Morgunblaðið - 06.12.1956, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.12.1956, Qupperneq 11
Fímmtudagur 6. des. 1956. MORGVlSBLAtnÐ It Shriðdreki seidur tyrir hrttuð FRÉTTAMAÐUR Mbl. rabbaði stundarko-rn. við hjón frá einu af kolaauðugustu héruðum Ung- verjalanids. Yoru þau með 10 ára gamla dóttur sína. Þegar hann spurði þau hvers vegna þau hefðu aðallega flúið, varð konan fyrir svörum og sagði: Yið gátum ekki hugsað okkur að vera lengur í Ungverj alandi, við vorum ekki í flokkniun og höfum aldrei verið. Það var svo ægilegt að vita aldrei hvað morgundaguriun bæri í skauti sér. Við flúðum ekki land vegna þess að við hefðum orðið fyrir ásókn kommúnistanna, held ur vegna þess að við gátum ekki lifað í þessari hryllilegu óvissu. — Og þessi ungverska flóttakona heldur áfram. Hún er ekki döpur í bragði, heldur ber hún sig prýði lega, en þó má finna undir niðri beiskjuna yfir því að verða að flýja föðurland sitt: Okkur var ekki leyft að hafa kristna trú, segir hún, og bætir við um leið og hún lítur á dóttur sína: Og við vissum áð við fengjum ekki að ala hana upp í kristnum anda. Gátum ekki hugsað til þess. Við viljum að dóttir okkar verði góð og kristin stúlka. Ungverska flóttakonan segir svo að lokum áður en við kveðjum hana: Við erum orðin svo hrelld af óvissu og hörmungum síðustu ára, að við getum ekki einu sinni hugsað okkur að vera í Evrópu. Þess vegna viljum við komast til Ame- ríku, og við höfum góðar vonir um að framtíðin verði bjartari en hið liðna. AÐEINS „PARADÍS RÚSSLANDS" Skammt frá hópnum sátu önn- ur ungversk hjón, sem höfðu flú- ið land sitt, augsýnilega nýgift, énda ekki nema rúmlega tvítug að aldri. Fréttamaðurinn vatt sér að þeim og spurði þau nokkurra spurninga. Þau sögðust vera frá borginni Papa. Þar barðist ungi maðurinn með frelsishetjunum. — „Og ég vissi þegar bardögum lauk, að ekkert var eftir nema „paradís Rússlands". Ég gat elcki hugsað mér að verða um kyrrt í Ungverjalandi upp á þær spýtur, kaus heldur að fara með konuna til Bandaríkjanna. Bróðir minn var í Rússlandi í þrjú ár og vissi Hvað það var.“ — Ungi maðurinn er mjög fámáll, vill lítið um at- burðina tala, en segist þó ekki ætla að fara aftur til Ungverja- lands. Þar á hann þó 6 bræður og foreldra. „EF VIÐ HEFÐUM HAFT FALLBYSSUR---------“ Þarna á meðal flóttamannanna er ungur og myndarlegur Búda- pestbúi, vélfræðingur að mennt. Hann talar þýzku mjög vel, enda er hann vel menntaður. Og þegar fréttamaðurinn leitar til hans, hefur hann svör á reiðum hönd- um. Lífsviðhorf hans er raunsætt, en þó á hann augsýnilega í mik- illi baráttu við sig, vegna þeirra dapurlegu örlaga, sem lífið hefur skapað honurn. Hann er þó hnar- reistur og reynir að leyna von- brigðum sínum og geðshræring- um. Hann skýrði frá því, að hann hefði tekið þátt í bardögunum í Búdapest. En þegar fréttamaður- inn innti eftir upphafi þeirra, svaraði hann: — „Ég skal segja yður, að ég var ekki með í bar- dögunum frá byrjun. Ég ætlaði nefnilega að flýja ásamt tveimur félögum mínum til Austurríkis 20. sept. 8.1., en AVO-mennirnir (öryggislögreglan) tóku mig höndum. Ég var dæmdur í fjög- urra ára fangelsi. Ég slapp þó við það, eins og þér sjáið, því að frelsissveitirnar leystu mig úr fangelsinu 30. október, og barðist ég síðan með þeim til 13. nóv. Fréttamaðurinn fór að spyrja hann um bardagana. Hann leit þá á hann heldur dapur í bragði og sagði: — „Á ég að segja yður eitt. Þetta hefði farið betur ef við hefðum haft fallbyssur og þun«í vopn. Við höfðum aðeins léttar vélbyssur og handsprengjur, — það reið baggamuninn.