Morgunblaðið - 24.07.1956, Qupperneq 12
12
MORCUNRL 4Ð1Ð
T>riðjudagur 24. júll 1956
Þ
rír niisiii
Framhaldssagan 47
Mann vantar orð til að lýsa
slíku“.
„Einkum fannbreiðurnar", full
yrti ungi maðurinn. Hilde leit á-
minnandi á hann.
Julchen frænka vaknaði til
veruleikans. Andlit hennar var
eldrautt. Hún gapti og nuddaði
augun.
Hilde settist og sagði: „Komdu
Fritz. Það er pláss hérna við hlið-
ina á mér“.
Frænkan tók kipp eins og und-
an rafmagnsstraumi: „Hvað hef-
ur eiginlega komið fyrir?“
„Ekki neitt sérstakt", svaraði
unga stúlkan.
„En þú segir samt þú við
hann“, hrópaði gamla konan.
„Það tek ég frænku þinni alls
ekki neitt illa upp“, sagði Hage-
dorn.
„Hann segir líka þú við mig“,
sagði Hilde.
„Já“, sagði Fritz. „Við Hilde
höfum ákveðið að þúast í næstu
fimmtíu árin“.
„Og hvað svo?" spurði Julchen
íiænka.
„Þá skiljum við“, upplýsti
frænka hennar.
„Mínar hjartanlegustu ham-
ingjuóskir", hrópaði Kesselhuth
glaður.
Meðan frænkan stóð enn á önd-
inn, spurði Schulzc: „Kæra ung-
frú, þér skylduð þó ekki eiga for-
eldra eða aðra nána ættingja?"
„Jú, svo undarlega vill nú til“,
svaraði unga stúlkan. „Ég á föð-
ur á lífi“.
Hagedorn virtist falla þessi
frétt ekki sem bezt í geð: „Er
hann góður?“ spurði hann eftir-
væntingafuliur.
„Það er hægt að komast af
við hann“, sagði Hilde. „Hann
hefur sem betur fer marga galla.
Það hefur algerlega grafið und-
an hans föðurlega áhrifavaldi".
„Og ef hann getur nú alls ekki
þolað mig?“ spurði ungi maður-
inn áhyggjufullur. „Kannski vill
hann að þú giftist bankastjóra,
eða dýralækni úr nágrenninu.
Eða skólakennara, sem hann sit-
ur andspænis í sporvagninum á
hverjum morgni. Þannig vill
nefnilega svo oft til. Og svo þeg-
ar hann heyrir, að ég hef ekki
einu sinni neitt fast starf, hvað
segir hann þá?“
„Þú færð það nú kannski bráð-
lega“, sagði Hilde nughreystandi
við hann. „Og ef hann setur sig
samt upp á móti þessum ráðahag,
þá hættum við alveg að heilsa
honum á förnum vegi. Það þolir
hann nefnilega verst af öllu“.
„Eða við gerum hann svo fljótt
sem mögulegt er að tíföldum
afa“, sagði Fritz íhugandi. „Það
mun sigra hann algerlega, sannið
þið bara til“.
Julchen galopnaði munninn og
hélt höndunum íyrir eyrun, en
kom ekki upp neinu hljóði.
Schulze sagði: „Það er rétt. Þið
munið áreiðanlega sigra and-
spyrnu hans, gamla karlsins".
Hr. Kesselhuth lyfti hendinni
mótmælandi: „Hr Schulze, þér
ættuð ekki að tala svona niðrandi
um hr. Schulze“.
Þetta var meira en Julchen
frænka þoldi. Hún reis á fætur
og vildi fara aftur til Bruckbeur-
en: „En með svifbrautinni fer ég
ekki“.
„Ferðin er mikið hættulegri
fótgangandi mönnum". sagði
Hagedorn. „Þess utan er það
fjögra tíma ganga“.
„Þá verð ég hérna eftir og bíð
þar til vorar", yfirlýsti frænkan
hín ákveðnasta.
„En ég er þegar búinn að
kaupa farseðlana heim“, sagði
Kesselhuth. „Eiga þeir þá að
verða ónýtir?"
Julchen frænka háði harða
innri baráttu. Það var átakanlegt
að horfa á. Að lokum sagði hún;
„Það er auðvitað allt annað mál“.
Og svo gekk hún í fararbrooai
niður til stöðvarinnar.
Sparsemin skapar hetjur.
17. kafli
Eftir hádegið, þegar eldra
fólkið fékk sér ofurlítinn hress-
ingarblund, fóru þau Hilde og
Fritz í skemmtigöngu inn í skóg-
inn. Þau leiddust. Öðru hverju
litu þau brosandi upp, stönzuðu,
kysstust og struku blíðlega vanga
hvors annars. Þau töluðu ekki
mikið og helzt hefðu þau viljað
í fögnuði sxnum og hamingju
faðma hvert einasta grenitré.
