Morgunblaðið - 29.07.1956, Side 1
43. árgangur
171. tbl. — Sunnudagur 29. júlí 1956
Prcntsmiðja Morgunhlaðsins
■v
NEW YORK, 28. júlí. — Nú er vitað að 11 menn hafa látizt
vegna árekstrar Stokkhólms og Andrea Doria fyrir utan
New York. Auk hinna látnu er 46 manna stöðugt saknað af
ítalska skipinu, og eru menn nú farnir að óttast að þeir hafi
farizt. — Reuter.
Rússar efla kafbáta-
„Ekki þolað að nýr Hitler
stofni friðnum í voða“
Málgasn Vcrkamannaflokksins se«fir:
o C o
Lundúnum, 28. júlí.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB.
BREZKA stjórnin hefur sent egypzku stjórninni harðorð mótniæli
vegna Súez-atburðanna. Segir stjórn Edens að aðgerðir Nassers
séu ógnun við frjálsar siglingar um skurðinn. — Súez-málið er
aðalumræðuefni brezku blaðanna í dag og eru þau yfirleitt þeirrar
skoðunar að hernaðaraðgerðir gegn Nasser komi ekki til greina.
Hins vegar verði að koma knéskoti á hann með efnahagsstríði, og
segir eitt blaðanna að ekki þurfi lengi að bíða þess að Nasser koll-
sigli sig.
KKKI ÞOLAÐ
Blað Verkamannaflokksins
Daily Herald segir að sýna verði
Nasser í tvo heimana, svo að
hann skilji í eitt skipti fyrir öll
að það verði ekki þolað að nýr
Hitler láti að sér kveða og stofni
heimsfriðnum í bráðan voða.
Brezka stjórnin hefur ákveð
ið að stöðva öll sterlingvið-
skipti við Egypta og „frysta“
allar inneignir Súez-félagsins
i Brctiandi.
Frakkar hafa mótmælt aðgerð-
um Nassers, og Piriay utanríkis-
ráðherra sagðist í dag ætla að
skreppa til Lundúna og ráðfæra
sig við leiðtoga Breta í því skyni
að unnt verði að samræma að-
gerðir Breta og Frakka í málinu.
— Eden og rúðherrar hans verða
í Lundúnum í dag, ef nauðsynlegt
verður að kalla saman skyndi-
fund stjórnarinnar.
SJÓSLYSID MIKLR
flota sinn á Kyrrahafi
Myndir þessar sýna hafsldpin sem lentu í árekstrinum við austurströnd Bandaríkjanna.
Skipið sem slagsíðan er komin á — og er raunar að því komið að sökkva — er ítalska
stórskipið Andrea Doria, en hitt er Stokkhólm. Stefni hins síðarnefnda rakst inn í ldnnung
ítalska skipsins, svo að það tættist í sundur, eins og myndin sýnir, en 17 metra löng rifa
kom á kinnunginn. (Á 2. bls. eru rnyndir af skipunum, áður en slysið varð).
Svenska Dagbladef segir:
Moskvuvaldið hefur unnið
stórfelldun sigur á íslundi
Vsrnarleysi Keflavíkurfiugv. er hæifulegl
VANÐRÆBABARN Atlantshafsbandalagsins" nefnist löng for-
ustugrein í hinu kunna sænska blaði Svenska Dagbladet, á
fimmtudaginn. Segir blaðið þar állt sitt á stjórnmálaviðhorfinu á
Islandi og lætur sérstaklega í ljós áhyggjur vegna þess, að komm-
únistar skuli nú vera í ríkisstjórn íslands. Segir í forustugreininni,
að þessi stjórnarmyndun sé stórfelldur sigur fyrir Moskvuvaldið.
ÞÝÐING KEFLAVÍKUR
HEFUR EKKI MINNKAÐ
Svenska Dagbladet segir m. a.:
Atlantshafsráðið hefur nú við að
glíma mjög erfitt vandamál og
því skiljanlegt, að það þurfi
nokkurn tíma til að íhuga þa
Það er ekki nokkur vafi á því,
að Keflavíkurflugvöllurinn' er
stórlega þýðingarmikill fyrir
varnir vestrænna þjóða, Jafnvel
þótt smiði fjarstýrðra skeyta
kunni einhvern tíma í framtíðinni
að hafa í för með sér herfræði-
lega byltingu, þá hefur engin
slík byiting orðið enn, að dregið
hafi úr þýðingu venjulegra varn-
arstöðva.
