Morgunblaðið - 23.12.1954, Blaðsíða 6
22
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 23. des. 1954
ÞjóHsögur Þorsteins Erlingssonar
ÞJOÐSOGUR ÞORSTEINS
ERLINGSSONAR
Freysteinn Gunnarsson
sá um útgáfuna. 372 bls.
ísafoldarprentsmiðja.
Reykjavík 1954.
í HAUST voru fjörutíu ár liðin
frá dauða Þorsteins Erlingssonar.
Enn líða hljómar skáldgígju hans
þjóðinni um hug og hjarta, og
allt bendir til, að langt um líði,
áður en síðasti ómurinn dvín.
Þorsteinn kvaddi sér hljóðs sem
Ijóðskáld, og það svo eftirminni-
lega, að mönnum hefur hætt til
að einblína á ljóðin þegar verk
hans eru metin, enda þótt hann
hafi margt stórvel gert í óbundnu
máli. Fáum mun þó dyljast nú
orðið, að sögurnar í Málleysingj-
um hafa ekki einungis fagran
boðskap að flytja, heldur búa
þær einnig yfir sérstæðum og
heillandi skáldskap.
Þorsteinn var óvenjuleg djúpt
snortinn af straumum og stefn-
um samtiðar sinnar, eins og mörg
kvæði hans bera með sér. En
hann missti þó aldrei sjónar á
gömlum íslenzkum menningar-
erfðum. Uppeldið í Hlíðarenda-
koti og Hafnarvistin sá um það,
en í Höfn sökkti hann sér niður
í íslenzkar fornbókmenntir,
fékkst líka t.d. við að afrita forn
handrit. Sú rækt, sem hann lagði
við ferskeytluna og aðra rímna-
hætti, sýnir ljóslega, hversu
þjóðlegar erfðir áttu rík ítök í
honum. Helga amma hans og Jón
söðlasmiður í Hlíðarendakoti
voru sagnafróð vel, enda hafði
Þorsteinn alla ævi hinar mestu
mætur á þjóðsögum. Árið 1906
gaf hann út lítið sagnakver, ís-
lenzkar þjóðsögur og sagnir
(fylgirit Ingólfs), er hann hafði
sjálfur skráð. Sama áhuga sýna
Sagnir Jakobs gamla, sem Þor-
steinn skrásetti eftir Jakob
Aþaníussyni, en ekki voru þær
prentaðar fyrr en 1933. í blöðum,
sem Þorsteinn var ritstjóri að,
Bjarka á Seyðisfirði (1896—1900)
og Arnfirðingl á Bíldudal og í
Reykjavík (1901—1903), birtust
þjóðsögur og ýmsar sagnir skráð-
ar af Þorsteini sjálfum eða öðr-
um. Fleiri sagnir og sögur, tengd-
ar nafni Þorsteins, eru varðveitt-
ar, sumar prentaðar á víð og
dreif, aðrar óprentaðar fram að
þessu. Hefur hann ýmist skrásett
þær sjálfur eða aðrir eftir hon-
um, og allmörgum sögum hefur
hann safnað, fengið þær skráðar
úr ýmsum áttum.
Fyrir tilstilli frú Guðrunar
Erlings hefur ísafoldarprent-
smiðja nú gefið út í einu lagi
því nær allar þjóðsögur, sem Þor-
steinn hefur skráð, sagt eða safn-
að, aðrar en Sagnir Jakobs
gamla, sem eru nokkuð sérstaks
eðlis. Freysteinn Gunnarsson
skólastjóri hefur séð um útgáf-
una. Er þetta allmyndarleg bók,
hátt á fjórða hundrað blaðsíður,
að vísu í fremur litlu broti.
Fremst í hinni nýju útgáfu er
sagnakverið frá 1906 (tæpar 90
bls.), þá koma sögur skráðar eft-
ir Þorsteini af Ólafi Davíðssyni
og áður prentaðar í Þjóðsögum
Ólafs eða Huld (tæpar 80 bls.),
næst eru sögur úr Bjarka og
Arnfirðingi (rúmar 40 bls.), og
loks er áður óprentað sagnasafn
Þorsteins (rúmar 150 bls.). Af
síðasta hlutanum hefur Þorsteinn
skráð rúman þriðjung sjálfur, en
hitt er prentað eftir handritum
ýmissa skrásetjara, er sent höfðu
Þorsteini handrit sín. Af þeim
hafa lagt til drýgsta skerfinn
Benedikt Sveinsson bóndi á Borg-
areyri í Mjóafirði eystra og Hall-
dór Jónsson bóndi í Miðdalsgröf
í Tungusveit í Strandasýslu. Frá
Benedikt eru auk þess flestar
sögurnar, er birtust í Bjarka.
t^Eíns og að líkum lætur, er hinn
mpsti fengur að, „bók þessari.
