Morgunblaðið - 03.08.1956, Blaðsíða 16
Veðrið
Norðan gola — Léttskýjað
rojpttMftfrifr
175. tbl. — Föstudagur 3. ágúst 1956
Kvenþjóðin og heimiiið
Sjá blaðsíðu 10.
Ákvörðun íslendánga hraö>
ar eyöileggingu IMATO,
Myndin er tekin í Dóm-
kirkjunni í gær, er nor-
ræni prestafundurinn var
settur þar.
segir danska kommú nistablaðið
Birkeröd, 2. ág.
Einkaskeyli til Mbl.
frá PáU Jónssyni.
í TILEFNI af forystugrein
Politiken í gær skrifar
danska kommúnistablaðið,
Land og Folk: Það er mikil
framför, ef Bandaríkjaher (á
Islandi) verður kallaður heim,
en Rómaborg var ekki reist á
einum degi og eins verður
NATO ekki eyðilagt á einni
nóttu. En það er unnið öflug-
lega að því að eyðileggja
bandalagið og ákvörðun ís-
lenzku þjóðarinnar liraðar
þeirri eyðileggingarstarfsemi
til muna.
SAMEIGINLEG STEFNA
í tilefni þess að „Þjóðviljinn'*
birti ekki yfirlýsingu ríkisstjórn-
ar íslands um utanríkismál skriS-
ar málgagn danskra sósíaldemó-
krata m. a.: Auðvitað felur yfir-
iýsingin í sér stefnu allrar ríkis-
stjórnarinnar, einnig kommún-
istanna, en það má ekki skýra
lesenöum kommúnistablaðsins
frá því að flokkur þeirra sé
reiðubúinn að taka þátt í sam-
starfi Atlantshafsbandalagsins.
BIRTA
YFIRLÝSINGUNA
Mörg dönsku blaðanna birta í
dag orðsendingu fastaráðs At-
lantshaísbandalagsins til ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar. Er
hún, segir Sósíaldemókraten,
] svar við fyrirspurn islenzku
stjórnarinnar sem bað um góð
1 ráð frá París.
Slæmar fréttir af síldar-
miðunum. Bræla aftur
AFTUR ER KOMIN norðvestan bræla á síldarmiðunum með rign-
ingu. Upp úr hádeginu fóru síldveiðiskipin að sigla inn og liggja
þau nú öll í höfn eða landvari.
Fanney landaði í dag 100 tunnum af síld veiddri við Kolbeins-
ey. Annars engin síldveiði norðan Langaness. Eitthvað varð vart
við síld út af Glettinganesi.
Island í 7. sæti eftir 2 löp
STAÐAN í Evrópumeistaramótinu í Bridge er nú þannig, að Ítalía
og Frakkland eru efst með 20 stig af 24 mögulegum. ísland er
sjöunda í röðinni með 12 stig. Fór illa í tveim síðustu umferð-
um, því að íslendingar töpuðu fyrir Þýzkalandi og Frakklandi.
I Álitsgerð Atlants-
hafsbandalagsins
hefir borizt rikis-
stjórninni
Tafarlaus birting
er sjálfsögð
ÁLITSGERÐ Atlanls-
hafshandalagsins um
varnir íslands barst ríkis-
stjórninni s.l. laugardag.
Efni þessarar álitsgerðar
er nú farið að ræða í hlöð-
um erlendis, eins og kom
fram í fréttaskeyti hér í
blaðinu í gær.
Islenzka þjóðin á heimt-
ingu á að vita hvað í álits-
gerð þessari stendur og er
þess að vænta, að ríkis-
stjórnin birti hana nú taf-
arlaust.
11. OG 12. UMFERÐ
í elleftu umferð tapaði ísland
fyrir Þýzkalandi með 36 gegn 46
og í tólftu umferð tapaði það
fyrir Frakklandi með 41 gegn 51.
Úrslit í þeirri umferð urðu að
öðru leyti m.a. þessi: Sviss vann
Holland með 63 gegn 17, Austur-
ríki vann Ítalíu með 48 gegn 36,
Bretland vann Svíþjóð með 70
gegn 49, Danmörk vann Noreg
með 63 gegn 42 og Finnland vann
Beigíu með 48 gegn 40.
STAÐAN
Röðin er nú þessi:
1.—2. Ítalía og Frakkland .. 20
3. Austurríki ......... 18
4. Bretland ........... 17
5. Sviss............... 14
6. Belgía ............. 13
7. ísland ............. *2
8.-12. Þýzkaland ....
Svíþjóð ............
Holland ............
Danmörk ............
Egyptaland ......... 11
13. Finnland ........... 9
14. Noregur ............ 8
15. Lebanon ............ 5
16. írland ............. 0
Emil Jónsson
gegnir slörfum
utanríkisráðli.
ÁKVEÐIÐ mun nú vera að Emil
Jónsson taki við embætti utan-
rlkisráðherra í veikindaforföll-
um Guðmundar í. Guðmundsson-
ar. Er gcrt ráð fyrir að hann
þurfi að vera nokkrar vikur í
sjúkrahúsi. Emil Jónsson var ráð-
herra í ráðuneyti Ólaís Thors á
árunum 1944—1947 og í ráðu-
neyti Stefáns Jóh. Stefánssonar
á árunum 1947—1949.
