Morgunblaðið - 04.01.1956, Qupperneq 7
Miðvikudagur 4. janúar 1956
MORGUNBLAÐIÐ
7
MÉR varð undarlega við, þegar
ég las nafnið á leikriti því,
6em Leikfélag Reykjavíkur sýn-
ir nú í Iðnó eftir Agnar Þórðar-
son. Kjarnorka og k-,’-enhylli, —
mér fannst þetta nafn íiefði getað
sómt sér á vettvangi þeirrar út-
gáfustarfsemi, sem hófst hér með
Fálkanum og síðan hefur þróast
faér af sívaxandi grózku, en ég
gat engan veginn samræmt það
þeim hugmyndum um skáldið
Agnar Þórðarson, sem ég hafði
fengið af skáldsögum hans og
leikritinu Þeir koma í haust.
Guðmundur Gíslason Hagalín:
Leikrit sem vert er að sjá
0—4
-O
Skáldsögur þessa höfundar las
ég af óblandinni athygii. Eg þótt-
ist sjá, að hann gangi að verki
af mikilli alvöru, vandaði mál-
far og stíl og hliðraði sér ekki
hjá því að horfast í augu við
menningarleg vandamól einstak-
linga og þjóðfélagsins. Mér duld-
ist heldur ekki, að hann hefði
auga fyrir þeim sáirænu áhrifum,
6em þessum vandamáium fylgja,
annars vegar sárri óro og sam-
vizkubundnu fálmi vamæktra
æskumanna, hins vegar þeirri
6iðferðisiegu vímu, sem langvar-
andi sjálísbiekking eða þjalfun
í hunzku og manntyrirlitningu
hefur á hina eldri kynslóð.. En
mér virtist höíundurmn haldinn
einhverjum hömlum, fannst hann
skorta eitthvað á að geta sleppt
sér, svo að hann fengi gert það
líf og þær persónur sem hann
lýsti svo ljósliíandi, að vanda-
málin yrðu nægilega nærstæð
lesandanum til þess að ýta við
honum. Veruleikinn, sem fram
kemur í skáldsögunum, sýndist
mér of grár, virtist hann skorta
þau litbrigði, sem skera augun
gegnum göturyk vana og hvers-
dagshefðar. Og mér fannst að
þarna hefði sú skopskyggni, sem
á sér harmrænan skiining og
djúpa samúð að bakgrunni, get-
að áorkað miklu til aukinna
óhrifa. Leikritið Þeir koma í
haust, sýndi skáldgáfu og alvar-
leg og listfeng vinnubrögð, en
þar skorti þó um örlógþunga og
listræna tækni herzlumuninn til
að það tækist, sem mun hafá ver.
íð tilætlun höfundarins: að leik-
húsgesturinn óhjákvæmilega sæi
í skuggsjá fjarlægrar fortíðar
sína eigin samtíð og vaknaði til
meðvitundar um vandamál, sem
ekáldinu er hugstætt.
O—#—O
Svo koma þá dómarnir um
Kjarnorku og kvenhylli. Þeir
bentu yfirleitt ekki til þess, að
þarna væri á ferðinni markvert
leikrit. Vegna þeirra og áhrifa
frá nafngiftinni lét ég mér ekki
ótt um að sjá það, en sannarlega
þótti mér ekki lítils um vert, þá
er ég hafði haft mig af stað og
horft á enn eina sýningu í hinu
gamla leikhúsi Reykjavíkur. Og
undrandi bar ég saman suma af
dómunum, sem þetta jeikrit fékk,
og það lof, sem ég hafði séð bor-
íð á sitthváð annað innlent og
þó einkum erlent, sem hér hefur
verið boðið upp á. Ég þóttist þess
fullviss, þá er ég var heim kom-
inn eftir setuna á bekkjunum í
Iðnó, að þar hefði ég séð ekki
aðeins góða sviðsetningu og
vandaðan og yfirleitt vel sam-j
ræmdan leik, heldur líka kynnzt
leikriti, sem vitnaði um kunn-
áttusaman og listfengan höfund,
ærna mannþekkingu, skarp-
skyggni á mun hismis og kjarna
í menningarlegum efnun. og
glöggt auga fyrir því hlálega í
annars hörmulegri tjáningu ís-
lenzkrar viðleitni til að hrista af
sér einangrunar- og Kotungsbrag
og setja upp svip veraldarmanna
og heimsborgara.
