Morgunblaðið - 06.11.1954, Page 2

Morgunblaðið - 06.11.1954, Page 2
2 MORGVN BLAÐIÐ Laugardagur 6. nóv. 1954 j RÆÐA MENNTAMÁLARÁÐHERRA Framh. af bls. 1 lierranum, heldur hinúm, sem tillöguréttinn á. Það, að ráðherra hefur samkvæmt skýlausum ákvæðum laga íkvörðunarvaidið, iær honum bæði rétt og sky'idu, til að kanna hvert mál sjálfur og veita stöðuna, eftir því, sem hans «igin sannfæring segir til um, en «kki einhverra annarra. Ef hann bregst þessari skyldu sinni, hef- ur hann sýnt, að hann er ekki liæfur til að gegna því mikils- verða embætti sem honum hefur verið veitt. Nafn hans er þá ekki annað en stimpill, sem aðrir geta sett á sínar gerðir, þeim til stað- íestingar. Ég hef aldrei verið slíkt verkfæri í höndum annarra, og vona, að ég vorði það seint. Það er rétt hjá Þjóðviljanum, að ég er ekki svo fagurlimaður, að mér henti að vera skrautfjöð- ur á annarra fati, hitt er heldur, að mér beri að beita því viti, sem jnér hefur verið gefið, þó að því íari fjarri, að ég eigi skilið þá lýsingu Þjóðviljans, að ég sé for- vitri sem Njáll. Enda má þar eitt- hvað milli vera. NY REGLUGERÐ Því hefur að vísu verið hreyft, að fyrir 18 árum hafi ég ásamt öðrum háskólakennurum vítt það, að brotið var gegn tillögum háskóladeildar um veitingu cmbættis, þegar höfð voru að «ngu ákvæði háskólareglugerðar- innar, sem heimiluðu deild að ákveða samkeppnispróf. Ég skal ekki rekja þá deilu, hún skiptir «kki máli lengur, því að 1942 voru samkvæmt tillögum Háskól- ans sjálfs settar reglur um «mbættaveitingar, þar sem ákveðið var, að þessar stöður mætti ekki veita öðrum en þeim, sem þar til skipuð dómnefnd hé'fði talið hæfa. Með þessu taldi Háskólinn það tryggt, er mestu ináli skiptir, að einungis hæfir menn hlytu stöðurnar, og lét sér að öðru leyti nægja umsagnarrétt um skipun þeirra og hefur ekki aíðan gert tillögur um breytingar á því. Það verður þess vegna ekki um það deilt, að ég hafi í senn laga- lega og siðferðilegan rétt til að ráðstafa þeim stöðum, sem deilur sfanda nú um, og skyldu til að gera það eftir minni eigin beztu vitund, eftir að hafa athugað öll málsatvik, þ. á. m. tillögur aðila, «ftir því, sem við á. En er það þá óvanalega, að ráð- herra ráðstafi stöðum ofan í til- lögur þeirra, sem tillögurétt eiga? Um það þarf ekki að fara í graf götur. Við, skulum aðeins líta á þær stöður, sem um er deilt nú, «n þær skilst mér vera þessar: Ein kennarastaða við Háskólann, skólastjórastöður við barnaskól- ana í Hafnarfirði og á Akranesi, og skólastjórastaða við Gagn- fræðaskólann á ísafirði. EKKI EINHLÍTAR Þegar dósents-staða í guðfræði var veitt af ráðherra næst á und- an því, er ég veitti Þóri Þórðar- syni, var það veiting dr. Björns Þórðarsonar á embætti til Sigur- hjörns Einarssonar, gegn ein- ■dregnum tillögum allrar deildar- innar. Sú veiting sætti að vísu gagnrýni m. a. hér á Alþingi og þ. á. m. af mér, en sú gagnrýni kom af því, að ekki var notað hiðl einstaka tækifæri, sem þá gafst til að bæta úr ranglætinu, sém séra Björn Magnússon varð fyrír 1937, þegar að engu voru höfð úrslit samkeppnisprófs, sem háún varð hlutskarpastur í. Engin slítf almenn gagnrýni utan há- skólans varð hinsvegar síðar, þegar Eysteinn Jónsson veitti Jpþanni Sæmundssyni prófess- orsembætti við læknadeild, gemi