Hamingjan hvíldi þungt á herð
um þeirra, eins og heill tunnu-
sekkur af brjóstsykri.
Fritz sagði hugsandi: „Eigin-
lega erum við nú bæði tiltölu-
lega skynsamar manneskjur. Það
held ég að minnsta kosti. Hvernig
má það svo vera, að við skulum
haga okkur jafn heimskulega og
aðrar ástfangnar manneskjur? —
Við höldumst í hendur eins og
krakkar. Við hrösum í faðmlög-
um gegnum hina nöktu náttúru.
Er þetta ekki beinlínis asnalegt?
Ungfrú, má ég biðja um yðar
fræðilega sjónarmið í þessu
máli?“
Hilde krosslagði handleggina,
hneigði sig þrisvar sinnum og
sagði: „Náðugi soldán, leyfið yð-
ar mjög svo undirgefnu ambátt
að taka það fram, að hingað til
hefur vizkan aldrei verið fyrsta
fiðla í mannlegum ástarhljóm-
leikum".
„Rísið á fætur, dýrlega
greifafrú", hrópaði hann ákafur,
enda þótt hún krypi alls ekki.
„Rísið á fætur. Hver sú, sem er
svo vitur að hún þekkir takmörk
vizkunnar, henni ber að launa að
verðleikum. Ég útnefni þig hér
með sem einka-herbergisþernu
mína á la suite“.
Hún hneigði sig djúpt og glæsi-
lega: „Ég hlýt að gráta af hrifn-
ingu, yðar hátign og bið um leyfi
til að gráta hreinum hamingju-
tárum“.
„Leyfið er þegar veitt“, sagði
hann. „En gætið þess að ofkæiast
ekki“.
„Verið alveg óhræddur, mcist-
ari“, sagði hún. „Þótt ég baði mig
í tárum mínum, er samt ekkert
að óttast, því að hiti tára minna
VefnaðarvoruverzKun tiS soflu
Til sölu er Verzlun Gísla Wíum, Vestmannaeyjum.
Vörulager allt nýtt og seljanleg vara, enda er veizlunin
í fullum gangi.
Til mála getur komið að selja húsið líka, stærð þess er
130 fermetrar. — Fyrsta hæð er verzlun og lager, ðhnur
hæð er íbúð 5 herbergi og eldhús og baðherbergi, þriðja
hæð rishæð 3 herbergi.
Húsið allt er í mjög góðu standi.
Húsinu fylgir bifreiðar og vörugeymsla. Stærð 12x4 m.,
þar er sjálfvirkt olíukyndingartæki.
Húsinu getur fylgt 1000 ferm. lóð, öll ræktuð og girt.
Allar nánari upplýsingar hjá undirrituðum
GÍSLI WÍUM,
Pósthólf 55,
Vestmannaeyjum.
Ról ega!...
Því aðeins lítið eitt
nægir til rakstursins af
Gillette rakkreminu. Nafnið
eitt er vðar bezta trvgging.
Inniheldur K34, bakteríueyðandi
efni.
Rakkrem
Verð kr. 12,00
Latber og Brushless
G L O B U S h.f. — Hverfisgötu 50, sími 7148
VeggfSísar
hvítar og mislitar.
"yrirliggjandi
Sighvatur Eirtarson & Co.
Garðastræti 45 og Skiphoíti 15,
Sími: 2847.
Þýsltu
náttföffeU
komin aftur — í öllum stærðum
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd
GO&H, WHAT'LL WH DC?...5MS.
GLENMORE SAID WE'D HAVE
NO TKOUBLE GETTING TO
THE GORILLA FOREST BSCAUSE
THE PYGMIES WOULD,
WELL,YOU CAN'
SEE WHY...THE
PYGMIES THINK.
SHE'S THE
GREATEST
I THINK THIS IS FUNNV...
THE WKOLE EXPEDITION BEING
HELD UP BY A BLASTED
OLD JERSEY
That NIGHT A BEAUTIFUL
AND TERRIBLE CREATURE OF
THE SHADOWS SOFTLY PROWLS
TOvYARD THE PYG-VYV CAMP
1) — Hvað eigum við nú að
gera. Gilmore sagði okkur, að
það væri enginn vandi fyrir okk-
ur að komast um Gorillu-skóg
vegna þess, að hottintottarnir
myndu fylgja okkur.
2) — Nú ætlar þessi kýr alger
lega að eyðiieggja áætlunina fyr-
ir okkur.
— Það er þó ekkert undarlegt.
Hottintottarnir telja hana þann
dásamlegasta grip, sem til er í
veröldinni.
3) — Þetta er alveg furðulegt.
Allur leiðangurinn stöðvaður af
einni kusu.
4) — Þetta kvöld er fallegt en
hrséðilegt dýr á ferli í skóginum
skammt frá bækistöðvum hott-
intottanna.