Morgunblaðið - 26.01.1956, Side 14

Morgunblaðið - 26.01.1956, Side 14
14 MORGUNBL .4 ÐIB Fimmtudagur 26. jen. 1956 11 f SYSTURNAR ÞRJÁR EFTÍR IRA LEMiN - Fyrsti hluti: DOROTHY T_ Framhaldssagan 2 5 Ilún þagnaði og honum fannst þögnin djúp og aiger, n&rn óþol andi með öllu. „Viltu helzt losna við þetta allt, vera frjáls? Er það kannske það, sem þú vilt?“ „Nei, það veit sá sern allt veit, Dorrie. Þú mátt ekki tala ívona.'* Qann greip um axiir henni og dró hana þétt til sín. „Þu mátt ekki tala svona“. 1 „Hvað er það þá. sem þu vilt að við gerum? Við verðurn að gifta okkur. Onnur ráð eru ekki til.“ 1 „Jú, Dorrie“, svaraði hann hægt og alvarlega — „önnur ráð eru til“. j Hann fann hvernig likami íiennar stirnaði upp við hlið hans í rúminu, við þessi orð hans „Nei“, sagði hún loks lágt og hristi höfuðið ákaft. „Hlustaðu nú á mig, Dorrie", | uagði hann biðjandi, um leið og ! Itendur hans gripu fast og krampa kennt um axlir stúlkunnar. „Eg á ekki við uppskurð eða neitt því Jíkt.“ í ákafanum greip hann með annarri hendinni um höku henn- nr, svo að fingurnir grófust inn í kinnar stúlkunnar og hún gat tíkki hreyft höfuðið. — „Hlust- aðu nú á mig. Það er náungi á háskólanum, Hermy Godsen, aó nafni. Frændi hans á lyfjabúð- ina, sem stendur á horni Univer- sity Aveny og 34 Street. Hermy afgreiðir þarna í búð frænda öíns. Hann gæti e. t. v. náð í ein- hverjar pillur". Hann losaði tak- ið á hökunni. Stúlkan mælti ekki orð. „Skilurðu það ekki, litla vina mín? Við verðum að reyna það. Við höfum svo mikið í hættu“. Kún hrissti höfuðið, örvita og utan við sig: „Guð hjálpi mér, ég veit ekki, hvað ég á að taka til bragðs", kveinaði hún. Hann tók utan um grannan iíkuma hennar og þrýsti henni að sér: „Litla vina mín“, hvísl- aði hann — „ég elska þig og ég myndi áreiðanlega ekki láta þig talra neitt það inn, sem gæti skað að þig á einn eða annan hátt.“ Hún hneig niður og höfuð hennar féll þungt á öxl hans: „Ég veit það ekki .. Ég veit það ekki....“ „Það yrði svo dásamlegt“, sagði hann og hönd hans fór mjúklega urn hana — „litla, skemmtílega íb'.'ðin okkar .... og aldrei leng- ur bið eftir því að þessi fjárans veitingakona fari í kvikmynda- hrsið. ..." I.oks sagði hún hikandi: „En hvmnig veiztu, að þær muni vevka á mig? Hvernig færum við að ef þær hefðu svo hreint engin áh: if?“ Hann dió djúpt andann og end urtók orð hennar: ,,Ef þær hefðu engin áhrif“. — Hann kyssti hana á ennið, vangann og munninn — „Ef þær hafa engin áhrif. þá giftum við okkur þegar í stað og pabbi þiin, ásamt Kirship Kobber hlutafélaginu, mega sigla sinn sjó fyrir okkur. Þér er óhmtt að trúa þessu. litla stúlkan mín“. Hann hafði orðið þess var. að henni féll það vel. er hann kall- aði hana „litlu stúlkuna" sína. Þegar hann notaði þetta gælu- nafn og hélt henni í örmum sér, gat hann aigerlega haft vald yfir orðum her nar og athöfnum. Hann hélt áfram að kyssa hana blíðlega o; segja h: :t ástarorð, lágum, ástriðufullum rómi og eftir stundarkorn var hún orðin nokkurn vegin rólég og hafði lát- ið seíast að mestu. Þau skiptu einum vindlingl á railli sin, sem Dorothy hélt fyrst j að vörum hans og þar næst sín- ■ um, en bleikfölur bjarmi glóðar- I endans lék um ljóst, dúnmjúkt hár hennar og stóru, brúnu aug- un. Iíún starði í glóandi endann og færði hann fram og aftur og í I hringi, framan við augun á sér,; svo að hann myndaði lýsandi: hringi og gul strik i myrkrinu. j „Eg er viss um, að það er hægt j að dáleiða fólk með þessari að- ! ferð“, sagði hún og sveiflaði vindl i ingnum fyrir framan augu hans. „Þú ert þræll minn“, hvíslaði hún J með varirnar fast við eyra pilts- j ins. — „Þú er þræll minn og al- j gerlega á mínu valdi. Þú verður að hlíða hverri minnstu bend- ingu handa minna". Þegar vindlingurinn var brunn inn upp, leit hann á lýsandi skífu klukkunnar á borðinu og tautaði lágt: „Nú verðurðu að fara að klæða þig, þvi klukkan er tuttugu