Morgunblaðið - 29.07.1956, Page 3
Sunnudagur 29. júlí 195r
Mopcnxnr taip
$
m
ÍSLANOSMOTIÐ (síðari hlutí)
lieldur áfram í dag kl. 8,30 með leik milli
VÍKIMGS OG AKUREYRAR
Dómari: Guðmundur Sigurðsson.
Hver verður íslandsmeistari 1956? Motanefndm.
(JR VER
TOGVEIÐARNAB
NÚ STUNDA 14 togarar karfa-
veiðar frá Reykjavík og 2 eru
á síldveiðum. Enginn veiðir í salt.
Á heimamiðum eru um 4—5 tog-
arar og hinir við Grænland.
Það hefur gengið á ýmsu með
veiðarnar við Grænland að þessu
sinni, stundum hefur verið mok-
fiski, eins og þegar Uranus kom
einu sinni eftir 8 daga með full-
fermi. En öðru hverju hefur líka
verið aflaleysi.
í vor hefur karfaaflinn verið
drýgstur út af Víkurálnum,
einnig nokkuð NV af Stafnesi.
Sáralítið hefur fengizt á Jóns-
miðum og Dohrngrunninu að
þessu sinni. Á Halanum, þessum
mestu karfamiðum, sem nokkru
sinni hafa fundizt, sést nú ekki
lengur karfi.
MIKIL VEEÐMÆTI
Það er ekki ófróðlegt að gera
sér nokkra grein fyrir, hve mikil
verðmæti fást úr einum togara-
farmi, en meðal togarafarmur er
þetta 270—300 lestir, getur ,kom-
izt upp í 350 lestir eða jafnvel
meira. Miðað við meðalfarm af
karfa er fiskurinn, mjölið og lýs-
ið um 500 þús. kr. virði, að út-
flutningsverðmæti.
AFKÖST FRYSTIHÚSANNA
í Reykjavík eru sem næst einn
togarafarmur á dag eða um 300
lestir. Frystihús eru fimm: Fisk-
iðjuverið, Hraðfrystistöðin, fs-
björninn, Kirkjusandur og
Sænska frystihúsið. Nú hefur eitt
nýtt hús bætzt við fyrir nokkrum
dögum, hús Tryggva Ófeigsson-
ar á Kirkjusandi.
KARFINN, GULL HAFSINS
Síldin hefur stundum verið
kölluð silfur hafsins. Það mætti
kannske eins vel kalla karfann
gull þess. Hann er rauður sem
gull, og svo er útflutningsverð-
mæti hans að verða eitt það
mesta meðal fisktegunda þeirra,
sem íslendingar afla. .
Á síðastliðnu ári nam útflutn-
ingsverðmæti karfaflaka 77 millj.
lcr., karfamjöls 14 millj. kr. og
karfalýsis 11 millj. kr. Auk þess
:var notað innanlands karfamjöl
fyrir um 10 millj. króna. Samtals
112 millj. króna. Voru þó karfa-
birgðir í landinu um áramótin
fyrir einar 30 millj. króna.
Til samanburðar má geta þess,
að á síðastliðnu ári voru fluttar
út síldarafurðir fyrir 101 míllj.
kr., en þá ber þess að geta, að
mestur hluti af síldarmjölinu var
notaður innanlands til skepnu
fóðurs.
FISKLANDANIR
í gær og fyrradag var togar-
arinn Geir hér í Reykjavíkurhöfn
að losa karfafarm, rúmar 300
lestir, og var með um 15 lestir á
þilfari. Hann fékli afla þennan á
10 dögum á heimamiðum.
Þetta er síðasta ferð skipstjór-
ans, Jóhanns Stefánssonar, sem
heíur verið með skipið frá því að
það kom fyrir átta árum og auk
þess skipstjóri með togara lengi
áður. Hann er einn af aflasælustu
skipstjórum í flotanum. Hann er
maður á sjötugsaldri og hefur nú
í hyggju að draga sig eitthvað í
hlé, hversu haldgott sem það
fyrirheit nú reynist, þegar sá guli
og Ægir kalla, því að þeir eru
vanir að eiga rík ítök í þeim, sem
hafa helgað sjómennskunni ævi-.
starf sitt.
Við Geir tqkur Gunnar Auð-
unsson, einn af Auðunsbræðrum,
sem eru kunnir um allt land fyr-
ir sjómennsku og mikil aflabrögð.
Hefur hann hingað til verið skip-
stjóri á Kaldbak.
Þá landaði Þorkell máni karfa
í gær, um 270 lestum, og Askur
kom inn um hádegi í gær með
fullfermi. Von er—á Pétri Hall-
dórssyni og Hvalfellinu á morg-
un. Berst nú mikið að af karfa.
Skrcið fyrir Afríku-markað tilbúin til útflutnings.
Garðyrkjusýningar á Norðuriöndum
Á KVEÐIÐ er, að haldnar verði 3 landsgarðyrkjusýningar á
z*. Norðurlöndum nú í haust. Sú fyrsta verður haldin í Málmey
frá 21. september, önnur í Kaupmannahöfn — á vegum danska
Garðyrkjusambandsins — frá 28. september. Sú þriðja — í Noregi
— verður opnuð 5. október, en sýningarstaður verður annað hvort
í Frederiksstad eða Sarpsborg. Báðir þessir bæir eru rétt sunnan
við Osló.
NÝ KARFAMIÐ
Togarinn Fylkir hefur undan-
farið vei’ið að leita að nýjum
karfamiðum, og er sagt, að hann
hafi fundið -»ý mið allvíðáttu-
mikil, um 100 mílur sunnan við
Dohrnmiðin. Er von á honum inn
til Reykjavíkur með fullfei-mi af
karfa á mánudag.
