Morgunblaðið - 24.02.1956, Síða 11

Morgunblaðið - 24.02.1956, Síða 11
Föstudagur 24. febrúar 1956 MORGUNBLAÐIÐ 11 Ópera í hásveif íslands' ÞAÐ var í fyrstu viku í nóvem- ber, að Guðmundur Jónsson, óperusöngvari símaðí til okkar hér, og skýrði frá því, að Ríkis- útvarpið væri að efna til hljóm- leikaferðar um Norðurland. Og hann óskaði eftir því, að fá að- Stöðu í nýja félagsheimílínu okk- ar „Skjólbrekkú'. Leiksviðið var að vísu ekki tilbúið, en við lof- uðum því, að allt skyldi vera tilbúið er þau kæmu, en hann bjóst við sunnud. 13. nóv. Reyndar leit ekki vel út með Veðurfar. Frost var mikið, norð- an kaldi og oft stormur með snjó- komu. Það datt því fæstum í hug föstudaginn 11. nóvember, að listafólkið myndi reyna að fara austur yfir Vaðlaheiði daginn eft- ir, en þann dag, laugardaginn 12. átti að skemmta á Húsavík. En senni part föstudags hringdi Guð- mundur frá Akureyri, og kvað áætlunina mundu standast, og ef með þyrfti, þá færi snjóbíll með fólkið yfir Vaðlaheiði, en til þess kom þó ekki, forsjónin var okkur Þingeyingum hliðholl og þetta ágætisfólk komst leiðar sinnar. ílg get þessa þáttar úr ferð listafólksins, því mér fínnst hann táknrænn fyrir ísl. listafólk. Það vita allir að hún hefur ekki verið auðgengin, brautin listarinnar hér á landi. Það hefur þurft ein- dreginn vilja og skapfestu ásamt meðfæddurn hæfileikum til að jgera þetta fólk að þeim snilling- um, sem það nú er. Og það er Sama hugarfar sem stendur að baki slíkrar ferðar, sem þessarar I skammdegi ársins. 13. nóvember rann upp grár ög úrkómulegur, en sýnilegt, að hann boðaði þó birtu. Þetta sunnu dagskvöld . var það, sem ævin- týrið átti að gerast, ævintýrið, eem marga af íbúum þessarar Bveitar óraði ekki fyrir að þeir myndu lifa, nema í huganum og draumum. En hvað er það, sem ökki getur gerzt, ef gott fólk er að verki? Þetta kvöld komu hér fram á vegum Ríkisútvarpsins, Kristinn Hallson sem söng íslenzk og út- lend lög með undirleik Fritz Weisshappel. Fimm manna Btrengjahljómsveit lék „Eine Kleine Nachtmusik" eftir Moz- art. Hljómsveitina skípuðu Þor- valdur Steingrímsson, Óskar Cortes, Einar Vigfússon, Sveinn Ólafsson og Einar B. Waage. Óg að síðustu var óperan „Ráðskonu ríki“ eftir Pergolesi, sem þau Guðrún Á. Símonar, Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson fluttu með aðstoð strengjahljóm sveitarinnar undir stjórn Weiss- happels. Ekki ætla ég mér það, að dæma um flutning á þessum verkum fram yfir það sem hlustendur gerðu sjálfir þetta kvóld. Því ég hygg, að það verði ekki ljósar gert, né eftirminnilegar. Það, sem ég vildi bæta við, er þetta: Það má mikið vera, ef Rík- isútvarpið hefur nokkru sinni bet ur gert fyrir hlustendur úti um landsbyggðina, en með að stofna til slíkra ferða sem þessarar. Ég fullyrði að áhrifa frá þessum tónleikum gætir lengi, og kemur fram í fleiru en stundarhrifn- ingu. M. a. vegna þess, að margir af hlustendum úti um land hafa aldrei séð söngleik né hljóm- sveit spila En að sjá og heyra samtímis, það, út af fyrir sig, hef- ur þau áhrif á ímyndunarafl hlust andans, að hann getur opnað út- varpið sitt, hlustað á vek — hlið- stæð þeim, er hér voru flutt ■— og lifað sig inn í þau, haft ánægju af þeim. Þar sem áður, að hlust- andinn í mörgum tilfellum skrúf- aði fyrir útvarpið. Þetta veit ég nú með vissu. Og verður það ekki að teljast góður árangur, samfara alveg ógleymanlegri kvöldstund. Ég er viss um, að það verður hvarvetna tekið með fögnuði á móti listafólkinu, hvenær og hvar sem það á leið um landið á ný. En ég veit einnig að þessar ferðir eru dýrar og er þess varla að vænta, að Ríkisútvarpið geti stað- ið undir