Morgunblaðið - 29.07.1956, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.07.1956, Qupperneq 6
0 M ORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 29. júlí 1956 / fáum orðum sagt 7 ► ► ► ► ► ▼▼ « ► ¥erksmioiumar fpir uorluu gætu unnið bræðslusíldaruflunn — SUMARIÐ í sumar hefir sýnt nokkuð óvenjulega mynd af síldveiðunum við Norðurland. Undanfarin ár höfum við orðið að horfa upp á það að menn hafi komið heim af síldarvertíðinni með létta pyngju eftir lélegt út- hald sem gaf útgerðinni ekkert í aðra hönd nema tap á tap ofan. í sumar hefur skyndilega birt dálítið yfir, og ekki skortir á að það hafi vakið hjá mönnum vonir um framtíðina. Menn spyrja sjálfa sjálfa sig og aðra, hvort hér sé e.t.v. að verða einhver breyt- ing á. — Og hvað er hið sanna í því máli? — Áður en við svörum þeirri spurningu, skulum við líta svo- lítið aftur í tímann. — Aflahrot- an sem hófst seinni hluta dags hinn 14. ágúst 1944 og hélzt í rúmlega háifan mánuð mun vafa- laust vera ein hin mesía sem kom ið hefir. Síldin var þá aðallega á Grímseyjarsundi. Hafði þá vik- urnar á undan verið dágóð veiði á Húnaflóa, en tíðarfar óhagstætt. Á þessu sumri var meðalafii síld- veiðiflotans meiri en hann hefur verið fyrr eða síðar, eða um 11% þús. mál og tunnur á hverja nót. Þessi síld fór nær óll til bræðslu, þar sem saltsíldarmarkaðirnir voru að mestu lokaðir vegna styrj aldarinnar. Engan mun hafa grunað þá að með þessari veiðihrotu væri að ljúka tímabili í sögu síldveiðanna hér við land. í»egar veiðin brást árið 1945 gerðu menn al- mennt ráð fyrir að hér væri um tímabundið fyrirbæri að ræða. En því miður reyndist það ekki svo, eins og allir vita. — Þegar Árni Friðriksson setti fram kenn ingu sina um að sildin við Norð- urland væri hin sama og sú sem kæmi upp að ströndum Noregs til hrygningar, þótti mönnum það allnýstárlegt, svo að ekki sé fast- ara að orðið kveðið. Síðar hóf hann svo merkingar síldarinnar, svo sem kunnugt er, til að kanna ferðir hennar. Hófust þær 1948 í samvinnu við Norðmenn sem höfðu einnig mikinn áhuga á málinu, og síðan hafa farið fram síldarmerkingar meira og minna á nær hverju ári. — Og þær leiddu í ljós að sam- band var á milli síldarinnar á þessum svæðum? — Já. Og upp úr því fóru menn að gefa meiri gaum en áður að hafinu austur, suðaustur og norð- austur af íslandi, eða milli ís- lands og Noregs. Hófust svo hin- ar samræmdu rannsóknir is- lenzkra, norskra og danskra fiski- fræðinga á þessu hafsvæði. Þegar hér var komið sögu, vökn uðu vonir um að sildin í hafinu norður og austur af íslandi mundi leggja leið sína á gömlu slóðimar upp við ströndina. En þær vonir rættust ekki. Var þá ljóst að ekki voru önnur úrræði en að leita síldina uppi úti í hafi, og hafa svo veiðamar færzt í það horf. DJÚPVEIÐAR STUNDAD* -*, MEB GÓÐUM ÁRANGRI — Og árangurinn? — Reynslan hefur sýnt að hægt er að stunda veiðar með góðum árangri þáma úti, þó að það sé erfiðara en við ströndina. — Og hvað svo um sumarið í sumar? — Vonir manna um góðan afla á þessari vertíð voru ekki bjart- ari en undanfarin ár. Það var raunar ekkert sem benti á að breyting væri í vændum, ekkert sem benti á að göngur sildarinn- ar hefðu breytzt. Menn gátu að- eins vonað að tíðarfarið yrði gott r / r*____ - segir Davíð Ólafsson, I isklmálasljóri. og gæfi mönnum tækifæri til að stunda veiðar á djúpmiðum. Og það er einmitt þetta sem hefur gerzt í sumar. SÍLDIN ER ABALLEGA Á HAFDJÚPINU — Sumarsíldin hefur þá aðal- lega haldið sig á hafdjúpir.u? — Já. Fyrir Norðurlandi hefur engin síld veiðzt á grunninu, en hins vegar kom það fyrir í fyrri viku að síldin veiddist grunnt út í 255 þús. uppsaltaðar tunnur. af Langanesi og í mynni