Morgunblaðið - 08.07.1956, Side 3

Morgunblaðið - 08.07.1956, Side 3
Sunmadagur 8. júlí 1956 MdÞrrrvpr J f) J p 3 Hefur Hoffman í Saar dregið sér stérfé? • SAARBRUCKEN, 7. júlí — Jo liannes Hoffman fyrrum for- sætisráðherra Saar hefur ver- ið sakaður um stórfelldan fjárdrátt meðan hann sat að völdum: Mál þetta er ekki enn orðið fullljóst, því að uumir segja, að það sé blandað póli- tískum ofsóknum andstöðu- flokka Hoffmans, sem nú hafa tekið völd. • Ákærurnar eru m.a. fólgnar í því að á árunum 1952 til 1955 hafi Hoffnran ráðið yfir sér- stökum sjóðum að upphæð nærri 6 millj. kr., sem hafi eyðst með öllu. Skýrir núver- andi stjórn svo frá að grein- argerð finnist fyrir því til hvers 50% af þessu fé hafi verið varið. Fyrir öðrum út- borgunum séu engir reikning- ar né plögg íil. • Þá segja núverandi stjórnar- flokkar að á þessum sönra ár- um hafi ríkisstjórn Hoffmans eytt um 30 milljón krónum til auglýsinga. Af þessu fé segja þeir nú að flokkur Hoffmans hafi fengið greiðslur til áróð- ursstarfsemi sinnar. Auk þess hafi Hoffman sjálfur fengið um 2 i/2 milljón króna af aug- lýsingarfénu og liggi engin greinargerð fyrir um til hvers hann hafi notað það. Er rann- sókn nú haldið áfram í þessu máli, en mjög skiptar skoðan- ir um réttmæti ásakananna. Telja sumir, að hér sé um póli tískar ofsóknir að ræða. - NTB lr. Erisiiim miimtist ekki á ilfOI Johannes Hoffman Soigleg mistek segir EKOA Kaupmansiahöfn raf- magusSaus í KAUPMANNAH.: — Á fimmtu- d inn sló niður eldingu í raf- m. gnslínuna, sem liggur frá Sví- þjóð yfir til Sjálands. Var þetta aðaltaugin, og varð mikill hluti vestur og suður Svíþjóðar raf- magnlaus ásamt Sjálandi. Varði bilun þessi í um það bil klukkustund, en það var samt nóg til þess að hið daglega líf Kaupmannahafnarbúans komst úr jafnvægi. Hlé varð á öllum útvarpssendingum, flest iðnaðar- ver urðu að hætta starfsemi sinni — og mikil ringulreið varð i um- ferð. Umferðarljós urðu óvirk — og fleira var það, sem fór úr skorðum. Shepilov til Bandaríkjaiuia MOSKVA: — Shepilov, hinn nýi utanríkisráðherra Ráðstj órnar- innar, talaði í fyrsta skipti síðan hann tók við ráðherraembætti, til vestrænna blaðamanna nú á dögunum, er hann tók á móti Dag Hammarskjöld, sem dvelst nú í Moskvu. Sagði hann blaða- mönnunum, að hann hyggðist sjálfur sækja þing Sameinuðu þjóðanna í New York, og kvað hann það von sína, að för sín til Bandaríkjanna mætti verða til þess að efla vináttu Rússa og Bandaríkjamanna — og þar með draga úr viðsjánum milli vesturs og austurs. AÞENU — Páll Grikkjakonung- ur hefur boðið Nasser Egypta- landsforseta að sækja Grikkland heim. Enn hefur ekki verið ákveðið, hvenær Nasser heldur til Aþenu. NIKOSÍA, 7. júlí. — Leyniher grískra þjóðernissinna á Kýpur, sem nefnist Eoka hefur sent af- sökunarbréf til bandarísku stjórn arinnar vegna dauða bandaríska ræðismannsins á Kýpur William Botteler. Segir Eoka-félagsskap- uri'nn, að hér sé um að ræða sorg leg mistök, sem hann kveðst vona að valdi ekki vinslitum milli grískra þjóðernissinna 0« '^anda- rísku þjóðarinnar. Um leið og Eoka hariwar at- hurðinn segir að lokum í bréf- inu: „Við viljum biðja alla út lendinga, sem koma til Kýpur að forðast staði þá, þar sem Bretar koma saman á manna- mót, því að það er ekki alltaf amðvelt að greina á milli þess- ara útlenáinga og Breta“. En eins og kunnugt er hefur Eoka lýst því ýfir, að Bretar séu réttdræpir hvenær og hvar sem þeir fyrirfinnast. — NTB. f NÝÚTKOMNJJ dreifibréfi, sem gefið er út af sendiráði Tékkó- slóvakíu í Reykjavík og nefnist „Fréttir frá Tékkóslóvakíu“, er birt viðtal, sem á að hafa farið fram á sl. vori milli tékknesks blaðamanns og dr. Kristins Guð- mundssonar, utanríkisráðherra. Þar stendur m.a.: „SPURNING: 1. Á hvern hátt getur ísland stuðlað að friði í heiminum? SVAR: Ég álít að ísland geti bezt stuðlað að friði í heiminum með því að styðja sérhverja ein- læga viðleitni Sameinuðu þjóð- anna til að efla frið og koma á afvopnun. Gagnkvæm kynni þjóða Austur- og Vestur-Evrópu og aukin viðskipti eru mjög þýð- ingarmikil þegar um það er að ræða að eyða hleypidómum og rækta vináttuþel með einstakl- ingum. Það er einnig skref í frið arátt“. Það vekur athygli að utanríkis- ráðherrann minnist hvergi á N.