því að framhald verði á þeim, ef fjárhagur þess rýmkast ekki frá því, sem nú virðist vera. Þess vegna verður mér hugsað til þingmannanna, þeirra manna, sem geta haft í hendi sinni, hvort við, sem búum víðsvegar um land ið, getum virkilega orðið aðnjót- andi þess, sem bezt er fram borið af þessari tegund listar, eða ekki. Ég veit, að ég tala fyrir munn fjölmragra hlustenda, þegar ég bið alla þá góðu alþingismenn að leggja þessu máli Jið á þann veg, að Alþingi veiti svo vel fé til starfrækslu útvarpsins, að því verði kleift að endurtaka slikar ferðir, sem tónhstarferðina til norðurlands í haust. Að endingu vil ég endurtaka þakklæti mitt til útvarpsins og þess djarfa og góða fólks, sem sótti okkur heim, hinn 13. nóv- ember. Gautlöndum, jólin 1955. Böðvar Jónsson. IHROTTIR Dæmdur atvirmumaður ætilangt i Bezti miluhlaupari Bandaríkjanna, Wes Santee frá Kansas, sem ' er 24 ára gamall og undirforingi i Bandarikjaher, hefur verið dæmdur af frjálsíþróttasambandi Bandarikjanna sem atvinnu- maður. Gildir sá úrskurður meðan Santee lifir. Sök hans var sú, að hann hafði tekið við 1000 dollara greiðslu fyrir að keppa á þremur mótum i Kaliforníu á liðnu sumri. — Hér sést hlauparinn frægi í samræðum við lögfræðing sinn, Charles P. Grimes. Búizt j er við að Santee áfrýi dómi þessum. Svertingjoi sæbjo 125 Suður- ríkjohóskólo, sem óðnr veittu oðeins hvítum nemendum viðtöku NEW YORK: — Dr. Guy B. John- Bon, prófessor í þjóðfélagsfræði og mannfræði við háskólann í Norður-Karólínu, sagði í grein, er hann ritaði hinn 17. desember 8.1. í vikuritið Nation, að svert- ingjar hefðu nú aðgang að um 125 menntaskólum og háskólum í suðurfylkjum Bandaríkjanna, 6em áður veittu eingöngu viðtöku hvítum nemendum. Tala svert- ingja, sem stunda æðra nám við þessa skóla i suðurfylkjunum, mun nú vera um 2000, og taldi prófessorinn, að tala þessi myndi tvöfaldast á þessu ári. Þá sagði hann og, að um helmingur þess- ara nemenda stundaði nám við skóla, sem njóta styrks frá rík- inu. í þessari sömu grein sagði Dr. Johnson, að sér væri ekki kunn- ugt um eitt einasta dæmi þess. að til óeirða hefði komið í sambandi við viðtöku þessara svertingja- stúdenta. Kvað hann aðsókn svertingja að æðri menntastofnunuro í suður- fylkjunum hafa aukizt mjög á undanförnum árum, einkum frá árinu 1948. Enda þótt í suðurfylkjunum sé fjöldi æðri skóla, sem reknir eru af ríkinu og einstaklingum og eingöngu eru ætlaðir svertingj- um, hefði fyrir þann tima aðeins örfáum svertingjum verið heimil að að stunda nám við háskóla, sem eingöngu voru ætlaðir hvít- um nemendum. Meðal þeirra væri lagadeild Marylandháskól- ans, sem hefði staðið svertingjum opin allt frá árinu 1935, og há- skólinn í Vestur-Virgíníu, sem heimilað hefði svertingjum að stunda framhaldsnám við skól- ann allt frá árinu 1940. Þá væru og nokkrir kaþólskir skólar, sem veitt hefðu svertingjastúdentum viðtöku. Árið 1953 var svo komið, að all- ir háskólar í suðurríkjunum, að undanskildum fimm, veittu svert ingjastúdentum viðtöku. Þessir fimm háskólar voru háskólarnir í Alabama, Flórida, Georgíu, 1 Missisippi og Suður-Karólínu. I Dr. Johnson sagði að lokum, að háskólinn í Flórída myndi senni- lega veita fyrsta svertingjastúd- I Frh. á bls. 12 Afrekaskráin: Það þarf vel að huíia að stökkunum í sumar Aðeins í þeim var ekki um framför að rœða s. I. sumar Nýlega birtist hér á síðunni kafli úr afrekaskránni í frjálsum íþróttum 1955. Þá var getið árangurs í köstunum. Nú tökum við stökkin fyrir. Stökkin eru þær greinar, sem á árinu 1955 eru léleg- astar i samanburði við 1954. Aðeins í einu — þristökkinu — er sá bezti 1955 betri en 1954. Bezti