O—#—O
í leikritinu ræðst höfundurinn
með vopnum háðs og skops á það
háskalega vanmat eigin mann-
gildis og menningar, sem kemur
yíða mjög áberandi fram hjá
okkur íslendingum í skefjalaustri
tilbeiðslu á erlendum viðhorfum,
erlendum vísindum og stofnun-
um, erlendri list og gervilist, er-
lendu valdi og fjármagni, er-
lendri höfðatölu og Jifnaðarhátt-
um. Hvort sem þarna er um að
ræða amerísk, kínversk, sænsk
eða rússnesk fyrirbngði — allt
er þetta betra og glæsilegra því
íslenzka, og þá fyrst verður það
íslenzka einhyers virði, ef útlent
blað, útlend stofnun eða útlend-
ur titlaberi hossar því! Þessi
yfirgengilega tilbeiðsla á því er-
lenda, hefur í för með sér innri
tómleika og ábyrgðarleysi, því
nær algera blindni á raunveru-
legt gildi hlutanna, ástríðu-
þrungna eftirsókn eftir fé og
ytri gljáa, taumlausa eftiröpun, .
fyrirlitlegt rófudingi og svo '
fleðulega skrumskælingu mann- >
legs auglits, að það minnir helzt ;
á tannbera flíruásýnd kvalins og
þrautkúgaðs hundkvikindis af
margþynntu og auðvirðilegu j
blehdingskyni! j§
O—#— O
Fulltrúar þessara geðsiegu við-
horfa eru fyrst og fremst frúrn-
ar, sem fram koma í leikritinu,
en af þeim kemur mest til k&sta
frá Karítasar, konu Þorleifs al-
þingismanns. Hún er að upplagi
greind, dugleg. þróttmikil, metn-
aðargjörn, kappsfull. en öll henn-
ar sjónarmið eru brengluð að
fölsku mati á verðmætum tilver-
unnar, og allar hennar tilfinn-
ingar — jafnvel móðurástin —
eru skemmdar og af sér gengnar
af eftirsókn eftir vindi og skorti
á frjóum, skynsanrrlegum og gagn
legum viðfangsefnum. Bóndi
hennar, hið góðlátlega dusil-
menni, er einnig fulltrúi þessara
Viðhorfa, en í honum keínur ann-
að veifið fram ekki stórmannleg,
6n þó heilbrigð viðurkenning á
því, að hann skorti manndóm og
getu til að sinna hlutverki lög-
gjafans — og lítið eitt væmin við-
leitni til að telja sér og öðrum
trú um, að hann hefði á listræn-
um vettvangi getað orðið eitt-
hvað verulegt. Um stjómmála-
leiðtogann Valdimar er öðru máli
að gegna. Hann gengur ekki á
vegum neinnar sjálfsblekkingar.
Hann sér og skynjar hismið og
hégómann, en hefur hert sig í
kaldrifjaðri hunsku.
O—#—O
Þá eru það þau tvö, sem eru
fulltrúar þeirrar ■'/onar, * sem
höfundurinn á fyrir hönd þjóðar
sinnar í framtíðinni. Annað
þeirra er hinn aldraði bóndi, Sig-
mundur Jónsson. Hann hefur
engan veginn vítt útsýni. Þá er
talað er um náttúrufegurð víkur
hann að beit og landgæðum, og
hrúturinn hans, sú verðlauna-
skepna, er flestu öðru æðra í hug
hans og hjarta. Afkáralegur er
hann, og þjóðrnálaviðhorfið mót-
ast af persónulegum verðleikum
og velgjörningum. Það er hægur
vandi að leika á hann, og ekki
er hann laus við frekar fáfengi-
lega hégómagirni. Þá eru hans
bókmenntalegu viðhorf bundin
rímum og eddubornum kviðling-
um og frásögnum, sem skírskota
til heldur en ekki fátæklegrar
bókmenntahefðar llðinna nauð-
alda. En sannarlega rætist úr
honum. Heillindi reynast honum
fyrir öllu, og tryggðin við og
matið á raunverulegum þjóð-
félags- og lífsverðmætum reynist
engan veginn brotgjörn. Þá er og
drengskapur hans öruggur, þegar
til stykkisins kemur, svo að þar
verður engu um þokað, hvorki
með fagurgala né með þeirri ógn,
sem kynni að standa af fjárhags-
legum ofjarli og skuldareiganda.
