Morgunblaðið - 19.11.1954, Side 2

Morgunblaðið - 19.11.1954, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 19. nóv. 1954 ftétt þykir að fjölga kenn- urum Stýrimannaskólans INGÓLFUR FLYGENRING þingmaður Hafnfirðinga hafði í gær framsögu í Efri deild Alþingis fyrir sjávarútvegsnefnd í frum- varpi um nokkrar breytingar á lögum um stýrimannaskólann. KENNURUM FJOLGAÐ I FIMM Aðalatriðið í frumvarpi þessu, sagði hann að væri að fjölga föst- •um kennurum skólans úr fjórum í fimm. Nemendur við skólann eru nú um og yfir 150 á hverju ári og eru kennarar skólans störf- um hlaðnir. ERFITT AÐ FÁ AUKA- RENNARA Ingólfur taldi að fjölgun kenn- ara myndi ekki auka kostnaðinn, því að aukakennsla hefði verið ■orðin mikil og mundi dregið úr lienní sem þessu nemur. Annars liefði verið erfitt að fá aukakenn- ara. Menn séu illfáanlegir til slíkra starfa nema þeir fái fasta stöðu. VERKASKIPTING RÁDHERRA í sambandi við þetta rifjaði Ingólfur Flygenring upp ummæli menntamálaráðherra að það væri óeðlilegt að allir skólar landsins væru ekki undir yfirstjórn eins ráðherra. Kvað hann það í raun- inni einnig' eðlilegast að allir skólar heyrðu undir mennta- málaráðherra. En þannig er það með fleira t. d. samgöngumálin, þar sem einstakir þættir þeirra heyrðu undir þrjá ráðherra. Benti hann á að þetta mætti m. a. lag- færa að nokkru með ákvörðun um verkaskiptingu milli ráð- herra. Sabnrov — hækkandi síprna í BóðstjórnarríkjanaBi ÞAÐ vakti athygli víða um heim, að aðalræðumaðurinn á bylt- ingarhátíðahöldunum í Moskvu 7. nóv. var tiltölulega óþekktur maður og fjallaði hann um nýtt málefni. Sá var Maxim Z Saburov, varaforsætisráðherra, og rauði þráðurinn í ræðu hans var sú nýja stefna í utanríkismálum Rússa, að vesturveldin og kommúnisku löndin geti farið samningsleiðina að vandamálum heimsins. F',amh. af bls. 1 saka lánsfjármálið í heild og er þetta enn í deiglunni hjá ríkis- stjórninni. En Bæjarstjórn Reykjavíkur, sagði Jóhann, ákvað að bíða ekki, heldur hefjast þegar handa. Bæjarsjóður skyldi standa undir fjárframlögum að minnsta kosti til bráða- birgða, þar til endanleg lausn er fundin. 200 ÍBÚÐA HVERFI Þessvegna var ákveðið að hefja byggingu nýs bæjarhverf is austur af Bústaðavegshús- unum, þar sem yrðu 200 íbúð- ir. Skyldu þetta vera raðhús og er fyrirhugað að bæjar- stjórn geri húsin fokheld, en gefi fólki síðan kost á að kaupa þau. Er hugsunin að láta þá ganga fyrir um kaup á þeim, sem búa nú í herskál- um. í ágúst s. 1. var hafizt handa um smíði 45 af þessum 200 íbúðum í hverfinu og enn hefur verið tekin ákvörðun um að hefja smíði 50—80 íbúða í þessu hverfi ■og byggingu 16 íbúða til viðbót- ar í Bústaðahverfi. ÍBÚÐIR í HERSKÁLUM Varðandi útrýmingu bragga- íbúðanna, gat Jóhann þess að samkvæmt rannsókn, sem gerð var síðasta ár hefðu 542 íbúðir verið í herskálum Til að full- nægja húsnæðisþörf þessa fólks, þyrfti 159 tveggjaherbergja íbúð- ir, 160 þriggja herbergja, 173 fjög ■urra herbergja og 50 fimm her- bergja íbúðir. ÞÝÐINGARMEST — AUKIÐ LÁNSFÉ Það væri nóg að byggja 800 —900 íbúðir á landinu á ári, sagði Jóhann. En nú fyrst í stað verðum við að gera meira. Við verðum að vinna það upp að lítið hefur verið um íbúða- byggingar undanfarin ár og mun það taka 4—5 ár. Þýð- ingarmesta sporið í þessa átt er að bæta endanlega úr