árangur í hástökk- j inu er jafngóður bæði árin. I Og hvað meðaltalsárangur 10 ! beztu manna snertir, er hann í stökkunum verri en árið á I undan. Það er lærdómurinn af þessari afrekaskrá í stökkun- um, að leggja verður sérstaka áherzlu og alúð við þær greinar i sumar. LANGSTÖKK 1. Friðl. Stefánsson KS 6,88 2. Einar Frímannsson KR 6,82 3. Pétur Rögnvaldsson KR 6,80 4. Vilhj. Einarsson UIA 6,76 5. Helgi Björnsson ÍR 6,61 6. Daníel Halldórsson ÍR 6,57 Frh. á bls. 12 Synti 100,5 m — en sló samt 100 m metið ★ HIÐ 20 ára gamla heims- met hollenzku sundkonunnar Wille den Oudens á 100 m skriðsundi — 1:04,6 mín. — sem sundkonur um allan heim hafa gert óteljandi til- raunir til að slá, var í síðustu viku bætt af 18 ára gamalll ástralskri sundkonu, Dawn Fraser. Hún fékk timann 1:04,4 mín. Met hennar var fyrir margra hluta sakir athyglisvert. í fyrsta lagi synti hún meira en 100 m, því að hún kepti i 110 yards sundi, sem eru um 100,5 metrar. í öðru lagi synti hún í 55 yarda laug, en gamla metið var sett á 25 m braut. í Ástralíu eru menn enn ekkl vissir um hvort tími Frasers verður viðurkenndur sem heims- met. Keppni var auglýst í 110 yarda skriðsundi — en reglur mæla svo fyrir um, að ekki verði heimsmet staðfest nema keppnin hafi verið auglýst fyrirfram. En á móti því vegur ef til vill, að Fraser synti lengri vegalengd en 100 metra. Þjálfari hennar segir að hún fari undir 1:04 mín. fyrir Ólym- píuleikana. Þetta er fyrsta keppn istímabilið sem Fraser nær tím- um á heimsmælikvarða. Önnur í sundinu var 16 ára-áströlsk sundstjarna Lorraine Crapp og var tími hennar 1:04,8 (en það þýðir að einnig hún hefði verið undir heimsmetinu, ef syntir hefðu verið „réttir“ 100 metrar, — Hún setti heimsmet í 400 m skriðsundi á dögunum, synti á 5:05,9 mín. PéturRögnvalds son í keppni f ÖRSTUTTRI fréttaklausu i blaðinu Los Angeles Time er skýrt frá tugþrautarkeppni er átti sér stað í Los Angeles. Er þar sagt að Bandaríkjamaður einn hafi sigrað í þrautinni og unnið m.a. Pétur Rögnvalds- son frá Reykjavík. Sagt er að Pétur hafi fengið 5700 stig og þess getið m.a. að hann hafi hlaupið 110 m grindahlaup á 15,2 sek. og kastað spjóti I rúnia 55 metra HASTOKK 1. Gísli Guðmundsson Á 1,80 2. Sig. Lárusson Á 1,80 3. Jón Ólafsson UIA 1,80 4. Jón Pétursson Snæf. 1,75 5. Ingólfur Bárðarson Self. 1)75 6. Björgvin Hólm ÍR 1,75 Beztur 1954 var Sig. Frið- finnsson FH 1,80. Meðaltal 10 beztu manna það ár var 1,743 en 1955 1,735. Bezta meðaltal sem fengizt hefur var árið 1951 en j þá var það 1,80 m. Innanhúss náði Gísli Guð- mundsson á árinu 1,85 m stökki og Jón Pétursson Snæf. 1,84 m. Tvö beztu hástökksafrek ársins er því unnin innanhúss. í Hugmynd um ,auka4 Olym- píuleika í Kaliforniu — þar sem norrænir íþrótiamenn græði" ferðafé rr! ÞÆR fréttir berast nú frá Svíþjóð, að yfir standi samningar milli norrænna og bandarískra íþróttaleiðtoga, að efna til nokkurs konar „fyrirfram'* Olympíuleika í Kaliforníu og að þar keppi norrænir og bandarískir íþróttamenn í fjölmörgum greinum. * VIÐDVÖL í KALIFORNÍU Hugmyndin er sú, að hinir norrænu íþróttamenn hafi nokkra viðdvöl í Kaliforníu á leið sinni til Ðlympíuleikanna í Melbourne. Fjölþætt íþróttamót verði þar haldin og hagnaðurinn af þeim mótum verði notaður til að lækka hinn gífurlega ferðakostnað Norð urlandabúa til Melbourne. * STYÐUR TILLÖGUNA Framkvæmdastjóri bandaríska íþróttasambandsins, Dan Ferris, hefur lýst yfir stuðningi sínum við þessa hugmynd. Vill hann að í hlaupunum verði keppt á yards- vegalengdum, svo að ekki verði komið eins nærri hinum ol- ympsku vegalengdum! i ‘í ‘L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.