Morgunblaðið - 24.07.1956, Page 8
8
MORCUTSBL 4 ÐIÐ
f>riðjudagur 24. iúl' 1956
Útg.: H.f. Árvakur, Rcykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Traltýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Lesbók: Arni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingpr og afgre.ðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600
Áskriftargjald kr. 25,00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1,50 eintakið
Til hvers er verið ú kjósa ?
ÞEGAR að Framsókn og Al-
þýðuflokkurinn leiða komm-
únista til sætis í ríkisstjórn ís-
lands í dag munu áreiðanlega
margir varpa fram þeirri spurn-
ingu, til hveis sé eiginlega verið
að kjósa í þessu landi? Fyrir kosn
ingar lýsa tveir lýðræðisflokkar
því yfir, að þeir muni aldrei
ganga til stjórnarsamstarfs við
kommúnista. Allur þorri kjós-
enda þeirra trúir þessum yfirlýs-
ingum. En svo er kjördaeurinn
ekki fvrr liðinn en bæði Fram-
sóknarmenn og Alþýöufiokks-
menn setjast að samningaborði
með kommúnistum, og mynda
síðan ríkisstjórn með þeim, eins
og ekkert hafi í skorizt!!
Þannig er hið pólitíska sið-
ferði Hræðslubandalagsflokk-
anna. En eins og þeir sviku
yfirlýsingar sínar og svardaga
um að beir ínvndi? al1-"!
vinna með kommúnistum. eins
munu þeh áreiöanicga sv.»»ja
mörg önnur lororð, sem gefin
voru fyrir kosningar. Slíkum
flokkum getur enginn íslend-
ingur treyst. Þeir hafa brenni
merkt sig frammi fyrir alþjóð.
Afstaða bænda
Framsóknarmenn lögðu mikið
kapp á það í kosningabi.ráttunni
að telja bændum trú um það, að
Sjálfstæðismenn hyggðu á sam-
vinnu við ko«imúnista eftir kosn
ingar. Með þessum staðhæfingum
hugðust þeir hræða kjósendur
í sveitum landsins frá því að
kjósa frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins.
Nú er því hins vegar lýst
yfir af hálfu Framsóknar, að
þingflokkur Framsóknar-
flokksins hafi samþykkt það
einróma, að ganga til stjórn-
arsamstarfs við kommúnista.
Það er sérstök ástæða til þess
að beina þeirri fyrirspurn til
bænda um land allt, hvað þeim
finnist um þau heilindi Framsókn
armanna, sem í þessu birtast.
Fyrst eru Sjálfstæðismenn
svívirtir fyrir það fyrir kosn-
ingar, að þeir hyggi á samvinnu
við kommúnista. Eftir kosningar
samþykkir þingflokkur Fram-
sóknarmanna svo einrómn að
taka upp stjórnarsamstarf við
kornmunista.
Hér er allt a eina bókina
lært. Framsóknarflokkurinn
kemur nú fram fyrir þjóðina
vafinn svikum í bak og fyrir.
En mest eru svik hans við
bændastéttina, sem hann lagði
mesta áherzlu á að fullvissa
um, ' að hann myndi aldrei
taka upp stjórnarsamstarf við
kommúnis'
Vafasöm aðstaða
íslands
Á því leikur enginn vafi, að sú
ráðabreytni Hræðslubandalags-
flokkanna að leiða kommúnista
til sætis í ríkisstjórn fslands mun
gera aðstöðu íslands mjög vafa-
sama í augum hins frjálsa heims.
í hverju einasta landi hins vest-
ræna heims eru kommúnistar nú
einangraðir og koma hvergi ná-
lægt ríkisstjórnum. Á það ekki
sízt við um þau lönd, þar sem
jafnaðarmenn eru áhrifamiklir
eða fara með völdin. Á Norður-
löndum hafa jafnaðarmenn t. d.
lýst því yfir í eitt skipti fyrir öll,
að kommúnistar séu ekki sam-
starfshæfir. í stríðslokin voru
kommúnistar að visu þátttakend-
ur í ríkisstjórnum þar um skeið,
eins og hér á íslandi. Hin nána
samvinna vestrænna lýðræðis-
þjóða við Sovétríkin hafði þá vak
iö von um að hægt væri að reikna
með kommúnistaflokkum eins og
venjulegum stjórnmálaflokkum.
