Morgunblaðið - 01.12.1956, Blaðsíða 8
8
MORGVHBLAÐIB
Laugardagur 1. desember ’5ð
Rússar vita að hver einasti
Ungverji er fjandmaður
Eftir að allsherjarverkfalli lýkur verður mót-
spyrnuhreyfing stofnuð á hverjum vinnustað
Frásögn austurríska jafnaðar
raannsins Peters Strassers
EINN þingmanna austurríska
Jafnaðarmannaflokksins heitir
Peter Strasser. Þótt hann sé
meðal hinna yngstu þing-
manna heíur hann áunnið sér
mikið traust innan flokksins
og meðal annars var hann
fyrir nokkru kjörinn forseti
aiþjóðasambands ungra jafn-
aðarmanna.
Nú er frá því að segja, að
þegar fregnirnar hárust um
byltingu alþýðunnar í Ung-
verjalandi gegn ógnarstjórn
kommúnista, vöktu þessar
fregnir að sjálfsögðu hvergi
eins mikla athygli og í næsta
nágrannaríkinu Austurríki.
Þótt skammt væri á milli Vín-
arborgar og Búdapest urðu
margar fréttir af þessum at-
burðum óljósar og staðhæf-
ingar byltingarmanna og
kommúnista-stjórnarinnar
stönguðust á. Svo að Peter
Strasser varð einn þeirra aust-
urrísku stjórnmálamanna, sem
ákvað að leita sér sjálfur
sannra fregna af ástandinu í
Ungverjalandi og atburðum
öllum. Lagði hann snemma
morguns á lítiili bifreið sinni
af stað frá Vínarborg. Bylt-
ingin stóð þá sem hæst og
voru landamærin opin. Komst
Peter Strasser alla leið til
Búdapest,
Þegar hann kom til baka
ritaði hann grein um fcrð sína
í austurríska blaðið Arbeiter-
Zeitung og birtast hér nokkr-
ir kaflar úr grein hans.
★ ★ ★
MAÐUK verður þess skjótt var
í Ungverjalandi, að öll
ungverska þjóðin, að undantekn-
um örfáum kvislingum eða svo-
nefndum Moskvu-mönnum, stend
ur einhuga að kröfunni um
brottför rússneska herliðsins úr
landinu. Eg held jafnvel, að rúss-
nesku hermönnunum sé það full
ljóst, að gervöll hin ungverska
þjóð hatar þá eins og pestina.
Það hefur ekki komið nógu
greinilega fram í blaðafregnum
frá Ungverjalandi, að það er ekki
borgarastyrjöld sem geisar þar.
En ég vil leggja áherzlu á, að
í þessari blóðugu styrjöld berjast
ekki Ungverjar við Ungverja.
Hún er ekki borgarastyrjöld,
heldur styrjöld milli tveggja
þjóða Ungverja og Rússa og öll
ungverska þjóðin er sameinuð
gegn hinum rússnesku árásar-
herjum.
ÖNGÞVEITI
í STJÓRNARAÐGERÐUM
Vel má vera, að Rússum tak-
ist með vopnum að koma á
friði í landinu. En þeir munu
aðeins ná hernaðariegu valdi á
ungversku þjóðinni, en aldrei
neinum stjórnmálalegum tök-
um. Þeir hafa að vísu komið
á leppstjórn nokkurra kvisl-
inga undir forustu Kadars. En
leppstjórnin hefur svo lítið
fy%;i alþýðunnar, að algert
öngþveiti ríkir í stjórnarað-
gerðum hennar. Hún fær enga
ungverska menn til starfs fyrir
sig, frá lægstu stöðum og jafn-
vel upp í ráðherrastöður. Það
er þess vegna vafasamt, hvort
hægt er yfir höfuð að segja,
hvort þessi ríkisstjórn Kadars
„sé til“.
TREYSTU RÚSSUM EKKI
Strax pg ég kom til Búdapest
skundaði ég til ritstjórnarskrif-
stofu jafnaðarmannablaðsins
Nepsava, sem hafði þá tekið til
starfa að nýju fyrir nokkrum dög
um í byltingunni. Á ritstjórnar-
skrifstofunni voru allir önnum
kafnir við að undirbúa blað
næsta morguns. Menn voru óró-
legir þar vegna fregna. er bárust
um herflutninga Rússa. Sérstak-
lega vöktu ugg fréttir sem voru
að berast um að sézt hefði til
rússneskra skriðdreka er stefndu
að nýju inn til Búdapest. Mér
virtist að fólk treysti ekki lof-
orðum Rússa um brottflutnihg
herliðsins frá borginni.
Ég bjó í Duna-gistihúsinu, sem
stendur yið sömu götu og rit-
stjórn Nepsava. Fór ég að sofa
skömmu eftir miðnætti. En þetta
var ekki friðsöm nótt. Skothrið-
in hófst í náttmyrkrinu. Þegar ég
fór út kl. 5 um morguninn stóðu
Rússneskir skriðdrekar aka inn í Búdapest.
/
fylktu skriðdrekum og þung-
um fallbyssum framan við
byggingar, sem byltingarmenn
höfðu á valdi sínu. Hvar sem
Rússar mættu minnstu mót-
spyrnu var stórskotaliðinu
harðir götubardagar þegar í mörg
um hverfum borgarinnar.
HÚSIN SKOTIN í RÚST
Nú fylgdu á eftir skæðir
bardagar í 6 daga. Rússar
af öllum vörum seldum hjá okkur
MARKAÐURINN laugaveg wo