“ Flóttafólk lýsir byltingardögunum RÚSSAR LÉTU SKREÐDREKA FYRIR BRAUÐ — Öll þjóðin reis upp i einu, er það ekki rétt? — Jú, svaraði hann ákveðinn, öll ungverska þjóðin er eitt. Svo bætir hann við og reynir að dylja vonbrigði sín með því að púa sígarettureyknum kæru- leysislega út í loftið: En öll ung- verska þjóðin er í einu stóru fangelsi. — Hafið þér trú á því að hún nái frelsi sínu? — Já, svarar hann ákveðinn, ég trúi því að við endurheimtum frelsi okkar, en guð má vita hve- nær. Baráttuþrek Rússanna bilar með tímanum. Ég vissi til dæmis til þess í bardögunum í Búdapest, að þeir létu skriðdreka af hendi fyrir brauð. — Fólkið virðist vilja fá Nagy aftur.? — Já, hann er fyrst og fremst Ungverji, en Kadar er svikari. „HLÝTUR AÐ VERA BETRA EN I SÍBERÍU“ Síðan barst talið að foreldrum unga mannsins og systkinum í Búdapest. Þau vissu um flótta hans og nú ætlaði hann að reyna að skrifa þeim kort frá Keflavík, ef það væri til einhvers. Síðan fór hann að rabba um ísland og vissi heilmikið um landið og þjóðina. Kvaðst hann hafa lesið það fyrir nokkrum mánuðum í kommúnistablaðinu í Búdapest, að Island ætlaði að ganga úr At- lantshafsbandalaginu. Kommún- istar voru hrifnir af því, bætti hann við og brosti. Loks kvað hann framtíð sína í Ameríku ótrygga, og bætti svo við hlæj- andi: En það hlýtur að vera betra að vera þar en í Síberíu ! Þegar blaðamaðurinn kvaddi hann, sagði hann að lokum: Það er hörmulegt að verða að fara burt úr föðurlandi sínu, en von- andi förum við einhvern tíma heim aftur, og þá.... \ „----SÉ EKKI EFTIR * NEINU — NEMA FOR- ELBRUNUM" Þá ræddi blaðamaðurinn við járnbrautarstarfsmann. Foreldr- . ar hans eru enn í Ungverjalandi, en systkin á hann engin. Foreldr- ar hans búa í Búdapest, en vita ekki að hann komst úr landi. Syrgja einkason sinn. Þessi ungi piltur sagði, að það hefði átt að taka sig höndum 2. nóv. vegna ritgerðar, sem hann skrifaði í blað járnbrautarstarfsmanna. — Hann komst á snoðir um það og flúði. Hann sagðist hafa barizt með frelsishetjunum frá 23. okt. til 9. nóv., — og bætti við: Stund- um börðumst við með byssum, en stundum með berum höndum. Þá sagði ungi maðurinn, að hann hefði flúið land eftir bardagana, — lagði af stað 9. nóv. til Aust- urríkis og kom þangað þremur dögum síðar. Rússarnir heftu ekki för hans, létu sér nægja að taka af honum úrið og alla þá peninga, sem hann átti. Það var þeim nóg, sagði ungi maðurinn og brosti kaldhæðnislega. Hann kvaðst ekki vita hvað hans biði í framtíðinni, en sagðist vonast til þess að komast að einhverju ungversku blaði í Ameríku. Hann hlakkaði til að fá að vinna fyrir ungverskan málstað og gera sitt til þess að þjóðin næði aftur frelsi sínu: „Þá förum við flest heim aftur,“ bætti hann við og brosti. — Þegar blaðamaðurinn spurði hann, hvort hann sæi eftir því að hafa flúið, svaraði hann dapur í huga: Nei, ég sé ekki eftir neinu — nema fereldr- um mínum. Ég hugga mig þó við það, að ekkert hefði beðið mín nema dauðinn, ef mér hefði ekki tekizt að flýja. Þessi litla hnáta er orðin fullorð- insleg af reynslu fárra ára. Hvað höfðu þessi augu séð í Búdapest? Vildi hefna móður sinnar og fyrir fangelsisvist ÞRÆLKAÐUR FYRIR AÐ VINNA HJÁ AMERÍSKU OLÍUFYRIRTÆKI Hann er maður um fimmtugt, gráhærður. Það hvílir ró yfir svipnum, en á andlitið eru ristar rúnir biturrar reynslu. Hann sat í þrælabúðum Rússa í 3% ár. Og ástæðan til þess að hann var settur í þrælabúðirnar var sú, að hann vann hjá amerísku olíufyrirtæki. Fyrir þetta var hann barinn og hart leikinn, sveltur, þrælkaður. En hann var ekki einn. f þessum þrælabúðum þjáðust 6000 manns með honum. Hann átti fyrir aldraðri móður að sjá, þegar hann var lokaður innan við múra og gaddavír. Allt, sem hann átti var tekið af hon- um, smátt og