Vopna- fjarðar. — En síldarmagnið hefur þó verið mikið. — Já, mönnum ber saman um að mikið síldarmagn hafi verið á ferðinni á djúpslóðum, átuskil- yrðin oft verið góð, og svo hefur það komið til sem ráðið hefur úrslitum, að tíðarfarið hefur ver- ið ákaflega hagstætt, þangað til hann skall á með norðaustan brælu um miðja vikima sem leið. Veiðiskilyrði við þær að- stæður sem fyrir hendi eru hafa því verið góð. HÆPIÐ MAT — Hvað finnst þér um mat manna á vertíðinini? — Það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið ákaflega hæpið. Sérstaklega á þetta við um fréttasendingar allar og túlkun á þeim. Aflabrögðin í ár hafa alltaf verið borin saman við árið á undan, eða undanfarin ár, seni hafa öll verið með eindæmum lé- leg aflaár. Samanburður við þau ár gefur því alranga hugmynd um aflann. En ef þessi vertíð er metin eftir gömlu góðu árunum, er ekki hægt að segja annað en niðurstaðan sé óhagstæð. Reynslan hefur sýnt að ef síld- in er mjög feit í upphafi vertíðar, þá er hætta á að hún standi ekki 'engi við. í ár hefur síldin verið óvenjufeit. Reynslan hefur einnig lýnt að veiðin er mest í ágúst- mánuði á góðum vertíðum, og er ástæðan vafalaust sú, að horuð síld er lengur á miðunum og afia- magnið því meira, þegar á líður vertíðina. Þessi vertíð verður þó auðvitað ekki dæmd, fyrr en að hermi lokinni, og ef allt væri með gamla laginu, ætti hún að vera um það bil hálfnuð. Er því bezt að sjá, hverju fram vindur. VIÐ GETUM HAFT ENN MEIRA UPP ÚR HAFSÍLDINNI — En það bendir sem sagt ekk- ert til að síldin sé að taka upp sína fyrri háttu? — Nei. Það er ekki hægt að sjá annað en breyting hafi orðið á síldveiðunum 1945: þá hófst nýtt tímabil í sögu síldveiðanna hér við land. Veiðarnar hafa færzt æ meira út á hafið, en bætt leitar- tækni og betri aðstæður hafa gert okkur kleift að bregðast við breytingunum, svo að ætla má að þetta nýja tímabil hafi það jafn- vel í för með sér að við getum borið enn meira úr býtum en áður. Fullkomnari tækni og betri hagnýting aflans gefa vissulega fyrirheit um það. Af þeim sökum er ekki annað hægt en fagna þeim árangri sem náðst hefur á þessari vertíð. Ilér er rétt að minna á það, að síldveiðimenn telja leitar- og leiðbeiningarstarf rannsóknar- skipsins Ægis hafa verið ómetan- legt og ráðið miklu um hversu úr hefir rætzt á þessari vertxð. GÓÐ HAGNÝTING AFLANS BJARGAR ÚTGERBINNI — Hvað um verðmæti aflans, hafa skipin, söltunarstöðvarnar Davið Ólafsson fiskimálastjóri: — Sildin liefur enn 1 siima.1 veiðzt á djúpmiðum. og verksmiðjurnar borið sig? — Fjöldi veiðiskipanna hefur. fengið svo góðan afla að útgf.rð- armönnum er forðað frá tjóni, og margur sjómaðurinn hefur feng- ið alláiitlegan hlut Góð nýting þess afla, sem kominn er á land, hefur séð um það og einnig hitt að afkoma söltunarstöðvanna er sæmileg. Þó að aflinn sé ekki mikill að vöxtum, hefur hann forðað útgerðinni frá skakkaföll- um. — En öðru máli gegnir um afkomu síldarverksmiðjanna. Eft ir styrjöldina var ráðizt í það að tvöfalda afköst síldarverk- smiðjanna á Norðurlandi, en þær hafa að heita má staðið aðgerðar- lausar árum saman, svo sem kunrxugt er. Það sem af er þessari vertíð hefur bræðslusíldarafinn ekki farið mikiðyfir 200 þús. mál, en það svarar til 2% dags vinnslu fyrir þær verksmiðjur sem byggð ar hafa verið á Norðui-iandi. Geta menn svo séð sjálfir, hvort hægt er að tala um mikinn afla enn sem koHiið er. M. sbriúar úr daglega lifínu Um ferðalög og sitthvað fleira. NÚ er tími ferðalaga og sumar- leyfa. Menn þjóta um landið þvert og endilangt. Kunningi minn, sem var að koma úr ferða- lagi fyrir skömmu, hafði orð á því við mig, að viða úti um sveit- ir skorti mjög skilti