Morgunblaðið - 19.01.1956, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.01.1956, Qupperneq 16
Veðurúflil í dág; NA stinningskaldi léttskýjað. WjgunWatiiSi 15. tbl. — Fimmtudagur 19. janúar 1956 Við fúngarðinn Sjá bls. 9. IsMinpr vörðu fæpl. 99 millj. kr. !i! áfengiskaupa Afengisneyzlan fer minnkandi Friðrik og Bent mæta til leiks | FI-ÍÉTTATILK. frá Áfengis- í barst í gær, segir að áfengissalan hafi á síðastliðnu ári numið rúm- lega 89,2 milljónum króna. — Er það um 5,1 millj. kr. hærri sala en érið á undan. Þar segir og að éfengisneyzla Jandsmanna hafi nokkuð minnkað frá því sem hún hefur verið undanfarin ár í fréttatilk. eru birtar upplýs- ingar um sölu áfengis á þeim stöðum á landinu sem áfengisút- söiur voru opnar árið 1955, en útan Reykjavíkur voru þær á Feyðisfirði og Siglufirði. Engin útsala var á Akureyri á s.l. ári. SALAN Áfengissalan í Reykjavík árið sem leið nam 81,5 millj króna, rúmlega, á móti 76,8 millj árið é undan. Á Seyðisfirði jókst salan úr 1,8 milljón árið 1954 í tæplega 2,1 milljón kr. Á Siglufirði nam éfengissalan 5,9 millj. rúmum, á móti 5,0 millj. kr. árið á undan. MINNKANDI ÁFENGISNEYZLA Síðan er gerð grein fyrir áfeng ásneyzlu landsmanna umreiknaðri f 100% spírituslítra á hvern íbúa. Árið 1946 komst neyzlan upp í! tvo lítra og hefur ekki verið jafn mikil síðan. Var árið 1955 1,466 lítrar, en á ánmum 1050—'54 vai hún sem hér segir: 1950 1,473 lítr 1951 1,345 — 1952 1,469 — 1953 1,469 — 1954 1,574 — Eins og sjá má af þessu hefu áfengisneyzla á hvern íbúa lands ins lækkað stöðugt og nemur 10' gr. af hreinum vínanda árið 195E HÆKKAÐ KRÓNUTAL Krónutalið af sölu áfengis hef ur hækkað og nemur frá 6,1— 11,5%. Þar eð á þessu ári va engin sala áfengis á Akureyri nemur heildarhækkunin þó að eins 6%, segir í fréttatilk. Þes er og að geta að um miðjan ma varð allveruleg hækkun á sölu verði áfengis. MIKID UM PÓSTSENDINGAR Veruleg aukning varð á póst- kröfu-afgreiddu víní frá skrif- stofu ÁVR hér í Reykjavík. Á ár- inu urðu þær sem næst 13950 að fjárhæð allt rúmar 10,1 millj. kr. á móti 5.2 millj. á árinu á undan. Að lokum er þess svo getið að um sex vikna skeið hafi vínbúðunum hér í Reykjavík verið lokað, en það var á meðan á verkfallinu ' stóð. Meðan á því stóð voru póst- kröfuafgreiðslur mikið umfram venju. I í gærkvöldi klukkan hálfátta settust þeir á ný við skákborðið í einvígi sínu sKakmeistararnir Bent Larsen og Friðrik Ólafsson. Það hlýtur að vera mikil andleg áreynsla að sitja yfir flókinni skáte í fimm klukkustundir samfleytt. Og er tíðindamaður Mbl. hitti Friðrik í gær á hlaðinu fyrir framan Sjómannaskólann og spurði hann um þetta, sagði hann að fæstir myndu gera sér þess fulla grein. — En faðir Friðriks, Ólafur, sem með honum var, sagði að sér hefði virzt áhorfendur liafa verið orðnir dauðþreyttir af hreinum taugaspenningi, er fyrsta einvígisskákin var tefld. Friðrik kvaðst vera vel fyrir kallaður, og sama sagði Bent Larsen, er hann mætti til leiks. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Utsvör á Akureyri hækka um 25 prósenf AKUREYRI, 18. jan. — Frá fréttaritara Mbl. ÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær, fjárhagsáætlun Akureyrar fyrir árið 1956. Áætluð útsvör hækka um 25% frá s. 1. ári. Niðurstöðutölur áætlunarinnar eru 15,3 millj. kr. ! TEKJUR Helztu tekjulíðir eru: Niður- iöfnuð útsvör 12,4 milljónir kr. Skattar og tekjur af fasteignum 2,1 milljón; þátttaka hafnarsjóðs, rafveitu og vatnsveitu í stjórn kaupstaðarins 265 þús. kr. ÚTGJÖLD Nokkrir helztu gjaldaliðirnir eru: Vegir og byggingamál 2,1 millj. kr. Greiðslur skv. trygg- ingalöggjöf 2,1 millj. kr. Mennta- mál 1,3 millj. kr. Stjórn og skrif- stofukostnaður 1,0 millj. kr. Fram lag til framkvæmdasjóðs 1,0 millj. og framfærslumál 