Sbgnakverið 'frá 19Ö6 er löngu
ófáanlegt, og var ekkert áhorfs-
iri^l að endurprenta það, Enn
btrýnni þörf var á því að fá út
gefnar sögurnar úr Bjarka og
; Arnfirðingi, en kærkomnastar eru
þó þær sögur, sem fram að þessu
hafa legið í handriti. Korriið hefði
til mála að fella Sagnir Jakobs
gamla inn í þessa bók, en auka-
atriði er það. Hæpið gæti virzt að
prenta hér sögurnar sem Ólafur
Davíðsson skráði eftir Þorsteini,
en fyrst þjóðsögur Þorsteins eru
gefnar út á annað borð, er hent-
ugast, að þær séu sem flestar á
einum stað. T. a. m. væri sjónar-
sviptir að sögunni Hvíldu þig,
hvíld er góð, en hún er hér prent-
uð eftir Huld, skrásett af Ó. D.
Það er ekki víst, að allir lesend-
ur Huldar hafi veitt því eftirtekt,
að sagan er þar höfð eftir Þor-
steini. Sama máli gegnir um Sög-
una af huldukonunni, sem sprakk
af harmi, en hún er prentuð eftir
Þjs. Ó. D. Vitaskuld eru sögurn-
ar í þessu nýja safni nokkuð mis-
jafnar, báeði að orðfæri, en þó
einkum að efni. Um sumar má
segja eins og Þorsteinn segir um
ástarævintýri æsku sinnar: „Þau
hefðu getað verið dálítið stærri“.
En allar hafa þær sitt gildi innan
um aðrar betri. Ég geri ráð fyrir,
að Austfirðingum, og þá ekki sízt
Mjófirðingum og Norðfirðingum,
þyki mikill fengur að sögum
Benedikts á Borgareyri. Þær eru
margar skemmtilegar og sumar
hverjar ekki annars staðar að fá,
a.m.k. í jafnupprunalegri mynd.
Sama hygg ég að Strandamenn
muni segja um sögur Halldórs í
Miðdalsgröf. En svipmestar eru
þó sumar sögur Þorsteins sjálfs.
Vil ég þar einkum til nefna sög-
una Retap retson eða Rétta-prests
son („Eftir sögu Poka-Kristínar
gömlu.“). Það er hin rammasta
afturgöngusaga með mögnuðum
draugablæ, en þó full af gaman-
semi um búra og matníðing. Þó
leggst undarlega lítið fyrir svo
hálærðan draug sem þar á í hlut,
að hann skuli ekki sjá við upp-
hafsorðum faðirvorsins á latínu,
enda þótt þau séu lesin aftur á
bak. Yfir sumum sögunum er
mildari blær. Má þar til nefna
söguna Gemlingarnir í Hamars-
holti („Sögn Guðrúnar J. Er-
lings.“) og Trémaðurinn („Sögn
Jarþrúðar Nikulásdóttur."). Safn-
ið í heild er mjög fjölbreytt að
efni og því hið skemmtilegasta
aflestrar. Útgefandi hefur haldið
mjög fast við stafsetningu og
orðmyndir í fyrri útgáfu og hand-
riti Þorsteins og tel ég það vel
farið. Prentvillur hef ég rekið
mig á, en hvorki margar né baga-
legar. Bókin er snotur og vel úr
garði gerð af hálfu forlags og út-
gefanda. Þó sakna ég nafnaskrár
og flokkunar sagnanna að bókar-
lokum. Um það má bæta í næstu
útgáfu, en því spái ég, að sögur
þessar verði aftur gefnar út.
Þessi bók verður áreiðanlega
kærkomin öllum aðdáendum Þor-
steins, enda sýnir hún merkan
þátt í viðhorfi og ævistarfi
skáldsins.
Bjarni Vilhjálmsson.
Fjögur úfvarpserind! Miklar breytingai v'erlli
Pá!s S. Pálssonar
komin úf
gerðar á skólalög«qöfimn
FELAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur gefið út fjögur útvarpser-
indi eftir Pál S. Pálsson, lögfræð-
ing, sem hann nefnir „Vinnu-
mál“.
Frá bændafundi Suður-Þingeyinga
Páll S. Pálsson.
Erindi þe§si urðu til eftir sex
mánaða kynningarför, sem Páll
fór á vegum Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar til Englands og til
j bækistöðva stofnunarinnar í
Genf. Vinnumálaráðuneytið í
Englandi sá Páli fyrir verkefn-
um, en á sama tíma dvöldu þar
allmargir erlendir fulltrúar, sem
einnig voru að kynna sér brezk
, vinnumál á vegum ILO.