Háskalegur leikur
Island er eins og kunnugt er
aðili að varnarbandalagi hinna
vestrænu þjóða. Framsókn og Al-
þýðuflokkurinn hafa látið að því
hggja, að þrátt fyrir samvinnu
sína við kommúnista um varnar-
og öryggismál íslendinga þá
vildu þeir halda fast við aðild ís-
lands að Atlantshafsbandalaginu.
En dettur nokkrum heilvita
manni í hug, að íslendingar njóti
trausts bandalagsþjóða sinna eft-
ir að þeir hafa sett yfirstjórn ör-
yggismála sinna í hendur ríkis-
stjórnar, sem kommúnistar eiga
sæti í? Áreiðanlega ekki.
Framsóknarflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn leika því
vissulega háskalegri leik með
traust og álit íslenzku þjóðar-
innar, öryggj hennar og sjálf-
stæði en þeir hafa gert sér
ljóst.
í þessu sambandi má geta þess
að fyrir nokkrum J.rum voru allir
lýðræðisflokkarnir sammála um
það, að ekki væri hægt að ræða
öryggismál fyrir opnum tjöldum
í utanríkisnefnd Alþingis, vegna
þess að kommúnistar áttu þar
fulltrúa. Var þá sett á laggirnar
þriggja manna undirnefnd til
þess að fjalla um þau mál. En frá
henni voru kommúnistar útilok-
aðir.
Það var þannig skoðun
Hræðslubandalagsflokkanna að
það samræmdist ekki öryggi og
sjálfstæði landsins að kommún-
istar væru hafðir með í ráðum
þegar rætt væri um hin örlaga-
ríkustu sjálfstæðismál íslands.
Nú sameinast Alþýðuflokkurinn
og Framsóknarflokkurinn um að
fá kommúnistum sæti í ríkis-
stjórn þrátt fyrir yfirlýsingar
sínar fyrir kosningar.
Ríkisstjórn, sem byggist
á svikum
Sú ríkisstjórn, sem tekur við
völdum í dag byggist þannig
fyrst og fremst á svikum, svikum
við kjósendur og svikum við mál-
stað fslands í hinum örlagarík-
ustu málum.
En þessi ríkisstjórn tekur
við góffum arfi frá þeim ríkis-
stjórnnm, sem Sjálfstæðis-
menn hafa veitt forystu eða
verið hið leiðandi afl í. Það
verður hlutverk Sjálfstæðis-
flokksins i-.ð berjast einarðri
og harðri baráttu fyrir því, að
þeim arfi verði ekki sóað í
ráðleysi af því sundurleita
upphlaupsliði, sem nú hefur
komizt til valda í landinu. Bar
átta Sjálfstæðisflokksins mun
framvegis sem hingað til bein
ast að því, að tryggja uppbygg
ingu og þróun í hinu íslenzka
þjóðfélagi.
UTAN UR HEIMI
^ JJíi/ep hijCf Cjir
^dówan -ó tí^ii
^ijrir Ifit
una
aóóer .
?
1. yrir nolckrum dögum
tilkynnti ambassador Egypta í
Washington Dulles utanríkisráð-
herra, að Egyptar væru reiðu-
búnir til þess að taka lánstil-
boði Bandaríkjamanna til bygg-
ingar Aswan-stíflunnar. —
Ekki liðu margir dagar, þar til
Bandaríkjastjórn gaf svar sitt —
og var það á þá leið, að þeir
hyggðust að svo stöddu draga
til baka lánstilboðið, og daginn
eftir tilkynnti brezka stjórnin,
að hún hefði tekið sömu afstöðu
viðvíkjandi lánstilboði Breta til
stíflubyggingarinnar.
