Morgunblaðið - 29.07.1956, Side 11
Sunnudagur 29. júlí 195f
MÖRCVNBLAÐIE
11
óspart hvattir áfram til sigurs,
sem hafði sitt að segja.
— Hvað um samanburð á þess-
um dönsku liðum og liðunum
hér?
— Getan er mjög lík og við
eigum að venjast af útiliðum hér.
Þó eru sendingar Dananna á
milli sín yfirleitt styttri og meira
línuspil.
GÓBIR DÓMARAR
-— Hvað um dómarana?
— Mér fannst þeir góðir. Ein-
staklega ákveðnir og dæmdu
sjálfstætt. Þar sást aldrei dóm-
ari hlaupa til markdómara til
skrafs og ráðagerða, eins og svo
mjcg tíðkast hér. Vítaköst eru
ekki jafn mikið dæmd og hér
og yfirleitt er leikmönnurn leyft
að trufla andstæðinginn meira
með liandapati og káfi, án þess
að nokkru sinni væri um högg
að ræða. Annars er túlkunin á
Vönlun söngstjéra
STJÓRN Landssambands bland-
aðra kóra hefir skýrt frá því, að
hin síðari ár hafi það staðið mjög
fyrir þrifum starfsemi áhuga-
mannakóra, hve örðugt hefur ver
ið að fá söngmenntaða menn til
að taka að sér stjórn og söng-
kennslu. Má hér t. d. nefna jafn
stóran bæ, sem Vestmannaeyjar,
þar sem ekki hefir fengizt leið-
andi starfskraftur á þessu sviði.
Því hefur hinn góðkunni Vest-
mannakór legið að mestu niðri
síðan að stofnandi hans, Brynj-
ólfur Sigfússon leið, en kórinn
byrjaði undir hans stjórn sumarið
1911.
Sambandið hefur leitazt við að
útvega kórum söngþjálfara, og
styrkt þá til þess eftir mætti. —
Undanfarin ár hefur Einar Sturlu
son oft unnið að þessu fyrir kór-
ana og það komið þeim að mikl-
um notum.
10 ára viðskipti við
Téívkóslóvakíu
TÉKKÓSLÓVAKÍA varð fyrst
Austur-Evrópuþjóða að byrja
að styrjöld lokinni að kaupa
fisk af íslendingum. Hófust fisk-
sölur þangað í ársbyrjun 1946. Á
þeim 10 árum, sem síðan eru lið-
in hafa Tékkar samtals keypt af
okkur um 35 þúsund smálestir
af hraðfrystum fiski og nemur
samanlagt kaupverð hans um 163
milljónum króna.
Á síðustu árum hefur Tékkó-
slóvakía verið þriðji . stærsti
kaupandi hraðfrysts fisks frá ís-
landi, næst á eftir Sovétríkjun-
um og Bandaríkjunum. Tékkar
kaupa einnig nokkurt magn af
hraðfrystrl síld, sem þeir reykja
til neyzlu og einnig kaupa þeir
fiskimjöl.
Hámarki náði fiskútflutningur
íslendinga til Tékkóslóvakíu árið
1954. Þá keyptu þeir 7750 tonn af
hraðfrystum fiski fyrir 43 mill-
jónir króna.
í marz s.l. hafði aðeins tekizt
að senda 2500 tonn af þorskflök-
um til Tékkóslóvakíu frá því
viðskiptasamningurinn fyrir yfir-
standandi ár gekk í gildi. Er út-
lit fyrir, að þegar samningstíma-
bilinu lýkur í ágúst verði eftir
að senda um 1000 tonn af hinu
umsamda magni, alls um 8000
tonn.
(Frá S. H.)
♦
♦
♦
♦
♦
♦
B
M
EZT AÐ AUGLÝSA I
é
é
é
♦
ORGUNBLABINU +
♦
reglunum að öðru leyti sú sama
og hér.
— Kom frammistaða ykkar
Dönum ekki á óvart? •
— Jú, svo sannarlega, sem sjá
má af blaðaummælunum, sem ég
sagði þér frá áðan. Þeim fannst
leik okkar svipa mjög til
sænskra liða, en þangað höfum
við nú sótt fyrirmynd, eins og
þú veizt. Ágætt úthald okkar,
hraða og vamarleikaðferð hældu
þeir okkur einnig fyrir.