láns- fjárskortinum og að því vinn- ur ríkisstjórnin nú. Þessvegna, sagði hann að lokum, að sér virtist að þetta frumvarp kommúnista hefði ekki nokkrá þýðingu. Það er unnið af fullu kappi að lausn þessa máls — og ég er and- vígur þeirri stefnu að leigja opinbert húsnæði. Ég er þeirr- ar skoðunar að affarasælast sé að gefa fólki kost á að eign- ast íbúðir sinar með hagstæð- um lánum. Ráðhcrra gefur í kami FYRIR nokkrum dögum kom heilbrigðismálaráðherra, Ingólf- ur Jónsson í Blóðbankann. — Skoðaði hann húsakynni bank- ans og kynnti sér starfsemi hans. Áður en hann fór gaf hann í Blóðbankann hinn ákveðna blóð- skammt, hálfan pott. Á eftir var ráðherranum borinn kaffisopi til þess að hressa sig á, svo sem vani er í Blóðbankanum er menn gefa blóð. Hgairitorkci NEW YORK, 18. nóv. — Henry Cabot Lodge, aðalfulltrúi Banda- ríkjanna hjá S. Þ., lagði í dag fram í stjórnmálanefnd S. Þ., endurskoðaða tillögu um stofnun alþjóða kjarnorkumiðstöðvar, og er þar orðið í stórum dráttum við breytingartillögum Ráðstjórn arríkjanna. Að öllum líkindum mun stjórnmálanefndin ganga til atkvæða um tillöguna síðdegis á föstudag og eru taldar mjög góð- ar horfur á, að hún verði sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum að Ráðstjórnarríkjun-j um meðtöldum. Einkum er hér; um að ræða samþykkt á alþjóða vísindaráðstefnu á komandi sumri, en það er fyrsta skrefið í áttina til framkvæmdar þeirrar áætlunar, er Eisenhower forseti lagði fram um alþjóða kjarn- orkumiðstöð til friðsamlegrar hagnýtingar kjarnorkunni. Reuter-NTB Oscar Clausen. „íslenzkar dulsagn- ir" eftir Oscar (!au- sen komnar ú! EÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur nýlega gefið út íslenzkar dulsagnir, I. bindi, eftir Oscar Clausen, rithöfund. í bók þessari er 31 þáttur, þar sem'sagt er frá margvíslegri dularfullri reynslu ýmissa manna. T. d. segir þar Indriði Einarsson, skáld, frá því, sem fyrir hann bar á ferðalagi hans norður í land, þegar hann var ungur, og var að fara heim úr skóla. Ennfremur eru þar ýmsar dul- sagnir ísleifs Jónssonar, gjald- kera, og grein, sem nefnist Leynd ardómar Strandakirkju. Er þar í stuttu máli rakin saga kirkj- unnar og skýrt frá því, hversu áheitin á hana hafa oft orðið mönnum að liði. Aðrir einstakir þættir eru m. a.: Eldsvoðinn á Eiðum, Rödd frá öðrum heimi, Kristín Sigfúsdóttir skáldkona segir frá Franska strandið, Ein- kennileg sálræn reynsla, Dulræn reynsla frú Aðalbjargar Sigurð- ardóttur og frásögnin „Út yfir gröf og dauða“. íslenzkar dul- sagnir eru 214 bls. í Skírnisbroti. Prentun annaðist Prentsmiðja Hafnarfjarðar. AA kyimir starf- semi sína á almesin- um fuudi REYKJAVÍKURDEILD AA, hef- ur nú fengið aðsetur í Aðalstræti ’ 12, uppi, og rekur þar skrifstofu, og hefur fundasal. Er skrifstofan opin alla virka daga frá kl. 5—7. — síminn er 82186. . Guðni Þór Ásgeirsson, sem stofnaði þessa deild og hefur unnið merkilegt starf fyrir deild- ina, kom í fyrradag frá Banda- ríkjunum. Þar sat hann 20 ára afmælisfagnað hinnar alþjóðlegu AA-hreyfingar. Voru þar saman- komnir 2200 fulltrúar víðsvegar að úr heiminum. í stuttu samtali við.Mbl. í gær, kvaðst Guðni Þór Ásgeirsson ætla að halda almennan fund og bjóða þangað öllum þeim, sem hefðu áhuga á að kynnast starf- semi AA félagsskaparins og þeirri viðreisnarstarfsemi, sem