Morgunblaðið - 28.08.1956, Side 8
8
MORCZJiSBL A ÐIÐ
Þriöjudagur 28. ágúst 1956
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
iramkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Tfaltýr Stefánsscn (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600
’Askriftargjald kr. 25,00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 1,50 eintakið
*
Farsæi forysta Olafs Thors
um hygyingu sementsverk-
smiðjunnar
ÞEGAR siðasta ríkisstjórn Ól-
afs Thors tók við völdum
haustið 1953 var ekkert fé fyrir
hendi til byggingar sementsverk-
smiðju, sem þá hafði um skeið
verið rætt um að byggja. Næstu
ríkisstjórn á undan hafði ekki
tekizt að útvega lán til þess nauð-
synjafyrirtækis.
Það kom í hlut Ólafs Thors að
hefja sókn í sementsverksmiðju-
málinu. öllum var ljóst að mál-
ið yrði ekki leyst nema með lán-
töku erlendis. Var því snúið að
því að útvega slíkt lán til fram-
kvæmdarinnar. Tókst það á s.l.
vori, eins og skýrt var frá í
Reykjavíkurbréfi blaðsins s.l.
sunnudag. Var lánið tekið í Dan-
mörku af fé, sem Bandaríkja-
stjórn hafði þar til ráðstöfunar.
Upphæð þess var 37,8 millj. kr.
IVIeð þessari lánveitingu var
tryggt fé til kaupa á vélum
og mestöllu erlendu efni til
verksmiðjunnar.
Undir forysíu Ólafs Thors
hafði Alþingi einnig lagt fram
um 10 millj. kr. til þessarar
nauðsynlegu framkvæmdar.
Ennfremur hefur Fram-
kvæmdabankinn lánað 10,5
millj. kr. til verksmiðjunnar.
Var gert ráð fyrir að hann
héldi áfram að lána fé til
framhaldsbyggingarinnar.
Viðskilnaður frá-
farandi stjórnar
Þannig var þá viðskilnaður Ól-
afs Thors og stjórnar hans við
sementsverksmiðjumálið. Þegar
hann tók við völdum var enginn
peningur til í verksmiðjuna. Þeg-
ar hann lét af stjórnarforystu
hafði hann tryggt 37,8 millj. kr.
erlent lán til kaupa á vélum og
erlendu efni. Þar að auki hafði
Ólafur Thors fengið rúmlega 20
millj. kr. innlent íjármagn til
verksmiðjubyggingarinnar, og
tryggt iramkvæmdir við hana
fram á næsta haust.
Flestum virðist sem Ólafur
Thors og ríkisstjórn hans hafi
haldið vel á sementsverksmiðju-
málinu. Er það og málá sannast,
að hann lagði hið mesta kapp á
að þessu nauðsynjamáli alþjóð-
ar yrði hrundið í framkvæmd.
Ilrunstefnumenn koma
til skjalanna
En nú hefst þáttur hrunstefnu-
mannanna, hinnar nýju ríkis-
stjórnar í þessu þýðingarmikla
máli. í síðustu viku hefja öll mál-
gögn hennar upp skræk mikinn
og skammir um Ólaf Thors. Hann
hafi svikizt um að útvega fjár-
magn til sementsverksmiðjunnar
og látið við það eitt sitja, að gefa
út fyrirskipun um að framkvæmd
um við byggingu hennar skyldi
hraðað. Fyrir þetta svívirðir svo
öll vinstri hersingin Ólaf Thors.
Þessi framkoma gefur góða hug
mynd um vmnubrogð hinna nýju
valdhafa á fslandi. Þeir taka við
framfaramáli, sem formaður Sjálf
stæðisflokksins hefur haft for-
göngu um að hrinda í fram-
kvæmd og hefur tryggt fjármagn
til, og láta það vera sitt fyrsta
verk að tilkynna alþjóð, að þeir
sjái engin ráð til þess að Ijúka
henni.
Þetta gerist þrátt fyrir það,
að Ólafur Thors hafði ekki
aðeins tryggt fjármagn til
kaupa á vélum og erlendu efni
heldur og innlent f jármagn til
þess að' halda áfram fram-
kvæmdunum meginhluta
þessa árs.
Hefur nokkur ríkisstjói’n
gerzt ber að öðrum eins ræfil-
dómi? Áreiðanlega ckki.
Gefast beir upo við
raforkuframkvæmd-
irnar
Það er sannarlega ekki að
ósekju, þótt menn spyrji, hvort
ríkisstjórn hrunstefnumannanna
muni ekki á næstunni lýsa því
yfir, að þar sem eitthvert fé
kunni að vanta til þess að Ijúka
við rafvæðingaráætlun ríkis-
stjórnar Ólafs Thors þá verði
framkvæmdum hætt upp úr
þurru einhvern næstu mánaða.
Ólafur Thors hafði að vísu alla
forystu um að útvega fé til raf-
orkuframkvæmdanna. En vegna
dýrtíðarkapphlaups kommúnista
hafa þær orðið dýrari en ráð
var fyrir gert í upphafi.
