Morgunblaðið - 23.12.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.1954, Blaðsíða 12
28 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. des. 1954 ÓDÝRAR JÚLAGJAFIR Fallegir borðdúkar nýkomnir, ~ Stærðir 80x80, verð kr. 29,70 Stærðir 90 x 90, verð kr. 34,40 Jóladúkar kr. 34,40 og 37,00 VEFNAÐ ARVORUDEILD Tannlæknar segja að HREINSIilM TANNA MEÐ COLGATE TANN- KREMI STOÐVl BEZT TANN- SKEMMDIR! Hin virka COLGATE-froða rer um allar tann- holur — hreinsar matarörður, gefui ferskt bragð í munninn og varnar tannskemmdum. HELDUR TONNUNUM MJALLHVITUM GEFUR FERSKT MUNNBRAGÐ Fordæma kúgun AMSTERDAM 21. des. — Alþjóða ráðstefna Jafnaðarmanna er hald in hér í borg. Þar var samþykkt í dag, ályktun þar sem fordæmd- ar eru ofsóknaraðgerðir tékk- neskra kommúnista gegn sósíal- istum Tékkóslóvakíu Voru birtar á þinginu ýtarlegar upplýsingar sem sýna að sósíalistar verða að þola miklar þrengingar í Tékkó- slóvakiu, pyntingar og dauða. vegna þess eins að þeir vilja stefna að lýðræðislegum stjórn- arháttum. — Reuter. Bók um Reykvíkinga fyrri tíma Jón Helgason: ÞEIR, SEM SETTU SVIP Á BÆINN — Bókfellsútgáfa. ÞAÐ ER löngu alkunna, að dr. Jón Helgason biskup var einhver margfróðasti maður, um sögu Reykjavíkur, ritaði margt um sögu bæjarins og dró upp myndir af bænum og einstök- um bæjarhlutum og húsum. Væri öll þessi saga stórum fá- tæklegri ef hann hefði ekki unn- ið þetta verk. En hér er bók, sem má heita alveg einstæð. Hún er rabb, sem Lofsamleg ummæli danskra blaða um ísl. píanéleikara UNG íslenzk listakona, Guðrún Kristinsdóttir frá Akureyri,hef- ur nýlega getið sér góðan orðstír í Kaupmannahöfn. Hefur Guðrún undanfarið stundað nám í píanó- leik í Kaupmannahöfn, og lauk námi við Tónlistaháskólar.n þar um síðustu mánaðamót. Fara Guðrún Kristinsdóttir. dönsk blöð mjög lofsamlegum orðum um leik hennar. Fara hér á eftir lauslega þýdd ummæli nokkurra þeirra. Berlinska Tidende „.... Kon- unglegi TónlLstarháskólinn kynnti í gær óvenju efnilegan nemanda sinn á nemandatónleik- um í hljómlistasal skólans. Það var Guðrún Kristinsdóttir frá Islandi, sem hefur dvalizt hér í Kaupmannahöfn og stundað píanóleik í nokkur ár. Hún fékk sannarlega tækifæri til þess að sýna hvað í henni býr, verkin voru valin þannig, en það duldist engum er á leik hennar hlýddu, að hún er búin sérstaklega góð- um hæfileikum á sviði tónlistar- innar.“ Poletiken: ..... Maður hafði það alls ekki á tilfinningunni að þetta væri í fyrsta skipti sem Guðrún Kristinsdóttir kæmi fram. Tækni hennar, vald yfir hljóðfærinu og öryggi í fram- komu var svo mikið. Hún lék verk eftir Bach, Mozart og Beet- hoven af þvílíkri snilld, að manni flaug í hug að ekki væri hægt að framleiða fleiri og fegurri tóna úr einu hljóðfæri.“ Social-Demokraten „. . . . Guð- rún Kristinsdóttir er án efa óvenju góðum hæfileikum búin á sviði tónlistarinnar. Það hlýtur öllum að vera ljóst er hlvddu á leik hennar í gærkveldi. Hér er áreiðanlega á ferðinni píanósnill- ingur sem á eftir að gera ógleym- anlega hluti á því sviði í fram- tíðinni." Land og Folk: „.... Það varð mörgum mikil gleði og jafnframt undrunarefni að hlýða á píanó- leik íslenzku listakonunnar Guð- rúnar Kristinsdóttur í gær í hljómleikasal Konunglega Tón- listaskólans. Hún hefur tekið list sína mjög föstum tökum og er píanósnillingur af guðs náð. Svo ósvikið og voldugt lék hún verk Beethovens, að það var stór stund fyrir þá er á hlýddu." Van Fleef vill ekki sfyðja McCharty WASHINGTON — Fyrrverandi yfirhershöfðingi bandarísku herj- anna í Kóreu, James van Fleet. lét svo ummælt nýlega, að hann hefði misst alla virðingu fyrir McCarthy eftir hina ofsafengnu árás hans á Eisenhower forseta. í símskeyti, er van Fleet sendi McCarthy, segir m. a., að hann hafi getað réttlætt baráttu öld- ungaþingmannsins gegn alþjóða kommúnismanum, þó að hann hafi aldrei verið samþykkur þeim aðferðum, er McCarthy beitti. En eftir árásina á Eisenhower vill van Fleet á engan hátt styðja McCarthy. * BEZT AÐ AUGLÍSA I MORGVTSBLAÐim Veglegasta jólagjöfin: Öldin okkar I.