hann rekur fyrir áfengissjúk- linga. í ferðinni heimsótti Guðni margs konar sjúkrahús og vinnu- hæli fyrir drykkjusjúklinga. — Einnig gafst honum tækifæri til að kynnast starfsemi ýmissa stofnana, sem hafa með höndum almenna fræðslu um áfengismál, en frá þessu öllu kvaðst Guðni Þór myndi skýra nánar á hinum væntaniega fundi hér í bænum. Nániskeiðsiiienn gáfn Blóðkank- arnini FYRIR nokkrum dögum komu í Blóðbankann við Barónsstíginn nokkrir þeirra manna, sem hafa með höndum kennslu á nám- skeiði, sem stendur hér yfir í bænum um þessar mundir, fyrir bílstjóra, er öðlast vilja meira- prófgréttindi. Þá voru, sem svo ískyggilega oft vill verða, mjög takmarkaðar birgðir blóðs í bank anum. Næsta dag var um þetta rætt við þátttakendur í námskeiðinu. Af 60 fóru 50 í Blóðbankann og j gáfu þar hver hálfan pott af blóði. Þetta fordæmi námskeiðs- manna þykir mjög gott og ætti að verða hvatning til annarra starfshópa, um að gefa Blóðbank- anum og tryggja þar með skurð- ardeildum sjúkrahúsanna nægar birgðir blóðs. BREYTT UTANRÍKISSTEFNA » í BILI Sú staðreynd, að Saburov varð fyrir valinu, bendir til breyttrar utanríkisstefnu í bili og gefur einnig nokkra hugmynd um breytingar þær, er virðast standa fyrir dyrum í æðstu stjórn Ráð- stjórnarríkjanna. Saburov er nýr af nálinni í stjórnmálunum, harfn varð fyrst fastur meðlimur ríkis- stjórnarinnar eftir dauða Stalins, og markmiðið er Hklega að láta hann vera „táknmynd heildar- innar“ (hann er lítið þekktur meðal rússnesku þjóðarinnar, jafnframt mun persóna hans eiga að tákna „nýja tímann“, sem ekkert á skylt við einangrunar- stefnu Stalins-tímabilsins. FYLGISMAÐUR KRUSHCHEVS En eitt er enn athyglisverðara: Saburov er fylgismaður Krush- chevs, og það, að hann er valinn aðalræðumaður, ber þess ótví- ræðan vott, sem menn hefir þó lengi rennt grun í, að sá er ræður í Kreml í dag er Nikita Krush- chev, mágur Malenkovs, en jafn- framt andstæðingur Malenkovs í stjórnmálum og persónulegur fjandmaður. Það var Saburov, er á flokksþinginu í október 1952 lagði fram nýja 5 ára áætlun, þar sem aðaláherzlan er lögð á kröf- ur um aukna framleiðslu land- búnaðarafurða, en sú er einmitt stefna Krushchevs. Saburov var nýlega veitt ein af æðstu orðum Ráðstjórnarríkjanna og hefir völd, er stinga mjög í stúf við hversu lítið hann hefir hingað til verið þekktur. ARFTAKI MOLOTOVS? En að öllum líkindum verður hann meira áberandi á stjórn- málasviðinu á næstunni, flest bendir til að hann verði arftaki Molotovs í utanríkisráðherra embættinu. Lengi hefir nokkur togstreita veríð milli Krushchevs og Molotovs og ekki er ósenni- legt, að þar sé nú komið að skulda dögunum, þar sem Krushchev gerði mikilvægan utanríkis- og hermálasamning við Mao-Kína, meðan Molotov varð að láta sér nægja að sitja fimm ára afmæli austur-þýzka alþýðulýðveldisins, svo að störf hans sem utanríkis- ráðherra virðast nú takmarkast við heimsókn í bústað Goethes og eina dráttarvélaverksmiðju. Leiðtogar Ráðstjórnarríkjanna — og er þá sérstaklega átt við Krushchev — virðast ótvírætt taka Saburov fram yfir Molotov til að túlka og framkvæma hina nýju stefnu í utanríkismálum. Her! á reglum um svarar HELSINGFORS, 18. nóv. - Finnska stjórnin sendi í dag svar sitt við boði Ráðstjórnarríkjanna til ráðstefnu, er fjalla á um ’ öryggismál Evrópu. Mun