Nú má gera ráð fyrir að hrun-
stefnumenn byrji að skamma
Ólaf Thors fyrir að hann hafi
vanrækt að tryggja nægilegt fjár-
magn til rafvæðingarinnar. Þess-
vegna sé hætta á að þær stöðvist.
Það sé „arfurinn frá íhaldinu".
Boða kyrrstöðu oe: hrun
Af hrunstefnumönnum má alls
vænta. Það sýna skrif þeirra um
sementsverksmiðjuna. í ráðleysi
sínu grípa þeir til þess úrræðis að
kyrja rakalausan þvætting um
menn og málefni. Þegar þeir sjá
fram á, að þá brestur manndóm
og fyrirhyggju til þess að halda
áfram umbótum, sem Sjálfstæð-
ismenn hófust handa um, kenna
þeir Ólafi Thors og öðrum leið-
togum SjálístæðiSflokksins um
það.
Þa3 er vissulega illa farið
ef kyrrstaða og lirun á að
móta hið íslenzka þjóðfélag á
næstunni. En ekki virðist ann-
að sýnt en að hinir nvju vald-
hafar séu að búa þjóöina undir
það.
UTAN Ú R HEIMl)
wnzieó er etefci
tcimt ciÁ Íci tci í
minni
po
unn
O vo sem kunnugt er af
fréttum, sendi Menzies, forsætis-
og utanríkisráðherra Ástralíu og
formaður Súez-nefndarinnar,
Nasser Egyptalandsforseta orð-
sendingu fyrir lielgina. — Þar
var þcss farið á leit við Nasser,
að hann kæmi til viðræðna við
Súez-nefndina hið fyrsta. Verk-
efni nefndarinnar er, eins og al-
kunna er, að færa Egypíum miðl-
unartillcgu þá, er Dulles bar
fram á Súcz-ráðstefnunni — og
hlaut þar yfirgnæfandi fylgi.
Einnig mun nefndin skýra fyrir
Nasser sjónarmið þeirra ríkja, er
hagsmuna ciga að gæta í Súez.
j námumannafélagsins í Ástralíu.
| Menzies var yngslur þriggja
1 bræðra — og í æsku kenndi móð-
Ir hans honura að lesa — í biblí-
unni, og einnig kenndi hún hon-
um á þessum árum ógrynni
enskra Ijóða, sem Menzies scgir
að hafi reynzt hinn öruggasti og
bezti . grundvöllur menntunar
sinnar. Er í skóla kom, varð hann
hinn ötulasti námsmaður — og
skaraði hvarvetna fram úr á því
sviði — einnig eftir að hann hóf
nóm við háskólann í Melbourne.
Auk þess var hann frábær í-
þróttamaður og hrókur alls fagn-
aðar í félagslífi stúdenta.
gær bárust þær fregn-
ir, að Nasser hefði ákveðið að
þekkjast boð Menzies og ræða
við nefndina hið fyrsta. Það er
mál manna, að Menzies sé mikill
’vandi á höndum — og það muni
geta haft afdrifarikar afleiðing-
ar fyrir gang heimsmálanna,
hversu honum tekst að haga máli
sxnu við Nasser. Hvort honum
tekst að skapa einhvern grund-
völl fyrir gifturíkri lausn mál-
anna.
M,
enzies er nú 62 ára
að aldri — og er íorystumaður
Frjálslynda flokksins í Ástralíu.
Enda þótt gengið hafi á ýmsu
hjá honum á undanförnum órum,
má segja, að lánið hafi leikið við
hann á hinum stjórnmáialega
vettvangi — sé litið yfir allan
stjórnmálaferil hans. Hann er
sagður sækjast eftir erfiðum og
flóknum viðfangsefnum — og
mætti þá ætla, að hann væri nú
„í essinu sínu“, er hann fer að
ræða við Nasser.
E,
n Menzies er ekki
einungis stjórnmálamaður. Hann
er nefnilega sagður jafnfær
cricket-leikari — og stjórnmála-
maður. Þrekinn og íþróttamanns-
lega vaxinn er hann, enda er
hann sagður borða á við þrjá full-
fríska karlmenn. En hvað um
það. Þessa dagana lifir hann ekki
fyrir matinn — og sennilegt er,
að hann „gluggi“ meira í skýrsl-
ur þær, er liggja eftir Súez-ráð-
stefnuna en matseðla dagsins.
E
r fyrri heimsstyrjöld-
in brauzt út, innritaðist Menzies
ekki í herinn samkvæmt beiðni
fjölskyldu hans, en eldri bræð-
urnir tveir gegndu herþjónustu.