tillögum þeirrar deild- ai'. Hvoru tveggja veitingin var Áchlnil að lögum, vegna þess, að báðir höfðu mennirnir verið tald- ir hæfir af dómnefnd. Munur- inn frá því dr Björn Þóðarson ráðstafaði dósentsembættinu 1944 og nú, er sá, auk þess sem hvorugur umsækjandinn nú átti slíkan rétt til uppreisnar sem sr. Björn Magnússon, — munurinn er sá, að nú var deildin klofin í tillögum sínum, þar sem tveir af þremur í guðfræðideildinni lögðu til, að annar en Þórir fengi embættið, og einn mælti ákveðið með honum, en báðir umsækj- endurnir voru taldir hæfir af dómnefnd. Voru því tillögur deildarinnar að þessu sinni alls ekki einhlítar og ráðherra því enn skyldara en ella að gera upp sinn eigin hug og ákveða það, sem hann taldi rétt. Þegar Hermann Jónasson veitti Hannibal Valdimarssyni skóla- stjóraembætið á ísafirði, var það að vísu samkvæmt tillögum fræðslumálastjóra, en aðeins tveggja af fimm skólanefndar- manna. Á sama veg veitti Einar Arnórsson barnaskólastjóraem- bættið á Akranesi Friðriki Hjart- ar, samkvæmt tillögu fræðslu- málastjóra, og gegn tillögum skólanefndarinnar á Akranesi og Jónas Jónsson veitti Guðjóni Guðjónssyni skólastjóraembættið í Hafnarfirði gegn tillögfn fræðslu málastjóra og fjögurra af fimm skólanefndarmönnum. Þessi dæmi sem einmitt eru um sömu embættin og ég hefi nú veitt og að er fundið, að ég hafi ekki fylgt tillögum annarra um, sýna, að fyrirrennarar mínir um aldarfjórðungsbil hafa ekki talið sig bundna af tillögum ráðgjaf- araðilanna. Væri það einkennileg tilviljun, ef veiting þessara em- bætta væri undantekning. Auð- vitað er hún það ekki, því að það er altítt, að ráðherra beiti því valdi, sem honum er fengið. Það fær þess vegna engan veginn staðizt, að ég brjóti á móti venju, þegar ég fer eftir sannfæringu minni en ekki annarra um veit- ingu embættanna. Ég geri þá einmitt hið sama, sem allir fyrir- rennarar mínir hafa talið sér rétt og skylt að gera. SJÁLF ORSÖKIN En af hverju valdi ég þessa umsækjendur, eins og ég gerði, og hafnaði hinum? Þar er því til að svara, að þeg- ar eitt embætti á að veita, verður það aðeins veitt einum manni. Þó að hinir umsækjendurnir fái það ekki, felst engin fordæming á þeim í því. Þeir kunna engu síður að allra áliti að vera ágætis menn. Stöðuveitingin hlýtur eðli málsins samkvæmt ætíð að vera meira eða minna komin undir persónulegu mati þess, sem stöð- una veitir, þó að honum að sjálf- sögðu beri skylda til að afla sér sem beztra gagna um alla um- sækjendur og meta þau og vega áður en hann tekur ákvörðun sína. Um stöðuveitingar, sérstak- lega í skólamálum, hafa engar reglur myndazt, er geti orðið til leiðbeiningar hvað þá til úrslita- ákvörðunar íyrir ráðherra. Um þær stöður, sem á mig er deilt fyrir veitingu þeirra, er það að segja, að ég tók ekki Þóri Þórðarson fram yfir Guðmund Sveinsson, vegna þess, að ég geri lítið úr vísindamennsku Guð- mundar Sveinssonar, um hana tel ég báða umsækjendur nú ámóta, enda taldi dómnefnd þá báða hæfa. Ég valdi Þóri af því, að ég tel feril hans með slíkum ágætum,að nokkurn veginn eins- dæmi séu. Hann hefur nú í sam- J fleytt 10 ór verið við nám í 4 löndum, íslandi, Sviþjóð, Dan- mörku og Bandaríkjunum til und irbúnings því kennarastarfi, sem hann hefur nú hlotið. Þegar hann var í guðfræðideildinni