ÞjóðháfíS Vesfmanna-
eyinga hefsf í dag
Vestmannaeyjum, 2. ágúst.
UNDANFARNA daga hefur verið mikið- að gera hjá Íþróíta-
félaginu Þór hér í Vestmannaeyjum við undirbúning Þjóð-
hátíðarinnar, en hún hefst hér á morgun, föstudag og stendur fram
á laugaröagskvöld.
FJOLBREYTT
SKEMMTIATRIÐI
Mjög vel er til skemmtunar-
innar vandaS eins og að venju
og fjölbreytt dagskrá. Hátíðin
hefst á morgun kl. 14 með því
að Lúðrasveit Vestmannaeyja
leikur, undir stjórn Oddgeirs
Kristjánssonar, við handbolta-
leikvanginn í Herjólfsdal. Síðan
verður handboltakappleikur. Kl.
15 verður hátíðin sett af Valtý
GRACE ER MEÐ
BARNI
MONACO, 2. ágúst: — Prins
Rainier þriðji af Monaco kunn-
gerði í dag að prinsessa Grace
vænti sín í febrúarmánuði n.k.
Hefir þetta vakið mikla hrifn-
ingu undirsátanna. — NTB.
Bifreiðastjórafél. Hreyíill gerir
hagkvæma samninga við
sérleyfishafa
SVOHLJÓÐANDI fréttatilkynning barst blaðinu í gær frá stjórn
bifreiðastjórafélagsins Hreyfils:
í júnímánuði s.l. sagði Bifreiðastjórafélagið Hreyfili upp samn-
ingum sínum við Félag sérleyfishafa, um kaup og kjör bifreiða- \
stjóra á sérleyfisleiðum. — Samningar tókuzt 30. júlí og eru aðal-
breytingar frá fyrri samningi þessar: Grunnkaup bifreiðastjóra
hækkaði úr kr. 2.600,00 í kr. 2.900,00 á mánuði, með núgildandi
vísitölu verður mánaðarkaupið kr. 5.162,00. Þá liækkuðu fatapen-'
ingar úr kr. 100,00 í kr. 125,00 á mánuði (án vísitölu). Yfirvinnu-'
kaup verður kr. 18.00 (með vísitölu kr. 32,04 pr. klst.). Helgidaga-
kaup verður kr. 24.00 (með vísitölu kr. 42,72 pr. klst.). Kaup bif-
reiðastjóra, sem vinna einn og einn dag eða hluta úr degi verður1
kr. 17.00 (með vísitölu kr. 30,26 pr. kist.). Fyrir akstur sem ein-
vörðungu fer fram á tímabilinu frá kl. 21 — 6 verður greitt 25%
álag á mánaðarkaupið, og verður grunnkaup þeirra kr. 3.625.00
á mánuði (með vísitölu kr. 6.453,00 á mánuði). Veikinda-
og slysagreiðslur fyrir þá sem unnið hafa eitt ár eða lengur verða
auknar úr 30 dögum á ári í 45 daga á ári. — Samningurinn gildir
(il 1. júní 1957. 1
Snæbjörnssyni. Síðan rekur hvert
dagskráratriðið annað, m. a.
söngur, ræðuhöld, lcvartettsöng-
ur, knattspyrna og bjargsig. Kl.
20 hefst svo kvöldvaka og koma
þar fram ýmsir skemmtikraftar.
— Kl. 10,30 hefst dansleikur á
tveimur pöllum í Herjólfsdal.
Hápunktur hátíðahaldanna verð-
ur kl. 12 á miðnætti, en þá verð-
ur efnt til brennu og flugelda-
sýningar á Fjósakletti.
Á laugardaginn heldur hátíðin
áfram kl. 14 með guðsþjónustu.
Sr. Jóhann Hlíðár prédikar. Þann
dag verða ýmis skemmtiatriði og
mun þá endað með dansi á pöll-
unum í Herjólfsdal.
MIKIÐ UM
AÐKOMUFÓLK
Margt fólk hefur drifið hingað
út til Vestmannaeyja undanfarna
daga. Hins vegar hefur það orð-
ið minna en skyldi sökum þess
að ekki var flugveður í dag, en
norðan gola var, þótt veður væri
annars gott. Fyrirhugað er að
fljúga látlaust á morgun og er
gert ráð fyrir 20—30 ferðum, ef
veður leyfir. — Björn.
Bygging nýs barna-
skóla á Akureyrl
hafin
AKUREYRI, 2. ágúst: — Fj'rlr
nokkrum dögum var byrjað a8
grafa fyrir barnaskólahúsl á Odd-
eyri. Verður fyrst byggð ein hæð
í tveimur álmum. Verða þar
fjórar kennslustofur, kennara-
stofur og aðalinngangur, e»
tveggja hæða viðbygging mun
koma síðar, ef frekara rúms er
þörf. Hefur teikning ekkl veriS
I gerð af henni ennþá, en fjárfest-
ingarleyfi hefur fengizt fyrir
byggingunni.
Hefur barnaskólinn átt vlS
mikinn húsnæðisskort aS búa
síðustu árin, svo nýbygging var
óumflýjanleg. Þótti sjálfsagt at
byggja hinn nýja skóla á Odd-
eyri sem er eitt fjölmennasta
bæjarhverfið og alllöng gangn
þaðan upp á brekkuna þar
sem barnaskólinn or. — Joþ.