I Útvarpserindin eru fjögur og
nefnast þau: Um vinnumiðlun í
Stóra Bretlandi, Leiðbeiningar
um stöðuval, Öryggisráðstafanir
á vinnustöðvum og Samskipti
atvinnurekenda og verkamanna í
kjaramálum.
Öll eru þessi erindi stórfróð-
leg, enda getum við íslendingar
í uppbyggingu okkar unga iðn-
1 aðar lært svo ótal margt af þeirri
reynslu sem stórþjóðirnar hafa í
iðnaðarmálum. Sérstaka athygli
mun þó vekja það erindi Páls,
sem fjallar um samskipti atvinnu-
rekenda og verkamanna í kjara-
málum. Er sannarlega hægt að
taka Breta til fyrirmyndar að
mörgu leyti á því sviði.
I Enda segir Páll S. Pálsson að
lokum, að þó vinnulöggjöf okkar
hafi margt. til brunns að bera,
þá sé henni ábótavant um margt,
og þyrftu samtök atvinnurek-
enda og verkamanna sem allra
, fyrst að hefja nána samvinnu
l um það að taka hana til rækilegr-
. ar endurskoðunar með hliðsjón
I af því bezta, sem erlendis þekk-
I ist og samrýmst getur íslenzkum
aðstæðum og hugsunarhætti.
Sovél slyður
Rauða-Kína
MOSKVA, 15. des. — Moskva-
útvarpið hefur undanfarið haft
ýmislegt að athuga við varnar-
samning þann, er Bandaríkin og
Formósa gerðu nýlega með sér.
M.a. segir útvarpið, að Ráð-
stjórnarríkin séu sammála stjórn
alþýðulýðveldisins í Kína um, að
samningurinn séu afskipti af inn-
anlandsmálum Kína og stofni
friðnum í A-Asíu í voða. Ráð-
stjórnarríkin styðji kröfu Rauða-
Kína um brottflutning banda-
rískra herja frá Bormósu og ná-
lægum eyjum. Bandsfrikin eru
ein ábyrg fyrir þeim afleiðing-
um, er af slíkum samning kunna
að leiða.
Dregur saman með
og
Jússum!
BELGRAD, 18. des. — Júgó-
slavnesk viðskiptanefnd er á leið
til Moskvu úil að ræða nýja við-
skiptasamninga við Ráðstjórnar-
ríkin. Talsínaður júgóslavneska
utanríkisráðuneytisins kvað þetta
vera einn þátt í þeirri stefnu
júgóslavnesku stjórnarinnar að
koma viðskiptum við Ráðstjórn-
arríkin í samt lag.
Fréttaritari brezka útvarpsins
kvað Júgóslava túlka þessa
stefnu þannig, að þeir vildu lifa 1
í friði við alla og eiga frjálsa1
verzlun við alla þá, er vilja, en 1
þó fullkomlega sjálfstætt. En
Júgóslavar séu ákveðnir í því að
láta ekki nokkurt land ná slík-
um tökum á efnahagslífi hennar
sem Ráðstjórnarríkin höfðu í lok
styrjaldarinnar. 1 hvaða samn-
ingum sem Júgóslavar myndu ’
gera við Rússa, ætluðu þeir að
virða þau fyrirheit er þeir hefðu j
gefið vestrænum löndum.
ÚRDRÁTTUR úr fundargerð að-
alfundar Bændafélags Þingeyinga
er haldinn var á Fosshóli föstud.
3. des. þ. á. Fundinn sátu milli
30 og 40 manns. 8 menn gengu í
félagið, meðal þeirra 5 bændur
úr Höfðahverfi og bóndinn frá
yzta bæ á Tjörnesi. Eftirfarandi
till. voru ræddar og samþ. á
fundinum.
4. Byggðasafns mál: „Aðalfund-
ur B.Þ. þakkar þann fjárhagslega
stuðning sem héraðsbúar og ýms
ar stofnanir í héraðinu hafa veitt
Byggðasafns málinu og felur
stjórninni að láta ljúka fyrstu
söfnunar umferð á komandi ári,
kemur þá í ljós hvað til er af
munum sem Byggðasafnið þarfn-
ast, og hægt að snúa sér að því,
að útvega þá hliti sem ekki eru
fyrir hendi í héraði".
5. Skólamál: „Fundurinn álítur
að hin nýja skólaskipan sé á
margan hátt fjarlæg fornum ís-
lenzkum menningar grundvelliog
óhagnýt atvinnuháttum okkar. —
Fyrir því skorar hann á ríkis-
stjórn og alþingi að gera eftir-
farandi breytingar á skólalög-
gjöfinni:
I 1. Að leggja niður landspróf.
