Morgunblaðið - 19.01.1956, Side 1

Morgunblaðið - 19.01.1956, Side 1
16 síSar 43. árgangur 15. tbl. — Fimmtudagur 19. janúar 1956 Prentsmiðj# Morgunblaðsin# „Sprenging" í Aissfurlöndum gefur valdið heimssfyrjeld Takast sanmingar á Kýpur? tONDON, í gær. SIR JOHN HARDING, landstjóri Breta á Kýpur, kom til London í dag til þess að ræða við Sir Anthony Eden, íorsætisráðherra Breta, áður en hann leggur af stað í Ameríkuferð sína. Landstjórinn sagði að samningar sínir við Markarios erkibiskup væru nú svo vel á veg komnir, að ástæða væri til þess að gefa stjórninni í London skýrslu. Mikilvægi þess að samningar takist á Kýpur kom greinilega í ljós um daginn, er brezka stjórnin ákvað að senda þangað sveit fallhlífarhermanna, sem gengur undir nafninu „Rauðu djöflarnir“. Sveit þessi er send til Kýpur fyrst og fremst vegna hins alvarlega ástands, sem skapazt kefir í Austurlöndum nær við það að Jordanía er að skjótast undan merkjum vesturveldanna og ganga í.lið með hinum hlutlausu Arabaþjóðum. SIR Anthony Eden, forsætisráð- herra Breta, sagði í ræðu sinni í Bradford í dag, að stríð væri alltaf yfirvofandi og að spreng- ing, sem yrði á einhverju þeirra svæða, þar sem viðsjár væru miklar, eins og t. d. í Austur- löndum nær, gæti leitt til heims- styrjaldar . Eden sagði, að sú skoðun hefði verið ríkjandi, að stríðshættan í heiminum hefði minnkað á und- anförnum mánuðum og þetta væri því að þakka að menn ótt- uðust vetnissprengjuna. Ef vetn- issprengjan væri ekki fyrir hendi myndu horfurnar í heiminum sannarlega vera ískyggilegar, sagði ráðherrann. Eden skýrði frá því, að Bretar ætluðu að framleiða vetnis- sprengju. Mikill hluti af ræðu Edens fjall aði um utanríkismál. M. a. ræddi Eden ýtarlega um för Bulganins og Krutschevs til Indlands og um ræðurnar, sem Rússarnir fluttu á þessu ferðalagi. Sir Ant- hony Eden sagði, aðrússnesku ráð herrarnir hefðu í ræðum sínum gerzt sekir um „hróplega útúr- snúninga", er þeir ræddu um fyr- irætlanir Breta um nýlendur sínar. Um allan heim heldur þró- unin áfram í átt til sjálfstjórnar í brezku samveldislöndunum, sagði Eden. Heimilisfang þeirrar þjóðar, sem kúgar og undirokar lepg þjóðir sínar er: Kreml, Moskva, sagði Eden. Sir Antony harmaði það, að átökin milli kommúnistaþjóðanna og vesturveldanna hcfðu aukizt á undanförnum mánuðum. Um innanríkismálin sagði Eden, að stjórnin ráðgerði öflug- ar ráðstafanir gegn dýrtíð. Verð í stjórn eftir fintm m — segir Eden LONDON í gærkvöldi, (NTB Reuter): — Sir Anthony Eden, forsætisráðherra Breta lýsti yfir því í ræðu í Bradford í dag, að því færi fjarri, að hann eða stjórn hans ætlaði að láta af störfum vegna þeirrar gagnrýni, sem beint hefir verið gegn stjórninni undanfarið bæði af hálfu stjórn- arandstæðinga og einnig af háifu nokkurs hluta íhaldsmanna. Hann sagði að það væri á engan hátt rétt, að stjórnin ætti í vök að verjast. Sir Anthony minnti á það, að stjórn hans hefði verið kjörin til þess að fara með stjóm í næstu fimm ár. Hann sagði að hann og samráðherrar hans æsktu þess að verða dæmdir af gjörðum sínum eftir þetta fimm ára tímabil. Og ef Guð lofar vonast ég til þess að vera viðstaddur og taka á móti hessum dómi að loknum þessum fimm árum, sagði Eden. IUennirnir í fréttunum Moskva 18. jan.: — RÐRÓMUR hefir gengið um bað að Bulganin