stórt. FÓR GANGANDI 170 KM LEIÐ Fremur lágur maður, svart- hærður, glaðlegur og fjörlegur í augum, ber lítið merki í hnappa- gatinu, það er það eina, sem eftir er af mótorhjóli, sem var hans eign. Hann var járnsmiður í verk smiðju, sem var rétt hjá Búdá- pest. Þar unnu 3400 manns. Við verksmiðju þessa var mikið bar- izt. Loks tókst honum að flýja, fyrst með bíl til Györ, þaðan fór harrn gangandi 170 km leið, lengst af á nóttunni. Að síðustu tókst honum að læðast yfir landa mærin til frelsisins. TÚLKURINN Fremur lág og grönn með góð- legan svip, skolhærð og lítið eitt skökk f andliti, með gleraugu. Faðir hennar er í Ameríku og hefur þar ríkisborgararétt. Hið sama gildir um hana. Hún talar góða ensku og túlkar frásagnir félaga sinna og leggur fyrir þá spurningarnar, sem ég ber upp. Hún hefur beðið frelsisins frá því 1945 og hún flúði strax og hún gat frá Búdapest og hlaut frelsi sitt 29. október. GÁTU EKKI UNNIÐ FYRIR MENNTUN SONARINS Þarna sitja lágvaxin, þrekleg hjón, hún á fimmtugsaldri, hann nokkru eldri. Með þeim er sonur um fermingu. Þau áttu heima í Györ um miðja vegu milli Búda- pest og Vín. Frelsið hlutu þau 12. nóvember. Þau komust yfir landamærin án teljandi erfið- leika með hjálp ungversku frelsis hermannanna. Dóttir þeirra og tengdasonur eru áður komin til Ameríku með börn sín. Fjöl- skyldan er hólpin. Frelsisher- mennirnir hjálpuðu mörgum yfir landamærin, annars hefði verið erfitt að komast með börnin. — Engan grunaði þegar þau fóru að svo illa myndi fara í Ung- verjalandi eins og nú -er kom- ið á daginn. En óttinn og kvölin var nægileg áður, til þess að þetta fólk reyndi sem fyrst að flýja land sitt. Hatrið á Rússum og leppum þeirra er talonarka- laust. í fyrstu, eftir að byltingin skall á höfðu menn von um hjálp. Fólkið gerði sér enga grein fyrir því að það gæti kostað nýja heimsstyrjöld, það barðist og það hrópaði á hjálp. Það hugsaði ekki um neitt annað. Þau voru orðin of gömul. Flóttinn var þeim efst í huga. Fyrir 1944 voru þau allvel efnuð. Hann var kaupmaður, er verzlunin hans var tekin af honum og þjóðnýtt. Eignalaus gerðust þau bæði verkamenn í verksmiðju. Vonin var að þeim tækist að vinna fyrir menntun sonarins, sem átti að verða verkfræðingur. En bar- áttan var til einskis. — Þau gerðu ekki betur en að draga fram lífið. — Hér er einn sem barðist, seg- ir íúlkurinn minn, og við setj- umst hjá ungum manni. Hann lyftir upp buxnaskálminni og sýnir okkur reifaðan fótinn. — Hann er 33ja ára gamall. Hann sat í fangelsi Rússa frá 1945 til 1948. Ástæðan var sú ein að hann bar þýzkt nafn. Það var því grunnt á hatrinu til Rússa. Þeg- ar stúdentarnir hvöttu fólkið til þess að sækja sér vopn til ung verska hersins, sem fljótt var allur á bandi ungversku þjóðar- innar, var hann einn þeirra, sem tóku sér byssu í liönd. — Hann særðist í viðureign við rússnesk an skriðdreka, sem þeir lögðu til atlögu við á götu Búdapestborg ar. Skriðdrekinn hafði bilað og átta Rússar stigu út úr honum til þess að reyna að koma honum í lag og þá réðust þeir til atlögu gegn þeim, felldu 6 þeirra, en tveir komust undan á flótta. Hann skeytti engu um sárið, en barðist eins og óður maður. HEFND FYRIR FANGELSI OG MÓÐURDRÁP Hann vildi hefna fyiir fang- elsisvistina, sem hann hafði hlot- ið saklaus og fyrir móður sína, sem Rússarnir höfðu drepið. Gömul og farlama hafði hún verið að leita sér lífsbjargar til ættfólks síns úti á landsbyggð inni, þegar Rússarnir tóku járn- brautarlestina, sem hún var með, hröktu fólkið út úr henni, en troðningur óttaslegins mann- fjöldans varð gömlu konunni of- viða. — Túlkurinn lítur niður áður en hún þýðir þessa harmu- Iegu frásögn. Þótt mörgu