Ákvarðanir Breta og Banda-
ríkjamanna komu nokkuð á
óvart, þrátt fyrir að búast hefði
mátt við slíku, ef tekið er tillit
til þess tvísýna leiks, sem Nasser
hefur leikið að undanförnu.
kv vo sem kunnugt er,
var Shepilov, hinn nýi utanríkis-
ráðherra Rússa, fyrir nokkru
staddur í Kairo til skrafs og ráða-
gerða við Nasser, og orðrómur
er á lofti þess efnis, að hann
hafi boðið Egyptum við það tæki-
færi lán til 60 ára, sem næmi
Egyptum lán til stífluframkvæmd
anna, sem nam 200 milljónum
dollara, en lán bankans var þeim
skilyrðum háð, að Bandaríkja-
menn og Bretar styddu einnig
stíflubygginguna með fjárfram-
lögum.
E.
In Nasser svaraði eklci
strax. Hann vildi bíða og halda
áfram hinum tvísýna leik við
.kommúnistaríkin, og hugðist þar
með þvinga Vesturveldin, til þess
að veita enn meira lán til fram-
kvæmdanna, en stíflan er sögð
muni kosta 1,5 milljarða dollara.
Vitað var, að Nasser vildi ekki
þiggja boð kommúnista um fjár-
hagsstuðning, en vildi með vina-
hótum sínum við þá fá hjá þeim
vopn, til þess að reka ísraels-
menn úr landi, og tæla Vestur-
veldin til þess að auka fjárfram-
lög til Egypta. En Nasser beið
of lengi með svarið. Hann lék
sér of lengi, og ætlaði að setjast
á „báða stólana“, en féll niður
á milli þeirra — og liggur nú'1
ofan á niðurbrotnum skýjaborg-|
um sínum. Heimsókn Shepilovs j
er sennilega bein orsök þess, að
Vesturveldin tóku ákvörðun*
Brosir hann enn'.
heimalandi hans. Nýja stíflan
hefur verið eitt hið stærsta áhuga
mál hans — ásamt því að reka
ísraelsmenn úr Mið-Asíu. Líf
egypzku þjóðarinnar er háðara
Níl en nokkur önnur þjóð er háð
einum atvinnuvegi. Með nýju
stíflunni átti að vera hægt að
auka ræktað land um 30 af
hundraði, og einnig átti hún að
verða með rafmagnsframleiðsl-
unni grundvöllur undir stórfelld-
an egypzkan iðnað. Stíflan verö-
ur ein hin stærsta í sinni röð
í heiminum, því að hún á að
verða 5 km. löng, og 80 m. á
hæð — þar sem hún verður hæst.
E,
in jafnframt því, sem
hún yki afkomumöguleika
egypzku þjóðarinnar stórum,
skapaði hún nýtt vandamál, sem
enn hefur ekki verið leyst. Stíflu
garðurinn mun mynda stórt stöðu
vatn, eins og vænta má, sem yrði
450 km. að lengd. Frjósöm héruð
við bakka Nílar leggðust þar af
leiðandi undir vatn, og þar sem
stíflunni er ætlaður staður
skammt frá landamærum Sudan,
hefði þetta alvarlegar afleiðingar
í för með sér — fyrir það land.
Um 50 þúsund súdanskra bænda
mundu þá hrökklast burt af jörð-
um sínum, og gegn þessari ráð-
stöfun hefur Súdansstjórn borið
fram harðorð mótmæli.
E,
1 stífluna þarf efni, sem er meira að rúmmáli en allir
pyramidar Egyptalands.
1200 milljónum dollara. Fáum
dögum eflir að Shepilov yfirgaf
Egyptaland bar Washington-
ambassadorinn egypzki Banda-
ríkjastjórn orðsendingu stjórnar
sinnar, sem eins og áður segir
kvaðst þá fús til þess að veita
láninu viðtöku. Var þegar álitið,
að lánstilboð Rússa hefði verið
það mörgum skilyrðum háð —
og miðað það mikið að því að
auka áhrif Rússa í landinu, að
Nasser hefði óttazt að þiggja það.