marskálkur sé veikur. Bulganin var ekki viðstaddur fund æðsta ráðs sovétríkjanna á þriðjudaginn og hann hefir ekki sést á mannamótum síðastliðinn hálfan mánuð. — (NTB-Reuter) Starfsmenn á KeflavílturfiugveSli Kekkonen KEKKONEN VANN „GREINILEGAN SIGUR'' Helsingfors, 18. janúar. Frá fréttaritara vorum (NTB-Reuter) KEKKONEN, forsætisráðherra, vann greinilegan sigur við kjörmannakjörið í finnsku for- setakosningunum, sem fór fram á mánudag og þriðjudag. Kekkonen jók tölu kjörmanna bændaflokksins úr 64 í kosning- unum árið 1950 upp í 89 að þessu , sinni. Af sigri Kekkonens leiðir þó j ekki örugglega að Kekkonen I verði kjörinn forseti Finnlands ; til næstu 6 ára, er kjörmennirnir | koma saman þ. 15. febrúar n.k. Samkvæmt tölum sem fyrir , lágu í kvöld, skiptust kjörmanna- . atkvæðin milli hinna ýmsu flokka eins og hér segir: Bændaflokkurinn 89 kjörmenn, Jafnaðarmenn 74 kjörmenn Framh. á bls. 12 Guy Mollet SLÆMAR. HORFUR í FRAKKLANDI stoftia SjáSfstæðisféEag ; stofnendur 286 Kofar Scofts ©g Schaklðfons SJÁLFSTÆDISMENN sem starfa á Keflavíkurflugvelli stofnuðu Sjálfstæðisfélag s. 1. þriðjudagskvöld. — Félagið hlaut nafnið Mjölnir og gerðust 286 starfsmenn stofnendur þess. Stofnfundurinn var haldinn í Ungmennafélagshúsinu í Kefla- vík. Formaður undirbúnings- nefndar, Hilmar Biering, setti fundinn og lýsti undirbúningi að stofnun félagsins og rakti til- drögin til stofnunarinnar. Fundarstjóri var kjörinn Þórð- ur Halidórsson og fundarritarar þeir Kristján Sigurðsson og Þor- grímur Halldórsson. Fyrstur tók til máls Magnús Jónsson alþm., framkvstj. Sjálfstæðisflokksins. Flutti hann fundinum kveðju og árnaðaróskir formanns Sjálfstæð- isflokksins, Ólafs Thors, forsæt- isráðherra, sem hafði ákveðið að mæta á fundinum, en gat ekki komið því við, vegna mjög mik- illa anna. Magnús ræddi nokkuð óstand og horfur á sviði stjórn- málanna og benti jafnframt á það mikla gildi, sem skipulögð 6am- tök Sjálfstæðismanna á Keflavík- urflugvelli hefðu fyrir flokkinn. Síðan var lagt fyrir uppkast að lögum fyrir samtökin og þau samþykkt. Var þá gengið til stjórnarkosninga og var Bogi Þorsteinsson, flugvallarstjóri ein- rórna kjörinn formaður, en með- stjórnendur voru kjörnir þeir: Bergur Haraldsson, Hilmar Bier- ing, Konráð Axelsson og Þor- grímur Halldórsson. í varastjóm: Þórður Halldórsson og Gunnar Bíldal. Endurskoðendur: Hösk- uldur Ólafsson og Indriði Páls- son. Að stjórnarkjöri loknu tók til máls Gunnar Helgason, erir.dreki. Ræddi hann m. a. um skipulags- mál samtakanna og árnaði hinni nýkjörnu stjórn og félaginu heilla í starfi. Einnig tók til máls Þor- grímur Halldórsson, Jósafat Arn- grímsson og Björn Jóhannsson. Það kom greinilega í ljós í sambandi við stofnun félagsins, hversu miklu og vaxandi fylgi Sjálfstæðisflokkurinn á að fagna meðal starfsmanna á Keflavíkur- flugvelli og mikill áhugi ríkti hjá stofnendum félagsins á því, að efla samtökin sem mest og berj- ast ótrauðri baráttu íyrir fram- gangi sjálfstæðisstefnunnar. hafa staðið í áratusai WELLINGTON, Nýja Sjálandi 18. jan. (NTB-Reuter): — Á snæviþöktum breiðum Suður- heimsskautsins stendur enn ó- skaddaður kofinn, sem hinn frægi heimsskautskönnuður, Robert Scott, notaði áður en hann lagði af stað í síðasta áfangann í Suð- urheimsskautsleiðangri sínum fyrir 44 