svarið verða gert opinbert undir eirjs og Ráðstjórnin hefir fengið það íj hendur. — Utanríkismálanefnd finnsku ríkisstjórnarinnar hafði, rætt málið á fundi með Paasikivi. forseta bæði í gær og í morgun.! —Reuter-NTB. ' Sjúkrahús Keflavíkur tekið fil sfarfa í GÆR kl. 5 fór fram vígsla sjúkrahúss Keflavíkur, sem nú er fullbúið til starfa. Vígsluna fram kvæmdi séra Björn Jónsson sókn arprestur að viðstöddum nokkr- um gestum, þar á meðal oddvit- um allra hreppa læknishéraðs- ins. Keflavíkurhérað hefur stað- ið að byggingu sjúkrahússins síðustu árin. Sjúkrahúsið hefur rúm fyrir 25 sjúklinga. Sjúkrahússlæknir er Bjarni Sigurðsson, sem áður var sjúkrahússlæknir á ísafirði. Að lokinni vígsluathöfn í sjúkrahúsinu var _sezt að hófi í Tjarnarlundi, félagsheimili kven- félagsins, og voru þar margar ræður fluttár. Nánar verður sagt frá sjúkrahúsi Keflavíkur síðar, Samþykk! bæjarsf jórnar áfillögum lögreglusfjóra Á FUNDI bæjarráðs þann 12. þ, m. var lagt fram bréf lögreglu- stjóra dags. 29. f. m. viðvjkjandi bifreiðastöðum á tilteknum göt- um. Lagði lögreglustjóri til að eftir leiðis yrðu bifreiðastöður á eftir- töldum götum takmarkaðar við 15 mínútur kl. 9—19 alla virka daga: Laugavegur, Bankastræti, Austurstræti, Hafnarstræti, Skólavörðustígur (frá Banka- stræti að Týsgötu). Ennfremur að banna alveg bifreiðastöður hvarvetna þar, sem gangstéttarbrún hefur verið máluð rauð. Bæjarráð samþykkti að mæla með tillögum lögreglustjóra. Samþykkt bæjarráðs kom til umræðu á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi. Kom þar fram, að þessar reglur hefðu að forminu til verið í gildi en ekki verið framfylgt, en nú væri ætlunim að auglýsa reglurnar með skilt- um og fylgja þeim fram, sam- kvæmt orðanna hljóðan. Guðm. H. Guðmundsson bæj- arfltr. taldi að ekki ætti að veita ótakmarkaða heimild til að setja umferðargrindur á löngu svæði og banna allar stöður þar vegna þess hve óþægilegt slíkt væri fyrir íbúa húsanna. Þess vegna hafði G. H. G. viljað fresta slíku banni við bifreiðastæðum við grindur. Óskar Hallgrímsson bæjar- fulltrúi kvað reglur þessar ekki hafa verið framkvæmdar vegna þess, að ekki hefði verið unnt að benda bifreiðaeigendum á önnur stæði og væri svo enn. Ó. H. kvað það álitamál hvort rétt væri að sleppa lögregluvaldinu að þessu leyti, lausu gagnvart bæjarbúum, meðan skortur á! bílastæðum væri slíkur sem hanrt er. Taldi hann að bæjarbúar kæmust þá stundum í „kast við lögin“, jafnvel þó þeir ekki ætl- uðu sér slíkt, þegar ekki væri unnt að ná til öruggra og nær- tækra bílastæða. Eftir stuttar umræður staðfesti öæjarstjórn samþykkt bæjar- ráðs. menn kreijas! fjórvelda- ráðsfefmi ★ BONN, 18. nóv. — Jafnaðar- mannaflokkurinn, sem er 1 stjórn arandstöðu í þýzka sambands- þinginu, ákvað í dag að leggja fram þingtillögu þess efnis, að krafizt yrði fjórveldaráðstefnu um sameiningu Þýzkalands. Jafn- framt ákváðu jafnaðarmenn að krefjast þess af ríkisstjórninni, að hún reyndi að fá Vesturveld- in til að fallast á uppástungu Ráðstjórnarríkjanna um alþjóða ráðstefnu 29. nóv. og yrði þegar hafizt handa um undirbúning slíkrar ráðstefnu. Ríkisstjórn V.-Þýzkalandg var kölluð saman til auka- fundar síðdegis í dag og sam-; þykkti einróma að vísa frái kröfum stjórnarandstöð unnar,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.