hér gerð- ist hann hvatamaður þess, að stofnað yrði félag allra guðfræði- stúdenta til að brúa það bil, sem orc?ið var innan deildarinnar vegna ólíkra guðfræðíkenninga. Þegar hann var Við nám í Ár- ósum kusu félagar hans þar, hann fyrir forystumann sinn. 1 Hefi ég og séð bréf frá einum pró j fessora hans þar, sem fer um hann mjög lofsamlegum orðum 1 og telur hann framúrskarandi til að gegna kennarastöðu :: fræðum 1 sínum. Hið sama varð við hinn J stóra guðfræðiháskóla i Chicago.; Þar var Þórir kjörinn forystu-' 1 maður nemenda innan deildar- innar, og var sendur á alþjóða- þing, sdm fulltrúi stofnunarinn- ar og gerður aðstoðarkennari, cnda hlaut hann tvo vétur hinn hæsta stýrk, sem þar er veittur, vegna námsafreka. Kennarar Þóris þar Vestra hafa sýnt honum sérstakan trúnað og veittu hon- j uifi eindregin meðmæli til stöð-; unnar hér. Ég hefði talið það þjóðarskaða, ef slíkur maður hefði ílenzt erlendis og tékið þar kennarastöður, svo sem hon- um stóðu opnar dyr til. Ég, er dvalið hefi við stóra, erlenda há- skóla, veit, að áreiðanlega eru það ekki nema einstakir afbragðs menn, sem hvarvetna í framandi löndum geta sér svo gott orð, sem j Þórir Þórðarson hefur gert, og ættu allir góðir menn að fagna 1 því, að honum hefir nú gefizt færi að hverfa heim til föður- lands síns. Ef hann reynist í störfum sínum slíkur afbragðs- maður, sem hann hefur sýnt sig vera á námsárum sínum, þá mun þess lengi minnzt sem sérstakrar þröngsýni og ofstækis í íslenzk- um stjórnmálum, að ég skuli ásak aður fyrir skipun hans í þetta starf. PRÝÐILEG MEÐMÆLI í skólastjórastöðuna á ísafirði mælti að vísu meiri hluti fræðslu ráðs með öðrum manni, en þeim, er ég veitti, en hann studdu 2 af 5 fræðsluráðsmönnum og bæði íræðslumálastjóri og námsstjóri. Auk þess hafði hann umsögn þeirra, er þekktu til fvrri kennslu starfa hans, þar á meðal Hervalds Björnssonar, skólastjóra, í Borg- arnesi, serh segir um Guðjón Kristinsson: „Hann hefur reynzt hinn ágæt- asti kennari, röskur í starfi og áhugasamur, stjórnsamur, stund- vís með afbrigðum og frábærilega reglusamur í hvívetna". Bjarni Bjarnason, skólastjóri á Laugarvatni, segir um Guðjón: „Guðjón Kristinssson, kennari, sem nú sækir um skólastjóra- stöðu við Gagnfræðaskólann á ísafirði, er að minni skoðun gæddur ágætum hæfileikum til slíkra starfa. Hann hefur tals- verða reynslu frá Laugarvatni í daglegri stjórn, hann er óvenju- lega fjölhæfur kennari, íjörugur og dugmikill í kennslustundum, og vinsæll“. Um Njál Guðmundsson er sett- ] ur var skólastjóri á Akranesi er það að segja, að meiri hluti j fræðsluráðs mælti raunar með öðrum, og námsstjóri og fræðslu- málastjóri tóku undir þau með- mæli. Tveir af fimm skólanefnd- armönnum á Akranesi mæltu hins vegar með Njáli. Af hálfu sumra þeirra, er ekki mæltu með Njáli, kom fram, að þeir þekktu ekki til kennslu hans. Mér þykir meira um vert skoðun, sem byggð er á þekkingu, en það, sem sagt er í skjóli vanþekkingar. Og hvað segja þeir, sem til Njáls þekkja? Hér eru ummæli Gísla Jónasson- ar, skólastj. Langholtsskóla, eins fremsta skólamanns á íslandi. Hann segir um Njál: „Hann hefur reynzt ágætur kennari, reglusamur, stundvís, samvizkusamur og prúðmenni í framkomu, bæði gagnvart nem- endum, samkennurum sínum og öðru starfsfólki skólans. Hann hefur náð mjög góðum árangri í kennslu sinni, «nda mjög vinsæll af nemendum sínum.