Morgunblaðið - 08.07.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.07.1956, Blaðsíða 8
MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. Jd!i 1856 mpguttirifafeifr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Frarnkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriftargjald kr. 25,00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 1,50 eintakið Borg í miklum blóma Sí Ð A S T L. fimmtudag voru reikningar Reykjavíkurbæj- ar fyrir árið 1955 lagðir fram. Þessir reikningar eru væn bók eða 273 síður í stóru broti. Er það vel af sér vikið að hafa reikningana tilbúna svo snemma og mætti Fjármálaráðuneytið taka sér það til fyrirmyndar, en eins og kunnugt er, þá eru ríkis- reikningarnir ætíð mjög svo síð- búnir. Sjálfstæðismenn vilja að reikningur bæjarsjóðs sp sem allra ítarlegastur. Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri sagði um þetta í ræðu sinni á bæjarstjórn- arfundinum, þegar hann lagði reikningana fram: „Tel ég það mestu varða, að hinn almenni borgari eigi færi á að fylgjast sem bezt með því í vel sundurliðuðum bæj- arreikningi, hvernig fé það sé notað, sem greitt er til bæjar- sjóðs. Hitt skiptir minna máli þótt fram komi smásmuguleg- ar athugasemdir um einstök atriði í hinum ítarlega sund- urliðaða reikningi." Rekstursáætlun, sem stóðst Það er alkunn staðreynd að vegna þess hve miklar sveiflur og hækkanir eru í efnahagsmál- um okkar viija kostnaðaráætlan- ir einstaklinga, fyr^irtækja og þess opinbera oft standast illa. En Reykjavíkurbær er hér nokk- ur undantekning. Rekstrargjöld bæjarins á árinu 1955 voru endanlega áætluð 116.8 millj. króna, en urðu í reikningi 116 millj. króna eða tæpum 800 þús. kr. lægri en áætlunin. Munu fá dæmi slíks í rekstri nú á dög- um og þá ekki sizt opinber- um rekstri. Sýnir þetta mjög glögglega hve föstum tökum kostnaðará- ætlanir eru teknar, og hve vel er til þeirra vandað. — Mætti þetta vera til fyrirmyndar öðrum aðilum, bæði einstaklings- rekstri og því opinbera. Það at- riði, hvernig rekstursáætlun stenzt, er mjög góður mælikvarði á fjárstjórn, hjá hverjum sem er. Hækkanir útgjalda Eins og kunnugt er þá er mjög mikill hluti af útgjöldum Reykja- víkur ákvarðaður með lögum. Það má því segja, að Alþingi ráði mjög miklu um það á hverjum tíma, hvaða nýjar byrðar eru lagðar á bæjarfélagið, en vegna aðgerða þingsins getur ýmislegt gerzt, sem varðar fjárhag bæj- arins, sem ekki var gert ráð fyrir, þegar fjárhagsáætlunin er sam- þykkt í lok hvers árs. Auk þess geta svo gerzt ófyrir- sjáanlegir atburðir, sem hafa óvænt og mikil áhrif á fjárhag bæjarsjóðs. Á árinu 1955 gerðust glögg dæmi um þeíta. Þá varð að hækka tekjuáætlunina um 8.6 millj. kr. til að vega á móti hin- um miklu kaup- og kjarabreyt- ingum, sem urðu eftir verkfallið og vegna stofnunar Atvinnuleys- istryggingasjóðs, með lögum frá Alþingi, en bæjarsjóður var skyldaður, til verulegs framlags í þann sjóð. Útsvörin — næstum eina tekjulindin Það má segja að útsvörin séu sú tekjulind, sem allur rekstur bæjarsjóðs byggist á. Það er Al- UTAN ÚR HEIMI ] þingi, sem setur reglur um tekj- ur bæjarsjóðanna og enn situr við það gamla fyrirkomulag