- Atlantshafsbandalagið, sem þó er stofnað í því skyni að verjast árásum og hefur orðið til efling ar friði, eins og dr. Kristinn hef ur marglýst yfir sjálfur. En NATO er ekki vinsælt hjá kommúnistum og því lætur ráð- herrann eins og NATO sé ékki til! ■ Þetta er því furðulegra, sem ráðherrann var forseti NATO, þegar viðtalið fór fram! Hér er enn eitt dæmi um þessa hráu og tvískinnungslegu fram komu, sem sízt hefur oröið til að efla traust og virðingu ís- lands út á við. Sænskur fimleika- flokkur heim- sækir Reykjavík í vikunni NÆSTKOMANDI miðvikudag koma hingað til Reykjavíkur 2 sýningarflokkar frá Stokkhólmi, fimleikaflokkur frá Fimleika- félagi KFUM og Vinum sænska þjóðdansins (Svenska folk- dansens Vánner). Hafa flokk- arnir hér tvær sýningar, verður sú fyrri á miðvikudagskvöld í íþróttahúsinu við Hálogaland og hin síðari á föstudagskvöld í Tívolí. Hingað koma flokkarnir á veg- um 5 aðila, Norræna félagsins, Iþróttabandalags Reykjavíkur, og fimleikafélaganna þriggja, Ár- manns, f. R. og K. R. Flokkarnir standa hér aðeins við í 4 daga, en þeir eru í sýningarferð um Noreg og Færeyjar. Fimleikaflokkur KFUM í Stokkhólmi er annar þekktasti fimleikaflokkur Svíþjóðar, og er líklega sá víðförlasti, en hann hefur sýnt í nær öllum löndum Evrópu, og einnig í Bandaríkj- unum. Fer flokkurinn að jafnaði eina sýningarferð á ári til ann- arra landa, og hefur til þessa farið 27 slíkar sýningarferðir. Þjóðdansafélagið S.F.V. var stofnað 1893 af Arthur Hazelius, þeim sem stofnaði Nordiska Museet og lagði grundvöllinn að Skansen í Stokkhólmi. Félags- skapur þessi er fremstur í sinni röð í Svíþjóð, og hefur meðal annars sýnt í Bandaríkjunum og Bretlandseyjum. Fyrsti leikur Spora í kvöld FYRSTI leikur Spora frá Uuxemborg verður í kvöld kl. 8,30 við styrkt lið Þróttar. Uiðið verður þannig skipað: Alexander Aðalsteinsson markvörður Hörður Óskarsson hægri bakvörður Jón Gr. Guðmundsson vinstri bakvörður Sheriff hægri framvörður Haukur Bjarnason miðframvörður Reynir Karlsson vinstri framvörður Gunnar Gunnarsson hægri innherji Gunnar Guðmannsson vinstri innherji Ólafur Ólafsson hægri útherji Sigurð Bergsson miðframherji Guðmundur Axelsson vinstri útherji SítdarleHin ber regn til baka FRÁ stjórn síldarleitarinnar hef- ur Mbl. borizt eftirfarandi leið- réttingarfrétt um talstöð síldar- leitarinnar á Raufarhöfn, sem birtist í Mbl. á föstudaginn: Frétt sú er birtist í Mbl. um talstöð síldarleitarinnar er ekki komin frá stjórn leitarinnar né starfsmönnum hennar, enda er fregnin gripin úr lausu lofti og staðreyndum gjörsamlega snúið við. Forstöðumenn Landssímans og starfsmenn Radíóverkstæðis Landssímans í Reykjavík hafa í sumar eins og undanfarin sumur aðstoðað síldarleitina með ráðum og dáð og brugðið fljótt við þegar til þeirra hefur verið leitað. Vilj- um vér nota þetta tækifæri til þess að þakka þeim ágæta sam- vinnu um leið og vér mótmælum og áteljum þau ummæli sem fram komu í áðurnefndri fregn. F. h. stjórnar síldarleitarinnar, Sveinn Benediktsson. Rússa vísað úr landi WASHINGTON, 7. júlí — Banda- ríkjastjórn hefur ákveðið að vísa úr landi hermálafulltrúa rússn- eska sendiráðsins Ivan Bubchik- ov herdeildarforingja. í tilkynn- ingu um þetta var ekki skýrt op- inberlega frá ástæðum, en ljóst þykir, að hann sé sakaður um njósnir. Liðsforinginn hefur þeg- ar yfirgefið Bandaríkin og fór með flugvél til Osló. — Reuter. FJÓRÐUItfGSMÓT L. Kappieiðor og góðhestabeppni verður haldin á Skeiðvellinum við Elliðaár í dag 8. júlí 1956, og hefst klukkan 2 e. h. Sýndir verða 24 góðhestar 9 úrvalsskeiðhestar og 20 stökkhestar taka þátt í kappreiðunum. Dansað á palli á sýningarsvæðinu allan sunnudaginn Fákur starírækir veðbanka í sambandi við kappreiðarnar. Undirbúningsnefndinu K. S. í. r* ÞRÓTTUR K.R.R. ‘í kvöld klukkan 8,30 hefst fyrsti leikur C. A. SPORA frá Luxemhurg. C. A. Sporn — Dómari: Ingi Eyvinds Spennandi leikur ! Þíéttur (styrkt lið) Allir út á völl! Knattspyrnufélagið Þróttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.