árum. Frá þessu skýra leiðangursmenn í ameríska Suð- urheimsskautsleiðangrinum, sem nú er staddur í Wellington á Nýja Sjálandi. Óskemmdur er einnig kofinn, sem Sir Ernest Schakleton notaði í sams konar leiðangri 10 árum síðar en Scott var á ferðinni, eða árið 1922. Schakleton lézt úr hjartabilun í þessum leiðangri Foringi amerískrar flugsveitar, Gordon Ebbe, — en sveitin hefir flogið undanfarið yfir stórt svæði af suðurheimsskautinu, — hefir fengið fyrirskipun um að koma hvergi nærri kofunum. Fréttir um að minjagripir hafi verið tekn ir úr kofunum, hafa ekki við rök að styðjast. Gordon Ebbe skýrir frá því, að kofinn, sem Scott ætlaði að hafa í áfangastað á leið sinni frá suður heimsskautinu, sé þakinn ís og snjó. Scott fórst í stórhríð áður en hann náði þessum áfanga. Ameríski leiðangurinn hefir flogið yfir 2,5 millj. ferkílómetra svæði á einni viku, eða yfir sjötta hluta Suðurheimsskautsins. Honte (arlo PARÍS, 18. jan.: — í allt kvöld hafa bifreiðarnar í Monte Carlo kappakstrinum verið að streyma til Parísar. Þær eiga nú fyrir höndum síðustu 1000 km. frá París til Monte Carlo. Yfir fjörutíu bifreiðar eru nú úr leik, ýmist vegna óhappa eða vegna þess að þær hafa verið dæmdar úr leik. Leiðin frá París suður á bóg- inn er erfið, vegurinn liggur upp í allt að 1000 m hæð sums staðar og veðurútlitið er ekki gott, því að spáð er rigningu, slyddu og snjókomu. PARÍS, 18. jan. — NTB-Reuter. YFIR franska þinginu, setu kemur saman til íundar á morgun, fimmtudag, í fyrsta skipti eftir kosningarnar 2. jan., hvílir þung bölsýni, og ékyrrð er í fólkinu. Strax og kjörinn hefir verið forseti þingsins, mun Edgar Faure, fráfarandi forsætisráð- herra, leggja fram lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ráðu- neyti hans er það sautjánda í röðinni, sem fer frá völdum i Frakklandi frá stríðslokura. Réné Coty, forseti Frakklands, mun þegar í dag hefja tilraunir sínar til þess að fá myndað nýtt ráðuneyti. Lítill vafi er talinn á því, að forsetinn muni fyrst ætla að leita til Mollets, foringja jafn- aðarmannaflokksins, um stjóm- armyndun, en flokkurinn hefir gert bandalag við flokk Mendes France, róttæka flokkinn Mollet mun ekki geta gert sér miklar vonir um að stjómar- myndun takist, nema svo fari, að flokkur Pinay fyrv. forsætisráðh. fólksradikali fiokkurinn, veiti honum stuðning. Mollet hefir að vísu orðið við þeirri kröfu fólks- radikala flokksins að lýsa yflr því, að hann muni ekki taka við stjórn, sem háð sé stuðningi kommúnista, og gefur það nokkra von um, að honum muni e. t. v. takast að höggva skarð í fylkingar hægri róttækra. Mendes France og Mollet sátu á fundi í dag til þess að raéða stefnuskrána, sem þeir ætla áð bera fram, ef Mollet verður faiin stjömarmyndim. Að fundi lokn- um var lýst yfir því, að þeir hefðu orðið sammála um Algier- málið og um það að halda áfrara stuðningi við samstarf Atlants- hafsþjóða. Ausfur Þjéðverjar stofna her TILKYNNT var í Austur- Þýzkalandi í dag, að þar mvndi verða stofnaður landker, sjóher og flugher. Tilkynning þessi kom frá fyrrv. innanríkisráðherra, Willy Stonh, og sagði hann að austurþý-'ku stjórnin hefði lagt fyrir austur- þýzka þingið frumvarp til laga um stofnun hers. Stuttu sidar I samþykkti þingið frumvarpið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.