að útsvörin séu næstum því eina tekjulindin. Það veltur því á öllu fyrir bæjar- og sveitarfélög, að þessi gjaldstofn bresti ekki. Álögð útsvör árið 1955 voru um 118 millj. kr., en við reiknings- lok í s.l. marz voru óinnheimtar um. 12,5 millj. kr. af þeirri upp- hæð, eða meira en 10%. Um þetta sagði borgarstjóri í fyrrgreindri ræðu sinni: „Það veldur Reykjavíkurbæ, eins og öðrum sveitarfélögum, miklum erfiðleikum, hve seint útsvörin greiðast. Nú, þegar árið er hálfnað, hafa verið greiddar í bæjarsjóð um 30 millj. af út- svörum þessa árs, en ætti að vera ca. 60 milljónir, eða um helm- ingur útsvarsupphæðarinnar i fyrra. Útgjöldin verður hins veg- ai að greiða úr bæjarsjóði jafn- óðum allan ársins hring. Verður að finna úrræði til þess að ráða bót á þeim eríiðleikum sveitar- félaganna, sem af þessu stafa.“ Það fyrirkomulag að útsvörin skuli vera næstum því eina tekjulindin er vandamál allra bæjarfélaga, en á því verður sem fyrst að finna viðunandi lausn. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri bar á sínum tíma fram á Alþingi tillögu um að tiltekinn hluti hins svonefnda söluskatts skyldi falla tii bæjarsjóðs. Hefði þá verið unnt að létta útsvarsbyrðina verulega. En þessu fékkst ekki framgengt. Traustur fjárhagur — undirstaða framkvæmd- anna Það er glöggt að fjárhagur Reykjavíkur stendur á traustum grunni. En hvar sem er blasa við í bænum óleyst verkefni, sem krefjast meira fjármagns og vinnuafls en unnt er að leggja fram til að þau verði leyst á skömmum tíma. En undirstaða þess, að Reykvíkingar geti gert þau átök, sem með þarf á svo mörgum sviðum í sameiginleg- um málum bæjarfélagsins er, að fjárhagur þess sé sem traustast- ur. Sjálfstæðismenn hafa ætíð haft þetta sjónarmið í huga, bæði við rekstur bæjarfélagsins sjálfs og allra þeirra fyrirtækja, sem eru á þess vegum. Verði þeirri stefnu haldið áfram mun bæjarfélagið líka geta leyst þau verkefni, sem hljóta að bíða og þá er unnt að yfirstíga þá örðugleika, sem hinn öri vöxtur bæjarins óhjákvæmi- lega leiðir af sér. Traust Reyk- víkinga á Sjálfstæðisflokknum hefur ætíð verið mikið og fer vaxandi, eins og síðustu alþingis- kosningar sýndu. Því trausti munu Sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn Reykjavíkur ekki bregð- ast. 1 regnir hafa borizt frá Rúmeníu þess efnis, að „Rauða Anna“ sé dauð. Anna Pauker var um skeið einn áhrifaríkasti leið- togi rússnesku leppríkjanna, og örlög hennar sýna enn einu sinni glögglega — hvernig byltingin étur börnin sín. Á hvern hátt hún var líflátin vita menn ekki, og heldur er ekki vitað með vissu hvenær það átti sér stað. Fyrir einu ári var henni varpað í fang- elsi fyrir „svik við flokkinn", og örlög hennar eru sígilt dæmi um baráttuhörkuna og hin kald- hæðnislegu örlög, sem keppi- nautar um valdastól einræðis- ríkjanna hljóta svo oft. ilnna var fædd Robin- sohn, árið 1893 — í Búkarest. Faðir hennar var Gyðingur og starfaði sem prestur í Gyðinga- hverfinu í Bukarest. Ung var Anna fögur og tilfinninganæm stúlka, að því er sagt er — og snemma varð hún kennari í hebresku við Gyðingaskóla í borginni. Er hún var 17 ára kynnt ist hún ungum málaflutnings- manni, Steinberg, sem