— Er það nokkuð sérstakt, sem
þú vildir taka fram?
— Já. Mig langar sérstaklegs
til að geta þess, að áður en við
fórum að heiman létum við okk-
ur vart dreyma um að sigra
nokkuð í þessari ferð. Hún vai
fyrst og fremst farin til þess að
læra meira í íþróttinni. Svo erum
við líka búnir að halda hópinn ;
10 ár, þessir sömu strákar, og
höfum aldrei náð jafn langt og
síðastliðinn vetur. Þessi árangur
hafði að sjálfsögðu örvandi áhrií
á okkur og okkur langaði til að
sjá hvers við mættum okkar við
erlend lið. Árangurinn varð langt
fyrir ofan allar vonir og erum
við hæstánægðir, eins og þú get-
ur ímyndað þér.
Svo langar mig dálítið til að
snúa mér að innlendum vett-
vángi. Því miður er því þannig
farið hér, að það er varla nema
í Reykjavík og Hafnarfirði, sem
nein rækt er lögð við handknatt-
leikinn. Á mörgum stöðum hér-
lendis, bæði í bæjum og sveitum
er að finna sömu aðstæður og
við æfum við utanhúss og því
ekkert til fyrirstöðu, að víðs
vegar um landið geti ungt fólk
kcmið saman og stundað íþrótt-
ina. Það þarf að örva áhugann
úti á landi og stofna til kynnis-
ferða milli bæja og héraða, þeg-
ar liðin eru orðin til.
Hvað innileiknum viðvíkur er
nýtt íþróttahús orðin svo knýj-
andi nauðsyn, að það stendur
allri frekari þróun leiksins fyrir
þrifum. Við þurfum slíkt hús
sem fyrst til að geta tekið á
móti erlendum liðum og leikið
landsleiki, en aðstæðurnar í dag
leyfa ekki slíka stórviðburði, sem
sru þó svo bráðnauðsynlegir.
Á RÉTTRI LEIÐ
— Hver eru nú heildaráhrif
ierðarinnar?
— Ég álít að ferðin hafi skil-
yrðislaust fært okkur heim sann-
inn um það, að við erum á réttri
ieið í handknattleiknum. Það sem
okkur vantar auk þess, sem að
framan er nefnt er meiri æfing.
I Helzt þarf að æfa 10 mánuði
ársins. Þannig er æfingakerfið í
Danmörku og ef við tækjum það
upp, fengjum við mun meiri
„breidd“ Og betri einstaklinga.
Hannes.
Munið, að umsóknarfrestur um Garðsvist
rennur út 15. ágúst.
Garðsstjórn.
Frá Brazilíu
útvega ég beint frá verksmiðjum
með beztu kjörum
FURU — HARÐVIÐ
(ýmsar tegundir.)
KROSSVIÐ — SPÓN
(ýmsar tegundir.)
Leitið frekari upplýsinga og tilboða.
PÁLL ÞORGEIRSSON
umboðs- og heildverzlun.
Laugavegi22 Sími: 6412
Ný sending af þýzku
reiðhjólunum
fyrir drengi og telpur, mikið endurbætt og kosta
aðeins 970 krónur með Ijósaútbúnaði, bögglabera
og áhöldum.
Garðar Gislason h.f.
REYKJAVlK.
ÚTVARPSBORÐ
með innbyggðum plötuskipti og plötugeymslu.
RADIOSTOFA Vilbergs & Þorsteins,
Laugavegi 72 — sími 81127.
IVfaster IVIixer
berjapressu
Master Mixer hrserivélar
komnar aftur.
Pantanir óskast sóttar.
Nokkrar vélar óseldar
A T H .
Berjatíminn nálgast.'
Tryggið yður fullkömna
nýtingu berjanna.
HEIMILISHRÆRIVÉLAR
Kaupið MASTER MIXER.
Einkaumboðsmenn:
Ludvig Storr & Co.
Kaupmenn! Kaupfélög!
Alls konar körfur fyrir verzlanir
og sjálfsafgreiðslu fyrirliggjandi.
Einnig lokunartæki fyrir cellophan poka.
ÞÓRÐUR H. TEITSSON
Grettisgötu 3 — Sími 80360
með