mín- útur yfir tíu og þú átt að vera komiti inn klukkan ellefu “ 2. kafli. Hann var fæd.dur í Menasset, í úthverfi Fall River í Massachu- sett og var einkabarn föður síns, smvrjara við eina vefstofuna í Fall Páver og móður sinnar, sem s+undum varð að sauma fvrir fólkið, þegar harðnaði í búi og fátt var um peninga. Hann var af ensku bergi brot- inn, en þegar tímar liðu. bland- aðist ætt hans frönsku blóði og fjölskyldan bjó í hverfi. sem aðallega var heimkynni Portú- gala. Föður hans virtist ekkert við það að athuga, en móðir hans undi því aftur á móti mjög illa. Hún var kona biturlynd og ó- hamingjusöm, sem hafði ung gifst, í þeirri von að eiginmaður hennar yrði annað og meira en umkomulítill og einskisvirtur smyrjari, þegar tímar liðu Snemma varð hann þess vís- ari, að hartn var fríður útlits og hinn föngúlegasti. Á sunnudög- um komu gestir til foreldranna, sem lofuðu óspart úlit drengsins, fíngerða ljósgula hárið, skæru, bláu augun o. s. frv. En þegar faðir hans heyrði þessa gullhamra, hristi hann löngum höfuðið og oft deildu for eldrar hans ákaft út af öllum þeim tíma og öllum þeim pening- um, sem móðir drengsins fórn- aði honum. Þar sem móðir hans hafði aldrei hvatt hann til að leika sér við hin börnin í hverfinu, þá urðu hinir fyrstu skóladagar hans þrungnir kvölum öryggisleysisins og þjáningum óttans. Margir skólabræðranna hædd- ust að hinum snotra klæðnaði hans og sumir hentu mjög gam- an að öllum hinum árangurslitlu tilraunum hans til að sneiða hjá vatnspollunum í skólagarðinum. Dag nokkurn, þegar stilling hans var loks á þrotum, gekk hann rakleitt til foringja ertnis- seggjanna og hrækti á skóna hans. Bardaginn, sem á eftir fylgdi, var stuttur en harður og loks tókst honum að leggja forsprakk ann á bakið, settist svo klofvega á brjóst hans og barði höfði óvin arins niður í jörðina, hvað eftir annað. Að síðustu kom einn kennar- inn hlaupandi og stillti til frið- ar. Eftir þetta fór allt að ganga betur og loks varð hann foringi félaga sinna og kunningja. í skólanum fékk hann hina beztu vitnisburði, svo að móðir hans jós á hann gengdarlausu lofi og jafnvel faðir hans hrósaði honum, þótt honum væri það ekki ljúft eða að skapi á nokkurn hátt. Og enn betri urðu einkanirnar hans nokkru síðar, þegar dugleg, en ekki að sama skapi fríð stúlka hlaut sæti við hlið hans. Befa ðitBa 4. „Ég er viss um, að Guð hefir ætlað að kenna barninu mínu eitthvað með þessum draumi Að sönnu eru villidýr skóg- arins hættuieg, til er það, sem er miklu hættulegra. Hvað heldur þú að það sé?“ „Fyrirgefðu mér, elsku mamma,“ kjökraði Beta. „Ég skal aldrei fra-mar vera óhlýðin.“ „Auðvitað fyrirgef ég þér, barnið mitt,“ sagði mamma hennar og þrýsti barninu blítt u<pp að barmi sínum. „En loforðið. sem þú gafst mér, verður ekki auðvelt að efna hjálparlaust. En Guð vill hjálpa þér. Ef þú vilt spenna greipar, þá skulum við biðja saman. Biðja Hann að fyrirgefa þér og hjálpa þér síðan daglega á hinu nýja ári, til þess að ganga veg hlýðninnar. Það er vegur Guðs.“ „Já, mamma,“ hvíslaði Beta litla. „Og ég er svo glöð, svo innilega glöð yfir því, að mamma er ekki veik lengur.“ S Ö G U L O K Trésmiðir — Trésmiðir Trésmíðafélag Reykjavíkur. heldur fund í Albýðuhúsinu við Hverfisgötu, sunnudaginn 29. þ. m. kl. 2 c. h. Fundarefni: Lagabreytíngar. imiiiiiiiiuiuiipm STJOKNIN iinli»»m»»»n«mju Flónels náttföt Vatteruð náttföt Vatteraðir náttjakkar MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 Ný sending IMáttföt IMáttkjólar Sérlega glæsilegt úrval yfir 30 teg. MARKAÐURINN Mjólkurfélagshúsinu, Hafnarstræti 5 I EIMSK BLUIMDUEFNI MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 Fydrliggjandl: - GÓLFKLÚTAR Afþurrkunarklútar Þvotlapokar — Kaffipokar Magnús Th. Blöndakl hf. Sími: 2358. >■■■■>■»>■■ ■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■»■ • ■*■•■■■■■<■ »j»»

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.