Morgunblaðið - 04.01.1956, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 4. janúar 1958
ANNA KRISTIN
EFTIR LALLI KNUTSEN
Framh'aldssagan 40
þar lengi sagði é-g og hristi höfuð-
jð. Það vill enginn vera þar, sem
ekki er þar fæddur og uppalinn.
— Það hlýtur að vera hægt að
ná í konur og vín þar eins og
annars staðar, sagði hann. En
aldrei datt mér í hug að ferðin
þangað yrði mér svona erfið.
Hvað er langt þangað héðan frá
Mæri, jómfrú?
— Mörg hundruð mílur, sagði
ég ákveðin, þó að ég hefði litla
hugmynd um fjarlægðina.
— Vitið þér hvað bíður yðar
þar? Myrkur átta mánuði ársins.
Hálfgerðir villimenn sem tala
mál sem enginn skilur. Og
galdrakindur á hverju stái. —
•— Guð sé mér náðugur, sagði
hann. Ég hef nú alltaf haldið að
ég væri hamingjunnar barn, því
oft hef ég átt hana að, en nú held
ég að hún hafi yfirgefið mig fyr-
ir fullt og allt.
— Hvernig í ósköpunum datt
yður í hug að fara í þessa ferð
um hávetur? spurði ég. — Það
var nú ekki mér að kenna, sagði
hann hlæjandi. Minn elskulegi
vinur, Ebbe Carstensson, var
ólmur i að fá mig af stað. Hon-
um var nú kannske vorkunn, því
að ýmsir spilafélaga minna voru
farnir að sýna mér fullan fjand-
skap og eltu mig stundum á
kvöidin og réðust á mig. — Að
þér skulið ekki skammast yðar,
sagði ég þrumu lostin. Það var
í fyrsta sinn, sem ég heyrði nokk-
urn viðurkenna að hann við-
hefði svik í spilum? — Hvers
vegna? Ég hef bara létt undir
með heppninni einstaka sinnum.
Það gerum við öll, meira og
minna. — Ég ætla að ráðleggja
yður að reyna ekkert slíkt hér,
sagði ég. Hvorki mágur minn eða
Gynter höfuðsmaður myndu
kunna að taka slíku gamni. — Ó,
ég spjara mig einhvern veginn,
sagði hann kæruleysislega. Við
skulum tala um eitthvað annað.
— Um hvað? —■ Til dæmis yður.
þér hafið fegurstu augu, sem ég
hef séð í Noregi, jómfrú. Mér
þætti gaman....
— Við skulum heldur tala um
prestakallið yðar, greip ég fram
í. Þér hafið áreiðanlega ekki
tíma til að hugsa um fagrar kon-
Ur fyrstu ár yðar þar. Þér skuluð
ekki láta yður detta í hug að
prestsetrið sé eins vistlegt og
Mæri. Byggingarnar eru sjálf-
sagt hrörlegar og jörðin lítil.
Rússarnir fara herskildi um
strendurnar, ræna, drepa og
brenna. íbúar byggðarlagsins eru
Lappar, sem reika um auðnirn-
ar með hreindýrin sín og trúa
ekki á guð, heldur galdra. Nei,
þér þurfið ekki að hlæja að því.
Magisterinn hefur búið þarna í
tvö ár. Látið þér hann segja yð-
ur frá því, sem hann sá þar.
— Hvernig stendur á því að þér
revnið að hræða mig svona, jóm-
frú, sagði hann stynjandi. Ég hef
ekkert gert yður.
— í gær sögðuð þér að Ebbe
Carstensson væri eins og útblás-
in padda, sagði ég áminnandi.
— Það er hann líka. En það veit
sá, sem allt veit, a ðekki hefði ég
sagt eitt einasta niðrandi orð
um frænda minn, ef ég hefði vit-
að áð yður félli það illa. Er hann
elskhugi yðar? — Hann er góður
vinur minn, sagði ég reiðilega, og
ég þoli ekki að illa sé talað um
v;ni mína.
— Verið þér ekki reið, sagði
hann biðjandi. Ég hef fullan rétt
til 4ð segja það sem ég vil um
Ebbfe. Við erum frændur og það
er feyfilegt að gagnrýna ætt-
manni sín. Og það get ég sagt
yður, að þér eruð alltof góð til að
Igiftast þessum gamla geithafri.
— Ég fyrirlít yður, sagði ég
fastmælt og gekk til dyranna.
— Farið þér ekki frá mér, jóm-
frú, kallaði hann á eftir mér.
Fyrirgefið mér. Ef þér viljið sitja
hérna hjá mér, skal ég fúslega
viðurkenna að Ebbe sé áttunda
furðuverk veraldar. Ég stanzaði.
— Hver eru hin sjö? hraut út úr
mér, áður en ég vissi af. Hann
skellihló. — Drottinn minn góð-
ur, hvað þér eruð mikið barn. En
nú skal ég segja yður nokkuð.
Ég hef fundið ráð gegn öllum
ógnum norðursins. Ég beið við
dyrnar. — Ég ætla að gifta mig,
hélt hann áfram. Fái ég konu
með mér, er ég sannfærður um
að svartnættið megnar ekki að
buga mig. — Og hver haldið þér
að vilji flytja á heimsenda með
yður? spurði ég háðslega. — Þér,
jómfrú, svaraði hann og hló svo
; rúmið hristist. Ég greip andann
j á lofti. Þegar ég skellti hurðinni
á eftir mér heyrði ég að hann
hrópaði: — Hugsið þér málið,
jómfrú, þetta er raunverulegt
bónorð. Ég var alltof reið til að
geta svarað.
| Ég hitti ívar þegar ég kom nið-
' ur. Hann var nýkominn heim.