með bæjar- nöfnum. Eigi menn brýnt erindi að reka, getur þetta oft valdið talsverðum töfum. Öðrum, sem eru á skemmtiferðalögum, þykir miður að aka fram hjá ýmsum þekktum höfuðbólum og vera engu nær um, hvar þau eru stað- sett. Tæplega eru mjög mikil fjárút- lát því samfara að koma upp slík- um skiitum, en hins vegar væri mikil bót að þeim. Margir eru reyndar mjög slyngir í því að átta sig á staðsetningu býla eftir landabréfi einu saman, en allir hafa ekki getað tileinkað sér þá íþrótt. Nú eru annimar í algleymingi í sveitunum — fyrri túnaslætti er víða að ljúka, þar sem veður- farið hefir verið bændunum hlið- holt —en fyrir borgarbúann er léttir að því að leggja að baki sér ysinn og þysinn og halda upp í sveit — út í náttúruna. Menn feröast með misjöfnum hætti, flestir fara of hratt yfir, bundnir á klafa tímaleysisins, sem hrjáir nútímann. Sumir eru með landabréfin á lofti og láta ekkert fara fram hjá sér: „Landslag yrði lítilsvirði, el það héti ekki neitt." Aðrir vilja fyrst og fremst skynja liti náttúrunnar og sköpu- lag, kyrrð hennar og virðuleik — og enn aðrir láta sér nægja að reykja vindling og njóta þægi- legs sætisins í „lúxusbifreiðinni“, en sjá hvorki né heyra landslag eða nöfn. Þeir teljast tæplega til góðra og gildra ferðamanna og hefðu betur heima setíð í hæg- indastól með sinn vindling en af stað farið. Hvers vegna hefir náttúran svo mikið aðdráttarafl fyrir menn- inn? Yfir henni hvílir rósemi og tign, hún hefir nógan tíma — samt hrærist hún, lifir og þróast jafnt og þétt. í náttúrunni eiga menn sinn raunverulega upp- runa, hún er þeirra eiginlega heimili. Áður en menningin kom til sögunnar lifðu menn úti í nátt- úrunni. Sá aríur kann að eiga dýpri rætur en ætla rnætti — þrátt fyrir framfarirnar og sið- *nenninguna. Þar finna menn langþráð frelsi, hversdagslegar áhyggjur og þras gleymast, menn hætta að þreyta tilgangslaust kapphlaup við sekúndurnar. Úti í náttúrunni, sem er svo varan- leg og traust miðið við hveríul- leik mannsævinnar, hverfur gildi tímans. Bragglegur trjágróður. ADÖGUNUM hitti ég vin minn, sem var nýkominn frá Akur- eyri. Lét hann vel af dvöl sinni þar, en fjölyrti þó einkum um trjágróðurinn: „í hvert sinn, sem ég kem til Akureyrar að sumri til, vekur það undrun mína og aðdáun, hversu blómlegur trjá- gróðurinn er þar. Það er munur en hér hjá okkur í Reykjavík, þar sem varla er mögulegt að koma nokkurri trjáplöntu til.“ Ég tók undir orð hans athugasemdalaust, og við slitum talinu. En þessi orð komu mér aftur í hug, er ég fór í smágönguferð kvöld eitt. Leið mín lá um Mel- ana, og sá ég mér til mikillar ánægju, að trjágróðurinn er þar víða hinn bragglegasti t. d. í sum- um görðunum við Víðimelinn. Melarnir eru tiltölulega nýtt hverfi og trén því ung að árum, og verður árangurinn að teljast allgóður. Hvers átti erki- biskupinn aS gjalda? LUNDÚNABÚAR skemmta sér um þessar mundir konung- lega við að segja sögu af sam- kvæmi nokkru, sem haldið var í Mayfair. Þekkt kona £ Lundún- um bauð til mikillar veizlu, og meðal gestanna var erkiblskup- 9H einn þjónanna (IiTb>»jpmnn'jWU ferrgið sér ræki- lega „neðan í því“. Hann reikaði í hverju spori og tautaði sam- hengislausar setningar. Húsmóðirin hugsaði þjóninum þegjandi þörfina, þreif matseð- ilinn og skrifaði aftan á hann: „Þér eruð dauðadrukkinn, hypj- ið yður burt á stundinni“ . . síðan rétti hún syndaselnum seðilinn. Þjónninn, sem vissi hvorki í þenn an heim né annan, lagði seðilinn á silfurbakka, rétti úr sér og gekk ákveðinn á svip, en reikull í spori til erkibiskupsins og hneigði sig djúpt, um leið og hann af- henti erkibiskupinum seðilinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.