Framh. á bls. 2.
RÚSSAR vinna nú stöðugt að því
að efla kafbátaflota sinn á Kyrra
hafi, segir í fréttaskeytum frá
Alaska. Það er ekki breitt bilið
milli Sovétríkjanna annars veg-
ar og Alaska og sjálfra Banda-
rikjanna hins vegar, og hafa því
fregnirnar um eflingu sovézka
kafbátaflotans á Kyrrahafi valdið
nokki'íim kviða með Bandaríkja-
mönnum.
Óstaðfestar fregnir herma, að
Sovétríkin vinni að smíði kjarn-
orkuknúinni kafbáta, og hafi jafn
vel einn slíkur kafbátur verið
reyndur. Einnig séu rússneskar
kafbátaáhafnir sérstaklega þjálf-
aðar fyrir kaíbátahernað í íshaf-
inu. Rauða Kína mun hafa hafið
framleiðslu kafbáta ,og Kínversk
ar áhaínir eru þjálfaðar til kaf
bátahernaðar. Þó að íregnir þess
ir hafi ekki verið staðfestar, ea'
afalítið fótur fyrir þeim.
Áætlað er, að í kafbátaflota
Sovétríkjanna séu 400—600
kafbátar — um helmingi fleiri
kafbátar en Þjóðverjar áttu,
þegar kafbátar þeirra voru í
hvað flestir á stríðsárunum. —
Mestur hluti rússneska kaf-
bátaflotans er talinn hafabæki
stöðvar sínar í höfnum við
Kyrrahafið — einkum Vladi-
vosíok.
Sé það rétt, hafa Rússar nú
eiri kafbáta í Kyrrahafshöfnum
en nokkur önnur þjóð. Þetta
er kvíðvænlegt, þar sem norð-
vestur strönd Ameríku er lítt
varin — engar kerfisbundnar
varnir gegn óvæntum kafbáta-
árásum eru á 1,500 mílna strand
lengu, allt frá Aleutianeyjum og
suður á móts við Vancouvereyjar.
Strendur Alaska og Brezku Kól-
umbíu liggja opnar og óvarðar
fyrir árás.
IIINN 26. júlí s.I. er forsíðu-
frétt í Berleingske Tidende
um ísland og NATO undir
fyrirsögninni: ísland verður á-
fram í NATO. Er það ívitnun
í ummæli Guðmundar í Guð-
mundssonar uíanríkisráðherra
í Osló.
f viðtalinu segir utanríkis-
ráðherrann m.a. að stefna
stjórnarinnar sé óbreytt frá
19-19 að öoru leyti en því að
hún telji ekki ástæðu til að
erlendur her sé lengur á fs-
landi. Segir ráðherrann enn
frcmur að það sé stefna stjórn
arinnar að íslentlingar taki við
vellinum og íslenzkir sérfræð-
ingar verði þjálfaðir til þeirra
starfa sem þar á að vinna.
í samtalslok segir Guðmund
ur f. Guðmundsson: Við vit-
um að viðhald cg rekstur bess
ara stöðva, t. d. radarstöðv-
anna, eru erfiðleikum bundin.
Þegar viðræður hefjast við
Bantlaríkjaamenn, verðum við
að komast að hagkvæmri nið-
urstöðu. Annaðhvort verða
kommúnistarnir í stjórninni
að fallast á hana — eða stjórn-
in verður að íara frá.
Rússarnir unnu lið Sv-fands 5:2
Um sama leyti og blaðið fór í
prentun lauk suður á íþróttavelli,
kappleiknum milli Rússneska liðs
insins og Suð-vesturlands, með
sigri Rússana 5 mörkum gegn 2
í hálfleik stóðu leikar 3:1. í síð«..
hálfleik urðu tveir íslendingar
að yfirgefa völlinn vegna meiðsla,
þeir Halldór Sigurbjörnsson og
Ríkarður Jónsson. Áhorfendur
voru 8—9 þúsund, veður var gott
uorð-austan kaldi.