Hins vegar hefur honum staðið
til boða bandaríska og brezka
lánið síðan í desember, en bæði
lánin námu samtals 220 milljón-
um dollara. Einnig hafði Alþjóða-
bankinn boðizt til þess að veita
þessa, en hins vegar er ekki
gott að segja irema þetta sé að-
eins gert til þess að veita Nasser
áminningu, og lánið standi'hon-
um til boða, aðeins ef hann dreg-
ur úr samskiptum sínum við
Moskvu. En hvaða afstöðu tekur
Nasser? — spyrja menn þá. Snýr
hann baki við Vesturveldunum
— og fellur 1 faðm Moskvumanna,
eða ætlar hann að sjá að sér, því
að fullvíst er, að hann skynjar
afleiðingarnar af auknum ítök-
um Rússa í landi sínu.
N,
eitun Vesturveldanna
um styrkveitinguna hefur orðið
Nasser mikill álitshnekkir í
Kartöflulaus bær - fáheyrt sleifarlag
• Á EINS og allir vita og þú
einkum húsmæður, er hin
mesta óstjórn ríkjandi um
innkaup á kartöflum í þessum
bæ. Ekki er neitt útlit á að
úr þessu rætist fyrr en ís-
lenzkar kartöflur koma á
markaðinn, sem verður vænt
anlega kringum 10. ágúst, ef
vel viðrar. Nú munu öll heim
ili í Reykjavík kartöflulaus. í
lok þessarar viku mun von
á 4000 pokum til landsins, sem
verður skipt milli allra lands-
manna. Síðar mun von á ör-
lítilli viðbót. Þau kartöflu-
vandræði, sem nú steðja að
reykvískum heimilum verða
því ekki leyst í bráð.
Grænmetiseinkasala ríkisins
ber ábyrgð á þessu hallæri,
en á næstunni tekur Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins við
þessum málum og er þess að
vænta, að tekið verði fyrir
slikt sleifarlag.
r Bretar gáfu vilyrði
fyrir lánveitingu, settu þeir það
skiiyrði, að Egyptar og Súdanir
jöfnuðu fyrst öll ágreiningsatriði
viðvíkjandi þessum framkvæmd-
um. En Nasser er orðinn „hinn
sterki" meðal Arabaríkjanna, og
þar með hefur hann ekki álitið
sig þurfa að hlusta á kröfur smá-
þjóðanna. Hann ætlar að koma
áhugamálum sínum í framkvæmd
— hvað sem það kostar, en hann
skortir fjármagn. Þess vegna hef-
ur hann leikið tveim skjöldum
á sviði alþjóðastjórnmála — og
kommúnisku vopnin. hefur hann
viljað nota til þess að auka á
örlæti Vesturveldanna. En Nasser
reiknaði skakkt. Hvað gerir hann
nú? — Eftir því biða menn með
eftirvæntingu.
Rottu-hersveitir
herja í Frakk-
londi
MAYENNE: —- Það eru ekki ein-
ungis skæruliðar í Alsír, sem
Frakkar eiga nú í höggi við. Her-
skarar af rottum herja nú í May-
enne í V-Frakklandi, og þrátt
fyrir ýmsar róttækar ráðstafanir,
sem gerðar hafa verið, hefur enn
ekki tekizt að vinna bug á ófögn-
uðinum. Ekki var látið til skar-
ar skríða fyrr en rotturnar höfðu
orðið einu mar.nsbarni að bana,
en það var tveggja mánaða barn.
Lögðust kvikindin hrelnlega á
barnið. Öll smábörn hafa nú ver-
ið flutt úr bænum, og hefur fólk-
ið hafið mikla herferð. Mikinn
fjölda af alifugli og kanínum
hafa rotturnar einnig drepið —
og ekkert hefur dugað, þó að
reynt hafi verið að byggja utan
um dýrin úr steini. Rotturnar
virðast smjúga í gegnum allt.