—II. Hið merka og margeftirspurða rit, ÖLDIN OKKAR I.—II., samtíðarsaga í fréttaformi, prýdd mörg hundruð myndum, fæst nú aftur. Hér er þó aðeins um mjög takmarkaðan eintakafjölda að ræða, og áður en varir verð- ur þetta stórfróðlega rit ófáanlegt aftur, eins og það hefur verið undanfarin ár. Öldina okkar má ekki vanta i bókaskápinn á neinu íslsnzku beimili Iðunnarútgáfan Skólavörðustíg 17. — Sími 2923. höfundur hennar flutti í útvarp, en jók svo nokkuð, er til greina kom að gefa þessi erindi út í bók. Hún fjallar um fólk það,. sem var í blóma aldurs á árun- um 1870—80 þegar höfundurinn, sem er fæddur 1866, gekk hér um og þekkti hvert mannsbarn, því að þá var bærinn ekki stærri en svo, að það gerðu þau ung- menni, sem mikið voru á ferð. Skiptir hann bókinni í 6 kafla: Embættismenn iðnaðarmenn, kaupmenn, tómthúsmenn, náms- menn og húsmæður. Auk þess eru inngangsorð og nafnaregist- ur. Hér er áreiðanlega saman kom- inn fróðleikur, sem hvergi er til annarsstaðar, ekki sízt um þær stéttir ,sem annars fara fæstar sögur af. En jafnvel um þá, sem eru svo frægir að komast í eitt- hvert „tal“, eins og t. d. em- bættismennimir, er hér ýmisleg- an skemmtilegan fróðleik að sækja. Höfundurinn er ekkert spar á að segja um þá sitt af hverju, og er þó velvild jafnan í fyrirrúmi. í engri af bókum Jóns Helga- sonar heyri ég málróm hans eins vel og í þessari. Hann hefir auð- sjáanlega hripað hana niður al- veg eins og í hugann kom. Þetta gerir stíl bókarinnar svo ein- kennilega hnökróttan, m. a. er allt fullt af svigum og jafnvel svigum innan í svigum, og setn- ingarnar oft og einatt svo skemmtilega ófágaðar, að það er eins og efnið sé lagt beint á borðið, ósniðið og ósnikkað. í öllum „formalisma“ nútímans er þetta hressandi frávik. Það er rétt eins og 4—14 ára pilturinn komi óðamála inn til okkar og segi okkur fréttir. Bókin er prýdd hundruðum mynda, mikil skrautútgáfa, sér- staklega eiguleg og skemmtileg. Magnús Jónsson. Myndabökin a! safnmyndum Einars Jónssonar ÞESSI mikla listprentaða mynda- bók er nú komin á bókamarkað- inn. Er hún gefin út af KE’s bok- förlag í Stokkhólmi og prentuð hjá Nordisk Rotogravyr í sömu borg. En það er talið fullkomn- asta listprent sinnar tegundar á Norðixrlöndum. Ber og bókin öll merki þess hversu vel hefur ver- ið til hennar vandað. í henni eru öll þau höggmyndaverk, sem Listasafn E. J. hefur að geyma, nema myndir, sem gerðar voru eftir pöntun og höf. ekki taldi sjálfstæð verk. Myndir eru bar einnig af safnhúsinu að utan og innan og litmyndir af málverk- um. Umsjón með útgáfunni höfðu þeir Benedikt Gröndal ritstjóri og Ch. G. Behrems af hálfu hins sænska forlags. — Vigfús Sigur- geirsson tók flestar ljósmyndirn- ar. Þess var gætt að formálinn væri ritaður í samræmi við lista- stefnu og skoðanir próf. Einars Jónssonar sjálfs. Aðal söluumboð bókarinnar hefur Bókaútgáfan „Norðri" í húsi SÍS. Með því að verkið hlaut að ,verða óvenju hátt (kr. 670) vegna hins mikla tilkostn- aðar, óttuðust sumir að sala bók- arinnar yrði treg. En raunin er þegar orðin önnur. Bókin rennur út. Enda hægt að fá afborgunar- kjör hjá aðalumboðinu. H. J. Kalkúnhænsn hækka í verði. LONDON — Kalkúnhænsn munu verða dýrari um þessi jól í Bret- landi heldur en þau síðustu. Er það vegna þess að þau munu ekki verða flutt inn frá Ung- verjalandi, Póllandi og Tékkó- slóvakíu vegna fuglapestar, sem þar er. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.