Hinn fulltrúinn er Sigrún, dóttir
þeirra, þingmannsins og frú
Karítasar. Hún er unga kynslóðin
á sviðinu. Vanrækt heíur hún
verið og mjög um hana villt, en
bjarmar á óljósa tilfinningu fyr-
ir því, þegar í upphafi leiksins,
að það líf, sem hún og hennar
fólk og félagar lifir, sé gætt
fölsku gildi. Hún þráir fullnæg-
ingu, sér ekki djarfa fyrir neinu
heilbrigðu og sjálfsögðu úrræði
og er svo til í að grípa hvað sem
gefst, aðeins það sé nógu æsi-
legt. Eiturnautnir eru vel hugs-
anlegar, og svo verður sú ráun-
in, að þrátt fyrir ósjálfráða andúð
á svikahrappinum dr. Alfreðs,
Agnar Þórðarson.
persónugervingi hinnar í útland-
inu forfrömuðu, fullkomnuðu og
hemlalau.su eftiröpunar, fleygir
hún sér í fang honum, ef til vill
ekki sízt örvuð af hinni allt ann-
að en notalegu vitund þéss, að
þar er móðir hennar keppinaut-
ur. En þá er hún veit, að hún
er með barni og svikaglítinu hef-
ur verið svipt ekki aðeins af
doktornum, heldur af foreldrum
hennar og þeim, sem eru svipaðs
sinnis, og þeir hafa verið niður-
lægðir og sýndir í allri sinni
smæð, vaknar hún til heilbrigðr-
ar uppreisnar. leitar á náðir Sig-
mundar bónda og ákveður að
bera ábyrgð á sér og barni sínu,
leiða sjálf sjálfa sig.
O—#—O
Þarna er vonin um siðræna
menningarlega viðreisn. Hún er
sú, að unga fólkið i þessu landi
segi sjálft hingað og ekki lengra
á vegi umskiptingsháttar og eft-
iröpunar, leiti á vit þess mann-
dóms og þess stundum tötrum-
búna höfðingsháttar, sem hvorki
kúgun né örbirgð hafa megnað
að drepa í dróma í fari nokkurs
hluta íslenzkrar alþýðu — og
reisi á gömlum grunni, en af
nýrri reisn, ef til vill fálmandi
höndum, en af heilbrigðum metn-
aði og góðum vilja musteri
traustrar islenzkrar þjóðmenn-
ingar.
Höfundur byggir leikritið föst-
og og fálmlausum tökum. Stíg-
andi þess eykst smátt og smátt,
alvaran ólgar undir skopinu og
heilbrigður skilningur á mann-
legu eðli brýtur þannig broíjdinn
af háðinu, að hvergi kennir
hunsku. Þetta er allt mannlegt,
brostfeldugt fólk — eins og það
gerist og gengur — er aðeins
meira og minna á rilligötum,
sumt á refilstigum. Loddaranum
dr. Alfreðs fylgjum við áf and-
styggðarlausum skilningi undir
handleiðslu höfundar, könnumst
svo sem við hann úr daglegu
lífi, og sú persóna, sem höfund-
ur beitir bitrustu háði, frú
Karitas, á sína reisn, jafnvel í
niðurlægingunni, reisn, sem sýn-
ir, hvers virði hún hefði verið,
ef á annan veg hefði ráðizt. Lýs-
ingin á henni, þar sem hún skipt-
ir orðum við dóttur sina í við-
urvist dr. Alfreðs í fyrsta þætti,
- hamingjusömu, rammvilltu mann
5 eskju og lætur hæfileika skíná 1
í 'þann trausta efnivið, sem upp-
\ haflega hefur í henni verið. -—■
) Brynjólfur Jóhannesson gerir
| mjög eftirminnilega og skemmti-
í lega persónu úr Sigmundi bónda
S á Hofsstöðum, |er í fyrstu með'
\ hann aftur og aftur á fremstu
•• nöf þess háska, að hann verði
. skrípi, sem ekki geti rækt það-
haltu mér slepptu mér við svika- hlutverk, sem honum er ætlað,
hrappinn — eða í seinasta þætti, en bjargar honum hverju sinni fc
þá er hún hellir sér ýfir frú tæka tíð, og niðurstaðan verður
Addí og deilir á bónda sinn -í sú, að okkur þykir í leikslok enn-
biturri vörn sjáífrar sin gagn- þá vænna um hinn innviðatrausta
vart sjálfri sér, er gerð af slíkri Sigmund fyrir það, hve skopleg-
íþrótt, að hún ein út af fyrir sig ur hann er öðrum þræði og tak-
gefur ærin loforð uni framtíð markaður. — Arna Tryggvasyni
Agnars Þórðarsönar. Þau eru og tekst að forðast þá hættu, að dr.