sé hún orðin vön er þó sýnilegt að frá- sögnin er henni erfið. Þjáningar- drættirnir leyna sér ekki í rólegu andliti sögiunannsins. Svört aug- un eru ísköld í kinnfiskasognu andlitinu. Beiskjan og þjáning- arnar hylja svipbrigðin. UNNUSTAN ENN f BÚDAPEST Flótti þessa unga, særða manns, var erfiður. í hópi annarra hélt hann í áttina til austurrísku landamæranna. Við ána Rábca ætluðu þeir að komast yfir, en fréttu að Rússar lægju í leyni við brúna, sem þeir ætluðu yfir — Helmingur hópsins freistaði þó gæfunnar á brúnni, sumpart vegna þess að þeir áttu ekki ann- ars úrkosti. Þeir voru alíir skotn- ir. Hinir lögðust til sunds í ánni, meðal annars þessi ungi maður. Þeir höfðu það af og hingað er hann kominn. Unnustu sína á hann í Búdapest. STAKSTÍIÍAR Slenið á Alþingi. FRÉTT sú, sem Mbl. birti om stjórnleysið og slenið á Alþingi hefur vakið mikla athygli. Hvorki meira né miima en 9 þingnefndir hafa engan fund haldið nema til þess að kjósa sér formann og rit- ara. Flestar aðrar nefndir hafa haldið örfáa fundi. Þannig er forysta „vinstri stjórnarinnar“ í framkvæmd. — Hún leggur svo að segja engin mál fyrir þingið og þeir menn, sem hún hefur valið til for- mennsku í þingnefndum drattast ekki einu sinni til þess að taka þau mál fyrir, sem visað hefur verið til nefnda þeirra. Það er vissulega raunalegt að Alþingi, hin gamla og virðulega löggjafarstofnun þjóðarinnar, skuli leikin þannig af tætingsliði vinstri stefnunnar. Almenningi er og að verða það Ijóst, að núver- andi ríkisstjórn er fjarri því að vera mynduð af samhentum þing- meirihluta. Að baki hennar stend ur fyrst og fremst sundurleitt upphlaupslið, sem hljóp saman af ótta við vaxandi traust og fylgi Sjálfstæðisflokksins. Klofin um varnarmálin. Greinilegastur er klofningur stjórnarinnar nú um varnarmál- in. Flokkur utanríkisráðherrans hefur opinberlega horfið frá yfir- lýsingunni frá 28. marz um að ísland skyldi gert vamarlaust. Jafnhliða hefur hann lýst þvi yfir að hann telji nauðsynlegt að varnarliðið verði hér áfram. Undir þetta virðist Framsókn- arflokkurinn einnig hafa tekið. En kommúnistar eru byrjaðir að skamma utanríkisráðherrann fyrir „svik“ hans. Engu að síður eru þeir þess alráðnir að sitja áfram í stjórninni og taka þannig ábyrgð á áframhaldandi dvöl vamarliðsins í landinu. Er nú lít- ið orðið úr hinum stóru orðum „Þjóðviljans" um „þjóðsvik“ og „landsölu“. Verður ekki annað séð en prýðilega fari nú um þá Einar Olgeirsson, Lúðvík Jósefs- son og aðra þingmenn kommún- ista í samfélagi með „landsölu- mönnum" ! Það er vítt kokið kommanna ll Samfylking við bæjar- st j órnarkosningar ? f ársbyrjun 1958 eiga að far* fram bæjar- og sveitarstjórnan- kosningar í kaupstöðum og kaup- túnum um land allt. Eru komm- únistar þegar farnir að undirbúa þær. Leggja þeir nú mikla áherzlu á samfylkingu við Al- þýðuflokkinn og Framsókn tll þess að sýna „vinstri eininguna** enn frekar í verkL Meðal Framsóknarmanna mug þessari ósk kommúnista sæmilega tekið, sérstaklega meðal forystu- liðsins. En Alþýðuflokksmönnum lízt hið versta á slíka kosninga- samvinnu við kommúnista eins og allt er nú í pottinn búið. Benda þeir m. a. á hrakfarir vinstrl fylkingarinnar við stúdentaráðs- kosningarnar i Háskólanum i haust, þar sem stjórnarflokkarn- ir stórtöpuðu fylgi en Sjálfstæð- ismenn og ýmsir aðrir frjálslynd- ir menntamenn unnu mikinn :%g- ur og fengu hreinan meirihluta í stúdentaráði. Fróðlegt verður að sjá, hvað ofan á verður í þessum efnum. Kommúnistar munu áreiðanlega Ieggja fast að samstarfsflokkura sínum um samvinnu í þessura fyrstu kosningum eftir áð stjóm- in var mynduð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.