“ Jón Auðuns, formaður Reykja- víkurdeildar Rauða Kross ís- lands, dómprófastur, segir um Njál: j „Hann hafði á hendi trúnaðar- starf við barnaheimili Rauða Krossins í Laugarási í sumar. Hann leysti það starf sitt þannig af hendi, að stjórn Reykjavíkur- deildar Rauða Kross íslands var sérlega ánægð með það. Sam- starf hans við forstöðukonuna og annað starfsfólk fór honum með afbrigðum vel úr hendi og allt viðmót hans Við 120 barna hóp var til fyrirmyndar bæði um alúð hans við börnin og stjórnsemi. Af þeim kynnum, sem ég hefi af starfi hans í sumar, hlýt ég að gefa honum beztu meðmæli mín og telja hann ágætum hæfileik- um búinn, bæði um stjórnsemi háttprýði og alúð í starfi, sem aflaði honum mikilla vinsælda, bæði meðal samstarfsfólksins og barnanna í Laugarási." NÁIN KYNNI Um skólastjórann í Hafnarfirði er það að segja, að meiri hluti fræðsluráðs lagði með öðrum manni, en stöðuna hlaut, og fræðslumálastjóri og námsstjóri hölluðust frekar á þá sveif, þó að þeir teldu Einar Þorvaldsson, er ég setti í stöðuna, einnig vel hæf- an. 2 af 5 fræðsluráðsrhönnum mæltu með Einari og Snorri Sig- fússon, fyrrum námsstjóri, sem gerþekkir hann, segir svo: „Einar M. Þorvaldsson er, að mínum dómi, mjög góður og far- sæll kennari, glöggur vel, skap- þýður, prúðmannlegur, stjórn- samur og drengur góður. Bar Hríseyjarskólinn, undir stjórn Einars, glöggt vltni um þessa kosti skólastjórans. Hin síðustu ár, hefir Einar ver- ið kennari við barnaskólann á Akureyri og reynzt þar mjög vel. Að öllu samanlögðu tel ég mig geta mælt hið bezta með honum til kennarastarfs og skólastjórn- ar.“ Þessi ummæli Snorra eru studd af umsögn Hannesar J. Magnús- sonar, skólastjóra á Akureyri, en hann segir: „Herra Einar M. Þorvaldsson hefur verið kennari við Barna- skóla Akureyrar 6 undanfarin ár og reynzt í alla staði hinn prýði- legasti starfsmaður. Hann er úr- valskennari, stjórnsamur og dug- legur og hið mesta prúðmenni, enda vinsæll bæði af nemendum, kennurum og foreldrum." — ★ — ENGIN ÁSTÆÐA VANTRAUSTS Af því sem ég hefi nú sagt, er nógsamlega ljóst, að í embætta- veitingum mínum felst engin ástæða til vantrausts. Ef tillagan um það er ekki einungis flutt sem pólitískur hrekkur í hinni lítt upp byggilegu innbyrðis baráttu and- stæðinga Sjálfstæðisflokksins, væri þó frekar viðlit að halda því fram, að hún byggðist á ósam- þykki við skoðanir mínar um stjórn menntamálanna almennt, Enda er tillagan flutt örfáum dögUm eftir að ég setti á fjöl- mennum fundi, fram skoðanir mínar um þessi efni og má því e. t. v. líta á tillöguna sem svar við þeim. Er því rétt að ég rifji þær nú upp í meginatriðum, svo að þingheimi gefist færi á að dæma um, hvort þær séu svo skaðsam- legar, að þær gefi efni til van- trausts. Ég skal fúslega viðurkehna, að menntamálin eru ekki síður þýð- ingarmikil, en hin hreinu hags- munamál sem oftast og mest er rætt um á vettvángi íslenzkra stjórnmála, því að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, og hingað til hefur það aldrei verið stolt okkar íslendinga, að við værum auðug þjóð, sem hefði farnazt vel á veraldarinnar vísu, heldur hitt, að við værum menntá þjóð, þjóð, sem heíði í ininri