var trúað- ur socialisti. Steinberg er sagð- ur hafa svikið Önnu í tryggðum, og giftist hann beztu vinkonu hennar. Hina fyrstu stjórnmála- legu uppfræðslu hlaut Anna hjá Steinberg, og talið er, að það hafi alla tíð setið í henni. Síðar giftist Anna ungum stúdent, Mercel Pauker, en litlar sögur fara af hjónabandi þeirra. Nokkrum árum síðar voru þau samtíða í Moskvu, og grunaði Anna þá mann sinn um „Trotsky- isma“, og var hann skotinn að hennar undirlagi í almennings- símaklefa í miðri borginni. Þannig endaði hjónaband hennar — og þannig hefur líf hennar einnig endað. xmrið 1921 varð hún ein af 100 fyrstu meðl. kommúnista- fl. í Rúmeníu, og árið eftir var hún kjörin í miðstjórn hans. Þeg- ar í stað tók að bera á henni sem miklum og harðsnúnum baráttu- manni, sem einskis sveifst til þess að koma ár sinni vel fyrir borð. Lærði hún sjö tungumál, til þess að njóta sín enn betur, og að því kom að hún var „upp- götvuð" í Kreml, og sagt var, að Vishinsky hefði fyrstur bent Stalin á hana. Nokkru síðar var hún handtekin í heimalandi sínu — og sat þá í sex ár í fangelsi. Átti hún að afplána 12 ára fangelsisdóm, en komst einhvern veginn til Moskvu — þar sem hún var í góðu yfirlæti hjá félaga Stalin. Það var þá, sem hún lét drepa mann sinn. Hún varð meðlimur aðalnefnd- ar Komintern, talaði í útvarp til Rúmeníu, og stofnaði og skipu- lagði uppreisnarhersveitir komm- únista í landinu, og varð síðar herforingi í þeim her. Ásamt Rauða hernum hélt hún innreið í Rúmeníu, og það varð hún, sem tók að sér stjórn landsins, er kommúnistar höfðu náð yfirráð- um. Sagt var, að hún hefði verið ein af fáum undirtyllum Stalins í leppríkjunum, sem hafði beint l^ctuÉct Ícítin cín cló nnct uctr omó og lctcjct L Lf. ^Jdiín Llaut öriöi Li óomu orloý ocf nun (jó jo úóundum Hún var miðstéttar- kona, sem horfði með beiskju til æskuáranna. Vonbrigði í ásta- málum og löng fangelsisseta höfðu sett á hana mörk haturs og fyrirlitningar á öllura persónu réttindum einstaklingsins. Það var þess vegna hennar æðsta tak- mark að komast til vajda, að komast til einræðis — og geta læst klónum um vesælt mann- fólkið, sem hún fyrirleit. Eina hálmstrá hennar í lífinu voru einstrengingslegar kenningar kommúnismans, sem hún fleytti sér á upp í einræðisstólinn. Er þangað kom fékk hún tækifæri, til þess að beita járnhnúum sín- um sem hvarvetna skildu eftir blóðpolla. E Anna Pauker var lialdin megn- um valdaþorsta, og valdaa'ðstöð- una notaði hún aðeins á einn veg: Að styrkja völd sín enn meir, og ryðja þeim úr vcgi, sem hún óttaðist að girntust völd hennar. símasamband „heim“ til skrif- stofu hans í Kreml. » egur önnu óx stöðugt, enda gætti hún hagsmuna sinna með ofsafullri einbeitni. Hún átti t. d. á þessum tíma þrjár hallir í Bukarest, sem hún tók eignar- námi í nafni „alþýðunnar". Voru það hallir Branoveanu prins, iðn- aðarfurstans Malaxa—og madam Lupescu, sem mjög var handgeng- in Carlos konungi. Allt frá því að Anna varð fyrsti kvenutanríkisráðherrann í heim- inum — í ráðuneyti Mikalels konungs, þar til hún hafði setzt í einveldisstól, eftir að kommún- istar höfðu steypt konungi af stóli og tekið völdin