— Ég heyri sagt að hér séu komn-
ir gestir, sagði hann. — Hver er
þessi náungi? — Hann heitir Ove
Berning og er vígður prestur til
Þrándaness. Frekari upplýsingar
um hann finnurðu víst í bréfi frá
Ebbe, sem bíður þín hér.
— Hvernig líkar þér við hann?
Er hann ekki einhver dæmalaus
dvggðapostuli? — Síður en svo.
Ég er viss um að þér fellur hann
I vel í geð.
^ Ég sótti bréfið frá Ebbe og fékk
fvari það. Hann opnaði það þegar
og las. Svipur hans var örlítið
kankvís á meðan. — Hann segist
skrifa þér, er það rétt? mælti
hann og lagði bréfið frá sér. — Já.
— Minnist hann nokkuð á efni
míns bréfs? — Nei. — Hvernig
myndi þér lítast á að giftast
Ebbe? — Ég veit ekki. Það dett-
ur honum sjálfsagt aldrei í hug,
sagði ég þurrlega. — Það er ekki
gott að vita hvað þeim manni
dettur í hug. En annars var það
þitt álit en ekki hans, sem ég
spurði um. — Nei, ég mundi ekki
vilja það, sagði ég áköf. ívars
vegna sagði ég yfir því að mynd
systur minnar stæði á milli okk-
ar Ebbe. — Það er rétt af þér,
sagði hann hægt. Ebbe er ekki
eiginmaður við þitt hæfi.
— Enginn skyldi heldur hlaupa
umhugsunarlaust í hjónabandið.
Það sannfærist þú daglega um
hér á Mæri. - Ég hélt að þú værir
ekki á móti því að ég giftist Ebbe,
sagði ég undrandi. Hann er ríkur,
og þig vanhugar um peninga.
Hann þrútnaði í andliti. — Hver
hefur sagt þér það? — Ebbe,
svaraði ég. — Jæja, þykist hann
vita eitthvað um það? Við erum
skildir að skiptum.
— Heyrðu, heldurðu að gestur-
inn vilji ekki drekka með mér
eitt glas af víni? — Það hugsa ég
að hónum þyki vænt um, svaraði
ég dálítið kaldhæðin. Hann drakk
nærri fulla flösku í gærkvöldi og
sá ekki á honum. Hann segist
ætla að kenna söfnuðinum að
drekka, þegar hann kemur norð-
ur.
ívar gekk í áttina til dyranna.
— Þetta lítur út fyrir að vera
geðugasti maður. Við verður að
reyna að halda í hann hér í vet-
ur. Magisterinn er. hvort eð er.
CHs
Drengur
óskast til sendiferða á ritstjórnarskrifstofu
vorri frá kl. 6—11,30 á kvöldin.
Upplýsingar cftir klukkan 2 í dag.
Vana stúlku
vantar í mötuneyti í Aðalvík. — Uppl. veittar á skrifstofu
Sameinaðra verktaka á Keflavíkurflugvelli.
Sambond eggjafromleiðendo
vill vekja athygli félagsmanna á því, að eggjastimpill
fyrra árs er fallinn úr gildi. — Nýir stimplar fyrir
1956 eru til úthlutunar hjá formönnum deildanna og
formanni Sambandsins, Hirti Jónssyni, Sogamýri 14 við
Rauðagerði, Reykjavík.
Munið að aðeins greinilega merkt egg má selja
sem stimpluð egg.
Afgreiðslusfúlkur
Sérverzlun í miðbænum óskar að ráða nú þegar sið-
prúðar og ráðvandar afgreiðslustúlkur. Nokkur tungu-
málakunnátta áskilin. — Umsóknir með upplýsingum
um fyrri störf ásamt meðmælum, ef fyrir hendi eru,
óskast sendar afgreiðslu blaðsins fyrir 7. janúar, merkt:
„Sérverzlun 993“.
STÆRSTU VIIMIMINGAR, SEM l'M
GETUR I HAPPDRÆTTI Á ÍSLAIMDI
ABIs 5,5 milljón kr.
2 VINNINGAR Á KR. 500 000,00 HVOR
11 VINNINGAR Á KR. 100.000,00 HVER
10 VINNINGAR Á KR 50 000,00 HVER
4977 VINNINGAR FRÁ KR 25 000,00
NIÐUR í KR. 300,00 HVER
Viðskiptamenn happdrættisins hafa forkaupsrétt að númerum sínum fram að kv:?ldi þess
5. janúar. Eftir þann tíma verður ekki komizt hjá því að selja þau öðrum, vegna geysi-
legrar eftirspurnar.
Umboð VöruhappdræUisins I eykjavík og nógrenni:
Austurstræíi 9
Grettisgata 26 — Halldóra Ólafsdóttir
Laugavegi 74 — Verzlunin Roði
Bifreiðastöðin Hreyfill
Bókabúð Böðvars B. Sigurðssonar, Ilafnarfirði
Nesvegur 51 — Carl Hemming Sveins
Eimskipafélagshúsið — Vikar Davíðsson
Skólavörðustíg 1A — Verzlunin Pfaff
Kópavogsbúðin, Kópavogi
d
r)
Vöruhappdrætt£ S.M.M.S. |
s