menningu sinni átt styrk til að lifa af ótrúlega örðugleika. Við höfum talið okkur til gildis, að forfeður okkar áttu þann andlega þrótt, sem ekki aðeins gerði að verkum, að þjóðin lifði af þessar hörmungar, heldur að hún samdi og varðveitti sumt það, sem er með því bezta í heimsbókmennt- unum, þó að fjarri fari því, að enn njóti þau afrek slíkrar viður- kenningar, sem skyldi, og við höfum talið okkur sjálfum trú um. Eftir þvi sem hagur okkar verður betri, megum við ekki láta þessa prýði okkar falla í gleymskunnar dá, heldur einmitt halda henni hærra á lofti en nokkru sinni áður, með því hver um sig að leggja af mörkum, svo sem hann bezt má þjóðinni til heilla. Magnús Jónsson, prófessor, lét eitt sinn ummælt eitthvað á þá leið, að sökum fámennis væri fátt er við gætum keppt við aðrar þjóðir í, og þó væri það eitt, það, að láta hvern einstakan íslend- ing verða betur menntaðan en hver einstakur annarrar þjóðar maður er. Hygg ég, að flestir ís- lendingar séu sammála um, að þetta sé í senn eftirsóknarvert og framkvæmanlegt. VARLA KOMIN 1 FRAMKVÆMD '1 Enginn efi er á, að bókleg þekking hefur lengstum verið út- breiddari á íslandi en í flestum eða öllum öðrum löndum. Áður fyrri veittu heimilin að lang- mestu leyti þessa fræðslu. Nú er öldin orðin önnur í því efni sem öðrum. Fólksflutningarnir úr sveitunum hafa gert það að verk- um, að þar er ekki vinnuafl af- lögu til að annast slíka fræðslu til fullnustu og heimilishættir f bæjunum hafa aldrei verið til þess lagaðir. Þess vegna hefur verið komið upp hinu víðtæka skólakerfi, er við eigum nú við að búa. Ýmsir segja, að við höfum allt of mikið af skólum og skóla- skyldan sé of löng. Enda eru háværar raddir um, að endur- skoða þurfi fræðslulögin. Sann- leikurinn er þó sá, að fræðslu- lögin, sem sett voru 1946, eru naumast enn komin að öllu leyti í framkvæmd. Er því ærið hæpið, þegar af þeirri ástæðu, að enn sé tími til kominn að endurskoða þau í heild. Löggjöfin er og miklu sveigjanlegri en ýmsir virðast ætla. Menn tala um alltof langa skólaskyldu og miða þá við, að hún sé hvarvetna frá 7—15 ára. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að ef héraðsbúar sjálíir óska eftir, þá þarf skólaskylda hvergi aá vera lengri en frá 10—14 ára. Enda mun láta nærri, að fjórði hluti unglinga landsins eigi enn við að búa skólaskyldu til 14 ára aldurs. Ef einhverjum héruðum virðist þessi skólaskyldutími reynast illa og vera of langur, þá er hægurinn hjá að breyta til að nýju. En hvergi hefi ég vitað til, að slíkt væri nefnt, hvað þá heldur meira. Ég hygg, að flestir geti fallizt á, að ekki sé óeðlilegt, að skóla- skylda sé skemmri í sveitum en í bæjum, þó að ekki sé nema af því einu, að í bæjunum er ærið erfitt að fá annað verkefni handa börnunum en að ganga í skóla.r Heimilin geta bókstaflega ekki annazt þau allan daginn, og urn' börn og fullorðna á það við, að iðjuleysið er undirrót alls ills. Sumir einstakir þættir fræðslu- laganna þurfa hins vegar breyt- ingar við. T.d. eru ákvæði um fjármál skólanna nú bæði óglögg og ófullnægjandi. Sveitarfélög- unum hefur verið gefin von um rífleg framlög ríkisins til skóla- bygginga, sem þau ekki hafá fengið. Mun láta nærri að sú Framh. á bls. fi j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.