn 1. nóv. 1874, en fluttist með foreldrum sínum, Guðrúnu Hallgrímsdóttur og Jóni Jónssyni, að Móabúð, 10 ára að aldri, og hefur hann átt þar heima, þar til allra síðustu árin að hann hefur dvalið að mestu í Grafarnesi. Hann er tvíkvæntur, fyrri kona hans var Guðríður, en hin síðari er Kristín, báðar dætur Gísla Jónssonar frá Tröð í Hall- bjarnareyrarþorpi. Með fyrri konu sinni eignaðist hann tvö börn og er annað þeirra á lífi, en með hinni síðari þrettán og lifa ellefu þeirra. Þrátt fyrir háan aldur er hann ern og heilsugóður, að öðru leyti en því að heyrnin er biluð og heíur svo verið um langt skeið. Kristján í Móabúð hefur stund- að sjóinn frá því á unglingsaldri og allt fram á síðustu ár. Hann er einn í hópi hinna mörgu, góðu og atorkusömu sjómanna Eyrar- sveitar, og mun vissulega af öll- um, sem til hans þekkja, vera | talinn þar í fremstu röð. Hann | rak nokkurn búskap, ásamt sjó- ^ sókninni, eins og flestjr búendur J Eyrarsveitar gerðu. En fyrst og fremst er hann sjómaður. Hann var formaður á árabát um marga áratugi, farsæll og heppinn for- i maður. Ekki voru aðrir þar í sveit aflasælli en hann, og því | var hann aldrei í hraki með há- seta, heldur sóttu menn um I skiprúm hjá honum, þar var jafn j an góðs hlutar að vænta. Hásetar hans og aðrir þeir, sem um lengri eða skemmri tíma, dvöldu á heimili hans, minnast hans með miklum hlýleika og innilegri vin- áttu. „Þéttur á velli og þéttur í lund, þrautgóður á raunastund". Þess- ar ljóðlínur má vel heimfæra til Kristjáns. Hann er þéttvaxinn og skapgerðin traust og föst. Greind ur er hann vel, myndar sér sjálf- NGíiTian-fríóið vænfanSeg! h'mgað Ferming í dsg Fermingarbörn í Dómkirkjunni, sunnud. 31. okt. kl. 2 e. m. Sr. Óskar J. Þorláksson. aá Árni Petersen, Unnarstíg 2 Carl Bjarni Rasmusson, Þingholtsstræti 8 Björgvin Hafsteinn Kristinsson, Hvammsgerði 5 Egill Lars Jakobsen, Sóleyjargötu 13 Björn Lúðvig Einarsson, Skúlagötu 70 Haukur Hjaltasen, Bræðraborg- arstíg 23A Jón Hjaltason, Bræðraborgar- stíg 23A Jón H. Magnússon, Smiðjustíg 9 Ólafur Þór Ragnarsson, Grettisgötu 10. aá Hér birtist mynd af hinu víðkunna Normans-tríói, sem er Reyk- víkingum að góðu kunnugt. — Tríóið hélt nokkra hljómleika ásamt Alice Babs á vegum SÍBS í nóvembermánuði s. 1. Vöktu þessir hljómleikar mikla hrifningu, enda var hvert sæti skipað á þeim öllum. — Þessi hljómsveit er nú væntanleg hingað til fjögurra daga dvalar um, miðja þessa viku. Hún mun halda nokkrar skemmt- anir í Austurbæjarbíói. í fylgd með henni verða að þessu sinni tveir dægurlagasöngvarar, Marion Sundh og Ulf Carlén, bæði frá sænska sjónvarpinu. Auk þess verður með í förinni kunnur gítar-snillingur, Rolf Berg að nafni. Guðbjörg Svanfríður Runólfs- dóttir, Hringbraut 87 Ingibjörg Ásta Egilsdóttir, Hringbraut 110 Jóhanna Stefanía Einarsdóttir, SkúlagÖtu 70 Karólína Björg Sveinbjörnsdóttir Hávallagötu 35 mfl stæðar skoðanir á mönnum og málefnum, og ekki er á allra færi að hagga við skoðunum hans, því engin er hann veifi- skati. Og sú er þá líka reynsla hinna fjölmörgu vina hans, að hann sé þrautgóður á raunastund. Hann getur á þessum tíma- mótum æfinnar litið með gleði og hugarró yfir langan lífsferil. Hann hefur leyst mikið dagsverk af hendi og verið gæfumaður. — Alinn upp hjá góðum og trúuð- um foreldrum. Báðar konur hans hafa reynst honum góðir og traustir lífsför-unautar. Hann hefur eignast mörg og mannvæn- leg börn, sem ásamt konu hans, vilja öll stuðla að því að æfi- kvöldið verði honum friðsælt og hlýtt Við hinir mörgu vinir hans óskum honum af heilum hug til hamingju á áttræðisafmælinu og biðjum guð að blessa hann og ástvini hans alla. Á morgum verður hann stadd- ur hjá dóttur sinni og tengdasyni, Melgerði 15, Reykjavík. Jósef Jónsson. í lista yfir fermingarbörn sr. Jóns Auðuns er birtist í blaðinu í gær misritaðist heimilisfang i Björns Matthíassonar. Heimili | hans er Þingholtsstræti 3, Kópa- j vogi (ekki Kársnesbraut 30). — j Fermingarbarnalisti Fríkirkjunn- . ar og Laugarneskirkju birtist Leiðrétfing frá forsföðu- manni upplýsinga- og ráðningaskrifstofu varnarmáladeildar ÉG undirritaður leyfi niér hér með að leiðrétta grein þá, sem birtist í „Tímanum" í dag, föstu- daginn 29. október, undir fyrir- sögninni: „Klíkuskapur í manna- ráðningum á Keflavikurvelli“ Samvinna mín við tvo um- rædda ráðningastjóra Metcalfe, Hamilton, Smith, Beck Co’s, þá Konráð Axelsson og Ingólf Árna- son, hefur frá fyrstu byrjun og til þessa dags verið hin bezta í hvívetna og hafa engir árekstrar átt sér stað okkar í milli út af einstökum ráðningum til félags þess, sem þeir eru umboðsmenn fyrir. Ég harma það, að „Tíminn“ birti þessa nafnlausu grein án þess fyrst að hafa samband við mig til að sannprófa sannleiks- gildi hennar. Ennfremur vil ég taka það fram, að menn hafa oft verið ráðnir í venjulega verka- mannavinnu þegar ekki hefur verið um annað að ræða þótt þeir hafi sótt um aðra vinnu. Þá hef- ur jafnframt fylgt ósk frá mér um að viðkomandi menn yrðu fluttir í betri störf eftir því sem hægt væri og veit ég ekki annað en svo væri gert eftir því sem unnt hefur verið. Með þökk fyrir birtinguna. Keflavíkurflugvelli, 29. okt. ’54. Sigm. M. Símonarson. Agæhir af!i á Akranesi AKRANESI, 30. okt.: — Sameig- inlegur afli 13 trillubáta, sem reru hér í dag var 10—11 tonn. Afli bátanna var frá 700—1400 kg. Baldur, sem er 18 tonna skip hafði 1600 kg. — Oddur. Atvinnuleysisskrán- ing 1.-3. nóv. SAMKVÆMT ákvörðun laga fer atvinnuleysisskráning fram í Ráðningaskrifstofu Reykjavíkur- bæjar, Hafnarstræti 20, á mánu- dag, þriðjudag og miðvikudag. Eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig, að gefa sig fram kl. 10--12 f. h. og 1—5 e. h. tilgreinda daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.