I 2. Að færa starfsreglur héraðs-
skólanna sem mest til samræmis
við upphaflegan tilgang þeirra að
| búa æskuna undir hin almennu
sveitastörf.
, 3. Að kennsla í meðferð búvéla
verði tekin upp við héraðsskól-
ana.
i 4. Að söngkennsla í barnaskól-
um verði stóraukin og kennslu í
I orgelleik verði komið á fyrir þau
börn sem það vlija stunda.
I 5. Að framhaldsnámi í hljóð-
færaleik og söngstjórn verði
komið á við héraðsskólana.
i 6. Að árlegur skólatími í land-
inu sé styttur frá því sem nú er.
I 7. Að leggja sérstaka rækt við
kennslu í þjóðlegum fræðum og
hagnýt verknám. Bendir fundur-
inn því til stuðnings á hinn glæsi
lega árangur smíðakennslunar á
Laugum.
6. Aðalfundur B. Þ., beinir því
til Laugaskóla hvort ekki kæmi
til álita að taka upp þann hátt
að nemendur skólans færu kynn-
isferðir um sveitir, skoðuðu bú-
pening bænda og kynntust af
eigin raun búnaðarháttum.
! 7. Aðalfundur B.Þ. lýsir óá-
nægju yfir fjármálastjórn Alþ.
og þeirra ríkisstjórna, er setið
hafa undanfarinn áratug, þar sem
rekstursgjöld vaxa árlega um
tugi milljóna. Hann telur að álög
ur ríkisins sem munu vera til
jafnaðar 15-18 þús. kr. á 5 manna
fjölskyldu og frumorsök dýrtíð-
arinnar sem veldur því, að ís-
lenzkir atvinnuvegir eigi allsstað
ar í vök að verjast í samk. við
erl. framleiðslu.
8. Fundurinn telur þess fulla
þörf að ísl. framleiðendur sam-
ræmi stefnu sína í skatta og tolla
málum og kröfum til láns og
styrktarfjár frá bönkum og ríki.
Felur hann stjórninni að ílytja
mál þetta á Búnaðarþingi og íá
það til að’ hreyfa því við samtök
iðnaðar og verkamanna á þann
hátt að ráðst.efnur þessara þriggja
aðila eigi hlut að.
9. Fundurinn ályktar að fela
stjórn B. Þ. að láta fara fram ítar-
legar athuganir hvernig bezt
verði fyrir komið tryggingamál-
um héraðsins á næstu árum með
það fyrir augum að féð ílytjist
ekki úr héraði. Skal stjórnin boða
til almenns fundar svo fljótt sem
ástæður leyfa næsta vor.
10. Fundurinn lýsir ánægju
sinni yfir þeim samningum stjórn
arflokkanna sem tekist hafa um
rafvæðingu sveita og landsins
alls, og væntir þess að hvergi
verði kvikað þar frá settu marki,
en framkvæmdum hraðað eftir
því sem ástæður frekast leyfa.
11. Þar sem vitað er að mæði-
veiki hefur að nýju komið fram
á 2 fjárskiptasvæðum á þessu
ári, skorar aðalfundur B. Þ. á
sauðfjársjúkdómanefnd, Alþingi
og ríkisstjórn að gera allt sem
unnt er til þess að kveða þann
vágest niður að fullu og birta
almenningi hið fyrsta þær ráð-
stafanir sem fyrirhugaðar eru til
útrýmingar veikinni.
12. Aðalf. B. Þ. skorar á búnað
arfélögin í héraðinu að beitast af
alefli fyrir því, að aukin verði
hlutafjárkaup af hálfu bænda i
áburðarverksm. ríkisins, svo tak-
ast megi að fá einn fulltrúa fyrir
bændur í vcrksmiðjustjórnina. •—
Stjórn B. Þ. var endurkosin, en
hana skipa: Jón Sigurðss. (form.)
Baldur Baldvinsson, Finnur Krist
jánsson, Jón Haraldsson og Þránd
ur Inðriðason (féhirðir).
Baldur Baldvinsson (fundarstj.)
Jón Haraldsson (fundarritari).
44 : 5
NEW YORK 17. des. — Allsherj-
arþing S. Þ. vísaði í dag á bug
með 44 atkvæðum gegn 5 — kæru
Rússa á hendur Bandaríkjamönn-
um fyrir yfirgangs og árásar-
stefnu þeirra við strönd kín-
verska alþýðulýðveldisins. Var í
kærunni sagt að með því að gera
hernaðarsamning við Formósu-
stjórn, hefðu Bandaríkjamenn
gert eyjuna að herbækistöð sinni.
GÓLFTEPPI
Fallegt úrval af gélfteppum
i:
i
VEFNAÐARVORUDEILD