Þessi ákvörðun ótti eftir að valda
Menzies miklum erfiðleikum síð-
ar, er hann fór að berjast á víg-
stöðvum stjórnmálanna. íhalds-
flokkurinn, sem Menzies gekk í |
upphafi í, var mjög þjóðernis-
sinnaður — og var hann fyrst í
stað litinn hornauga af flokks-
félögum sínum, því að talið var,
að hann hefði ekki viljað ganga
í herinn.
i
stað þess að ganga i
herinn hóf Menzies málafærslu-
störf, og 24 ára gamall var hann
þegar orðinn þekktur og mikils
metinn mólafærslumaður. Fert-
ugur að aldri var hann kjörinn
á þing — og árið eftir varð hann
varaformaður flokksins. Aðeins
44 ára gamall varð hann síðan
forsætisráðherra. Það var hann,
sem í upphafi síðari heimsstyrj-
aldarinnar fór á íund Churchills
og lofaði Bretum öllum peim
stuðningi, er Ástralíumenn voru
Astralski námumannssonurinn,
seni nú hefur tekið að' sér að
reyna að Ieiða Súez-vandamálið
til lykta.
færir um að veita, til þess að
sigrast á Möndulveldunum.
E
K
obert Gordon Menz-
[ ies heitir hann fullu nafni. Hann
í er af áströlsku alþýðufólki, son-
ur námuverkamanns, sem fluttist
j tiltölulega ungur suður til Ástra-
I líu og var meöal annars einn af
i hvatamönnum að stofnun fyrsta
Prófessor Alfred Klnsey látinn
HINN kunni bandarískí dýra-
fræðingur og kynlífskönnuð-
ur, prófcssor Alfred Kinsey,
lézí sl. Iaugardag í Blooming-
ton, Indíana, eftir skamma
lcgu. Banamein hans var
lungnabólga. Kiiisey var 62
ára að aldri. Hann hefur verið
heilsutæpur síðastliðið ár og
dvalið á sjúkrahúsum annað
veifið.
Alfred Kinsey hefur starfað
sem prófessor við háskólann i
Indíana síðan 1929, en hefur
aflað sér heimsfrægðar vegna
athugana sinna á kynlífsvenj-
um karla cg kvenna í Banda-
ríkju/.ium og víðar. Kinsey-
skýrslurnar eru þannig til-
komnar aff spurningafisíar
varðan.di kynferðislífið voru
sendir þúsundum manna á
ýmsum aldri. Fyrsta Kinsey-
skýrslan kom út árið 1948 og
fjallaði hún um kynlífsvenjur
karla.
Árið 1953 kons út önnur
Kinsey-skýrsla, sem var niður
stöður af spurningum, sem
hann hafði sent til tugþúsunda
kvenna í Ameríku. — Starf
Kinseys hefur mætt mikilli
gagnrýni, einkum þykja hæp-
in ýmis grundvallarsjónarmið,
sem hann gengur út frá í at-
hugunum sínum. En um hitt
verður trauðla deilí, að hann
hefur valdið byltingu í Ame-
ríku og víðar, hvað viðkemur
hugsunarhætti í sambandi við
kynferðis’,andamálin.
n þrátt fyrir rnikla
hæfileika og þekkingu, hafði
Menzies ekki auga fyrir því, hvað
samstarf og samheldni á öllum
sviðum er nauðsynleg í hverju
þjóðfélagi — og augu hans voru
algerlega lokuð fyrir því, að
miklir efnahagsörðugleikar voru
framundan hjá Ástralíumönnum
að styrjöldinni lokinni. Hann
hlaut margar aðvaranir, en lét
ekki segjast. Vegna þess beið
flokkur hans mikinn ósigur í
kosningum — og varð í minni
hluta. Menzies lét af ráðherra-
embætti, og margir voru þeir,
sem ólitu hann eftir það vel gef-
inn og sjálfsánægðan skammsýn-
ismann. Þetta varð honum vakn-
ing, og hann hóf að endurskipu-
leggja flokk sinn og búa hann
undir harða baráttu, — sigursæla
baráttu.
lokkur hans, sem var
nú lai)gt frá því að vera íhalds-
samur, breytti um nafn — og hét
eftir þetta Frjálslyndi flokkur-
inn. Menzies íerðaðist um landið
— og barðist eins og Ijón. Barátt-
an bar árangur, og árið 1949 tók
hann aítur við stjórnartaumun-
um. Framganga hans og öryggi
er rómað, er Kóreustyrjöldin
brauzt út, og við uppljóstrun
Petrovs-njósnamálsins ákvað
stjórn hans þegar að slíta stjórn-
málasambandi við Ráðstjórnina.
í
kosningunum, sem
fram fóru s.l. ár, sigraði flokkur
hans með enn meiri yfirburðum
en áður — og enda þótt gengið
hafi á ýmsu, má segja, að hann
sé nú öruggari í sessi og betur
látinn en nokkru sinni fyrr. Nú
munu þeir Nasser hittast, og það
mun ef til vill verða tilbreyting
fyrir Nasser, eftir alla fundi sína
með forystumönnum einræðis-
ríkjanna, að hitta að máli lýð-
ræðislegan forsætisráðherra í
orðsins fyllstu merkingu.