868 þús. kr. —Jónas Meiri byggingafram- kvæmdir en þekkst hafa áður í sögu bæjarins 1808 íbúðir í smíðum í Reykjavik SAMKVÆMT skýrslu byggingafulltrúans i Reykjavík var á árinu 1955 iokið við að byggja alls 564 íbúðir i bænum. Auk þess hafa verið byggð 59 einstök herbergi. f smíðum eru nú auk stórhýsa, svo sem Bæjarsjúkrahússins, viðbótar við Landsspitalann og Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna, 1808 íbúðir og eru 835 þeirra fokheldar eðá meira. Fjöldi éhsrfcnf.a ★ ÖNNUR einvígisskák þeirra Friðriks Ólafssonar og Bent Larsens var tefld í Sjómanna- skólanum í gærkvöldi. Mjög mikill fjöldi fólks var að horfa á skákina og munu hafa verið þar um 500 manns þegar flest var. ★ Stjórnendur mótsins tóku upp þá nýbreytni að hafa færa skákmenn til þess að skýra skákina jafnóðum og skák- meistararnir léku. Fiuttu þeir skýringarnar, Guðmundur Arnlaugsson, Ingi R. Jóhanns- son og Guðmundur Pálmason. Fór þetta fram uppi á lofti, en sjálf keppnin er háð í sal á neðri hæð. Voru skýringar þessar hinar ánægjulegustu og var mikill fjöldi fólks að hlusta á þær. Var skemmtilegt að hlusta á hve margir höfðu áhuga á gangi leikjanna. ★ Mjög mikill fjöldi bíla var fyrir utan Sjómannaskólann og var stöðugur straumur að og frá skólanum. Formaður skáksambandsins hefir fengið áætlunarferðum Strætisvagn- anna breytt og ekur nú vagn fram hjá Sjómannaskólanum á hálfrar klukkustundar fresti. O- i —O Ails voru á árinu byggðir tæplega 311 þúsund rúmmetrar af steinhúsum, timburhúsum og stálgrindahúsum og er mestur hlutinn úr steini, eða 280,5 þús. rúmmetrar, Er hér um meiri byggingaframkvæmdir að ræða í bænum, þegar á allt er litið, en þekkzt hefur áður í sögu bæjarins. •fc Friðrik hafði hvítt og lék e4, en Larsen svaraði með Sikil- eyjarleik. Friðrik fékk snemma í skákinni rýmra og frjálsara tafl, sem gaf tilefni til að ætla að skákin yrði tefld í öðrum stíl, en fyrsta skákin í einvíginu, og að koma myndi upp staða þar sem skákhæfileikar Friðriks kæmu til með að njóta sín vel. Friðrik beindi mönnum sínum til Kóngssóknar, en Larsen reyndi að ná mótvægi með' sókn á Drottningarvæng og varð furðu mikið ágengt á timabili. ★ Baldur Möller, sem hefir at- hugað þá stöðu, telur að l ar- sen hafi þá átt jafnt tafl eftir 24 leiki, hefði hann þá leikið Ke8—e4 í stað þess lék Larsen Bd8—b6 og Friðrik gerði út um skákina með fallegri „kombination" í nokkrum leikjum. ★ í skákinni, sem er birt í heild hér á eftir, er mynd af stöð- unni eins og hún var þar sem sóknarlota Friðriks hefst. Biðskókin jafntefli ? •k Biðskákin verður tefld í kvöld í Sjómannaskólanum og heíst kl. 8,00. Ekki er talið hægt að fullyrða neitt um hvernig hún muni fara, en fróðir menn telja ekki ósennilegt að hún verði jafntefli. Skókin í gœr í heild IIVlTT: Friðrik Ólafsson. SVART: Bcnt Larsen. effir 30 leiki 11. f2—f4 0—0 i 12. f4—i5 Rc6xd4 i 13. Ddlxd4 b7—b5 1 14. Dd4—d3 Dc7—b7 i 15. Bcl—g5 Ha8—e8 i 16. Dd3—h3 e6xf5 í 17. c4xf5 Bd7—c6 I 18. Hal—dl h7—h6 I 19. Bg5—e3 Be7—d8 1 20. Be3—d4 a6—a5 I 21. Hdl—d3 b5—b4 i 22. a3xb4 a5xb4 i 23. IId3—g3 Kg8—h7 ) 24. Rc3—dl Bc6—b5 I 25. Hfl—gl Bd8—b6 i Svart: Bent Larsen ABCDEFGH m % I :«y wm "" ..t M H! Wm | m Ww___k tsss M 1lí_ ■ * *i| ABCDEFGH ! Hvítt; Friðrik Glafsson j 1. e2—e4 c7—c5 2. Rgl—f3 d7—d6 3. d2—d4 c5xd4 4. Rf3xd4 Rg8—f6 5. Rbl—c3 a7—a6 6. Bfl—c4 Dd8—c7 7. Bc4—h3 e7—e6 8. 0—0 Rb8—c6 9. a2—a3 Bc8—d7 10. Kgl—hl Bf8—e7 26. Bd4xRf6 27. Dh3—h4 28. Dh4xf6 29. Hg3—h3 30. f5xHg6f g7xf6 He8—e4 Hf8—g8 Hg8—gS Gefið. I Heiðursgjöi | frá Akureyri AKUREYRI 18. jan. — Eæjar- stjórn AJtureyrar samþykkti á fundi sínum i gær að veita Frið- riki Ólafssyni skákmeistara kr, 5000,00, með þökk fyrir aírek hans. —Jónas >

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.