í sínar hendur — stóð mikill og sérstæður gustur af önnu Pauker. Hvar sem hún sást og kom — bar hún með sér hinn kveljandi, hörkulega og blóðuga einræðisblæ. Það var ekki að ástæðulausu, að allir ótt- uðust hana — og hún var kölluð Rauða Anna. Allur ferill hennar er litaður blóði landa hennar. Hún hikaði ekki við að drepa mann sinn, er hún grunaði hann um fráhvarf frá stefnunni, því að hún vildi ekki láta óhollustu hans við félaga Stalin verða til þess að hindra aukinn frama hennar og völd. r Stalin féll frá losn- aði um einræðistak það, sem hún hafði á þjóð sinni. Hún átti keppi- nauta, sem fyrst nú, er höfðing- inn í Kreml var fallinn frá, þorðu að beita sér. Leiknum lauk með því að „Rauða Anna“ hafnaði í fangelsi, sama fangelsinu og hún hafði látið leiða svo marga sak- leysingja inn í, og hún hlaut einnig að lokum sömu örlög og hún hafði búið þúsundum landa sinna. Hún var myrt án dóms og laga á sama hátt og kommún- istaforingjar leppríkjanna — og þar á meðal hún — höfðu myrt hundruð þúsunda. Og henni, sem eitt sinn var nefnd „vinur og foringi alþýðunnar" verður nú varpað út í yztu myrkur sem „argasta fjandmanni alþýðunnar“ Þannig er stjórnarfar einræðis- ríkjanna, þannig er kommúnism- inn. O kömmu áður en Anna var handtekin veitti hún föður sínum fararleyfi til Israel, en þangað hafði hann lengi óskað að komast. Hún lét flytja hann til landamæranna, en sagt er, að hún hafi ekki viljað kveðja hann. Gamli maðurinn býr nú einn síns liðs í litlu húsi skammt fyrir utan Tel Aviv og tilbiður Guð sinn. Aldrei hefur hann fengizt til þess að ræða um dóttur sína, enda skildu hinar blóðugu hendur henn ar þau feðgin að. Er hann frétti að Önnu hefði verið varpað í fangelsi — og sýnt þótti, að gröf- in var .ekki langt undan — sagði hann: „Hún var einu sinni barn, og þá .... þá var hún góð dótt- ir“. Situr froskmaðurinn týndi í fangetsi í Moskvu? ÞÝZKA myndablaðið „Bildzeit- ung“ skýrir frá því, að froskmað- urinn Lionel Crabb, sem nýlega hvarf á svo dularfullan hátt sitji nú í fangelsi í Moskvu. Hefur blaðið þetta eftir einum frönsku ráðherranna, sem nýlega voru í heimsókn í Moskvu. Segir blaðið, að Rússar hafi fangað frosk- manninn, þar sem hann svamlaði undir beitiskipi þeirra í Ports- mouthhöfn og kynnti sér tæki, sem fest voru á skipsbotninn til varnar kafbátum, neðansjávar- skerjum og fjandsamlegum frosk mönnum. Staðhæfa Rússar, að handtakan hafi verið þeim heim- il, þar sem hafið kring um skip þeirra 10 metra niður og til hlið- ar njóti úrlendisréttar (exterrtori alréttar) en slík staðhæfing cr hin mcsta fásinna. Þá herma fregnir að Trobuz, sem er forstjóri fyrir njósnadeild rússneska flotans, hafi boðið Crabb 50.000 kr. laun á mánuði og gefið honum loforð um, að hann þyrfti ekki að vinna gegn hagsmunum Bretlands, ef hann vildi ganga í þjónustu Sovétflot- ans. Crabb mun hafa neitað þessu boði. Hann hefur verið dæmdur í 10 ára fangelsi og situr í Le- fortowe fangelsinu rétt utan við Moskvu. Fanganúmer hans er 147. — Brezk stjórnarvöld eru van- trúuð á fregn þessa, þar sem opin ber staðfesting hefur ekki feng- izt á hennL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.