AFLABRÖGÐ BÁTANNA
Undanfarið hefur verið mjög
tregt hjá þeim bátum, sem
hafa róið frá Reykjavík. Bugtin
virðist alveg þurr af fiski, það er
svolítið ýsurjátl á færi og ein-
stöku sinnum að menn reka í
stútung. Annars eru fiskveiðar
lítið stundaðar hér nú, menn gef
ast upp á því.
FYRSTI NORÐMADURINN
AF ÍSLANDSMIBUM
Nýlega er fyrsta norska síldar-
skipið ,,Bratt“ komið af íslands-
miðum. Var það með 1200 tunn-
ur af síld. Skipstjórinn sagði, að
hann hefði ekki fyrr verið jafn
Garðyrkjufélag íslands hefur t
ákveðið að beita sér fyrir hóp-
ferð á sýningar þessar, ef nægi- {
leg þátttaka fæst. Hefur það í
því tilefni snúið sér til Ferða-1
skrifstofunnar Orlofs, sem hefur
tekið að sér að annast allan frek- ’
ari undii-búning ferðarinnar. Ber
þeim, er hugsa sér að fara í þessa!
för, að snúa sér beint til Orlofs1
eða til stjórnarnefndarmanna
Garðyrkjufélags íslands, þeirra
Ólafs Vals, Garðyrkjuskólanum í
Hverag'erði, Ingólfs Davíðssonar,
magisters, eða E. B. Malmquist,
fyrir 15. ágúst n. k.
Áætlað er, að farið verði loft-
leiðis frá Reykjavík mánudaginn
24. september til Kaupmanna-
hafnar. Þaðan verður farið með
ferju til Málmeyjar og dvalizt þar
í tvo til þrjá daga.
Síðan verður farið á sýninguna í
Höfn við opnun hennar, föstudag-
inn 22. sept. Dvalið verður í Dan
mörku til 4. okt. og á því tímabili
farnar fræðsluferðir í nágrenni
Kaupmannahafnar og e. t. v. til
Odense.
Seinni hluta dagsins 4. október
verður haldið til Noregs og verið
við opnun garðyrkjusýningarinn-
ar þar daginn eftir, þann 5. okt.
Farnar verða fræðsluferðir á
garðyrkjusýningar í nágrenni
Oslóar á Landbúnaðarháskóla
Noregs og víðar. Þá mun verða
farið frá Osló loftleiðis til Stav-
Á Seyðisfirðs er búið
SEYÐISFIRÐI, 27. júlí — Á
Seyisfirði er búið að salta 2700
tunnur af síld og bræðslan er
nú orðin 8000 mál.
f dag er stormur úti fyrir og
■flest öll skip í vari. — Benedikt.
fljótur í íslandsferð og fengið
fullfermi. Voru þeir aðeins 9 sól-
arhringa að fylla allar tunnur.
Mest af síldinni fengu þeir milli
Grímseyjar og Rauðuhnjúka.
Flest norsku skipanna hafa verið
að streyma inn með fullfermi
undanfarna daga.
MARGIR BÁTAR í HÖFNINNI
Um 15—20 allstórir vélbátar
liggja nú í höfninni og virðast
lítið sem ekkert hreyfðir. Er það
hart um hábjargræðistímann, en
það er ekki gaman, þegar ekkert
fæst. Eitthvað af þessum bátum
kann að fara á reknetaveiðar.
angurs 8.—10 okt., og þaðan flog-
ið heim til Reykjavíkur 13. okt.
Ferð þessi mun þannig taka um
19 daga, og er áætlaður ferða-
kostnaður um kr. 3 þús. án uppi-
halds, en heildarkostnaður mun
verða 5—6 þús. kr., miðað við
gistingu á 1. flokks hótelum.
Ágæthumarveiðihjá
Sf okksey ra rbálum
STOKKSEYRI, 27. júlí — Humar
veiði hefur verið sérstaklega góð
hjá Stokkseyrarbátunum í sum-
ar, en þrír bátar Iiéðan stunda
humarveiðar. Fyrrihluta þessa
mánaðar voru bátarnir með 150—
180 körfur daglega og gæftir þá
sérlega góðar. Heldur hefur
dregið úr veiðinni síðustu daga,
enda ekki gefið eins oft á sjó. —
Hafa bátarnir sótt langt á miðin
eða austur fyrir Vestmannaeyjar.
Svipaður afli hefur verið hjá
Eyrarbakkabátunum, en þeir
leggja afla sinn upp á Eyrar-
bakka. —Magnús.
SILDVEIÐAR I FAXAFLOA
Menn eru nú víða við Suð-
vesturlandið að búast til rekneta
veiða. Frystihúsin í Hafnarfirði
eru nú að hætta við karfafryst-
ingu og fara að frysta síld, bæði
til beitu og útflutnings.
Búið er að selja 2500 lestir af
frosinni síld til Póllands, og mega
1000 lestir vera ágústveidd síld.
Það er viðbúið, að upp úr mán-
aðamótum byi'ji reknetaveiðarn-
ar fyrir alvöru frá Suðurnesjum
og Vestmannaeyjum. Snæfells-
nesingar eru byrjaðir og hafa
aflað vel, og hefur síldin verið
fryst til beitu.
kiá
PLÖTUSPILARAR
Merkin, sem ber hæst á lieimsmarkaðinum.
Vörumerki hinna vandlátu.
Margar mikilsverðar og skemmti-
legar nýjungar, sem aðrir plötuspil-
arar hafa ekki.
Kynnið ykkur þessa glæsilegu plötu-
spilara og gerið samaiburð á verði
og gæðum.
Vcrð frá kr.: 690.00.
Hljóbfæraverzlanir
Sigríðar Helgadóttur
Lækjargötu 2 og Vesturveri.