mótuð af mikillj glöggpkyggni og Alfreðs verði nokkru sinni t
listrænu öryggi Sigmuridar bóndi, höndum hans óeðlilegur og ótrú-
dr. Alfreðs og uiigfrú Sigrún. Það légur. Hin furðulega innlifut*
er til dæmis enginn kiaufabragur loddarans Lása af Lindargötunni
á því, hvernig höfundurinn læt- í hlutverki sendimanns hinnair
ur okkur skynja í fyrsta þætti hæstvirtu alþjóðlegu stofnunar
mestmegnis af framkomu ung-
frúarinnar, en einnig af örfáum
tilsvörum, hvað henni vaunveru-
Iega býr í hug. Þá er og stjórn-
málaleiðtoginn skemmtilega skýr
og sérkennileg persóna, rissuð
fáum, en markvissum dráttum.
O—#—O
Það vakti einkum fyrir mér
með þessari grein, að vekja at-
hygli á leikritinu sjálfu og því er-
indi, sem höfundurinn á við þjóð
sína, ekki sízt unga fólkið í höfuð
staðnum og raunar í landinu öllu.
O-
>—O
En ég get ekki stillt mig um að
minnast nokkru frekar en ég hef
þegar gert á meðferð hluíverk-
anna í þessum leik. Öll hiri
minni hluverk eru þannig af
hendi leyst, að þau koma að til-
ætluðum notum og raska hvergi
samræmdum heildarsvip, eins og
stundum vill verða um slik hlut-
verk. Og öll hin meiri háttar eru
á þann hátt leikin, að þau sóma
sér vel, og fjögur þannig, að telja
má með ágætum. Leikur Guð-
bjargar Þorbjarnardóttur í hlut-
verki frú Karítasar er tilbrigða-
og tilþrifaríkur, í hvaða mynd
sem frú Karítas bregður sér, sýn-
ír glögglegá þessa ófullnægðu, ó-
— og svo frekjan og ófyrir-
leitnin, þegar að lokunum dreg-
ur, blandin ekki svo litlum mann-
dómsvotti — allt þetta tekst
Árna að leiða í ljós á eðlilegan.
og aö því er virðist auðveldan
hátt. Svo er það Helga Bachmann
sem Sigrún. Það hlutverk er
þannig úr garði gert, að túlkun
þess er enn frekar komin undir
svip og framkomu en tilsvörun-
um, en Helga Bachmann reynist
vandanum vaxin, svo að Sigrún
gefur þegar í fyrsta þætti grun
um, hvers af henni megi vænta,
þrátt fyrir allt.
Höfundur, leikstjóri, leikendur
og Leikfélag Reykjavíkur munu
hljóta verðugan sóma af sýningu
þessa leikrits, og er það sannar-
lega vel farið.
O-
-O
Að lokum:
Hefur Þjóðleikhúsið átt kost á
þessu leikriti, — heíur þeirri
stofnun ef til vill borizt það i
samkeppni um leikrit? Ef svo
kynni að vera, þá er það sannar-
lega ti’hlökkunarefni, sem um
munar, að eiga í vændum sýn-
ingar á því eða þeim leikritum,
sem fram yfir þetta hafa verið
tekin.
Guðm. Gíslason Hagalín.
upplagið er gott, og hjá henni þar sem hún í öðrum þætti leikur
F. I. R.
JÓLATRÉSFAGNAÐUR
Félag íslenzkra rafvirkja heldur jólatrésfagnað fyrir
böm félagsmanna föstudaginn 6. þ. m. í Tjarnarcafé
kl. 15.00.
Aðgöngumiðar í skrifstofu félagsins í dag og á
morgun kl. 4—7 og við innganginn.
Skemmtinefndin.
Vörubílstjórafélagið Þróttur
Jólafrésskemmtun
félagsins verður haldin laugardaginn 7. janúar í Tjarn-
arcafé og hefst kl. 3 síðd.
Kl. 9 hefst svo dansleikur fyrir fullorðna.
Aðgöngumiðar verða seldir i skrifstofu félagsins.
Skemmtinefndin.
Jólatrésskemmtun KR
verður haldin í félagsheimilinu (stóra salnum) í
og hefst kl. 3.30 e. h.
dag
Aðgöngumiðar eru seldir
og á afgreiðslu Sameinaða.
í Skósölunni, Laugavegi 1
Knattspyrnufélag Reykjavíkur.